Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 33 LISTIR GOTT VERD AVANDAÐRI VORU STEINAR WAAGE ftern GARÐURINN -klæðirþigvel IÍÁnz" SUÐURLANDSBRAUT 54 í Bláu húsunum við hliðina á McDonalds Allir herra- og dömuskór á kr. 1.995 AHFstrigaskór / i _ á kr. 995 Buxur frá kr. 1.000 ^fafcfcaföt fcr. 5.000 Bolir/toppar frá kr. 500 Allir barnaskói á kr. 995 og minna Stakir jakkar frá kr. 3.000 Skyrtur fcr. 501 Opið virka daga frá kl.10-18 Opið laugardaga frá kl. 10-16 Húnakórinn í Húnabúð SKEMMTIKVÖLD Húnakórsins verður annað kvöld, föstudagskvöld kl. 21 í Húnabúð, Skeifunni 11 í til- efni af því að á komandi vordögum ætlar kórinn í 10 daga ferð til Aust- urríkis og Ungverjalands í lok maí. Kórinn á rætur að rekja til Hún- vetningafélagsins í Reykjavík. Hann var stofnaður á haustdögum 1993. Þrátt fyrir ungan aldur hefur kórinn komið nokkuð víða við, m.a. sungið á tónleikum á Blönduósi og Hvamms- tanga, á Suðurnesjum og í Vík í Mýr- dal, auk höfuðborgarsvæðisins. Kór- stjóri frá hausti 1998 er Kjartan Ólafsson. Skemmtunin annað kvöld er öllum opin. Fer til Litháen D AN SLEIKHÚ SIÐ með Ekka hef- ur verið boðið á alþjóðlegu nútíma- danshátíðina New Baltic Dance 2000 í Vilnius, Litháen og verður það sýnt laugardaginn 22. apríl næstkomandi. Sýningin fjallar um einelti og hafa dans, lciklist og tón- list jafnt vægi í sýningunni. Ut- gangspunktur sýningarinnar er ljóðið Heimska eftir Ingunni Val- gerði Henriksen, en sýning er sam- in af þátttakendunum. Leikarar/dansarar eru Aino Freyja Járvelá, Erna Omarsdóttir, Friðrik Friðriksson, Guðmundur Elías Knudsen, Hrefna Hall- grímsdóttir, Karen María Jónsdótt- ir, Kolbrún Anna Björnsdóttir. Úr sýningunni Ber. Tónlistin er eftir Frank P. Listrænn stjórnandi er Arni Pétur Guðjóns- son og lýsingu hannar Sigurður Kaiser. Þetta er fimmta sýning sem Dansleikhúsið með Ekka setur upp og var frumsýnt í Tjarnarbíói í október sl. Ast o g hatur á alla vegu C7BU • Mótorbremsa • 1150W • 180 mm blað • Sterk og lipur 17.835 kr. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is KVIKMYjVDIR Stjörnubíó «g li í« h ii 11 j II SUMMEROFSAM★ ★★ Leikstjóri: Spike Lee. Handrit: Victor Colicchio og Micahel Imper- ioli. Aðalhlutverk: John Leguiz- amo, Adrian Brody, Mira Sorvino, Jennifer Esposito, Michael Rispoli, Brian Tarantina, Ben Gazzara og Anthony La Paglia. 40 Acres & A Mule Filmworks 1999. EINS og titillinn segir til um fjallar myndin um sumar, nánar til- tekið sumarið 1977 í New York, sem sjálfsagt er Lee minnisstætt fyrir margra hluta sakir; New York Yankees urðu heimsmeistar- ar, óþolandi hitabylgja reið yfír borgina, diskótískan og pönkið tók- ust á og David Berkowitz - Sonur Sáms - drap ungar konur og kær- asta þeirra. Þannig er morðinginn sjálfur ekki aðalpersónan heldur nokkrar skáldaðar persónur settar inn í stund og stað. Að þessu sinni gerist myndin ekki í svertingjahverfum New York borgar, einsog venja er hjá Spike Lee, heldur erum við komin í hverfi fólks af ítölskum uppruna. Vinny og Dionna elska hvort annað, en kaþólska uppeldið gerir það að verkum að Vinny á í erfið- leikum með að stjórna kynlöngun- um sínum. Besti vinur hans er pönkarinn Richie, afskaplega. góð og leitandi sál sem verður fyrir barðinu á klíkunni í hverfinu fyrir það eitt að vera öðruvísi en aðrir. Svo er það morðinginn og óttinn sem hann vekur hjá borgarbúum. Það er stutt í klisjuna í sumum persónunum, sem má kannski skrifa á handritshöfundana, en frá- bærum leikurum tekst að gera þær lifandi, skemmtilegar og eftir- minnilegar. Enda eru samtölin oft rosalega fyndin. John Leguizamo er alveg frábær sem Vinny og ég er glöð að þessi fíni leikari skuli loksins hafa fengið almennilegt hlutverk. Mira Sorvino er sannfærandi í hlutverki eigin- konunnar sem kennir sjálfri sér um vandræði hjónabandsins, og Brody er sérlega eftirminnilegur brjóstumkennanlegur og hreinlega sætur sem Richie. Michael Rispoli er einnig mjög góður sem Joe T (útlitið er dásam- legt), foringi klíkunnar í hverfinu, sem hefur ekkert að gera nema vera öðrum til ama. Þetta er yfirgripsmikil saga; hluti af sögulegum atburði sem átti sér stað, hluti af tímabili og stemmningu þess, saga af fólki sem er að leita að sér en má ekki vera það sjálft í friði. Og allt kemst þetta til skila. Það er kannski helst að kaflinn um morðingjann sé frek- ar grunnur og ósannfærandi, jafn- vel óþarfur. Þetta er losaraleg saga, sem er í stíl við ringulreiðina í lífi og tilfinn- ingum persónanna. Þetta er virðingarvottur leik- stjórans til New York borgar sem hann bæði hatar og elskar. Það er sú tilfinning sem hann nær að koma til skila, og það er það sem snertir mann. Hildur Loftsdóttir mbl.is I LLTTA/= E/TTA/l/zúÐ /V HITACHI Hj ólsög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.