Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Þýskir græningjar héldu flokksþing í Karlsruhe í vikunni, þar sem meðal annars voru ræddar breytingar á flokksskipulagi. Græningjar horfast í angu við raunveruleikann Græningjar, sem lengi voru utangarðs í þýskum stjórnmálum, eiga nú aðild að ríkis- stjórn landsins og þurfa því að endurmeta margt í skipulagi flokksins. Davíð Kristinsson, fréttaritari í Berlín, fjallar um umræður á flokksþingi Græningja. Jurgen Trittin umhverfísráðherra og Joschka Fischer utanríkisráð- herra á flokksþinginu í Karlsruhe. TUTTUGU árum eftir að flokkur Græningja var stofnaður í Karlsruhe efiidi flokkurinn til þings í sömu borg um síðustu helgi. Tvö mál voru í brennidepli á þinginu: Lokun kjarn- orkuvera og tillaga um umbætur á stjórnarfyrirkomulagi flokksins. Flokksþing Græningja er á margan hátt fiábrugðið þingum annarra þýskra stjómmálaflokka. í salnum er að finna kvennaborð með fjólubláum dúk sem á að tryggja kvenkyns full- trúum flokksins tækifæri til að ræða saman sín á milli og samkvæmt kvótafyrirkomuiagi flokksins skal annar hver ræðumaður vera kona. 011 starfsemi Græningja er bundin við sambærilegan kvóta og á sambands- þinginu.skipa konur 27 hinna 47 þing- sæta Græningja. Tæpir tveir áratugir eru nú liðnir frá því að Græninginn Michael Cram- ers undirbjó sig íyrir mótmælagöngu í Bonn og prjónaði peysu með merki því sem táknar andstöðu við kjam- orku. Að þessu sinni smellti hann sér í heimaprjónuðu peysuna á nýjan leik af því tilefni að fulltrúar flokksþings- ins áttu að greiða atkvæði um stefnu Júrgens Trittins umhverfismálaráð- herra í kjamorkumálum. Umhverfis- ráðherrann hafði verið áberandi taugaspenntur síðustu vikumar fyrir þingið enda óljóst hvort fulltrúamir myndu styðja málamiðlunarstefnu hans varðandi starfsleyfi kjamorku- vera. Lokun kjamorkuvera í ræðu sinni varði Trittin sám- komulagið við samstarfsflokkinn, SPD, þess eðlis að kjamorkuver fái í mesta lagi 30 ára starfsleyfi. Verði áform þessi að veruleika myndi síð- asta kjamorkuverið hætta starfsemi árið 2018. Stefnt er að því að loka fyrsta kjamorkuverinu eftir þijú ár en til þess þarf ríkisstjómin að ná endurkjöri í kosningunum árið 2002. Umhverfisráðherrann sagði flokk sinn upphaflega hafa stefnt á 25 ára starfsleyfi á sama tíma og Jafnaðar- mannaflokkurinn talaði um 40 ár og því væri samkomulagið um 30 ár til marks um góðan árangur Græningja í samningaviðræðunum. Trittin sagði nauðsynlegt fyrir flokk með sjö prósenta fylgi að meirihluti fólksins væri fylgjandi málinu því annars yrði ekkert úr lokun kjamorkuveranna. Hann sagði jafnaðarmenn ábyrga lyrir því hvað samningar við fulltrúa kjarnorkuiðnaðarins gangi hægt. Svo virðist sem Gerhard Schröder kansl- ari vilji forðast opin átök við fulltrúa iðnaðarins fyrir landsþingskosning- amar í Nordrhein-Westfalen um miðjan maímánuð. Enn er djúp gjá milU ríkisstjómarinnar og fulltrúa kjamorkuiðnaðarins sem krefjast þess að hvert Iqamorkuver fái a.m.k. 35 ára starfsleyfi. Trittin sagði að Græningjar myndu safna Uði gegn flutningi kjamorkuúrgangs svo lengi sem samkomulag lægi ekki fyrir og ítreka auk þess að ríkisstjómin myndi að endingu koma máhnu í gegn jafnvel þótt samningar við fulltrúa iðnaðarins rynnu út í sandinn. Örlög fagmennskunnar Lengi vel var flokkur Græningja talinn ófær um stjómarstarf þar sem andstaðan var kjaminn í stefnu flokksins. Græningjar vom ungir, róttækir, vöktu athygli með óvæntum uppákomum og þeir sem kusu flokk- inn vora „töff'. Þeir kröfðust tafar- lausrar lokunar kjamorkuveranna og ekki kom til greina að greiða fyrir- tækjunum skaðabætur. Eftir að Græningjar komust til valda hafa hlutimir breyst og nú er það hinn svo- nefndi „raunsæi" armur sem ræður ferðinni innan flokksins. Raunsæir Græningjar era famir að taka tillit til þeirra þátta sem era óhjákvæmilegir í samsteypustjórn og sætta sig við þá takmörkuðu möguleika sem raun- veruleikinn hefur upp á að bjóða. Þannig studdi mikill meirihluti flokksíúlltrúanna stefnu Trittins í kjarnorkumálum þótt 30 ára starfs- leyfi væri eflaust allt of mikil tilslökun séð frá sjónarhóli róttækra andstæð- inga kjamorkunnar. Svo virtist sem flokksfulltrúamir ætluðu sér að sýna SPD og þýska kjamorkuiðnaðinum að Græningjar gætu a.m.k. einu sinni tekið sameiginlega pólitíska ákvörð- un. Græningi nokkur sagðist ekki muna eftir því að menn hefðu áður klappað svo ákaft að loknum ræðum Trittins á flokksþingum en full- trúamir stóðu upp og klöppuðu í margar mínútur líkt og tíðkast í öðr- rnn stjómmálaflokkum. Slíkar upp- ákomur era nýjung í röðum Græn- ingja en raunsæir fulltrúar flokksins era sér meðvitandi um að slík þróun teljist til marks um faglegri vinnu- brögð. Enginn flokkur nái vinsældum elski hann ekki sjálfan sig. Ráðherrar Græningja, Jurgen Trittin, Joschka Fischer (utanríkis- ráðherra) og Andrea Fischer (heil- brigðisráðherra), hvöttu því flokks- menn til að einblína ekld um of á gagnrýni heldur lofa einnig árangur Græningja í ríkisstjóm Schröders. Málamiðlanir væra óhjákvæmilegar. Raunsæir gegn vinstrisinnum Þróun Græningja í átt að faglegri stjómarháttum virðist þó ætla að taka lengri tíma hvað flokkssldpulag varðar. Innan flokksins gilda enn þau lög að Græningjar sem gegna embættum þingmanna eða ráðherra geta ekki gegnt forystuembættum innan flokksins. Fyrirkomulag þetta, sem á að stuðla að valddreifingu, kemur í veg fyrir að reynslumestu menn flokksins fái sæti í stjóminni. I kjölfarið hefur stjóm flokksins verið valdalítil og Joschka Fischer utaniík- isráðherra verið hinn „duldi“ formað- ur flokksins þrátt fyrir að lögin komi í veg fyrir setu hans í stjóminni. Fisch- er minnti á þessa staðreynd á flokks- þinginu en sagði jafnframt að hann liti hina óbeinu formennsku ekki já- kvæðum augum. Skiljanlega vora það hinir „raunveralegu" stjómendur flokksins sem studdu tillöguna um af- nám laga þeirra sem kveða á um að embætti á þingi útiloki embætti innan stjómar flokksins. Tíu ár era liðin frá því að fyrsta tilraunin var gerð til að koma í gegn umbótum á stjórnskipan flokksins en sem fyrr var tillagan felld. Lagabreytingar þurfa stuðning % fulltrúanna en raunsæja arminum tókst einungis að fá 60% fylgi við til- lögu sína. Það var vinstri armur flokksins undir forystu Christians Ströbeles, sem er þingmaður á Sambandsþing- inu, sem hindraði umbætur á núver- andi flokksskipulagi. Einungis tókst að koma í gegn vægum umbótum sem fela í sér að fækkað verður um helm- ing í flokksráðinu sem framvegis mun hafa sextán meðlimi. Hinir jafnrétt- háu talsmenn stjómarinnar svo og framkvæmdastjórinn eiga sæti í flokksráðinu en samkvæmt breyting- unni gildir reglan um aðskilnað flokks- og þingembætta ekki um aðra meðlimi ráðsins. Kerstin Múller, for- maður þingflokksins, sagðist vonast til þess að mikilvægustu forystumenn flokksins, t.d. ráðherrar ríkisstjóm- arinnar svo og formaður þingflokks- ins, myndu eiga sæti í hinu nýja flokksráði. Óvissa um forystu flokksins Fyrir þingið höfðu formenn þing- flokkanna í Berlín og Baden-Wúrtt- emberg, Renate Kúnast og Fritz Kuhn, lýst því yfir að þau gæfu kost á sér í embætti talsmanna flokksstjóm- arinnar ef lögin um aðskilnað flokks- og þingembætta yrðu tekin úr gildi. I kjölfar þess að umbætumar náðu ekki fram að ganga verða þau að segja lausum þingembættum sínum í Berlín og Stuttgart bjóði þau sig fram í embætti talsmanna stjómarinnar. Ljóst er að Kúnast, sem telst fulltrúi vinstri armsins, verður áfram í Berlín en spumingin er sú hvort hún verði áfram formaður þingflokksins á landsþinginu í Berlín eða hvort hún flyst í höfuðstöðvar Græningja til að taka við embætti talsmanns flokks- stjórnarinnar. Kúnast vill gera flokk- inn meira aðlaðandi fyrir ungt fólk, styrkja stöðu hans í sambandslönd- unum í austri og efla stjóm flokksins. Ekki er þó víst hvort vinstri armurinn styður Kúnast þar sem að annar frambjóðandi af vinstri vængnum, Antje Radcke, ætlar að gefa kost á sér tíl endurkjörs. Gunda Röstel, sem verið hefur í embætti annars tveggja talsmanna stjórnarinnar frá því 1996 hefur lýst því yfir að hún gefi ekki kost á sér til endurkjörs. Kuhn er að vissu leyti í erfiðari stöðu en Kúnast. Taki hann stjómarembættinu þarf hann að flytja með fjölskyldu sinni frá Stuttgart til Berlínar þar sem hans bíður meiri vinna og talsvert lægri laun. Mikið var klappað eftir ræður Kuhns á flokksþinginu og verða líkur hans á kjöri að teljast góðar enda nýt- ur hann stuðnings Joschka Fischer. Ráðamenn flokksins hafa skorað á Kúnast og Kuhn að bjóða sig fram þrátt fyrir að breytingartillagan hafi verið felld. Bjóði Kuhn sig ekki fram íhugar formaður stofnunar Heinrich Böll, Ralf Fúcks, að bjóða sig fram en hann gegndi þessu sama embætti fyr- ir tíu áram. Líkt og Kuhn er Fúcks fulltrúi raunsæja armsins. Einnig kemur til greina að Reinhard Bútik- ofer, núverandi framkvæmdastjóri flokksins, bjóði sig fram. Taldar era líkur á því að fulltrúi vinstri armsins, Christian Ströbele, gefi einnig kost á sér í embætti talsmanns stjómarinn- ar. Breytingar eru aðkallandi Spumingin er sú hversu lengi Græningjar geta leyft sér að starfa undir sundraðri forystu. A meðan Jafnaðarmannaflokkurinn hefur náð sér á strik eftir erfiðleika fyrsta stjórnarársins virðist ekki ætla að birta til hjá Græningjum. Það sem vel gengur í starfi ríkisstjómarinnar er skrifað á reikning SPD og athyglin beinist einna helst að Græningjum þegar mistekist hefur að ná samning- um við fulltrúa kjarnorkuiðnaðarins eða þegar utanríkisráðherranum mis- tekst að koma í veg fyrir vopnasölu til landa þar sem brotið er á mannrétt- indum. Græningjar eiga að hluta til sök á þessu ástandi þar sem þeir hafa ekki verið nógu duglegir við að „selja“ eigin árangur. Flokkurinn heíur tap- að fylgi í öllum kosningum undanfar- in tvö ár og hefur það neikvæð áhrif á pyngju Græningja. Einnig var kostn- aðarsamt að flytja höfuðstöðvamar til Berlínar og skuldar flokkurinn nú tæpar tíu milljónir eða sem samsvar- ar kostnaði eins flokksþings. í kjöl- farið er stefnt á að flokksþingið í sept- ember verði eina þingið sem eftir er á þessu ári. Sú tímasetning tekur mið af því að rfirisstjómin verði búin að taka endanlega ákvörðun í kjam- orkumálum þannig að hægt verði að meta niðurstöðumar á þinginu. Þrátt fyrir þessa staðreynd svo og hina erf- iðu fjárhagsstöðu flokksins era þó margir þeirra skoðunar að kjósa verði nýja stjórn á aukaþingi í maí þar sem afdrifaríkt gæti reynst að halda í splundraða stjómarforystu fram á haust. Græningjar hafa átt við stjómarkreppu að stríða undanfama mánuði og Ijóst er að hún hefur aukist í kjölfar flokksþingsins. Flokkurinn verður að taka á þessum vanda og finna leiðir til að auka fylgi sitt á ný. Takist þetta ekki er víst að Jafnaðar- mannaflokkurinn mun í auknum mæli leita stjórnarsamstarfs við Flokk fijálsra demókrata (FDP) í sam- bandslöndunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.