Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI3601100, SÍMBRÉFS691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Tjón vegna falsaðra málverka ' 135 til 180 millj. kr. HEILDARTJÓN vegna falsaðra málverka sem seld hafa verið á upp- boðum hjá Galleríi Borg á síðasta áratug er talið vera á bilinu 135 til 180 milljónir króna samkvæmt út- tekt Ólafs Inga Jónssonar, forvarðar hjá Morkinskinnu. Upplýsingar hans eru byggðar á uppboðsgögnum Klausturhóla og Gallerís Borgar og telur hann að um 900 fölsuð verk hafi verið boðin upp hjá Galleríi Borg. Ólafur safnaði saman upplýsingum ( jír uppboðsskrám fyrirtækjanna og íeitaði einnig til safnara sem skráði öll uppboðsverk uppboðshúsanna. ■ Málverkin/10 ---------------- Óká 160 km hraða undan lögreglunni ^JfíNGUR ökumaður, grunaður um ölvun undir stýri, var handtekinn á hlaupum í Vatnaskógi í gærmorgun eftir að hafa ekið á ofsahraða undan lögreglu í Hvalfirðinum. Lögreglan á Akranesi hugðist stöðva ökumanninn inni í bænum en hann sér lét ekki segjast og ók á brott. Lögreglumenn í tveimur bfl- um veittu honum eftirför um Hval- fjörðinn. Þar er talið að maðurinn hafi ekið á um 160 km hraða á klst. Eftirförin barst inn í Vatnaskóg þar sem maðurinn yfirgaf bflinn og var handtekinn á hlaupum. Að sögn lög- reglu hefði getað farið mun verr því maðurinn ók afar háskalega. Mað- urinn var í vörslu lögreglu í gær. ------♦-♦-♦----- íslandsflug leigir fjórðu þotuna ÍSLANDSFLUG hefur samið um leigu á fjórðu þotunni og verður hún í farþegaflutningum út frá Mallorka. Hún er af gerðinni B 737-300. Ráða þarf 30 til 40 flugliða vegna samn- ingsins og verða það bæði Islending- ar og útlendingar. Ómar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri íslandsflugs, sagði 4essa ákvörðun í beinu framhaldi af ví að draga saman seglin í innan- landsflugi fyrirtækisins og auka áherslu á að fá erlend verkefni. Þot- an verður einkum í flugi milli Mall- orka og Bretlands en einnig til Þýskalands. Híma á höm í Mýrdalnum Það var kuldalegt um að litast í Mýrdalnum þar sem snjór er meiri en verið þegar ljósmyndara bar að garði, og þau bíða, eins og landsmenn líklega ail- hefur í áratugi. Hrossin mynduðu einfalda röð undan vindi, hímdu á höm, ir, betri tíðar, þótt enn sé of snemmt að kveðja Vetur konung. Fyrstu niðurstöður brjóstakrabbameinsrannsókna Krabba- meinsfelagsins og UVS liggja fyrir Áður óþekkt tengsl hafa verið leidd í ljós RANNSÓKNIR, sem unnar eru í samstarfi Rrabbameinsfélags Islands og Urðar Verðandi Skuldar (UVS), á samskiptum próteina brjósta- krabbameinsgena (BRCA) við önnur frumuprót- ein hafa bent til áður óþekktra tengsla við önnur prótein, sem gætu haft þýðingu fyrir myndun brjóstaæxla. Sigríður Valgeirsdóttir, doktor í sameindalíf- fræði hjá Krabbameinsfélagi íslands, gerði grein fyrir rannsóknunum á alþjóðlegri ráðstefnu í síð- ustu viku ásamt Hilmari Viðarssyni, sérfræðingi hjá Krabbameinsfélaginu. Að sögn Reynis Am- grímssonar, framkvæmdastjóra vísindasviðs hjá UVS, fengu niðurstöðurnar góðar viðtökur á ráð- stefnunni. Skoða próteinafiirðir krabbameinsgena Sigríður sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða samvinnuverkefni Krabba- meinsfélagsins og UVS sem byggðist á fyrri rannsóknum sérfræðinga Krabbameinsfélagsins á erfðabreytingum í genum brjóstakrabbameins- sjúklinga. Þekkt er fylgni milli breytinga í BRCA-genum og áhættunnar á því að fá brjóstakrabbamein. Sigríður sagði að rannsóknirnar nú beindust að því að skoða próteinafurðir BRCA-gena, kanna hlutverk þeirra í brjóstafiumum og einkum sam- skipti við önnur frumuprótein. „Tilgangurinn er að skilja betur hlutverk þessara gena og prót- einafurða þeirra fyrir myndun brjóstakrabba- meins. Þetta hefur gengið framar vonum,“ segir Sigríður. Hún sagði að rannsóknirnar hefðu haf- ist í haust og fyrstu niðurstöður væru nú að líta dagsins ljós. „Þær geta kannski varpað ljósi á hlutverk þessara próteina,“ sagði Sigríður en kvaðst ekki vilja fara nánar út í niðurstöður rannsóknanna. Hún sagði að rannsóknum yrði fram haldið á sömu braut og kannað nánar hlutverk eðlilegs BRCA-próteins í frumum og hlutverk stökk- breytts próteins. „Með því að skilja hvernig eðli- legt prótein starfar getur maður varpað ljósi á það hvað fer úrskeiðis þegar þetta gen hefur stökkbreyst," sagði Sigríður. „Við þurfum að halda þessum rannsóknum áfram til að geta fengið skýrari svör um hlutverk þessara próteina í myndun brjóstakrabbameins. Þetta hefur geng- ið mjög vel og verið mjög skemmtileg vinna en við erum ekki með neinar töfralausnir, - ekki á þessu stigi." Eigin. rannsóknarstofa UVS hérlendis í burðarliðnum Reynir Arngrímsson, framkvæmdastjóri vís- indasviðs UVS, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þessar fyrstu niðurstöður úr samvinnuverk- efninu við Krabbameinsfélagið lægju fyrir mun fyrr en reiknað var með og gleðilegt væri að samstarfið við Krabbameinsfélagið væri strax farið að skila árangri en rannsóknarsamningur aðilanna var gerður í janúar sl. Hann sagði að UVS væri nú að vinna að skipu- lagningu og undirbúningi þess að setja upp eigin rannsóknarstofur hér á landi en fram til þessa hafa rannsóknir á vegum fyrirtækisins fyrst og fremst verið stundaðar í Læknagarði og í sam- starfi við rannsóknarstofu Krabbameinsfélags- ins, sem hefði gefist vel. „En þetta gefur tak- markaða möguleika til vaxtar og því erum við að ganga frá skipulagningu eigin rannsóknarstofu og munum kynna það íljótlega," sagði Reynir. 1 4 Kynntu þér málið á síðu 28 og 29 ® BÚNAÐARBANKINN Traustur banki Rfkið ákveður að kaupa 2.200 tonn af áburði RÍKISIGVUP hafa ákveðið að taka tilboði Áburðarverksmiðjunnar hf. í áburðarkaup fyrir nokkrar ríkis- stofnanir fyrir sumarið. Um er að ræða samtals tæp 2.200 tonn af áburði og er kaupverðið rúmar 48 milljónir kr. Ríkiskaup buðu út áburðarkaup fyrir Landgræðsluna, Vegagerðina og Landsvirkjun en allar þessar stofnanir fást við landgræðslu af ýmsum toga. Áburðarverksmiðjan hf. er eina fyrirtækið sem bauð í allt magnið en Kaupfélag Húnvetninga bauð í hluta af áburðarkaupum Lands- virkjunar. Ríkiskaup ákváðu að taka tilboði Áburðarverksmiðjunnar. Þótt áætlað magn sé tæp 2.200 tonn geta stofnanirnar keypt allt að fjórðungi minna eða fjórðungi meira magn á sama verði. Kaup- verðið er rúmar 48 milljónir sem er liðlega 15% hærra verð en á síð- asta ári, að sögn Birgis Guð- mundssonar hjá Ríkiskaupum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.