Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 48
f#8 SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ 4- Hundalíf ES VARfi Aéi LJUKA Vlt) SKYRSLUNA SEM -^•^AESKOMMEfiHnM Ferdinand Þctta cr dúkkan m£n Sjáiði hvemig hún helduur höndunum En hvemig ætti ég sem biður bænir. saman. Guð hlýtur að vera ánægður svo sem að vita það. með hana, held ég. BREF TEL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Lifí þjóðernis- kenndin! Frá Arnari Gíslasyni: HINN MIKLI fjöldi innflytjenda á undangengnum árum hefur skapað mikið vandamál hér á landi sem ekki sér fyrir endann á. Vandamál sem nauðsynlegt er að taka á sem fyrst svo ekki fari illa fyrir okkar fögru þjóð. Þetta vandamál er kyn- þáttahatur. Fyrir skemmstu veitti Magnús Þorsteinsson, bóndi í Vatnsvegi, okkur innsýn í hugarheim sinn hér á síðum Morgunblaðsins, hugar- heim hugsjónamanns og ættjarðar- vinar. Hann útlistar þar skoðanir sínar á málum aðfluttra Islendinga og reynir að skýra fyrir okkur les- endum hvers vegna hann sé betur til þess fallinn að halda uppi sóma og heiðri Islands en þeir sem ekki eru hér fæddir, uppaldir og gagn- teknir af hinum hreina og fagra ar- íska hugsunarhætti. Svo virðist sem Magnús telji sig, sökum lita- rafts síns og þess tungumáls sem hans útvalda þjóð hefur yfir að ráða, hafa forgang á þessari litlu eyju sem við búum á. Helstu rök Magnúsar og annarra sem deila hugsjónum hans eru þau að fólk sem hingað flyst frá öðrum heims- álfum, svo og A-Evrópu, eigi erfitt með að aðlagast tungumáli og lifn- aðarháttum og hafi að auki meiri hug á að sækja gull í greipar hinna innfæddu í krafti glæpa og afætu- búskapar á okkar félagslega ör- yggisneti. Fólkið kemur sumsé ekki hingað til að búa fjölskyldu sinni bjartari framtíð en í heima- landi sínu, sem í mörgum tilfellum eru ríki þar sem réttindi fólks eru engu meiri en kindanna hans Magnúsar, heldur til að blóðmjólka okkar dásamlega ísland, stela störfum okkar og nauðga hrein- leika kynstofnsins. Eitt er það sem virðist skolast til í meðförum Magnúsar, sem og annarra skoðanabræðra og -systra hans. En það er túlkun hans á or- sakatengslum. Getur verið að bág- borin kjör aðfluttra á Islandi og annars staðar í V-Evrópu og há glæpatíðni þeirra á meðal séu ekki tilkomin vegna meðfæddrar leti og kynþáttabundinnar glæpahneigð- ar? Er hugsanlegt að ástæðan fyr- ir þeim vandamálum sem tengjast innflytjendum sé vanhæfni samfé- lagsins og þeirra sem telja sig „sanna“ íslendinga til að aðlagast nýjum hópum og gefa þeim tæki- færi á að aðlagast okkur? Mikið vildi ég að Magnús hefði þennan möguleika í huga næst þegar hann ætlar sér að leysa vanda okkar ís- lendinga með útúrsnúningslegum túlkunum sínum á vísindarann- sóknum. Það er annars allrar at- hygli vert hversu fljótir ofstækis- menn eru að tileinka sér niðurstöður slíkra rannsókna þeg- ar þær benda til þeirra eigin yfir- burða gagnvart öðrum þjóðfélags- hópum. En þegar vísbendingar um hið gagnstæða koma fram virðast þær ekki eiga jafn greiða leið að eyrum þeirra. Mér þætti vænt um það ef öfga- hópar sem kjósa að breiða út kyn- þáttahatur sem fagnaðarerindið væri létu af því að bendla ófögnuð sinn við ættjarðarást og göfug- lyndi. Græðgi og fáfræði má finna betri stað í orðabókum okkar. ARNAR GÍSLASON, Baldursgötu 10, Reykjavík. Kauðalegt mál Frá Auðunni Braga Sveinssyni: SAGT hefur verið, að svo megi brýna deigt járn, að bíti um síðir. Þetta er einn af mörgum málshátt- um í íslensku máli, sem segir býsna mikið. Týnum við málsháttum úr málinu verður það fátæklegra en ella. Annars kemur þetta ekki mikið því málsefni við, sem ég hyggst nú koma inn á - það er notkun okkar ágæta móðurmáls. Nokkrum sinnum hef ég í blaða- greinum bent á þá áráttu blaða- manna og annarra sem sífellt eru að skrifa, að slengja orðunum „að það“ inn í setningar, að því er virðist að þarflausu. Viðtengingarháttur er nefnilega einkenni á íslensku máli, góðu heilli. En til þess að lesendur fái einhvern forsmekk af þessari málnotkun, tilfæri ég dæmi. í dag- blaði stendur þetta nýlega: „Margir halda því fram, að það væri áhuga- vert að sameina Landsbanka og Búnaðarbanka...“ Hvemig hefði þetta mátt fara betur málfarslega? Með því að sleppa þessu „að það“, og orða setninguna upp á nýtt: „Margir telja, að áhugavert væri að sameina Landsbanka og Búnaðarbanka..." Og síðar í greininni má lesa þetta: „Viðskiptaráðherra segir, að vissu- lega sé verið að skoða hagræðingu í bankakerfinu, en það hafi hins vegar engin ákvörðun verið tekin um, að íslandsbanki og Landsbanki skuli sameinast frekar en Landsbaki og Búnaðarbanki." Hvað er þarna að málinu? Jú, orð- inu „það“ hefur verið skotið inn í málsgreinina, algjörlega að þarf- lausu. Lagfæring: „... hins vegar hafi engin ákvörðun verið tekin um, að ....“. íslenskan er fagurt mál, sé rétt með það farið. Ég tel ekki ástæðu til að nefna fleiri lík dæmi. Þau eru hins vegar óteljandi í blöðum og öðru lesmáli. Mig furðar á, að málnotkun sú, sem ég hefi nú gert að umræðuefni og oftar, skuli enga umfjöllun hafa fengið hjá þeirri ágætu nefnd, sem staðið hefur að málkynningu á mjólkurfernum á liðnum árum. Ef til vill er ekki sama, hver á frum- kvæðið að slíku. Með kveðju til allra unnenda íslensks máls. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teijast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. 1 +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.