Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Málverk sögð eftir Þórarin B.JÞorláksson boðin upp á vegum Gallerís Borgar Heimild: Ólafur Ingi Jónsson 5 málverk 4 3 - Fjöldi málverka á uppboði Verk sem þurfa skoðunar við 2 |- Fyrsta uppboð Falsað verk —I---1---(---1---(---1 I 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9.10.11.12.13.14.15.16.17.18.19.20.21.22.23.24.25.26.27.28.29.30.31.32.33.34.35.36.37.38.39.40.41.42.43.44.45. < UPPBOÐ 1984-1992 ■ . IIÍI. I lÍJ f lli I i '8.29.30.31.32.33.34.35.36.37.38.39.40.41.42.43.44.45. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9 .... ~>< Málverk Þórarins B. Þorlákssonar boðin upp hiá... '77 '78 '79 '80 '81 '82 '83 '84 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 ‘93 '94 '95 '96 '97 '98 immJi 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9.10.11.12.13.14.15.16.17.18.19.20.21.22.23.24.25.26.27.28.29.30.31.32.33.34.35.36. UPPBOÐ 1993-1998 > SÚ FULLYRÐING að mál- verkafölsunarmál í tengsl- um við rekstur Gallerís Borgar sé hið stærsta sinn- ar tegundar á öllum Norðurlöndun- um er algjörleg óháð því að enn er efnahagsbrotadeild lögreglunnar að berast kærur vegna meintra fals- ana. Gott dæmi er að einn forvörður staðfesti grun eigenda 4 af 5 lista- verkum um fölsun á meðan greinin var í vinnslu. Rannsókn byggð á uppboðsgögnum Klausturhóla og Gallerís Borgar gefur til kynna að um 900 falsanir hafi verið boðnar upp á vegum Gallerís Borgar síðasta áratug. Fjárhagslegt tjón er án efa gífurlegt. Tilfinningalegt tjón er ótalið enda hefur ekki aðeins verið vegið að heiðri látinna listamanna heldur brotið gegn lögum um höf- undarrétt og almennum hagsmun- um myndlistar í landinu. Upp- boðsmarkaður með Ustaverk eftir íslensku meistarana hrundi nánast og er aðeins nýlega farinn að sýna merki um að vera að rétta úr kútn- um. Málverkafalsanir komust fyrst í hámæli með grein eftir Þóru Krist- ínu Asgeirsdóttur og Kristján Þor- valdsson í Pressunni hinn 6. desem- ber árið 1990. Kveikjan að greininni virðist vera fullyrðing Úlfars Þor- móðssonar, þáverandi fram- kvæmdastjóra, um að tvær myndir eftir Sigurð Guðmundsson málara hafi verið röntgen- og aldursgreind- ar hjá danska uppboðsfyrirtækinu Bruun Rasmussen fyrir uppboð á vegum Gallerís Borgar. Blaðamaður fer á stúfana og kemst að því að myndirnar hafi í rauninni aðeins verið skoðaðar með venjubundnum hætti fyrir uppboðið. Úlfar svarar því til að um misskilning hafi verið að ræða. í greininni er leitað álits sérfræð- inga og vakin athygli á því að tvennt gefi til kynna að myndimar geti ver- ið falsaðar. Annars vegar rýr gæði og gæti skýringin falist í því að Sig- urður hafi málað myndimar á skóla- árum sínum. Hins vegar gefi saman- burður við eldri verk til kynna ákveðið misræmi í undirskrift. Viðr- aður er granur um að fleiri falsanir kunni að hafa verið boðnar upp á uppboðum Gallerís Borgar, m.a. myndir merktar Ásgrími Jónssyni og Jóhannesi Sveinssyni Kjarval. Dæmdir blaðamenn Skemmst er frá því að segja að Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms og dæmdi blaðamenn- ina tvo til greiðslu alls 803.000 kr. vegna greinarinnar hinn 16. febrúar árið 1995. Hæstiréttur viðurkennir að ummæli Úlfars hafi verið Press- unni visst tilefni til umfjöllunar um starfshætti fyrirtækisins og tekur fram að tjáningarfrelsi sé grandvall- arregla í lýðfrjálsu þjóðfélagi. Fyrir- tæki í þjónustu við almenning verði að geta tekið gagnrýni í ríkari mæli en aðrir. „Fjölmiðlar hafa mikil- vægu hlutverki að gegna i nútíma þjóðfélagi og verður að játa blaða- mönnum frelsi til tjáningar. Það verður hins vegar að gera þær kröf- ur til blaðamanna, að þeir byggi um- fjöllun sína á vandaðri könnun á staðreyndum." Hæstiréttur tekur fram að full- yrðing í tilvísun í greinina á forsíðu „Úlfar í Gallerí Borg laug til um rannsóknir á málverkum" eigi ekki við rök að styðjast eins og greinilega komi fram í viðtalinu við Ulfar inni í blaðinu. Af tilvísuninni og fyrirsögn yfir sjálfri greininni megi skilja að Gallerí Borg hafi gefið rangar upp- lýsingar um rannsóknir í fleiri tilvik- um. Um alltof víðtæka fullyrðingu sé að ræða. Hæstiréttur lítur á til- vísun fyrirsagnar og texta í heild og telur gefið í skyn að stunduð séu Málverk kæra sig ekki sj álf Tveir blaðamenn vöktu athygli á grun um að höndlað væri með vafasöm listaverk á vegum Gallerís Borgar í Pressunni fyrir tæp- um áratug. Framkvæmdastiórinn höfðaði meiðyrðamál og voru dæmdar skaðabætur vegna ummæla í greininni fyrir fímm árum. Anna G. Ólafsdóttir leiðir að því líkur að með því að kanna betur sannleiksgildi greinarinnar hefði verið hægt að koma í veg fyrir stærsta málverkafölsunarmál á Norðurlöndunum fyrr og síðar. Halldór Björn Runólfsson Tryggvi Friðriksson Sverrir Kristinsson Ólafur Ingi Jónsson vafasöm viðskipti í Gallerí Borg. Umræðumar héldu áfram og fóra ekki framhjá Ólafi Inga Jónssyni, forverði hjá Morkinskinnu. Ólafur segist hafa rekist á fyrsta falsaða málverkið sumarið 1995. Mál- verkið var eignað Kristínu Jónsdóttur og hafði nafn- skriftin verið dregin upp ofar- lega á yfirmáluðum neðri hlutanum. Ekki þurfti annað en að hreinsa yfirmálninguna af litlum bletti til að leifar af uppranalegri nafnskrift í rauðum lit kæmi í ljós í horn- inu. Nafnskriftin var óljós enda hafði greinilega verið reynt að skafa bókstafina í burtu. Eigandinn fékk mál- verkið endurgreitt hjá Gallerí Borg. I kjölfar fyrstu fölsunarinn- ar komu fleiri falsanir inn til viðgerðar. Fljótlega kom að því að Ólafur gat ekki setið við orðin tóm og ákvað að ein- beita sér að því að stuðla að því að upplýsa um upprana falsananna. Fyrsta kæran vegna þriggja málverka var borin fram í lok mars árið 1997. „Með kæranni fylgdi ósk um að uppboðshaldararn- ir yrðu krafðir um eigenda- sögu verkanna, þ.e. nafn selj- anda og annarra eigenda aftur í tímann. Lögreglan fer með kröfunni ekki aðeins fram á eðlileg sönnunargögn heldur sýnir fram á ábyrgð uppboðshaldarans í tengsl- um við vinnureglur. Eigendur Gall- erís Borgar höfðu áður borið við trúnaði við seljendur og komust upp með að veita ekki skýr svör um eig- endasöguna," segir Olafur. „Sú stað- reynd hefði ekki aðeins átt að segja sína sögu um upprana verkanna þriggja heldur alla starfsemina.“ Fyrsta rannsóknin virðist hafa gefið ákveðna vísbendingu um fram- haldið því að kæram vegna falsaðra málverka tók að rigna inn til ríkis- lögreglustjóraembættisins. Nú era kæramar að sögn Jóns H. Snorra- sonar, saksóknara og yfírmanns efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóraembættisins, orðnar 130 til 150 talsins hér á landi og í Dan- mörku. Tveir til þrír lögreglumenn starfa að jafnaði við rannsóknina innan efnahagsbrotadeildar ríkis- lögreglustjóraembættisins. Fyrir utan lögregluna vinna ýmsir sér- fræðingar að því að rannsaka og kanna sýnishorn. í kæranum kemur fram að flest séu listaverkin keypt í gegnum Gall- erí Borg allan síðasta áratug. Eftir að hafa unnið við reksturinn með Úlfari Þormóðssyni tók Pétur Þór Gunnarsson við rekstrinum árið 1993. Um 100 listaverk urðu eldi að bráð í stórbruna í Gallerí Borg í febrúar árið 1999. Granur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu fundust á staðnum efni sem styrktu þann gran. Rannsókn er ekki lokið. Héraðsdómur dæmdi Pétur Þór til hálfs árs fangelsisvistar og greiðslu tveggja milljóna kr. sakar- kostnaðar vegna þriggja falsaðra málverka aðeins nokkram vikum eftir branann. Hæstiréttur staðfesti fangelsisdóminn og þyngdi fjársekt- ina um 500.000 kr. þann 4. nóvem- ber sama ár. Ekki er Ijóst hvenær næsta ákæra í málverkafölsunar- málinu verður lögð fram. Ólafur hefur gert viðamikla úttekt á umfangi hugsanlegra falsana. Rannsóknin fólst í því að safna sam- an upplýsingum úr uppboðsskrám frá Klausturhólum og Gallerí Borg frá upphafi. Ekki var aðeins um upphaflegar upp- lýsingar í skránum að ræða. Með því að leita til safnara á borð við Braga Guðlaugsson, sem skráði af nákvæmni öll uppboðsverk beggja upp- boðshúsanna, tókst Ólafi að nálgast upplýsingar um t.d. hvaða verkum hefði verið bætt við skrána eftir prent- un. Upplýsingamar vora flokkaðar niður og bætt við upplýsingum um hvort að um fölsun gæti verið að ræða eða ekki. 900 listaverk og 135-180 milljóna tjón „í framhaldi af því studd- ist ég við upplýsingarnar til að setja upp graf eða reynd- ar gröf um hvað hafði verið að gerast í viðskiptum með verk ákveðins hóps íslenskra listamanna á tímabilinu. Með hliðsjón af niðurstöðunum áætla ég að um 900 falsanir hafi verið boðnar upp í gegn- um uppboð Gallerí Borgar á tímabilinu. Varnagli minn er fjöldi listaverka seldur á uppboðum á Akureyri og í allri Danmörku. í Danmörku er enn ekki hægt að útiloka að fölsuð verk séu á markað- inum. Ef gert er ráð fyrir að meðaltalsverð hverrar myndar sé um 150.000 til 200.000 kr. nemur heildartjónið samtals á bilinu 135 til 180 milljónum króna. Sú upphæð gæti jafngilt framlögum Listasafns Islands til listaverkakaupa í 12 til 15 ár. Ótalin era fölsuð verk seld beinni sölu á vegum gallerísins.“ Umtalað framboð „Ég hélt í upphafi að fjöldi ætl- aðra falsana samkvæmt rannsókn- um Ólafs Inga væri orðum aukinn," segir Halldór Björn Runólfsson list- fræðingur. „Eftir að hafa sannreynt að allar myndir eftir Svavar Guðna- son á litprentaðri boðsskrá frá virtu dönsku listhúsi væra falsaðar fór ég að trúa því að umfangið gæti verið jafn mikið og rannsóknirnar gefa til kynna. Uppboðshaldararnir virðast hafa verið hikandi í byrjun. Eftir að ljóst varð hversu blekkingin var auðveld hefur starfseminni vaxið fiskur um hrygg. Annars virðist mismunandi hvað lagt er í falsanirn- ar og meira lagt í falsanir eftir yngri listamennina eins og Svavar Guðna- son og Gunnlaug Scheving. Nafn hinna eldri virðist fremur hafa verið misnotað með því að merkja myndir minna þekktra listamanna." Sverrir Kristinsson fasteignasali hefur gefið út allmargar bækur um íslenska myndlist, sótt uppboð og fylgst með viðskiptum með listaverk eftir íslenska málara um 35 ára skeið. Hann segist aðeins hafa séð nokkrar falsananna og geti ekki metið hvort staðhæfing Ólafs um að 900 listaverk séu fölsuð sé rétt. „Ég veit bara að Ólafur Ingi gerir sitt allra besta til þess að leiða sannleik- ann í ljós. Hann þykir fær sérfræð- ingur á sínu sviði. Kaupendur föls- uðu listaverkanna eiga heimtingu á því að fá að vita hvemig í pottinn er búið.“ Tryggvi Friðriksson rekur ásamt eiginkonu sinni Gallerí Fold og stendur fyrir uppboðum á íslenskri myndlist. Tryggvi segist eiga afar erfitt með að trúa því að 900 falsanir hafi komist á markað.„Oft liggja ekki nema nokkur hundrað listaverk eftir hvem listamann. Hátt í 900 listaverk er því óhemju fjöldi og sér- staklega á mælikvarða sérfræðinga á sviði myndlistar. Annars er erfitt að útiloka að kenningin sé röng. Umtalað var að framboðið væri ótrúlegt og gæti tæplega verið eðli- legt.“ Vanvirða við látna listamenn „Falsanir era vanvirða við látna listamenn og hafa valdið því að nöfn mikilsverðra listamanna hafa fallið út úr Iistasögunni," segir Halldór. „Franski málarinn Monticelli er ágætt dæmi um áhrif falsana á 19. öld. Hann var ekki aðeins virtur málari heldur hafði talsverð áhrif á hinn þekkta málara Cézanne á sín- um tíma. Ef ekki hefði verið fyrir umfangsmiklar falsanir væri Mont- icelli vafalaust jafn þekkt nafn og Cézanne í myndlistarsögunni. Sú staðreynd að allir reyna að forðast falsanir gæti því hæglega haft nei- kvæð áhrif á afstöðu komandi kyn- slóða til ferils listamanna eins og Jóns Stefánssonar." „Burtséð frá augljósum hagsmun- um listamannanna og höfundarrétt- arhafa þarf klárlega að koma í veg fyrir að verkin haldi áfram að ganga kaupum og sölum í þjóðfélaginu," segir Ólafur Ingi. „Fyrst er hægt að nefna einfalt dæmi um augljóst tap af því að falsað málverk sé keypt dýram dómum af falsara. Annað og erfiðara dæmi gæti falist í því að kaupandi út í bæ keypti óafvitandi falsað málverk á uppboði fyrir 200.000 kr. og seldi verkið áfram fyrir 700.000 kr. nokkram árum síð- ar. Tap kaupandans er því ekki að- eins upphaflega kaupverðið eins og í fyrra dæminu heldur heildarapp- hæðin eða 900.000 kr. samtals. Þriðja dæmið gæti falist í því að þrjú böm skiptu með sér munum úr dánarbúi foreldra sinna. Eitt barn fengi bílinn, annað sumarbústaðinn og þriðja listaverk eftir þekktan ís- lenskan málara. Sá hinn sami ætlaði eftir nokkur ár að selja verkið og kæmist að því að um fölsun væri að ræða. Tjónið yrði algjört því að gall- eríið er hætt starfsemi og aðrir erf- ingjar ekki bótaskyldir gagnvart tjóni listunnandans." Fordæmisgefandi Ólafur segist frá upphafi hafa ver- ið viss í sinni sök og álitið að komast þyrfti að hinu sanna eins fljótt og auðið væri til að koma í veg fyrir frekara tjón. Hann varð fyrir von- brigðum með hvað rannsóknin gekk hægt fyrir sig í upphafi. „Ein af ástæðunum fyrir seinaganginum felst væntanlega í því hversu erfitt var að trúa því að galleríið stæði að því eitt og hjálparlaust að blekkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.