Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 26. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjármálaráðherra kynnir frumvarp um
breytingar á virðisaukaskattskerfínu
Ætlað að jafna
samkeppnisstöðu
Morgunblaðið/Ásdís
Sveltur sitjandi...
GEIR H. Haarde fjármálaráðheiTa
kynnti á föstudag á ríkisstjórnar-
fundi frumvarp til laga um breyting-
ar á lögum um virðisaukaskatt, sem
meðal annars er ætlað að jafna sam-
keppnisstöðu og laga skattkerfið að
breyttum háttum á borð við rafræn
viðskipti.
Nefnd undir forsæti Árna Kol-
beinssonar, ráðuneytisstjóra í fjár-
málaráðuneytinu, hefur verið að
störfum á vegum fjármálaráðherra
frá því í fyrra til þess að fara yfir og
endurskoða virðisaukaskattskerfið.
Þessi nefnd hefur nú lokið störfum
og verða niðurstöður hennar birtar
bráðlega í skýrslu, en nokkrar tillög-
ur hennar um lagabreytingar koma
fram í frumvarpinu, sem lagt var
fyrir ríkisstjómina í gær.
„Þessar breytingar eru flestar
hugsaðar ýmist til að laga lögin að
breyttum viðskiptaháttum, til dæm-
is í sambandi við rafræn viðskipti,
eða til þess að jafna samkeppnis-
stöðu milli einstakra aðiia, eða taka
á nokkrum vandamálum, sem uppi
hafa verið í framkvæmdinni á skatt-
inum,“ sagði Geir. „Sem dæmi um
þetta er að tekin verða af tvímæli um
að við uppgjör skattsins verði tekið
tillit til rafræns afsláttar, sem versl-
anir veita þegar greitt er með korti.“
Aðlögun að breyttum
viðskiptaháttum
Hann sagði að einnig væri gert
ráð fyrir því að jöfnuð yrði sam-
keppnisstaða veitingahúsa, sem
framreiða mat, gagnvart aðilum sem
til dæmis selja heitan mat í verslun-
um. Nú væri staðan þannig að skatt-
lagningin væri ekki sú sama þegar
menn keyptu tilbúinn skyndibita í
veitingahúsi eða í matvöruverslun.
„Þetta er gamalt baráttumál veit-
ingahúsaeigenda, sem þama er von-
andi hægt að leysa og jafna sam-
keppnisstöðuna," sagði Geir. „Veit-
ingahúsaeigendur fá rýmri heimildir
til að reikna innskatt vegna hráefn-
iskaupa."
Hann sagði að í frumvarpinu væru
fleiri atriði, sem væri ætlað að jafna
samkeppnisstöðu, meðal annars á
sviði fólksflutninga.
Geir sagði að í skýrslu nefndar-
innar yrðu fleiri tillögur, sem koma
myndu til framkvæmda smám sam-
an, ýmist samhliða þessum laga-
breytingum eða síðar, en þær væri
hægt að gera með reglugerðarbreyt-
ingu.
TÍÐIN hefur verið hvimleið undan-
farið og oft erfið mönnum og
skepnum líka, stórum sem smáum.
Snjór yfir öllu og þótt komið hafi
hlákukaflar hefur snjóað jafnharð-
an á ný. Verður þá fátt til bjargar,
ekki síst hjá fuglunum sem verða að
einhverju leyti háðir góðmennsku
mannsins sem gaukar stundum að
þeim fóðri. Er ástæða til að hvetja
memi til að huga að fuglunum þótt
hlánað hafi á Suðvesturlandi í bili.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Frumvarp umhverfísráðherra um hreindýrakvóta
Hreindýraráð sjái að
öllu leyti um veiðarnar
Reynt
til þrautar
að ná samn-
ingum
FUNDIR verða alla helgina hjá
ríkissáttasemjara vegna kjara-
samninga Verkamannasambands
fslands og Samtaka atvinnulífsins.
Verkfall hefur verið boðað frá
næsta fimmtudegi og má búast við
að stíft verði fundað fram að því og
reynt til þrautar að ná samningum.
Ymsir sérhópar voru á fundum
fram eftir gærdeginum og áttu
þeir að taka upp þráðinn aftur í
dag. Þórir Einarsson ríkissátta-
semjari óskaði eftir því í gær að
fundarmenn einbeittu sér að verk-
efnum kjaraviðræðnanna og
ræddu ekki við fjölmiðla.
Alls hafa 26 verkalýðsfélög á
landsbyggðinni innan VMSÍ boðað
verkföll sem hefjast eiga 30. mars
hafi ekki samist þá.
HREINDÝRARÁÐ mun alfarið
sjá um úthlutun kvóta til
hreindýraveiða verði frumvarp
umhverfisráðherra, sem kynnt var
í ríkisstjórn á föstudag, að lögum.
Samkvæmt frumvarpinu mun
hreindýraráð sjá um stjórnsýslu
þessa málaflokks fyrir hönd um-
hverfisráðuneytisins, svo sem hvað
varðar sölu veiðileyfa og skiptingu
arðs af veiddum dýrum. Jafnframt
eru lagðar til breytingar á skipan
hreindýraráðs þannig að inn komi
fulltrúi Náttúrustofu Austurlands,
sem skal vera líffræðingur, en í
staðinn fari út annar fulltrúi Bún-
aðarsambands Austurlands.
Lagabreytingarnar munu hafa
það í för með sér að auðveldara
verður að auglýsa og bjóða út
veiðar á hreindýrum en verið hef-
ur.
Frumvarpið er byggt á tillögum
nefndar sem umhverfisráðherra
skipaði til að yfirfara þessi mál.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra sagðist hafa farið austur á
land síðastliðið sumar og rætt við
aðila sem tengdust þessum málum,
þ. á m. fulltrúa í hreindýraráði,
sveitarstjórnarmenn og hreindýra-
eftirlitsmenn. Fram hefði komið
vilji til þess að einfalda stjórnsýsl-
una í þessum efnum, þannig til
dæmis að hægt væri að úthluta
veiðileyfum fyrr en hingað til hefði
verið. Menn sæju möguleika á
aukinni ferðaþjónustu í kringum
hreindýraveiðarnar og þess vegna
þyrfti að vera hægt að skipuleggja
þær með góðum fyrirvara.
Hún sagði að í framhaldinu hefði
hún ákveðið að skipa nefnd til að
gera tillögur í þessum efnum og
frumvarpið væri byggt á niður-
stöðum þeirrar nefndar að megin-
stofni til.
Hún bætti því við að vonandi
yrðu þessar breytingar meðal ann-
ars til þess að styrkja ferðaþjón-
ustu á Áusturlandi.
Kletta-
björgun í
Kringlunni
LANDSÆFINGU Slysavarnafé-
lagsins Landsbjargar lauk í gær-
kvöldi að loknum sólarhrings
björgunarstörfum víðsvegar í
Reykjavík og nágrenni.
Meðal þess sem æft var í gær fyr-
ir opnum tjöldum var klettabjörgun
á klifursúlunni í Kringlunni. Þar
var björgunarmönnum m.a. falið að
bjarga klifrara sem átti að hafa
slasast við klifur.
Ennfremur átti að bjarga öðrum,
sem misst hafði frá sér öryggis-
línuna og vildi sig hvergi hreyfa
vegna hræðslu. Slík klettabjörgun
er ekki óalgeng, enda er það vel
þekkt að klifrarar verði hræddir
þegar þeir lenda í sjálfheldu.
Velti bil í
miðbæ
Akureyrar
TALSVERÐUR mannfjöldi
safnaðist saman í miðbæ Akur-
eyrar aðfaranótt laugardags-
ins. Maður var handtekinn,
gi-unaður um ölvun við akstur,
eftir að hafa velt bíl sínum í
miðbænum. Hann var á leið
heim af öldurhúsi rétt fyrir kl. 6
á laugardagsmorgun. Hann ók
bflnum utan í snjóruðning og
valt hann við það á toppinn.
Maðurinn slasaðist ekki. Þá
braut ölvaður maður rúðu á
veitingastað um svipað leyti og
gaf þá skýringu að hann hefði
verið ósáttur við lokunartíma
veitingastaðaiins.
Þrír á slysa-
deild eftir
árekstur
við vegvísi
BÍL á talsverðri ferð var ekið á
vegvísi á Álftanesvegi við Herj-
ólfsgötu í Hafnarfirði um kl.
9.30 í gærmorgun. Þrír voru
fluttir á slysadeild. Ökumaður
er grunaður um ölvun. Þrír
sjúkrabflar fóru á staðinn. Ekki
þurfti að beita tækjum til að
losa fólkið, sem er allt ungt að
árum, úr bílnum.