Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 64
£4 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Skyrtertur með berjum Ekki viðraði vel fyrir fyrstu fermingarbörnin, segir Kristín Gestsdóttir, sem fermdust borgaralegri fermingu í Háskólabíói 19. mars sl. EN SVONA er þetta á íslandi, maður veit aldrei hvernig viðrar og nú muna elstu menn ekki meiri ótíð. Nú sem fyrr bjóða foreldrar fermingarbarna til veislu og gleðjast með börnum sínum, vinum og vandamönnum, skreyta með blómum og kveikja á kertum og skapa hlýju í híbýlum sínum, þótt bylurinn gnauði úti. I þessum þætti er boðið upp á tvær tertur, sem ætlaðar eru á kaffiborð en líka má nota sem ábætisrétti, en í þeim báðum eru skyr og frosin ber. Víða í búðum er mikið úrval belgískra, frosinna berja frá fyrirtækinu Ardo og líka íleirum, þótt úrvalið sé ekki eins mikið og frá þeim. Beijatertur eru lystugar og fallegar og skreytingin er ekki fyrirhafnarsöm - berin skreyta sig sjálf. Þetta eru léttar og bragðgóðar tertur. AUtof mikið er af þungum súkkulaði- og rjómatertum, en við ættum að temja okkur að draga svolítið úr rjómanum og bjóða léttari tertur, þurrkökur líka, og ekki má gleyma smákökunum, sem henta bæði á kaffiborði og með kaffi eftir máltíð. Bláberja- skyrterta 2V; dl flórsykur 3 dl hveití 1 pk. sítrónuhlaup frá Toro 21/2 dl vofn, helmingi minna vafn en gefið er upp á umbúðum _____________2egg_______________ _____1 stór dós bláberjaskyr Vi pk. frosin bláber frá Ardo ______1 peli rjómi saman við____ l / /2-I dl rjómi til oð skreyta með Þeytið egg og sykur, sigtið hveiti út í og hrærið varlega saman við. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu, brjótið upp á hann að 1/3 til að minnka ummál hans, hellið soppunni á 2/3 hluta. Í_____________________________________ Hitið bakarofn í 190°C, blástursofn í 180°C, og bakið í um 15 mínútur, takið úr ofninum og leggið stykki yfír, kælið. Notið kringlótta meðalstóra skál með flötum botni, skerið smjörpappír eða bökunarpappír eftir botninum og leggið inn í skálina, skerið síðan fleyga úr kökunni og raðið á víxl upp með börmunum. Setjið skálina í plastpoka meðan þið búið til fyllinguna. Engin kaka á að fara á pappírinn í botninum. 5. Takið frá 2 msk. af hlaupduftinu, en hellið rúml. 2 dl af sjóðandi vatni yfir hitt og látið leysast vel upp, kælið síðan án þess að hlaupi saman. 6. Þeytið eggin lauslega, hrærið skyrið saman við, síðan kælt hlaupið, þeytið rjómann og bætið 7. Takið frá !4-l dl af bláberjum, en setjið hitt út í. Hellið inn í skálina. Setjið í kæliskáp og látið stífna í minnst 6 klst. Við framreiðslu er skálinni hvolft á fat. Pappírinn fjarlægður. Síðan eru þær 2 msk. sem teknar voru frá af hlaupduftinu leystar upp í 'Æ dl af sjóðandi vatni. Kælt að mestu, og 14-1 dl af frosnum blábeijum settur út í og hellt yfir botninn á skálinni. Þá er ijóminn þeyttur og skreytt með honum, sjá meðf. teikningu. Jarðarbeija-skyrterta Þessi kaka er að mestu búin til eins og bláberjatertan, nema notað er jarðarberjahlaup og jarðarbeijaskyr og auk þess frosin jarðarber, sem skorin eru í bita, nema þau sem skreytt er með. Rúlluterta með jarðarbeijasultu er notuð inn í skálina, sem er fóðruð með plastfilmu. Ekki er settur pappír á botn skálarinnar heldur þekja rúllutertusneiðar allan flöt skálarinnar. Kringum kökuna er ijómatoppum sprautað og hlauphúðuðu jarðarberi stungið ofan í rjómatoppana. 1-2 msk. af hlaupdufti er leyst upp í V2 dl af sjóðandi vatni, það kælt án þess að hlaupi saman og frosnum jarðarberjunum stungið ofan í. ÍDAG vi:iA\K\rviii Svarað í sfma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Maður er nefndur MAÐUR er nefndur er yf- irskrift þáttar sem sýndur var í sjónvarpinu 15. mars sl. Ég kynntist viðmælanda þessa þáttar nokkru áður, þegar við vorum stofufélag- ar á Landsspítalanum. Við kynninguna á spítalanum dáðist ég að stálminni hans og fróðleik, enda ræddum við margt þá daga sem við dvöldum þar. Ég beið spenntur eftir þættinum, því ég veit að þessi 86 ára gamli maður hefur frá mörgu að segja. Viðtalið í sjónvarpinu skilaði ekki þeirri svipmynd af ævi- starii þessa merka manns sem ég vonaðist til að þar kæmi fram. Hann er haf- sjór af fróðleik og á farsæl- an og giftusaman starfsfer- il. Stjórnandi þáttarins spurði sífellt um menn, sem verið höfðu formenn í ein- um tilteknum stjórnmála- flokki hátt í heila öld og fékk greið svör við öllum sínum spumingum. Þessi þáttaröð, Maður er nefnd- ur, er mjög áhugavert sjónvarpsefni og yfirleitt vel heppnað. Flestum stjómendum þáttanna hef- ur tekist afar vel að skila hlutverki sínu. í nefndum þætti fannst mér það mis- notkun á aðstöðu og van- virða við mikilhæfan og fróðan viðmælanda, að spyrjandinn vék ekki einu orði að ævistarfi og lffs- hlaupi hins aldna og merka manns, sem þama var rætt við undir yfirskriftinni, Maður er nefndur. Ólafur Runólfsson. Óábyrg ferðalög að vetri SEM aðstandandi þátttak- anda í helgarskíðaferðum Útivistar vil ég lýsa undmn minni á ferðatilhögun. I tvígang hefur ættingi minn komið heim úr helgarskíða- ferð um miðja nótt, nánast úrvinda af volki úr ferðum sem átti að ljúka fyrir kl. 17 daginn áður. I báðum til- vikum hefur þurft aðstoð frá björgunarsveitum til að koma fólkinu til byggða. Aðstandendur eru látnir bíða í ótta fram á miðjar nætur en engin tilraun virðist vera gerð til að breyta ferðaáætlun, s.s. að bíða af sér veður eða fara styttri leið til byggða. Nei, nei, viðhorfið er, ætt skal áfram í blindni enda er farsími í bakpokanum og þeir geta bara náð í okkur þegar við emm orðin þreytt um miðja nótt, enda mjög þægilegt, jafnvel gaman, að láta öflugustu vélsleða og jeppa landsins sækja sig upp til fjalla. Sigríður Guðmundsdóttir. Þakkir KRISTÍN Jóna hafði sam- band við Velvakanda og vildi koma á framfæri þökkum til Ellerts Schram vegna greinar hans í Morg- unblaðinu „Hvenær sástu pabba þinn síðast", sem birtist 19. mars sl. Það er tími til konjinn að vekja fólk til umhugsunar um þessi mál. Hafðu mínar bestu þakkir fyrir. Einnig vildi hún þakka Pétri Pét- urssyni fyrir grein hans, sem birtist í sunnudags- blaði Morgunblaðsins 19. mars sl. Alveg skínandi góð grein um Kolasundið, fróð- leg og skemmtileg. Tapad/fundiö Nýr GSM-sími týndist NÝR, mjög nettur, silfrað- ur GSM-sími, af gerðinni Nokia 8850, týndist föstu- daginn 17. mars sl. Skilvís finnandi er vinsamlega beð- inn að hringja í síma 564- 4406. Hjólabretti 1' óskilum STÓRT hjólabretti kallað „01d-school“ fannst á Tjörninni í Reykjavík íyrir neðan Fríkirkjuna. Upplýs- ingar í síma 552-1892. Posi er týndur STÓR hvítur fressköttur, með annað augað blátt en hitt gult, hvarf frá Grettis- götu 13 helgina 18-19 mars sl. Hann er með merkta ól. Fólk í nágrenni við heimili hans er beðið að athuga hvort hann gæti hafa lokast einhvers staðar inni. Upp- lýsingar gefur Erla Rún í síma 562-1481. Dýrahald Óska eftir kettlingi ELÍSABET óskar eftir svörtum kettlingi. Hann verður að vera hálfur skóg- arköttur og tveggja mán- aða gamall. Upplýsingar i sima 866-5345. Morgunblaðið/Asdís Asgeirsdóttir Víkverji skrifar... AHEIMASÍÐU Rafiðnaðar- sambandsins er sagt frá gangi viðræðna sambandsins við vinnu- veitendur. í síðustu viku sagði for- maður RSÍ frá því þegar hann skellti hurðum í húsakynnum ríkissátta- semjara. „Fulltrúum atvinnurek- enda var síðan gerð grein fyrir því á hreinni íslensku að annaðhvort legðu þeir fram í dag viðunandi svör eða málinu yrði vísað til sáttasemjara og þaðan yrði gengið í að undirbúa að- gerðir. Að ræðu sinni lokinni gekk formaður RSÍ út úr herbergi samn- inganefndar atvinnurekenda og þeg- ar hann lokaði hurðinni á eftir sér fylgdi á eftir honum hluti dyraum- gerðarinnar." Ekki er hægt að gagnrýna menn þó að í þá fjúki í hita leiksins, en hins vegar er spuming hvort það sé eðli- legt að menn séu að hreykja sér af tiltækinu þegar þeim er runnin reið- in. Ekki er hins vegar hægt að skilja skrifin á annan hátt því daginn eftir ritar formaður RSÍ á heimasíðunni annan pistil um sama tilvik undir fyrirsögninni: „Styrkleikaprófanir Karphússins hins nýja“. Þar er fjall- að um hurðaskellinn og rifjaðir upp gamlir hurðaskellir. „En eitt af hans [ríkissáttasemjaraj fyrstu verkum, þegar hann tók við starfinu, var að hann þurfti að láta laga festingar á málverkum. Því að formaður rafiðn- aðarsambandsins hefði eitt sinn kvatt samninganefnd VSÍ með því að troða samningsdrögum í ruslafötuna og loka svo hurð á eftir sér í Svart- holinu svonefnda, með þeim afleið- ingum að íslandskort sem þar hékk uppi hrökk af veggnum og fór næst- um í hausinn á Þórami V. en skall í gólfið með þvílíkum skarkala að sáttasemjari hélt að veggurinn væri að koma á eftir hurðinni.“ í þriðja pistli formanns RSÍ á heimasíðunni undrast hann hins veg- ar að fjölmiðlar skuli veita þessum skrifum hans athygli og gerast svo djarfir að búa til um þau frétt. Þar segir: „Fréttamenn virðast sumir hverjir þrátt fyrir þessi stórmál [þ.e. efnisatriði kjarasamninganna] ein; ungis sjá frétt í því að formaður RSÍ skellti hurð, sem var svo illa frá- gengin að hún aflagaðist. Þetta er aðalfréttin og tilefni til þess að setja á menn jólasveinanöfn. Þessir frétta- menn virðast halda að á samninga- fundum sitji menn og skiptist á bi- blíumyndum og þylji sléttubönd. Fari síðan fram og fái sér kakó og skúffukökubita og taki eina rúbertu eða tvær.“ xxx AÐ er greinilegt að íslensku Norðurpólsfaramir, Ingþór Bjarnason og Haraldur Örn Ólafs- son, eiga erfiða ferð fyrir höndum, en þeir era þessa dagana á göngu í átt að Norðurpólnum. Vflcverja varð ekki um sel að lesa lýsingar á þeim aðstæðum sem þeir eiga við að stríða. Færið hjá þeim félögum er af- ar erfitt og þeir hafa þurft að draga sleðana saman yfir bratta hryggi í ísnum. Þegar búið er að draga annan sleðann upp á hrygginn þarf að slaka honum niður vegna þess að passa þarf að hann brotni ekki á leið niður hrygginn. Síðan þurfa þeir að ná í hinn sleðann. Frostið er yfir 40 stig og stöðug hætta er á kali ef ekki er varlega farið. „Erfiðast er að komast upp úr pokanum á morgnana. Inni í tjaldinu er allt hrímað og pokarnir þvalir og rakir að innan og ísaðir við öndunar- opið á þeim. Það er töluvert átak að fara úr þeim. Maður rífur sig upp úr pokanum og mér finnst best að fara bara beint út á skaflinn og klæða mig í utanyfírfötin þar. Fötin era freðin í gegn á hverjum morgni og við verð- um að byrja á því að mylja úr þeim klakann og reyna þannig að mýkja þau til að komast í þau,“ er haft eftir Ingþóri í Morgunblaðinu. Margir eiga sjálfsagt erfitt með að skilja hvers vegna mennimir eru að leggja á sig allt þetta erfiði. Eitt sinn var frægur Éverestfari spurður þeirrar spumingar hvers vegna hann væri að reyna að klífa tind Everest. „Vegna þess að fjallið er þarna,“ var svarið. XXX VÍKVER JA finnst sérkennileg sú ákvörðun að breyta endi leik- ritsins „Krítarhringurinn í Kákas: us“, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. í leikritinu er tekist á um yfirráð yfir landi og höfundur verksins hefur samúð með sjónarmiðum áveitu- bænda og lætur þá fá landið í lok leikritsins. Þeir sem settu verkið upp hér á landi breyttu endinum vegna breyttra viðhorfa í umhverfismálum, að þeirra sögn, og létu áveitubænd- urna ekki fá landið. Sem kunnugt er þykir ýmsum sem áveitur og þurrk- un mýra sé slæm meðferð á landi. Helst eigi landið að vera ósnert. Víkverja finnst þetta helst til langt gengið. Mega leikhúsgestir þá allt eins eiga von á að ný viðhorf í mann- úðarmálum leiði til þess að morðum verði fækkað í leikritum ShakeOpö speares?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.