Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 26. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 33>
SltotgmiHiittfr
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
STÓRA UPP-
LESTRARKEPPNIN
LOKAHÁTÍÐ Stóru upp-
lestrarkeppninnar, þar sem
nemendur í sjöunda bekk grunn-
skóla reyna með sér, stendur
sem hæst þessa dagana vítt og
breitt um landið. Keppnin hefur
staðið síðan í haust og hafa 3.118
sjöundubekkingar spreytt sig.
Markmið keppninnar er „að
vekja athygli og áhuga í skólum
á vönduðum upplestri og fram-
burði. Mestu skiptir að kennarar
nýti þetta tækifæri til að leggja
markvissa rækt við einn þátt
móðurmálsins með nemendum
sínum, vandaðan upplestur og
framburð, og fái alla nemendur
til að lesa upp, sjálfum sér og
öðrum til ánægju,“ eins og segir
í markmiðslýsingu. Ennfremur
er stefnt að því að allur upplest-
ur í tengslum við keppnina sé
fremur í ætt við hátíð en keppni.
Þetta á ekki síst við um lokahá-
tíð keppninnar. í keppninni lesa
börnin úr þjóðsögum, ljóð að
eigin vali og einnig ljóð að eigin
vali eftir Vilborgu Dagbjarts-
dóttur sem er skáld keppninnar
en vel fer á því þar sem Vilborg
hefur lagt mikla rækt við ljóðið
sem og æsku landsins.
Engum þarf að dyljast mikil-
vægi þessa framtaks sem Heim-
ili og skóli, íslensk málnefnd, ís-
lenska lestrarfélagið, Kennara-
háskóli íslands, Kennarasam-
band íslands og Samtök móð-
urmálskennara standa að. Þjálf-
un í framsögu og hvers konar
framkomu hefur vantað í grunn-
skólana en slík þjálfun þekkist
víða við erlenda grunnskóla. Það
er hverjum manni nauðsynlegt
að kunna að tjá sig í mæltu máli,
að geta staðið frammi fyrir hópi
fólks og flutt mál sitt. Munnleg-
ur málflutningur var grunnfor-
senda þess að hér skapaðist lýð-
ræði við upphaf byggðar í
landinu og enn byggist lýðræði
og almenn umræða í samfélag-
inu að miklum hluta á því að
menn taki til máls. Það er því
eitt af meginhlutverkum skól-
anna að búa nemendur undir
þátttöku í lýðræðislegri skoð-
anamyndun.
Hér hefur einnig verið bent á
mikilvægi þess að viðhalda og
þroska tilfinningu ungmenna
fyrir tungunni og þeim menn-
ingararfi sem varðveittur er á ís-
lenskum bókum. Hér á landi býr
þjóð sem getur lesið hinn forna
norræna menningararf eins og
hvert annað lesmál. Hún hefur
nærst á honum og lagt hann til
grundvallar menningarlegum
viðhorfum sínum. Þetta er ís-
lensk arfleifð og tengslin við
hana velta á varðveislu íslenskr-
ar tungu. Á meðan tungan lifir
er þetta lifandi arfur.
Upplestur hefur gegnt mikil-
vægu hlutverki í íslensku menn-
ingarlífi í gegnum tíðina. Fólk
kynntist bókmenntunum fornu
af upplestrum eða munnlegum
flutningi fyrr á öldum enda bæk-
ur ekki í hvers manns eigu eins
og nú. Því má líka halda fram að
mikill hluti listarinnar og gald-
ursins sem í þeim felst búi í
hljómi tungunnar. Kristján
Karlsson segir í formála fyrir ís-
lenzku ljóðasafni, 1. bindi, að
fegurð dróttkvæðanna sé ekki
fólgin í merkingu þeirra og jafn-
vel ekki nema að litlu leyti í
hagsmíði kenninganna sem sé
tilbreytingar lítil. Ennfremur
segir hann:
„Skáldskapur kvæðanna ligg-
ur annars staðar og miklu nær:
hann opnast þeim, sem les þau
upphátt, jafnvel lærir þau utan
að án þess að skilja í fyrstu neitt
umfram það, sem ekki þarf at-
hugunar við. Fyrir mitt leyti er
ég sannfærðum um, að fyrir nú-
tíma lesendur aðra en fræði-
menn er ekki önnur leið fær til
að nálgast þessa ljóðagerð af
áhuga, eða komast að raun um
hve dýrlegur skáldskapur mörg
dróttkvæðin eru: sjálf íþrótt
íþróttarinnar. Eg held að þeir,
sem náð hafa að kynnast drótt-
kvæðunum á þennan hátt, muni
sjálfráðir leita skýringa við þau,
eins og þeim hentar, án þess að
leggja nokkurn tíma of mikið
uppúr innihaldi þeirra.“
Ef upplestrarhefðin glatast er
Ijóst að við færum á mis við mik-
ilvægan þátt í list fornbók-
menntanna.
Keppni á borð við þá sem hér
er fjallað um getur átt þátt í því
að vekja ungmenni til vitundar
um tungumálið og þann arf sem
það varðveitir, hún getur styrkt
tengslin við hann og vakið áhuga
og skilning á honum. Allt er
þetta mikil vægt.
Annars er best að hafa orð
barnanna sjálfra fyrir því hve
mikilvæg keppni af þessu tagi
er. Arnar Gauti Markússon úr
Ölduselsskóla, sem fór með sig-
ur af hólmi á lokahátíð Stóru
upplestrarkeppninnar í Selja-
kirkju í vikunni, sagði þannig í
raun allt sem segja þarf í samtali
við Morgunblaðið:
„Að mínu mati mætti leggja
meiri áherslu á upplestur í skól-
anum, það eykur skilning nem-
enda og áhuga á sögum og ljóð-
list.“
Ævintýramyndm
um kúna átti að vera
stærst og ég varð að
geyma mér hana þar
til síðast. Eg málaði
tvær myndir úr sjáv-
arlífinu og tvær úr
sveitinni. Það er rétt athugað hjá
þér, ég þurfti að gera þessar nat-
úralistísku myndir áður, þær voru
nauðsynlegur undanfari. ég hef ein-
mitt oft unnið á svipaðan hátt - þá
koma ævintýramyndimar eins og af
sjálfu sér. Ég hef haft af nógu að
taka frá því ég var barn, hef t.a.m.
alltaf munað eftir vísuni sem heitir:
„Ló ló mín Lappa“ - álfkona kveður
við kú sína, sem nú er í eigu
mennskra manna:
Ló, ló, mín Lappa!
sára ber þú tappa
það veldur því að konurnar
kunna þér ekki að klappa.
Og hin útgáfan er jafnvel
skemmtilegri:
Lýr, lýr, vappar,
votir eru tappar,
illa gerði konan til ljúfrar Lappar.
Um þessa kú er til smásaga, sem
segir betur til um, hvernig þetta
hefur verið. Huldukýr villtist úr álf-
heimum í mannabyggðir, og hún
kann illa við sig. Þegar bóndako.nan
kemur eitt sinn í fjósið, er huldukon-
an þar fyrir, klappar kúnni og fer
með þuluna.
Þegar ég var barn, sá ég alltaf
þennan atburð ljóslifandi fyrir mér:
huldukonuna í básnum hjá kúnni og
fjósakonuna í dyrunum. Mig langaði
lengi að gera mynd um þetta efni, en
kunni ekki við það, eða fannst öllu
heldur óviðeigandi að mála natúral-
istíska mynd eftir sög-
unni. Þá fór ég að
hugsa um þetta fyrir-
bæri úr veruleikan-
um, þegar dýr
strjúka; oftast er talað
um hesta í því sam-
bandi: hestur er fluttur í aðra sveit
og kann ekki við sig. Hann tryllist
og strýkur beint af auga. Ég hef
jafnvel heyrt, að hestar hafi synt yf-
ir firði. Slíka sögusögn notaði Jón
Stefánsson í Strokuhestinum, svo
þetta mótíf er ekki nýtt af nálinni.
En það eru einnig til sagnir um leið-
indi í kúm - og þess vegna datt mér í
hug að álfakýrin hefði ráfað upp í
fjall frá öðrum kúm, og þar dreymir
hana að hún sé komin heim. Og
henni líður forkunnarvel.
Af þessu er myndin. Þú sérð kúna
í fjallinu og drauminn fyrir ofan
hana, draumakonan er með stóra
plöntu. Þessi jurt á að tákna sam-
bandið milli draums og vöku, líkt og
þegar talað er um líftaug eða áru út
frá fólki.“
Síðan sagði Gunnlaugur mér frá
því, að hann hefði séð fólk á stöðli
vestur í Steingrímsfirði. Þar var
kona að mjólka kú og maðurinn hélt
um hausinn á henni. „Þangað sótti
ég afstöðu fólksins, eins og hún er í
málverkinu, en landslagið er að
mestu upp úr mér. Þó sá ég dimm-
blátt landslag í Hreppunum, sem
minnti mig á gíga og mér fannst ég
geta notað það neðst í myndinni, þar
sem nótt er yfir landinu, eins og þú
sérð, en hið efra er dögun, fyrsta
morgunbirtan.“
Ég spurði Gunnlaug, hvort ekki
væri einhver ævintýrablær á litun-
um, þeir væru sérkennilega sterkir
og verkuðu á mann með öðrum
hætti en venjulegir litir í landslagi.
„Eru þetta álfalitir?“ spurði ég.
Hann sagðist vel geta ímyndað
sér, að svo væri. Hann hefði þó ekki
hugsað málið til hlítar. Svo bætti
hann við:
„En ævintýramótífið gefur mér
frjálsar hendur, bæði hvað snertir
liti, hugmyndir og samsetningu
myndarinnar að öðru leyti. Það er
hvíld frá natúralismanum að vinna
með ævintýramyndir. Þegar ég
hugsa um þetta, dettur mér í hug, að
abstraktlistin er ekki ósvipuð natúr-
alismanum að því leyti, að hún er
bundin eða reyrð í ákveðið form.
Súrrealisminn er ekki bundinn í
neinn klafa, þarf ekki að líkja eftir
náttúrunni eða fylgja út í yztu æsar
fagurfræðilegum fonnúlum eins og í
abstraktlist. Ég gæti ekki hugsað
mér að loka mig frá náttúrunni, hún
er svo falleg og skemmtileg. Hitt er
annað mál, að listamaður á ekki að
þurfa að rígbinda sig við hana. Af
þessum sökum þykir mér gott að
geta notið frelsisins í ævintýra-
myndunum og svo líkar mér nábýlið
við þjóðsöguna. Sigfús Sigfússon frá
Eyvindará lifði þjóðsöguna svo
sterkt, að segja má að hann hafi al-
gjörlega sameinazt henni. Einhvern
tíma sagði ég við hann: „Heldur þú
ekki, að það gæti komið fyrir, að ein-
hver lygalaupur tæki upp á því að
ljúga að þér þjóðsögu - og þú myndir
ekki sjá að hún væri uppdiktuð?“ Þá
sagði hann: „Ég held að í langflest-
um tilfellum mundi ég þekkja í
sundur sanna og logna þjóðsögu. En
ef ég þekkti þær ekki í sundur og
flaskaði á loginni þjóðsögu, þá væri
það einungis vegna þess, að andi
þjóðsögunnar hefur hlaupið í mann-
inn, sem laug henni upp. En þjóð-
sögunni má alltaf treysta, jafnvel þó
sá, sem segir hana álíti hana ekki
sannleikanum samkvæma.““
M.
HELGI
spjall
REYKJAVIKURBREF
Laugardagur 25. marz.
ISÍÐASTA Reykjavíkurbréfi var minnzt
á gróðurhúsaáhrif. Lítum nánar á málið.
Fyrir þremur milljónum ára ráfaði
um Afríku veiðimaður sem við getum
kallað upphaf okkar. Hann breyttist
hægt og sígandi eins og annað í náttúr-
unni, þroskaðist og aðlagaðist aðstæð-
um. Veðurfar var ekki lengur eins stöð-
ugt og verið hafði þau 60 milljón ár sem liðin voru
frá því risaeðlurnar voru útdauðar. Þar kom margt
til, m.a. ægileg eldgos og skógareldar sem höfðu
svipuð áhrif og útblástur bíla og verksmiðjureykur
á síðustu öld. Það hófust langar ísaldir með styttri
hlýviðraskeiðum og manndýrið varð sífelldlega að
venjast nýjum aðstæðum. Fyrir u.þ.b. 17 þúsund
árum hófst mikið hlýviðrisskeið og ísaldarjöklarnir
á norðurhjara hopuðu, fyrir 12.500 árum jókst hit-
inn til muna, en fyrir 8 þúsund árum hófst enn
kuldaskeið og stóð næstu 200 árin. Þá hefur ef til
vill horfið einhver vottur mannvistarmenningar í
norðri, að því er sumir fræðimenn telja, en Camp-
bell segir að 3200 f.Kr. hafi einskonar bæjarmenn-
ing skotið rótum í Mesopótamíu, þá var vor í lofti
við miðju jarðar. Á sumt af þessu er minnzt í at-
hyglisverðri bók, nýlegri, The Coming Global Sup-
erstorm, en hún fjallar um veðurfar á jörðinni, yfir-
vofandi ofurstorma og nýja ísöld sem að dómi
höfunda gæti skollið á fyrr en nokkurn grunar.
Slíkir ofurstormar, eða froststormar, kæmu í kjöl-
far hlýviðrisskeiðs af völdum svokallaðra gróður-
húsalofttegunda en ýmsir fræðimenn telja að það
skeið sé nú hafið á jörðinni.
■■■■■■■■■ ÁRIÐ 1998 var hið hlýjasta
Island 02- á jörðinni í manna minnum
ísalrlarhrónn og frá því mælingar hófust
ísaiuai piouil Qg enn j^kst hitinn í fyrra.
Gróðurhúsaáhrifin gætu flýtt ísaldarþróuninni um
mörg hundruð þúsund ár, að dómi sumra fræði-
manna, en um það er deilt. Hvað sem því líður er
Yangtze-virkjunin hagstæður kostur, þótt umdeild
sé, eins og fjallað var um hér í blaðinu nýlega,
vegna þess að þar er um vistvæna orku að ræða, en
ógnleg sú framkvæmd sem Valgerður Sverrisdóttir
iðnaðarráðherra nefndi í sama blaði, en hún fullyrti
að verið sé að byggja upp álver í Suður-Afríku sem
gefi frá sér sjö sinnum meira útstreymi af gróður-
húsalofttegundum en ef það væri byggt hér á landi.
Sem sagt, slíkar framkvæmdir, hvar sem eru, koma
okkur ekki lítið við, það er verið að vega að hags-
munum okkar í Suður-Afríku og víðar. Nú væntan-
lega einnig í Noregi, þar sem unnið er að því að
reisa tvö gasorkuver og á orkuframleiðslan að vera
3 tetravattstundir á ári, „en framleiðslan mun valda
því að koldíoxíðlosun út í andrúmsloftið í Noregi
eykst um nær 6%“, eins og segir í nýlegri frétt hér
í blaðinu. Þessi ákvörðun er auðvitað sjálfskaparvíti
og varpar ljósi á skammsýni stjórnmálamanna. Á
þessu máli komst ný ríkisstjórn Verkamannaflokks-
ins til valda, en stjarna Bondeviks féll - með sóma!
í fréttinni segir ennfremur: „Stjórnarflokkamir
vildu að beðið yrði með ákvarðanir í þrjú til fjögur
ár en þá er gert ráð fyrir að búið verði að finna upp
aðferðir til að nýta gasið þannig að nær engin
koldíoxíðlosun fylgi framleiðslunni. Annars staðar í
Evrópu furða sumir sig á umræðunum í Noregi
vegna þess að yfirleitt er þar litið á gas sem
„græna“ auðlind en kolakyntu verin talin versti
óvinur andrúmsloftsins. Og Norðmenn hafa árum
saman selt gríðarlegt magn af gasi um leiðslur frá
lindunum í Norðursjónum til annarra Evrópulanda,
Hollands, Belgíu og Skotlands, þar sem gamaldags
og loftmengandi tækni er notuð til að framleiða raf-
magn með gasi. Ætlunin er að leggja enn fleiri
leiðslur fyrir gas til meginlandsins.
Búizt er við því að Noregur flytji út gas fyrir
sem svarar 8 þúsund milljörðum íslenskra króna á
næstu 20 árum. En í landinu sjálfu er yfir 90% af
raforkuþörfinni fullnægt með vatnsaflsvirkjunum
og þar líta umhverfissinnar á gas sem umhverfis-
sóðaskap. Þeir geta með naumindum sætt sig við að
það sé selt til útlanda en alls ekki að því sé breytt í
raforku í Noregi. Nær engin vatnsorkuver hafa
verið reist í Noregi síðasta áratuginn og þjóðin hef-
ur því þurft að flytja inn rafmagn frá dönskum
kolaorkuverum til að fullnægja eigin þörfum.
Jens Stoltenberg, nýr forystumaður Verka-
mannaflokksins, hefur árum saman átt sæti í um-
hverfis- og orkunefnd Stórþingsins og hefur verið í
minnkandi hópi jafnaðarmanna sem vilja hiklaust
nýta orkulindir landsins. Þetta hefur hann gert þótt
flokkurinn hafi oft verið klofinn í afstöðunni til
nýrra orkuvera.
Eftir atkvæðagreiðsluna á fimmtudag á þingi
kalla umhverfissinnar Stoltenberg nú „gasrass" og
talsmaður samtakanna Bellona sagði að leiðtoginn
myndi „þefja langar leiðir af gasi næstu 30 árin“.
Nú mun koma í ljós hvort Stoltenberg neyðist til að
kyngja eigin stefnu í mikilvægum málum jafn oft og
Bondevik.“
Þegar jörðin hitnar með þeim hætti sem verið
hefur undanfarið getur veðurfarið og hringrás hafs-
ins farið úr skorðum, en höfundar fyrrnefndrar
bókar, þeir Art Bell og Whitley Strieber, benda á
að frá 1940 hafi meðalhiti við suðurskautið hækkað
um 4-14,4°C og 4l3,3°C á norðurskauti. Þessi
hækkun, segja þeir, heldur áfram. Hún getur valdið
því að slagkraftur Golfstraumsins minnki vegna
aukins ferskvatns sem hafið drekkur í sig, en síð-
ustu rannsóknir virðast benda til þess að þetta
Norður-Atlantshafsrennsli, eða Færiband, eins og
einn helzti haffræðingur nútímans kallar Golf-
strauminn, hafi nú þegar misst fimmtung af krafti
sínum og sé sú þróun vegna gróðurhúsaáhrifa og
gæti raskað öllu lífi á norðurhveli, en þessi sömu
áhrif vegi upp á móti hitamissinum. Sumir vísinda-
menn segja að veðurfarsbreytingin gæti orðið með
svo snöggum hætti að með ólíkindum væri, en þó
veit enginn að sjálfsögðu, hvort eða hvenær slíkt
mundi gerast. Því er þó spáð að 70% af suður-
skautsísnum verði horfinn eftir nokkur ár og slík
ferskvatnsbreyting í hafinu þar syðra gæti orðið
feiknaafdrifarík, ekki síður en sú breyting á haf-
svæði norðurhjarans, þegar ísinn þar bráðnaði af
fullum krafti, jafnvel Grænlandsjökull. Það mundi
hafa í för með sér að ósalt ferskvatn gjörbreytti
samsetningu hafsins og Golfstraumurinn, eða Færi-
bandið, gæti ekki komizt leiðar sinnar, en sykki
langt suður í hafi með þeim voðalegu afleiðingum
að Bandaríkin, Kanada og mið- og norður-hluti
Evrópu, þ.á m. ísland, færi undir nýja íshellu; sem
sagt, að ný ísöld hæfist. Höfundar The Coming
Global Superstorm halda því fram að svipuð hita-
breyting hafi átt sér stað og nú og froststormar
geisað þegar kuldaskeiðið náði hámarki fyrir 8-10
þúsund árum, en það var þó skammvinnt - eins og
fyrr segir. Þá drápust mammútar snögglega og
með jurtafæðuna ómelta í kjaftinum.
The Coming Global Superstorm byggist að mestu
á vísindalegum rannsóknum og kenningum ýmissa
náttúruvísindamanna, en þó er bókin með innskot-
um í vísindasagnastíl og ber að hafa það í huga,
þegar hún er lesin. Þannig er ekki úr vegi að nokk-
ur fyrirvari sé hafður á, þegar þessi metsölubók
vestanhafs er brotin til mergjar.
Það er alkunna að veðurfar jarðar hefur tekið
miklum stakkaskiptum síðustu 3 milljónir ára,
stundum hefur ís hulið fjórðung plánetunnar, jafn-
vel í 100 þúsund ár samfleytt, en hitaskeiðin hafa
verið styttri. En þótt síðasta frostskeið hafi truflað
veðurkerfi norðurhjarans, olli það ekki ísöld. Svo
virðist sem allar aðstæður eða forsendur skyndi-
legra hitabreytinga séu nú fyrir hendi í náttúrunni
eins og þá, auk gróðurhúsaáhrifa af manna völdum.
■■■§■■■■■ ÞESSAR breytingar á veð-
Umhverfí urfari eftir síðustu ísöld
nkkíir no' no-ti höfðu áreiðanlega mikil áhrif
OKKíII Og Ogll £ aðstæður mannsins, en þó
sízt í Afríku sem við getum kallað eins konar miðju
jarðar. Þar hafa veðurfarsáhrifin orðið minni en á
jöðrunum. Þangað hefur upphaf mannsins verið
rakið. Homo sapiens, eða Cromagnon-maðurinn,
var um skeið samtíma þeim tveimur manndýrum, ef
svo mætti segja, sem hvað bezt eru þekkt og um er
fjallað í nýlegri grein í Scientific Ámerican, homo
erectus og Neanderdalsmanninum; þ.e. fyrir um 30
þús. árum. Þeir höfðu ekki tök á að læra túngumál
vegna líkamsbyggingar sem var mjög frábrugðin
talfærum homo sapiens, en á hans tíma hefur veð-
urfar verið harla óstöðugt frá upphafi, þ.e. fyrir 150
þús. árum, þegar hellamaðurinn ráfaði um sléttur
Afríku. Tungumálið var eitt af vopnum hans til að
lifa af í erfiðu umhverfi.
Litlu virðist hafa munað að ný ísöld legðist yfir
norðurhjara Evrópu á 14. öld, en þá hófst Litla ís-
öldin sem svo hefur verið nefnd og stóð í 500 ár. Þá
var kaldast í lok 16. aldar eins og Islendingar fengu
ekki sízt að kenna á. En aðrar Vestur-Evrópuþjóðir
kynntust einnig þessu kuldaskeiði svo rækilega að
hungursneyð ríkti víða í álfunni, úlfar lögðust á
börn og sumir telja að galdrafárið hafi átt rætur að
rekja til þessarar óaldar í veðurfari, því að sums
staðar var þeim konum kennt um þetta hrakviðri,
sem taldar voru til galdranorna. Það var þó ekki
hér á landi. Á þessu skeiði gengu jöklar fram í Ölp-
unum, eyddu þorpum og fylltu svissneska dali af ís
og jöklum. Svipuð þróun var einnig hér heima. Það
var raunar ekki fyrr en á þessari öld sem tók að
hlýna á íslandi og fullyrða má að Litla ísöld hafi
gengið yfir.
í nýlegum sjónvarpsþáttum hefur brezka sjón-
varpsstöðin BBC fjallað um Golfstrauminn og nýj-
ustu kenningar um hann, gróðurhúsaáhrif og yfir-
vofandi ísöld á norðurhveli jarðar. Hafa þetta verið
heldur ógnvekjandi þættir. Hafa þeir verið í svipuð-
um dúr og upplýsingarnar í The Coming Global
Superstorm, svo að lítið eða ekkert ber þar á milli.
En ef rétt er það sem ýmsir vísindamenn fullyrða
um hlýnandi veðurfar á jörðinni, ekki sízt vegna
gróðurhúsalofttegunda, verður ekki komizt hjá
nýrri ísöld - og það fyrr en síðar. Ástæðan er ein-
faldlega sú að eftir hlýviðrisskeið bráðnar ísinn á
norður- og suðurhvelinu. Höfin fyllast af ósöltu
vatni, og Færibandið, eða Golfstraumurinn, getur
ekki haldið áfram hringrásinni, því að saltmagnið
breytist og straumurinn kemst ekki leiðar sinnar.
Færibandið hverfur úr höfunum. Þá yrði Bretland
einnig einhvers konar heimskautsland eins og í
fyrndinni, svo og öll Mið- og Norður-Evrópa, Kan-
ada og norðurhluti Bandaríkjanna, svo að dæmi séu
tekin. Allt hefur þetta gerzt áður - og raunar
margoft - og vafalaust að það muni enn gerast, en
þó er ástæðulaust fyrir mannskepnuna að ýta undir
þessa þróun með óhóflegri brennslu kolefnis um all-
ar jarðir, en það læsir inni hitann og heldur honum
við þar til heimskautin hafa bráðnað og ofur-
stormarnir tekið við. Þeir munu, að því er fullyrt
er, drepa allt líf á þessum slóðum, það bognar og
brestur eins og strá í vindi. Vísbendingar um slíka
þróun væru harðir vetur og rigningasumur.
Lýsingar bókarhöfunda eru einhvers konar hroll-
vekja og framtíðarsýnin ægileg. En þetta ferli væri
víst hægt að stöðva, ef heimurinn fengizt til að
draga úr brennslunni og þar með gróðurhúsaáhrif-
unum. En hver getur haft vit fyrir heiminum?
Enginn!
Enn er verið að brenna skóga, framleiða stærri
bfla; reisa fleiri verksmiðjur sem ganga ekki fyrir
vistvænni orku.
SÍÐUSTU rannsóknir benda
Golfstraum- fil að 1,reftir hafstraumar á
. ^ i ? norðursloðum hafi haít 1 íor
Unnn 1 nsetxu. meg ser þurrveðursskeið í
Ameríku á 16. öld - þá að sjálfsögðu ýtt undir eyði-
merkur þar vestra. Vatnsmagnið í þessu Norður-
Atlantshafsrennsli samsvarar hvorki meira né
minna en 70-80 Amazon-fljótum og 30% af öllum
hita sem berst til Evrópu má rekja til þessara
strauma. Þessi varmi samsvarar hita frá einni
milljón orkuverum, að því er fullyrt er í fræðilegri
sjónvarpsmynd nýlega.
Ymsir eru þannig þeirrar skoðunar að við séum á
leið undir íshelluna miklu - og það fyrr en síðar, ef
ekki verður við brugðizt; þeir eru sem sagt þeirrar
skoðunar að við séum í sporum mammútanna. I
raun og veru ættum við íslendingar að hafa forystu
um að leiða heiminn út úr þessari ægilegu framtíð-
arsýn, gera kröfur til þess að um þetta sé fjallað,
án undansláttar. Það er engin ástæða fyrir mann-
kynið að gera skammsýnina að helzta viðfangsefni
sínu; hugsjón sinni og takmarki.
í brezkum sjónvarpsþætti sem hér var sýndur
ekki alls fyrir löngu var samtal við hafrannsóknar-
manninn Walley Broecker, haffræðiprófessor, sem
hefur komið fram með kenningar um Golfstrauminn
undir nafninu Færiband Atlantshafsins. Samkvæmt
hugmyndum hans og rannsóknum geta gróður-
húsaáhrifin orðið til þess að stöðva þetta lífsnauð-
synlega rennsli og breyta hringrás þess með þeim
afleiðingum, að ísland og önnur lönd á þessum slóð-
um hverfi undir ís - og það á tiltölulega skömmum
tíma, eins og fyrr getur. Þetta kemur heim og sam-
an við ýmsar aðrar kenningar og hugmyndir sem
gera ráð fyrir því, að slík breyting geti orðið nánast
eins og hendi sé veifað. Boranir í Grænlandsjökul
sýna einnig skyndilegar veðurfarsbreytingar. Isinn
suður af norðurskautssvæðinu bráðni á tiltölulega
skömmum tíma vegna gróðurhúsaáhrifa og í stað-
inn fyrir að hitinn hækki í landi eins og íslandi yrði
óhjákvæmilegt kuldaskeið með afdrifaríkum afleið-
ingum. Slík breyting ætti, ef af yrði, rætur að rekja
til breytinga á högum mannsins á síðustu öld, það
er að segja, hvernig hann hefur eyðilagt jörðina
með því að hjúpa hana koltvísýringi sem myndast
við brennslu olíu, kola og eldiviðar, - og væri þá út-
blástur frá bílum ekki minnsti skaðvaldurinn. Ef
reynt yrði aftur á móti að hafa hemil á brunanum,
væri hægt að stöðva þessa óheillaþróun, jafnvel
snúa henni við. Ef dregið yrði, þótt ekki væri nema
að litlu leyti úr brennslu olíu og eldiviðar, mundu
gróðurhúsaáhrifin minnka þegar í stað - og síðar að
mestu.
Kannski stöndum við á tímamótum sem ráða úr-
slitum um líf okkar á jörðinni. Bandarískur vísinda-
maður benti á það 1988 að gróðurhúsaáhrifin mætti
fyrst og síðast rekja til þess að sérhver jarðarbúi
leysti um eitt tonn af koldíoxíði eða koltvísýringi út
í andrúmsloftið árlega, en viðbrögð margra voru:
það liggja engar sannanir fyrir þessu! og enginn
veit þetta! Fáir hafa áhuga á þessu, hvað þá
áhyggjur - en þá mætti spyrja: Væri ekki skynsam-
legra að hlusta; það væri að minnsta kosti skað-
laust. Afstaðan sem fælist í því að bíða og sjá hvað
sæti gæti orðið dýrkeypt. Hún gæti kostað okkur
sjálfan Golfstrauminn!
Víða er fátækt í heiminum og ólíklegt að öreigar
þriðja heimsins séu óðfúsir að draga úr notkun
þeirra efna sem gætu leyst orkuvanda þeirra og
bætt lífskjörin. En þó má reyna - og þá einkum
reyna að fmna nýjar leiðir til úrlausnar.
Velferð í Kína hefur aukizt mjög undanfarin
misseri, eða frá því Kínveijar hófu tilraunir með
svokallaða sósíalíska markaðsstefnu, en ef þeir
hefðu sömu kjör og íbúar í velferðarríkjum heims-
ins - og hver fjölskylda ætti 1-2 bíla - mundu þeir
þurfa á að halda mun meiri olíu daglega en öll olíu-
framleiðsluríki heims gætu sett á markaðinn. En
hvað mundi þá gerast? Svarið við þeirri spurningu
gæti falizt í orðum Völuspár: Sól tér sortna(!).
Munurinn á því sem gæti gerzt nú og ástandinu á
norðurhveli jarðar, þegar mammútarnir frusu eins
og hendi væri veifað, er sá að nú hefur maðurinn
kynt undir þessa óheillaþróun, en þá mátti einungis
rekja hana til náttúrunnar. Hún gat ekki á nokkurn
hátt verið af mannavöldum og engin leið að koma í
veg fyrir þá ofurstorma sem þá geisuðu. Þá var
enginn iðnaður, enginn útblástur frá bflum, lítil sem
engin brennsla kolefna sem læstu jarðarhitann inni
og bræddi jökla. Þá var það náttúran sjálf sem sá
um þróunina, líklega helzt með ógnlegum eldgosum
og gífurlegum skógareldum, að því er ýmsir telja.
Samkvæmt íslenzkri alfræðibók eru gróðurhúsa-
áhrif skilgreind með þessum hætti: Fyrirbæri sem
leiðir til hitunar umhverfisins vegna innrauðrar
geislunar sem endurvarpast í miklum mæli í gufu-
hvolfi jarðar. Sólargeislar sem eiga greiða leið inn í
gufuhvolfið, hita jörðina og þá sendir hún frá sér
innrauða geisla sem koltvíoxíð andrúmsloftisins
gleypir og endurvarpar. Jafnvægi næst á ný milli
sólarljóssins og innrauðu geislunarinnar, en við
hærri hita. Aukið magn koltvíoxíðs (einkum vegna
brennslu kola og olíu) er talið geta leitt til hækkun-
ar meðalhita og annarra loftslagsbreytinga; g. (þ.e.
gróðurhúsaáhrif) draga nafn af samsvarandi fyrir-
bæri í gróðurhúsi.
Það væri mikil þverstæða ef ástæða væri til að
fagna því að sá spádómur rættist, að olíubirgðir
jarðar yrðu uppurnar á þessari öld. Það gæti að
vísu orðið til þess að menn legðu skógana undir sig
í ríkara mæli en verið hefur, en þeir eru lungu jarð-
ar, eins og alkunnugt er, og án regnskóganna í
Amazon mundi verða gríðarleg loftslagsbreyting á
jörðinni. Það hefur því aldrei verið meiri ástæða til
að vernda þessi lungu og hlú að þeim eins og unnt
er. Amazon er ásamt Kongó-fljóti eina ómengaða
stórfljót jarðar.
En ef olían yrði uppurin og það tækist að stilla
eldiviðarbrennslu í hóf mundi koldíoxíð eða koltví-
sýringur ekki fara út í andrúmsloftið í þeim mæli
sem verið hefur. Þannig mundu gróðurhúsaáhrif
minnka stórlega og það gæti bjargað jörðinni, ekki
sízt norðlægum löndum sem yrðu fyrstu fórnardýr
nýrrar ísaldar.
Tíminn og
vetnið
EF HINN gamli hefðbundni
orkugjafi, olían, væri ekki
fyrir hendi, yrðu menn að
leggja áherzlu á vatns-, vind-
og sólarorku. En slík orka er vistvæn, mengunar-
laus og æskilegast væri, að menn sneru sér meir að
henni en verið hefur, ekki sízt vetnisframleiðslu.
Það væri heillavænleg þróun - og kannski einhver
sú heillavænlegasta nú um stundir - að reyna til að
mynda að framleiða bíla sem ganga fyrir vetnis-
orku. íslendingar hafa tekið þátt í þessari þróun
með samstarfi við einn helzta bílaframleiðanda
Þýzkalands og eru feiknakostnaðarsamar tilraunir
með slíka bifreiðaframleiðslu hafnar í Þýzkalandi.
Það er fagnaðarefni að við skulum eiga aðild að
þeim. ísland getur orðið mikið vetnisland og virðast
Þjóðverjar stefna að því að sannfæra okkur um
það. Það er okkur og raunar öllum heimi lífsnauð-
syn að þessi þróun takist og helzt ætti að stefna að
því að allar bifreiðar í framtíðinni gangi fyrir vetn-
isorku, eða þá sólarorku eða raforku, ef það þætti
henta. En vetnisorkan er ekki sízt framtíðarorka
mannkynsins og mætti hún taka við af olíuorkunni
eins fljótt og unnt væri.
Vetnisframleiðsla er hentug í löndum eins og ís-
landi þar sem hægt er að nota endurnýjanlega
orku, þ.e. vatnsorku, til framleiðslunnar. Én hún
breytir engu þar sem nauðsynlegt er að nota olíu
sem orkugjafa. Við eigum að leggja áherzlu á þessa
framleiðslu og efla hana með tilraunastarfsemi eins
og nú er gert, og það er einkar ánægjulegt að Shell
skuli eiga aðild að þessum tilraunum, því að olíufé-
lög og olíuframleiðendur hafa fremur dregið úr því
að slíkar tilraunir séu gerðar en ýtt undir þær. Það
er líka ástæða til að fara að öllu með gát því að enn
getur vetnið verið viðsjárvert, ef ekki er farið með
það af ýtrustu varkárni. Vetninu fylgir enn
geymsluvandi eins og bent er á í nýlegri grein Eg-
ils Egilssonar hér í blaðinu, Tækni - Vetnisþjóðfé-
lagið ísland. Enn er t.a.m. erfitt að geyma vetnis-
gas í hreinu, samþjöppuðu formi, t.d. í
eldsneytisgeymi í fólksbfl. Ef farin yrði metanól-
leiðin til vetnisframleiðslu, en hún hefur enn
nokkra mengun í för með sér (minni þó en helming-
ur þeirrar koltvíildismengunar í útblæstri bíla sem
við þurfum nú að sætta okkur við), þá gætum við
nýtt útblástur núverandi stóriðju á Islandi sem
grunnefni í metanól-framleiðslunni, þ.e. kolmonoxíð
sem ásamt vetni og orku yrði notað í framleiðsluna.
Egill segir m.a.: „Samkvæmt grein sem prófessor-
arnir Bragi Árnason og Þorsteinn Ingi Sigfússon
eru að birta í tímaritinu International Journal of
Hydrogen Energy má ætla að verði þessi núver-
andi úrgangsefni nýtt, þurfum við að reisa orkuver
upp á um rúmlega fjögur hundruð megavött til að
framleiða eldsneyti sem mundi duga langleiðina í
það að koma í stað innflutts bensíns og dísilolíu
dagsins í dag. Þessi virkjanaþörf er ekki meiri en
sem nemur því sem Búrfellsvirkjun framleiðir nú,
ásamt einni af minni virkjunum Þjórsár, Sultar-
tangavirkjun til dæmis. Á hinn bóginn er hér um að
ræða slíkt þjóðþrifamál, að erfitt er að ímynda sér
að ekki myndi verða sátt um virkjanaframkvæmdir
því til framdráttar enda yrði slík virkjun ekki bund-
in við ákveðinn landshluta, heldur mætti nánast
reisa hana hvar sem teljast mætti hagkvæmast.“
Þróunin mun vafalaust draga úr mengunarhætt-
unni.
Vetni getur ekki sízt verið ákjósanleg orka fyrir
þotur og skip og má ætla að fram á það verði sýnt
fyir en síðar á þessari öld.
í skýrslu Shell hf. segir m.a.: „Það er nýstofnað
félag, Shell Hydrogen, sem kemur að því verkefni
sem lýtur að þróun vetnissamfélags á Islandi. Jan
Smeele fulltrúi Shell Hydrogen sagði við stofnun
íslenskrar NýOrku ehf. að margir undruðust að
fyrirtæki eins og Shell, sem sérhæfði sig í viðskipt-
um með fljótandi eldsneyti, skyldi sýna slíkan
áhuga á tilraunum með endurnýjanlegar orkulindir
á borð við vetni. „Enn er fljótandi jarðefnaeldsneyti
ódýrasta og bezta lausnin á orkuþörf heimsins. En
við erum að hugsa til framtíðar og við trúum því að
í framtíðinni muni eftirspurn eftir endurnýjanleg-
um orkugjöfum aukast mjög,“ sagði Jan Smeele."
Kjarnorkan hefur aftur á móti brugðizt, enda
alltof hættuleg eins og Chernobyl-slysið sýndi. En
hún hefur þó það til síns ágætis að hún ýtir ekki
undir gróðurhúsaáhrif og mun þannig ekki eiga
þátt í því að eyðileggja lífsbjörg okkar, Golfstraum-
inn.
Þegar olían verður upp urin hverfur ekki einung-
is gífurleg mengun, heldur er augljóst að tangar-
hald olíuframleiðenda, ekki sízt arabaþjóða, á öðr-
um löndum minnkar til muna. Við verðum eins og
aðrar þjóðir að hlaupa eftir duttlungum olíufram-
leiðenda og síðustu olíuverðshækkanir hafa kostað
íslenzka flotann hálfan þriðja milljarð þar sem olíu-
vörur hafa hækkað um rúmlega 65% að undan-
förnu, að ekki sé nú talað um bfleigendur!
Það skyldi þó ekki vera að vetnisorkan ætti eftir
að koma í veg fyrir að ísland, ásamt öðrum norð-
lægum löndum, yrði ofurstormum og ísavetrum að
bráð. Slíka óheillaþróun mætti rekja til skamm-
sýni og sofandaháttar, áhugaleysis um gróður-
húsaáhrif, hirðuleysis um þróun umhverfis í kring-
um okkur.
Væri ekki ástæða til að taka alvarlega þær við-
varanir sem okkur hafa borizt til eyrna? Væri ekki
ástæða til að þjóð, sem yrði fyrst allra fórnardýr
óvæntra stökkbreytinga í veðurfari, tæki til hendi
og hugsaði um framtíð sína og örlög, en hæfi þá
jafnframt einhvers konar krossferð gegn gróður-
húsaáhrifum, t.a.m. á mikilvægum ráðstefnum, þar
sem unnt væri að ná eyrum þeiiTa sem örlögum
geta valdið. Enginn veit hver þessi þróun verður,
en full ástæða er til að taka mark á þeim viðvörun-
um sem hvarvetna glymja nú í vísindaheiminum.
Það gæti að vísu kostað fólk í öðrum löndum sunn-
ar einhverjar fórnir að koma í veg fyrir nýja ísöld -
og margt af þessu fólki er harla fátækt eins og
minnzt var á - en ekki mundi það bæta úr fátækt
þess, ef háþróuð menningar- og iðnaðarríki norð-
ursins færu undir ís vegna óhóflegrar framleiðslu
efna sem gætu - og hafa að öllum líkindum nú þeg-
ar - breytt veðurfari á þessari dýrmætu jörð okkar,
sem er augsýnilega mun viðkvæmari fyrir alls kyns
áhrifum en við hugðum fram að þessu. Við höfum
ekki aðra jörð til vara!
Fyrr á tímum var talað um jörðina eins og guð-
lega veru, hún var persónugerð og dýrkuð eins og
gyðja. Nú mætti taka upp einhvers konar dýrkun á
þessum heimkynnum okkar, ef það gæti orðið til
þess að augu manna opnuðust fyrir hættum sem
gætu orðið dýrkeyptari en nokkur önnur þau
vandamál sem við manninum blasa nú um stundir.
Við ættum að taka upp forystu fyrir því að vernda
jörðina og koma í veg fyrir að hún verði hálfóbyggi-
leg - af okkar eigin völdum.
Enn harðna vindar tímans. Vonandi verður norð-
urhvelið ekki einungis handa þeim afkomendum
mannsins sem gætu staðizt ísöld, frosthörkur og of-
urvinda, það er þeim vélmennum sem við höfum
hannað til að létta undir með sjálfum okkur á
tvísýnni tölvuöld.
+