Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Langholtskirkj a Bach- kantata í messu KANTATA nr. 147, „Herz und Mund und Tat und Leben“ (Hjarta, munnur, verk og líf) eftir Johann Sebastian Bach verður flutt í messu í Langholtskirkju í dag, sunnu- dag, sem er Boðunardagur Maríu. Flytjendur eru Kór Langholtskirkju ásamt 16 manna Kammersveit Lang- holtskirkju. Einsöngvarar eru: Ólöf Kol- brún Harðardóttir, Nanna María Cortes, Jónas Guð- mundsson og Bergþór Pálsson og stjórnandi Jón Stefánsson. Kantatan er samin fyrir Heimsóknardag Maríu (2. júlí) en sá dagur er ekki haldinn hátíðlegur lengur og hefur runnið saman við Boðunardag Maríu. Kantatan er í tveim hlutum og verður flutt sitt hvorum megin við predikun. Bach lauk við kantötuna ár- ið 1723 en hafði samið hluta hennar 1716. Texti guðspjalls- ins er úr upphafskafla Lúka- sarguðspjalls og fjallar um það þegar Gabríel erkiengill boðar Maríu að hún muni verða þunguð og segir frá heimsókn Maríu til Elísabet- ar, konu Sakaría, er þá var þunguð af Jóhannesi skírara og bamið tók viðbragð í móð- urlífi er það fann nálægð Mar- íu. Auk kantötunnar leikur Jón Stefánsson tvo sálmforleiki, 0 Mensch, bewein dein Súnde GroB og Es ist das heil uns kommen her, en báðir tengj- ast þeir sálmum sem sungnir verða. Auk þess leikur Jón Prelúdíu og Fúgu í D-dúr. Flutningur kantötunnar verður helgaður minningu Lárusar Sveinssonar trompet- leikara er lést fyrir skömmu. Þessi kantata var eitt fyrsta verk sem hann lék á tónleik- um með kórnum árið 1980 en hann lék með kórnum í nánast öllum stærri verkum sem kröfðust trompeta, nú síðast í Jóiaóratoríunni sl. jól. Með þessu vilja kórinn og kirkjan votta honum virðingu og þökk fyrir mikið og gott starf í þágu kirkjunnar. Barnaleikritið Júlíus frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu Að hlusta á sína innri rödd ÍSLENSKA leikhúsið og Hafnar- fjarðarleikhúsið frumsýna leikverkið Júlíus í Hafnarfjarðarleikhúsinu í dag, sunnudag. Verkið er innblásið af samnefndri bamabók eftir Anne- Marie Chapouton og Jean Claverie en hún hefur hlotið tilnefningu til þekktra bókmenntaverðlauna. Thor Vilhjámsson þýddi og Mál og menn- inggaf bókina út. Gildi þess að vera maður sjálfur Verkið fjallar í stuttu máli um Júl- íus, lítinn dreng sem lifir í sátt og samlyndi við náttúmna og umhverfi sitt og fer svolítið sínar eigin leiðir í tilverunni, en mætir stundum harka- legum viðbrögðum frá samfélagi manna. Hann er að leita að samastað og í þeirri leit hittir hann manneskj- ur, verar og náttúrukrafta sem hafa áhrif á hann. Hann reynir að læra af samferðafólki sínu og tileinka sér hin óskráðu lögmál - en ekki er allt sem sýnist og margt verður að læra af reynslunni. Þórarinn Eyfjörð, leikstjóri verks- ins, segir að leiksýningin sé spunnin út frá sögunni um Júlíus. „Þetta er falleg saga sem fjallar um gildi þess að vera maður sjálfur, hlusta á sína innri rödd og treysta henni, um leið og maður treystir því að allir séu vel af guði gerðir." Veruleikhús fyrir börn á öllum aldri Þórarinn segir að sýningin geti hentað fyrir böm á öllum aldri. „Vissulega getur sagan og boðskap- ur hennar farið fyrir ofan garð og neðan hjá yngstu börnunum en þau ættu hins vegar að geta notið sjónar- spilsins sem fram fer, en í verkinu koma við sögu brúður, leikarar, ver- ur, grímur og tónlist. Leikverk sem þetta mætti nefna veruleikhús, sem á ensku hefur verið kallað „object theatre", en sú aðferð við leiksýning- ar hefur ekki verið mikið notuð hér- lendis þótt vel þekkt sé í Evrópu. Munurinn á veruleikhúsi og hinu hefðbundna leikhúsi er einfaldlega sá að í því fyrmefnda koma ekki að- eins leikarar við sögu heldur og hin- ar ýmsu verur og brúður og grímur Morgunblaðið/Ásdís „Sagan höfðar til hins óbeislaða ímyndunarafls, vekur til um- hugsunar og er jafnframt full af sígildum boðskap sem á erindi til okkar allra,“ segir Þórarinn Eyfjörð, leikstjóri Júlíusar, en hér sést Ásta Hafþórsdóttir með eina af brúðum sýningarinnar. og gervi og hlutir. Sagan höfðar til hins óbeislaða ímyndunaraíls, vekur til umhugsunar og er jafnframt full af sígildum boðskap sem á erindi til okkar allra. En sagan er sem sé einn- ig sjónrænt skemmtileg þó að ekki séu mikil læti í henni, yngstu bömin ættu að geta notið hennar vegna þess að við leggjum mikið upp úr því að vinna ekki með hávaða og grodda- gang sem oft fylgir barnasýningum." Sýningunni boðið á alþjóðlega leiklistarhátíð Hafnarfjarðarleikhúsið hefur ný- verið, fyrst sjálfstæðra leikhúsa á Islandi, gert þríhliða samning við heimabæ sinn og menntamálaráðu- neytið um reglulega starfsemi til fimm ára. Leikverkið Júlíus er eitt af þeim verkum sem njóta góðs af þeim samningi. Sýningunni hefur þegar verið boð- ið til Finnlands, á alþjóðlega leiklist- arhátíð. Morgunblaðið/Ásdís „Munurinn á veruleikhúsi og hinu hefðbundna leikhúsi er einfaldlega sá að í því fyrmefnda koma ekki aðeins leikarar við sögu heldur og hinar ýmsu verur og brúður og grímur og gervi og hlutir.“ Leikarar o g listrænir stjórnendur JÚLÍUS, spunaverk út frá samnefndri bamabók í þýðingu Thors Vil- hjálmssonar. Leiksljóri: Þórarinn Eyfjörð. Leikarar: Ásta Hafþórsdóttir, Tómas Lemarquis og Pétur Grétars- son. Höfundur brúða, gerva og grímna: Asta Hafþórsdóttir. Henni til að- stoðar er Eva Guðbjörnsdóttir. Tónlist: Pétur Grétarsson. Leikmynd: Egill Ingibergsson. Búningar: Arnþrúður Ösp Karlsdóttir. Hálfvirði og flug innifalið Örfáir klefar á þessum kjörum, ef staðfest er fyrir 4. apríl. VERÐ frá kr. 189.440 Einstakt tækifæri Southampton, Portúgal, Spánn, Mónakó, Ítalía, Korsíka, Gíbraltar, Southampton. Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK, fyrir frábærar ferðir h fc K U K K I S UfcAN PRIMAt IIIMSKI UBBUK INC.ÓI rs Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, simi 562 0400, fax 562 6564, netfang: príma @ heimsklubbur.is, heimasíða: http://wym.heimsklubbur.is Tantonir: simi 5620400 5 finur EITT GLÆSILEGASTA SKIP HEIMSINS ! Listaklúbbur Leikhúskiallarans Mannkynssaga fyrir byrjendur BRYNHILDUR Björnsdóttir sópr- ansöngkona og leikkona heldur tónlcika ásamt Ólafi Vigni Al- bertsyni í Listaklúbbi Leikhús- kjallarans á morgun, mánu- dagskvöld, kl. 20.30. Tónleikarnir bera yfir- skriftina „Mannkynssaga fyrir byrjend- ur“ og verða þar flutt lög eft- ir Gustaf Mahler, Jórunni Viðar, Kurt WeiII, Jerome Kern, Hjálmar H. Ragnarsson, Leonard Bernstein og Cole Porter svo ein- hverjir séu nefndir auk þjóð- lagaútsetninga eftir Benjamin Britten og Herbert Hughes. Þessi lög eiga það sameiginlegt að fjalla á einn eða annan hátt um ástina, gleði hennar og sorg- ir, flest í léttum dúr en þó með alvarlegu ívafi. Brynhildur lauk prófi frá Drama Studio London 1994 og burtfararprófi (Advanced Certif- icate) frá Söngskólanum í Reykja- vík 1999. Hún leikur nú hlutverk Brún- hildar og Lufsu í barnaleikritinu Töfratívolí og tekur virkan þátt í dag- skráuni „Það sem ekki má“ ásamt félögum sinum í Tísku- kórnum. Einnig er hún félagi í Schola cantorum. Ólafur Vignir Albertsson er kennari við Söngskólann í Reykjavík. Brynhildur Bjömsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.