Morgunblaðið - 23.03.2000, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 37
LISTIR
Karlakórinn Heimir.
Hláturgas
tilSjúkrahúss
Isafjarðar
FARANDSÝNINGIN Hlátur-
gas, læknaskop frá vöggu til graf-
ar, verður opnuð á Sjúkrahúsi Isa-
fjarðar á morgun, föstudag, kl. 15.
A sýningunni er að finna fjölda
skopteikninga eftir innlenda og
erlenda höfunda, en af íslenskum
teiknurum má nefna Þorra
Hringsson, Hallgrím Helgason,
Brian Pilkington, Gísla Ástþórs-
son og Halldór Baldursson. Efnið
er ýmist gamalt eða unnið sér-
staklega fyrir Hláturgasið. Hlát-
urgas er unnið í samstarfi við Is-
landsdeild Norrænna samtaka um
læknaskop (Nordisk Selskap for
Medisinsk Humor). Sýningin er í
boði Glaxo Wellcome á íslandi og
fer 28. apríl til Heilbrigðisstofn-
unar Sauðárkróks.
Karlakór-
inn Heim-
ir í tón-
leikaför
KARLAKÓRINN Heimir úr
Skagafirði verður á tónleika-
ferðalagi um Suðvesturland og
Suðuriand dagana 23.-25. mars.
Fyrstu tónleikar kórsins verða í
Reykholtskirkju í kvöld, fimmtu-
dagskvöld, kl. 21. Föstudaginn
24. mars heldur kórinn tónleika á
Laugalandi í Holtum kl. 21 og
laugardagskvöldið 25. mars í
Langholtskirkju í Reykjavík kl.
16. Um kvöldið verður kórinn
með skagfirskt skemmtikvöld á
Broadway. Einsöngvarar með
kórnum eru Einar Halldórsson,
Óskar Pétursson, Pétur Péturs-
son og Sigfús Pétursson.
Söngskrá kórsins er fjölbreytt
og má þar nefna íslensk lög, óp-
erukóra, rússnesk þjóðlög, vínar-
valsa, létt lög og lagasyrpur.
Söngstjóri er Stefán R. Gíslason.
Undirleikarar eru Thomas
Higgerson og Guðmundur Ragn-
arsson. Söngmenn karlakórsins
Heimis eru 65.
Styrkir
til rann-
sókna á
íslenskri
myndlist
STYRKTARSJÓÐUR Lista-
safns Háskóla íslands auglýsti
nýverið eftir umsóknum um
styrki úr sjóðnum. Umsóknar-
frestur er til 17. apríl nk. en út-
hlutað verður úr sjóðnum í maí.
Þetta er í fyrsta sinn sem veitt-
ir verða styrkir úr sjóðnum en
framvegis er gert ráð fyrir út-
hlutun á hverju vori.
Sverrir Sigurðsson færði á
níræðisafmæli sínu 10. júní
1999 Háskóla íslands að gjöf
tíu milljónir króna til stofnunar
styrktarsjóðsins. I fyrstu grein
stofnskrár sjóðsins segir að
hlutverk sjóðsins sé að efla
rannsóknir á íslenskri myndlist
að fomu og nýju. í því skyni
skuli árlega veittir styrkir af
ráðstöfunarfé sjóðsins tii rann-
sókna á sviði íslenskrar mynd-
listar, myndlistarsögu og for-
vörslu myndverka, svo og til
birtingar á niðurstöðum slíkra
rannsókna.
Auður Ólafsdóttir, umsjón-
armaður Listasafns Háskóla
Islands, segir hinn nýja styrkt-
arsjóð hafa nokkra sérstöðu,
því hann sé eini íslenski sjóður-
inn sem ætlað sé að styrkja
rannsóknir á íslenskri mynd-
list.
.
edesa
—" áll'lilivMIH1!
wstmm
Mjög öflug uppþvottavél
fyrir 12 manna matarstell,
Sþvottakerfi: Skol, forþvottur,
aðalþvottur, seinna skol og þurrkun.
2 hitastig 65°C/55”C, sparnaoarkerfi.
Mjöq lágvær (42db)
Breiad 59,5cm - Hæð 82 cm - Dýpt 57 cm.
Barkalaus þéttiþurrkari
m/rakaskynjara
Tekur 6 kp.
2 hitastilhngar,
veltir I báðar áttir.
Cneda CMMSD
TC02™ m/rakaslwtilara
T602CW
Uerððöurkr,
64.900,
Verð nú kr.
54.900.
10.000
öarka'?1^ Þ^tvjmPuVÖrn’
a» “'
Þurrkari m/barka
á íslandi
EXPERT er stærsta heimilis-
og raftækjaverslunarkeðja
í heimi - ekki aðeins á
Norðurlöndum.
♦Ársbirgöir skv. upplýsingum framleiöanda
RflFTfEKWRZLUN ÍSLflNDS If
- ANNO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776