Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 42
^2 SUNNUDAGUR 26. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
EIGNABORG ^5641500
FASTEIGNASALA |f
Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030.
Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar
Ársalir - Kópavognr
[ing
- : 'i ' :
; T". '
T
' .
Til sölu 3ja herb. 78,0 fm og 78,7 fm íbúðir og 4ra herb. 103,8
fm íbúðir í lyftuhúsi sem er í byggingu. fbúðirnar verða
afhentar fullfrágengnar án gólfefna, nema í baðherb. sem
verður flísalagt. Stæði í bílhúsi fylgir hverri íbúð. Áætlað er að
húsið verði fokhelt um næstu áramót og íbúðirnar til
afhendingar í september 2001. Verð frá 11,6-14,7 m.
Allar nánari upplýsingar og teikningar hjá Eignaborg.
Þingholtin - einb./tvíb. -
frábær staðsetning. vorumað fá i
einkasölu um 267 fm þrílyft einbýli/tvíbýli ásamt
um 60 fm bílskúr. Á 1. hæð eru þrjár stofur, eld-
hús, snyrting o.fl. Á 2. haoð eru 2 herb., stofa,
eldhús og snyrting. í kjallara eru 3 herb.,
baðherb., þvottah. og geymslur. Húsiö hentar
sem einbýlishús eða tvíbýlishús. Stór og falleg-
suðurlóð. Einstakt tækifæri. 9364
Ingólfsstræti. Vorum að fá í sölu þetta
virðulga og reisulega einbýlishús við Ingólfs-
stræti. Húseignin sem er samtals 301 fm auk
bílskúrs er á þremur hæðum. Eignin skiptist m.a.
í tvær fallegar samliggjandi stofur, borösetofu,
eldhús, fimm herbergi, tvö baðherbergi og góð-
ar geymslur { kjallara. M.a. eru rósettur og
skrautlistar. Eignin er á u.þ.b. 700 fm lóð. Glæsi-
legt einbýli miösvæðis. 9211
Látraströnd. Vorum að fá í einkasölu
einlyft 188,7 fm einbýlishús með innbyggöum
bílskúr. Eignin skiptist m.a. í hol, eldhús, stofu,
borðstofu, þrjú herbergi og baðherbergi.
Geymsla og þvottahús. Húsiö stendur á stórri
lóð og er með glæsilegu sjávarútsýni. Eftirsótt
eign á frábærum staö. V. 22,0 m. 9351
HÆÐIR tm
Hrísateigur + verslunarhús-
næði. Falleg 5-6 herbergja 129 fm sérhæð í
góðu ástandi. Nýtt baðherbergi og parket á
gólfum. Svalir og 40 fmverönd fyrir framan inng.
Auk þess fylgir 35 fm verslunarrými sem snýr
útaö Laugalæk, tilvalið til útleigu eða fyrir eigin
starfsemi. V. 15,9 m. 9377
Blönduhlíð - einungis skipti.
Falleg og vel skipulögö 124,0 fm neðri sérhæð
auk 38,2 fm bílskúrs á góðum stað í hlíðunum.
Eigninskiptist ( þrjú herbergi, stofu, boröstofu,
hol, eldhús og baðherbergi. Bílskúrinn er með
íbúðaraöstöðu og væri möguleiki aö leigja hann
út. Eigandinn leitar aö 4ra herbergja íbúð (
Hlíðunum eða vesturbæ í skiptum. V. 16,0 m.
9375
Stigahlíð. Björt og snyrtileg fimm her-
bergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi. Eignin
skiptist m.a. í þrjú herbergi, stofu, borðstofu,
eldhús og baðherbergi. Kælir í íbúð. Góö eign á
góðum stað. V. 10,9 m. 9368
Álftatún. Stórglæsileg sex herbergja 131,7
fm íbúð á 1. hæð auk 22 fm bílskúrs í litlu fjölbýli
(fjórar íbúðir) með frábæru útsýni neðst í Foss-
voginum Kópavogsmegin. M.a. parket á gólfum,
baðherbergi flíslagt íhólf og gólf og gott eldhús.
Sameignin er snyrtileg og stór, m.a. leikherbergi,
þvottaherbergi, sérgeymsla og hjólageymsla.
Frábær eign á eftirsóttum stað í góðu fjölbýli. V.
15.8 m. 9345
Lautasmári. Falleg 145,2 fm Ibúð á
tveimur hæðum í nýlegu fjölbýlishúsi viö Lauta-
smára í Kópavogi. Vandaðar hurðir, skápar og-
innréttingar úr kirsuberjaviði. Baðherbergið er
flísalagt í hólf og gólf. Frábær staðsetning. V.
14.9 m. 9374
Safamýri. Vel skipulögð 4ra herbergja
100,4 fm íbúð á 3. hæð. ( nýlega viðgerðu fjöl-
býlishúsi. Góðar vestursvalir. Parket á gólfumog
nýlegt eldhús. V. 11,9 m. 9366
Meistaravellir - endaíbúð.
Vorum að fá í einkasölu fallega og bjarta u.þ.b.
100 fm endaíbúð á 3. hæð á eftirsóttum stað.
Húsið er gott og er teiknað af dr. Magga arkitekt.
Suðursvalir. Mjög björt íbúð sem losnar 15.
ágúst næstkomandi. V. 11,8 m. 9376
2JA HERB. QH
Fálkagata. G6ð 62 fm Ibúð á efstu hæð I
litlu fjölbýli meö sólríkum suðursvölum og fallegu
útsýni, gluggar á þrjá vegu. íbúöin er með sér-
inngangi, gengið inn af svölum. V. 7,6 m. 9373
ATVINNUHUSNÆÐI. M
Þingholtsstræti 5 - glæsileg
eign. Vorum að fá í sölu þessa glæsilegu
eign í hjarta miðborgar Reykjavíkur. Um er að
ræðasögufrægt hús (ísafoldarprentsmiðju) þar
sem áður var rekin prentsmiðja. Húsið er stein-
steypt og 1500 fm og er fjórar hæöir og kjallari.
Eignin var öll endurbyggð frá grunni, og má þar
nefna lagnir, þak, innréttingar, gólfefni, glugga
o.fl. Efri hæðir hússins eru innréttaöar sem
glæsilegar og fullbúnar hótelíbúöir í algjörum
sérflokki. Þessum íbúöum fylgir allur búnaður. Á
götuhæð er verslunarrekstur sem er í útleigu. í
kjallara hússins er nýlega innréttaöur
skemmtistaður sem um þessar mundir er einn
vinsælasti veitingastaður borgarinnar (Sport
Kaffi). Húsið er allt í mjög góðri útleigu og eru
leigutekjur mjög góöar. Eignin er tilafhendingar
fljótlega. Gott verð og mjög góð áhvílandi lán í
boöi fyrir traustan kaupanda. Allar nánari upplýs-
ingar gefa Stefán Hrafn og Kjartan. 9367
FRÉTTIR
Hlutu
sagnfræði-
styrki
NÝLEGA fór fram úthlutun úr
Sagnfræðisjóði dr. Björns Þor-
steinssonar.
Styrki úr sjóðnum að þessu sinni,
150 þús. kr. hvor, hlutu Guðni Th.
Jóhannesson, MA, til að vinna að
doktorsritgerð við Lundúnaháskóla
um Bretland og hafréttarmál á
Norður-Atlantshafi 1948-1961 og
Unnur Birna Karlsdóttir, MA, til að
vinna að jafnframt námi til dokt-
orsprófs við Háskóla Islands, verk-
efhi um sögu ófrjósemisaðgeröa á
fslandi 1938-1975.
—
Frá afhendinu styrkjanna. Frá vinstri: Valgerður Björnsdóttir, dóttir
dr. Bjöms, Unnur Bima Karlsdóttir styrkþegi, Margrét Thorlacius, sem
tók við styrknum fyrir hönd sonar síns, Guðna Th. Jóhannessonar og
Sveinbjöm Rafnsson, prófessor og formaður sjóðstjómar.
Hverfafundir borgarstjóra
með íbúum Reykjavíkur
HVERFAFUNDIR borgarstjóra
með íbúum Reykjavíkur verða haldn-
ir síðari hluta marsmánaðar og fram í
miðjan apríl. Fyrirhugaðir eru 8 fund-
ir í hverí'um borgarinnar.
Dagskrá fundanna er svohljóðandi,
samkvæmt fréttatilkynningu frá
Reykjavíkurborg:
Þróun og horfur í málefnum borg-
arinnar og einstakra hverfa, fram-
kvæmdir á árinu 2000. Til umræðu
verður fólksfjölgun, íbúasamsetning,
umferð og umhverfi auk þess sem
sýndar verða teikningar af fram-
kvæmdum í hverfunum ásamt ýmsu
fróðlegu og myndrænu efni sem íbúar
í viðkomandi hverfi kunna að hafa
áhuga á.
Framtíðarborgin - langtímastefna
fyrir Reykj avík. Kynning á viðamikilli
stefnumótun í málefnum Reykjavíkur
til framtíðar. Verkefni sem byggist á
samræðu ogþátttöku borgarbúa.
Fundimir verða sem hér segir:
Fyrsti fundur mánudaginn 27.
mars kl. 20 í Félagsmiðstöðinni
Fjörgyn - með íbúum í Grafarvogs-
hverfum.
Annar fundur fimmtudaginn 30.
mars kl. 20.00 í Langholtsskóla -
Fundur með íbúum Laugames-,
Lækja-, Teiga-, Langholts-, Sunda-
og Vogahverfis ásamt Skeifunni.
Þriðji fundur mánudaginn 3. apríl
kl. 20 í Félagsmiðstöðinni Árseli -
Fundur með íbúum í Arbæjar-, Ar-
túnsholts- og Seláshverfi.
Fjórði fundur miðvikudaginn 5.
apríl kl. 20 í Gerðubergi - Fundur
með íbúum Seljahverfis, Efra- og
N eðra-Breiðholts.
Fimmti fundur mánudaginn 10.
apríl kl. 20 í Réttarholtsskóla - Fund-
ur með íbúum Háaleitis-, Smáíbúða-,
Bústaða-, Múla- og Fossvogshverfis.
Sjötti fundur miðvikudaginn 12.
apríl kl. 20 á Kjarvalsstöðum - Fund-
ur með íbúum Túna-, Holta-, Norður-
mýrar- og Hlíðahverfis.
Sjöundi fundur mánudaginn 17.
apríl kl. 20 í Ráðhúsi Reykjavíkur -
Fundur með íbúum vestan Snorra-
brautar.
Attundi fundur þriðjudagurinn 18.
apríl kl. 20.00 í Fólkvangi - Fundur
með íbúum Kjalamess.
A fundunum mun borgarstjóri
ræða þróun og horfur í málefnum
einstakra hverfa og framkvæmdir á
árinu 2000. Einnig ver ður kynnt verk-
efnið Framtíðarborgin Reykjavík.
Síðan verða umræður og fyrirspumir.
Allir velkomnir.
Hlíf harmar
dylgjur VMSÍ
FUNDUR í stjórn Verkalýðsfélags-
ins Hlífar, haldinn 23. mars sl., harm-
ar dylgjur og órökstuddar ágiskanir
formannafundar Verkamannasam-
bands Islands um afstöðu Hlífar í
kjara- og skipulagsmálum.
„Þær illgjörnu aðdróttanir sem þar
em, að Hlíf hafi stefnt að úrsögn úr
Verkamannasambandinu á síðast-
liðnu hausti, eiga ekki við nein rök að
styðjast enda hefði félagið þá tilkynnt
það formlega bæði til VMSÍ og ASÍ.
... Hafi félagið hug á því að segja
sig úr Verkamannasambandinu verð-
ur það gert samkvæmt lögum og þá
verða það félagsmennirnir sem
ákvörðunina taka í allsherjar-
atkvæðagreiðslu.
Hins vegar hefur fyrrgreind álykt-
un formannafundarins vakið umræð-
ur meðal félagsmanna Hlífar um
hvort skynsamlegt sé fyrir félagið að
vera innan raða VMSÍ eftir þær
trakteringar sem félagið hefur fengið
þaðan undanfarna mánuði...
Verkalýðsfélagið Hlíf hefur aldrei
haft neikvæð afskipti af kjarasamn-
ingum sem önnur verkalýðsfélög
hafa gert eða era að gera í sinni
heimabyggð og frábiður sér afskipti
eins og fram koma í ályktun for-
mannafundarins."
FASTEIGNA- Félag Fastejgnasala
MARKAÐURINN
OÐINSGÖTU 4. SIMAR 570 4500, FAX 570 4505
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-18. Netfang: http://habil.is/fmark/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Viggó Jörgensson, lögg. fasteignasali.
BARÐASTAÐIR 9-11
í LANDI KORPÚLFSSTAÐA
Glæsilegar penthouseíbúðir í útivistarparadís
Höfum til sölu mjög glæsilegar penthouseíbúðir í nýjum lyftuhúsum á þessum skemmti-
lega útsýnisstað. íbúðirnar eru til afh. í ágúst og okt. 2000. íbúðimar eru 259 fm að stærð
á tveimur hæðum (6. hæð og ris) með glæsilegum stofum ocj stórum og góðum herbergj-
um. Þrennar svaiir. Stæði í bílgeymslu og sérgeymsla í kj. íbúðirnar verða afhentar full-
búnar án gólfefna nema baðherb. og þvottaherb. verða flísalögð. Vandaðar sérsmíðaðar
innréttingar. Sameign og lóð afhendast fullfrágengin.
Frábær staðsetning, rétt við golfvöllinn með útsýni til fjalla og návist við fjöruna.
Traustir byggingaraðilar: Byggingafél. Gylfa og Gunnars ehf.
Teikn. og frekari uppl. á skrifstofu.
■ —..........................—....................................................