Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 37 LISTIR Karlakórinn Heimir. Hláturgas tilSjúkrahúss Isafjarðar FARANDSÝNINGIN Hlátur- gas, læknaskop frá vöggu til graf- ar, verður opnuð á Sjúkrahúsi Isa- fjarðar á morgun, föstudag, kl. 15. A sýningunni er að finna fjölda skopteikninga eftir innlenda og erlenda höfunda, en af íslenskum teiknurum má nefna Þorra Hringsson, Hallgrím Helgason, Brian Pilkington, Gísla Ástþórs- son og Halldór Baldursson. Efnið er ýmist gamalt eða unnið sér- staklega fyrir Hláturgasið. Hlát- urgas er unnið í samstarfi við Is- landsdeild Norrænna samtaka um læknaskop (Nordisk Selskap for Medisinsk Humor). Sýningin er í boði Glaxo Wellcome á íslandi og fer 28. apríl til Heilbrigðisstofn- unar Sauðárkróks. Karlakór- inn Heim- ir í tón- leikaför KARLAKÓRINN Heimir úr Skagafirði verður á tónleika- ferðalagi um Suðvesturland og Suðuriand dagana 23.-25. mars. Fyrstu tónleikar kórsins verða í Reykholtskirkju í kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 21. Föstudaginn 24. mars heldur kórinn tónleika á Laugalandi í Holtum kl. 21 og laugardagskvöldið 25. mars í Langholtskirkju í Reykjavík kl. 16. Um kvöldið verður kórinn með skagfirskt skemmtikvöld á Broadway. Einsöngvarar með kórnum eru Einar Halldórsson, Óskar Pétursson, Pétur Péturs- son og Sigfús Pétursson. Söngskrá kórsins er fjölbreytt og má þar nefna íslensk lög, óp- erukóra, rússnesk þjóðlög, vínar- valsa, létt lög og lagasyrpur. Söngstjóri er Stefán R. Gíslason. Undirleikarar eru Thomas Higgerson og Guðmundur Ragn- arsson. Söngmenn karlakórsins Heimis eru 65. Styrkir til rann- sókna á íslenskri myndlist STYRKTARSJÓÐUR Lista- safns Háskóla íslands auglýsti nýverið eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Umsóknar- frestur er til 17. apríl nk. en út- hlutað verður úr sjóðnum í maí. Þetta er í fyrsta sinn sem veitt- ir verða styrkir úr sjóðnum en framvegis er gert ráð fyrir út- hlutun á hverju vori. Sverrir Sigurðsson færði á níræðisafmæli sínu 10. júní 1999 Háskóla íslands að gjöf tíu milljónir króna til stofnunar styrktarsjóðsins. I fyrstu grein stofnskrár sjóðsins segir að hlutverk sjóðsins sé að efla rannsóknir á íslenskri myndlist að fomu og nýju. í því skyni skuli árlega veittir styrkir af ráðstöfunarfé sjóðsins tii rann- sókna á sviði íslenskrar mynd- listar, myndlistarsögu og for- vörslu myndverka, svo og til birtingar á niðurstöðum slíkra rannsókna. Auður Ólafsdóttir, umsjón- armaður Listasafns Háskóla Islands, segir hinn nýja styrkt- arsjóð hafa nokkra sérstöðu, því hann sé eini íslenski sjóður- inn sem ætlað sé að styrkja rannsóknir á íslenskri mynd- list. . edesa —" áll'lilivMIH1! wstmm Mjög öflug uppþvottavél fyrir 12 manna matarstell, Sþvottakerfi: Skol, forþvottur, aðalþvottur, seinna skol og þurrkun. 2 hitastig 65°C/55”C, sparnaoarkerfi. Mjöq lágvær (42db) Breiad 59,5cm - Hæð 82 cm - Dýpt 57 cm. Barkalaus þéttiþurrkari m/rakaskynjara Tekur 6 kp. 2 hitastilhngar, veltir I báðar áttir. Cneda CMMSD TC02™ m/rakaslwtilara T602CW Uerððöurkr, 64.900, Verð nú kr. 54.900. 10.000 öarka'?1^ Þ^tvjmPuVÖrn’ a» “' Þurrkari m/barka á íslandi EXPERT er stærsta heimilis- og raftækjaverslunarkeðja í heimi - ekki aðeins á Norðurlöndum. ♦Ársbirgöir skv. upplýsingum framleiöanda RflFTfEKWRZLUN ÍSLflNDS If - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.