Morgunblaðið - 26.03.2000, Page 22

Morgunblaðið - 26.03.2000, Page 22
22 SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Netkaffihúsið í versluninni Top Shop hefur verið vel sótt síðan það var opnað. Morgunblaðið/Golli Netið hefur rofíð ein- angrun landsins Fjarskiptabyltingin hefur opnað nýja mögu- leika á ótal mörgum sviðum. Hvernig nota ✓ menn Netið? A Netið eftir að steypa alla í sama mót eða mun það ýta undir margbreytileikann í tilverunni? Hildur Einarsdóttir ræddi við nokkra netnotendur og spáði í framtíðina. Munum við til dæmis þurfa að setja strangar samskiptareglur um Netið? HEIMURINN er sífellt að skreppa saman. Við verðum vör við þessa staðreynd nánast á hverjum degi fyrir tilverknað fólks sem við hittum, vöru sem við kaupum, matar sem við borðum og kvikmynda sem við horf- um á og síðast en ekki síst fyrir til- verknað Netsins sem við vöfrum á. Félagsfræðingurinn Marshall McLuhan setti fram á síðustu öld hugmyndina um heimsþorpið (global village) og átti við að heimurinn væri sífellt að skreppa saman vegna þess að menn notuðu í vaxandi mæli sömu fjölmiðla, dagblöð, útvörp og sjón- vörp. Við urðum vitni að þessu í Persaflóastríðinu þegar hægt var að fylgjast með stríðinu nánast í beinni útsendingu dag frá degi. Vorum við einnig minnt á þessa staðreynd þeg- ar Díana prinsessa Spencer lést fyrir tveim árum og allur heimurinn tók svo að segja þátt í jarðarfor hennar í gegnum sjónvarpið. Sjálf var ég rækilega vör við þessa staðreynd fyrir nokkrum árum þegar sonur minn fór að ganga í hip-hop tískunni sem á rætur að rekja til mennningar- kima blökkumanna og Puerto Ricana í Bronx, úthverfi New York og helsta lesning hans á þessum ár- um voru tímarit eins og Slam og XXL sem hafa blökkumenn að mark- hópi. Það vekur mann líka óneitan- lega til umhugsunar um hve fjarlæg- ir menningarheimar eru að færast nær hver öðrum þegar berast fréttir af því að á ísafirði sé búið að setja á laggirnar verksmiðju sem sérhæfir sig í að búa til sushi-rétti sem er aldagömul, japönsk matarhefð. Opnar nýja möguleika á at- vinnusviðinu Það er líka athyglisvert að velta því fyrir sér hvemig fjarskiptabylt- ingin hefur opnað alveg nýja mögu- leika á atvinnusviðinu. Nú skiptir í rauninni ekki máli hvar menn búa heldur hvort þeir ráða yfir þeirri fjarskiptatækni sem gerir það mögu- legt að nálgast og senda frá sér nauðsynlegar upplýsingar á skjótan og öruggan hátt. Það er athyglisvert að tala við mann eins og breska hönnuðinn Michael Young sem hér býr og starf- ar. Hann er virtur hönnuður sem vinnur fyrir mörg af þekktustu hús- búnaðarfyrirtækjum heims. Young heldur því fram að tækifærin gefist hvar sem maðurinn er í heiminum. Bandarískt fyrirtæki sem heitir Conexant Systems rekur hér hönn- unarsmiðstöð (design center) frá Conexant í Bandaríkjunum. Fram- kvæmdastjóri hópsins á íslandi er Sverrir Ólafsson verkfræðingur. í þessari starfsemi skiptir litlu máli þótt hönnunarmiðstöðin sé langt frá höfuðstöðvunum í Bandaríkjunum vegna þess að það er bein nettenging á milli fyrirtækjanna. Þannig getur fólk í meira mæli valið hvar það vill búa og starfa. Netvæðingin skapar líkan vissan sveigjanleika hvað varðar vinnutíma. Hún auðveldar konum og körlum að vinna heima hjá sér ef börnin eru til dæmis veik eða foreldramir eru í bameignafríi. Nýtist vel í námi I könnun Gallups hér á landi frá janúar og febrúar á þessu ári kemur fram að um 70% þátttakenda í könn- uninni hafa aðgang að Netinu. Þar af hafa ríflega 54% aðgang að Netinu á heimili og fjölgar þeim stöðugt sem hafa aðgang að Netinu. Það er gaman að velta fyrir sér þeim möguleikum sem Netið býður upp á og hvemig fólk í mismunandi starfsstéttum nýtir sér þessa tækni. „Ég nota Netið mikið til rann- sókna,“ segir Elfa Ýr Gylfadóttir sem er að ljúka mastersprófi í margmiðlunar- og fjarskiptafræðum frá Georgetown-háskóla í Bandaríkj- unum. „Eg nýti mér gagnabanka til að komast í sértækar upplýsingar. Georgetown-háskóli er tilraunahá- skóli fyrir tölvukerfi til samskipta milli nemenda og kennara. Hægt er að fara inn í þetta kerfi hvar sem við- komandi er með Nettengingu í heim- inum. Inn í þetta kerfi leggja nem- endur ritgerðir svo aðrir geti lesið þær. Einnig er þar að finna spjall- rásir þar sem nemendur geta rætt við samnemendur og kennara á ákveðnum tímum. Þama birtast ein- kunnimar mínar og aðrar upplýsing- ar sem ég þarf á að halda. Þetta kerfi kallast Black Board og nýtist mér mjög vel því ég er að skrifa lokarit- gerðina mína héma heima.“ Hlustar á tónlist á Netinu „Ég les blöð og tímarit á Netinu. Einnig fylgist ég vel með fjármála- vefjum í heiminum," segir Eggert Gíslason, forritari hjá Tölvumyndum og bassaleikari hljómsveitarinnar Maus. „Stundum hlusta ég á tónlist af vefnum og ég næ í lög þangað og færi þau yfir á mína tölvu. Ég nota Netið líka til að miðla upplýsingum eins og um hljómsveitina en Maus er með vefsíðu sem er afar vel sótt. Á vefnum má meðal annars hlusta á bæði útgefin og óútgefin lög eftir okkur,“ segir Eggert. Það kom fram í máli fólks að það notar tölvupóstinn mikið og núorðið fara flest póstsamskipti fram á Net- inu. „í gegnum tölvupóstinn er ég í daglegum samskiptum við fólk bæði nemendur og starfsfélaga hér og er- lendis. Þegar ég er á ferðalagi er- lendis læt ég framsenda póstinn sjálfkrafa svo ég geti lesið hann hvar sem ég er staddur sem er töluverð bylting," segir Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði og forstöðu- maður Mannfræðistofnunar. „Tölvupósturinn styrkir vináttu- sambönd," segir Margrét Dóra Ragnarsdóttir BA í sálfræði, meist- araprófsnemi í tölvunarfræði og framleiðslustjóri hjá OZ. „Ég á vini og systkini sem búa erlendis og ég er í samskiptum við þetta fólk dag frá degi. Tölvupósturinn er mjög þægi- legur, hann er ekki eins formlegur og bréfaskipti, eiginlega mitt á milli bréfa og samtals.“ Auðveldar rannsóknarstarf „Netið auðveldar rannsóknar- starf. Islenskt rannsóknarsamfélag er tiltölulega fámennt og mikið af rannsóknarsamstarfinu við erlenda aðila og Netið auðveldar þau sam- skipti,“ segir Gísli. „Hér áður skiptumst við á bréfum og tók það jafnvel nokkrar vikur að fá bréfin. Nú er hægt að fá svar sam- dægurs eftir því hvemig tímamun- urinn er. Nettæknin kemur þó aldrei í staðinn fyrir samband augliti til auglitis. Kennsla og rannsóknir hljóta að nokkru leyti að byggjast áfram á beinum samskiptum. Á hinn bóginn er tækninni að fleygja svo fram að mögulegt verður að koma á umræðuhópum með hjálp fjarskipta- tækninnar innan skamms. Þannig að skilin á milli beinna samskipta og íjarskipta eru að riðlast. Þar að auki sparar þetta gjaman ferðir. Menn þurfa síður að fara á staðinn til að sækja sér gögn. Ég þurfti í fyrra að fá myndir úr skjala- safni frá Yellowknife í Kanada. Venjulega hefði ég þurft að fara á staðinn en ég gat leitað á Netinu að þeim myndum sem ég var á höttun- um eftir og pantað þær á stafrænu formi og fengið þær beint á skjáinn hjá mér. í þessu tilviki fékk ég myndirnar úr safninu á nokkmm klukkutímum. Allt snýst'þetta líka um hraða, það sem ég fæ nú sent í um Netið á nokkrum mínútum eða klukkutímum tók mig mun lengri tíma að fá áður,“ segir Gísli. Eðlisbreyting á samskiptum Þeim, sem við ræddum við, var tíð- rætt um það hvemig Netið hefur rof- ið þá einangrun sem ísland annars hefur verið í á ýmsum sviðum vegna fjarlægðar sinnar frá öðrum löndum. „Ég held að ég geti haldið því fram að það sé að verða viss eðlisbreyting á samskiptum með tilkomu Netsins," segir Gísli. „Islenskt háskólasamfé- lag hefur lengi verið fremur einangi-- að. Ráðstefnur, bókakostur og tíma- rit sem við höfum þurft að hafa aðgang að fengust ekki hér nema að takmörkuðu leyti. Þetta er breytt að því leytinu að nú erum við komin í beint samstarf við fræðasamfélag nánast hvar sem er í heiminum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðu- maður Hagfræðistofnunar, tekur undir þetta og segist hafa byrjað að nota Netið árið 1990. ,Á Netinu les ég vísindagreinar sem ég fékk með pósti áður og þurfti jafnvel að bíða eftir í nokkrar vikur. Ég er áskrif- andi að umræðuhópum á Netinu sem ræða málefni sem tengjast starfi mínu. Á hveijum morgni fæ ég senda um Netið greinargerð frá bönkunum sem fjallar um íslenska fjármálamarkaðinn. Ég vinn á Netinu með fræðimönn- um erlendis að greinarskrifum fyrir erlend vísindatímarit. Við sendum hver öðrum skrif okkar á Netinu, lesum yfir texta hver hjá öðrum og breytum og bætum við hann þangað til við erum orðnir ánægðir. Ég er mjög hrifinn af þessari tækni vegna þess að hún auðveldar vinnu mína mikið. Ég er fljótari að setja mig inn í þau málefni sem ég er að kynna mér hveiju sinni og á auð- veldara með að fylgjast með því sem er að gerast í heiminum og á Islandi. Netið hefur rofið þá einangrun sem óneitanlega hefur fylgt því að búa á Islandi.“ Horft á íslenska sjónvarpið í London Það kemur fram að fólk er í aukn- um mæli farið að lesa blöð og tímarit á Netinu, hvort sem þau eru innlend eða útlend og horfa einnig á sjónvarp og hlusta (horfa) á útvarp á Netinu. Tryggvi segist lesa dagblöðin og erlend tímarit á Netinu. „Þegar stórviðburðir eiga sér stað horfi ég á CNN-sjónvarpsstöðina á Netinu og hlusta einnig á útvarp þar. Ég dvaldi í London í 2 mánuði í vetur. Eg hafði með mér fistölvu og gat horft á fréttatíma í íslenska sjónvarpinu.“ „Ég fylgist miklu betur með frétt- unum eftir að ég fór að lesa þær á Netinu," segir Margrét Dóra. „Ég þarf ekki að bíða eftir þriðjudags- mogganum til að vita hvort farið er að gjósa í Heklu.“ Þessi svör endurspegla könnun sem gerð var í Bandaríkjunum og leiddi í Ijós að þar í landi horfir fólk nú minna á sjónvarpsfréttir og les minna af dagblöðum en fær þessar upplýsingar í staðinn á Netinu. Nú þegar er margvísleg þjónusta að færast yfir á Netið. Bankar og verðbréfafyrirtæki verða stöðugt netvæddari. Tryggvi segist borga flesta sína reikninga í gegnum Netið. „Ég fylg- ist með stöðunni á reikningnum mín- um í gegnum heimabankann og gera má ráð fyrir að sífellt fleiri þættir í starfsemi bankanna færist yfir á Netið. Ég fylli út skattskýrsluna mína á Netinu og finnst mikið hag- ræði að því,“ segir hann. „Ég nota heimabankann og hef því ekki staðið í röð í banka í marga mánuði," segir Margrét Dóra. „Þetta er bæði hagræði fyrir viðskiptavin- inn og fyrirtækin sjálf.“ Þegar horft er til framtíðar má gera ráð fyrir að á endanum verði öll fjármálastarfsemi komin á Netið og menn geti gengið frá fjármálum sín- um og fjárfestingum í gegnum Netið en það síðastnefnda er hægt nú þeg- ar. Leitt til meiri þekkingar á hlutabréfamarkaðnum Verðbréfaviðskipti á vefnum, hvort sem er á innlendum eða er- lendum vettvangi, hafa farið ört vax- andi og margir eru þeirrar skoðunar að velta með hlutabréf hafi aukist í kjölfar netvæðingarinnar. „Netvæðingin hefur einnig leitt til þess að hinn almenni borgari hefur mun meiri þekkingu á hlutabréfa- markaðnum," segir Kjartan Guð- mundsson verðbréfamiðlari hjá Landsbréfum. „Áður voru það sér- fræðingar eða valinn hópur fólks sem hafði aðgang að þeim upplýsing-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.