Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 39* mann, sem meðal annars reit eina merkustu bók um íslenska fugla, Die Vögel Islands. Þá kemur upp í huga mér þegar hún flyst til Þýskalands með manni sínum í lok 1939. Þá var hann kallaður heim sem ræðismaður Þýskalands, þar eð hann var ekki talinn nógu þæg- ur við sjónarmið þáverandi valdhafa í Þýskalandi. Ég vil geta tveggja mála sem hann leiddi farsællega til lykta í ræðismannsstörfum sínum, en hann var ræðismaður Þýskalands á Islandi frá 1934 til 1938.1 bókinni „Götuvísa Gyðingsins” eftir Einar Heimisson segir frá því þegar gyðingnum Natan hafði verið neitað um landvistarleyfi á íslandi og hann færður í lögreglu- fylgd til hins unga ræðismanns og honum fyrirskipað að koma honum tafarlaust til Þýskalands. Játti Giinth- er Timmermann því að hann tæki við honum, en þegar henn sá að vegabréf mannsins var með stóru J-i framan á vissi hann hvað biði júðans ef hann væri sendur til Þýskalands, svo hann reif vegabréfið og aðra pappíra og gaf manninum jafnframt ráð sem dugðu til að bjarga lífi hans. Sama gilti með ungan flugmann sem sýndi listflug með þýska svifflugleiðangrinum sem heimsótti Island sumarið 1939. Var Gunther falið að sjá um að hann sneri til heimalands síns, en þá upplýsti ræðismaðurinn hann um ástæðu heimköllunarinnar og ráðlagði honum að komast með skipi vestur um haf, sem með vissu forðaði honum frá óvissum örlögum. Þessi mannúðar- verk urðu til þess að þegar heim kom var hann kallaður í herinn og varð að sæta harðræði. Naut hann á engan hátt þeirrar stöðu sem menntun hans hefði kallað á. Þegar líða tók að lokum styrj- aldarinnar tókst Þóru að komast með dóttur þeirra í bamavagni, þá tveggja ára, um tugi kílómetra leið úr rústum Hamborgar til bændafjölskyldu og vina, og kom þannig vannærðu bam- inu til nokkurrar heilsu. Svo er for- sjóninni fyrir að þakka að þau hjón komust heil á húfi út úr hörmungum styrjaldarinnar og með meðfæddri ráðdeild og dugnaði vann Þóra sig upp í að vera aðalgjaldkeri Lands- síma íslands og Gunther varð prófessor í fuglafræði við háskólann í Hamborg. Það var svo til mikillar ánægju að Þóra flutti í sama hús og við hjónin, og áttum við margra ára góða tíma saman. Það var aðdáunarvert að sjá dugnaðinn í Þóm, hvemig hún tókst á við elli kerlingu. Göngutúrar í öllum veðmm og þátttaka í því félagslífi sem sambýlið í Efstaleiti bauð upp á. Lét hún sig aldrei vanta þar svo lengi sem heilsan leyfði. A þessari skilnaðarstundu þakka ég ævilanga vináttu við þessa elsku- legu fjölskyldu og bið Guð að blessa minningu Þóm. Karl Eiríksson. Kveðja frá Germaníu Um þessar mundir em liðin 80 ár frá stofnun íslensk-þýska vináttufé- lagsins Germaniu. Félagið var stofn- að af íslendingum sem lagt höfðu stund á nám við háskóla í Þýskalandi í byrjun 20. aldarinnar. Þóra Timmer- mann var meðal mætra manna sem tóku þátt í að endurvekja starfsemi félagsins árið 1951. Tók hún þá sæti í stjóm félagsins og sat þar til ársins 1986 er hún baðst undan endurkjöri. Árangur af starfi áhugamannafé- lags eins og Germaniu byggistá því að þar veljist í stjóm og til starfa fólk sem hefur einlægan áhuga á að vinna að markmiðum félagsins af ósérhlífni. Það var félaginu happafengur á sín- um tíma að Þóra var valin í stjóm þess. Hún lagði af mörkum fómfúst starf og leysti þau verkefni, sem henni voru falin, með afbrigðum vel, þótt á móti blési á stundum. Eftir að Þóra hvarf úr stjórn fylgdist hún af áhuga með viðgangi félagsins sem hún vildi sem mestan. Fyrir störf sín í þágu vináttutengsla Þýskalands og Islands hlaut Þóra viðurkenningu þýskra stjómvalda „Das Grosse Verdienstkreuz“ Þóra var heiðursfé- lagi Germaniu. Þóra var glaðlynd og glæsileg persóna, virðuleg í fasi og eftir henni var tekið hvar sem hún fór. Fyrir hönd Germaniu er Þóm Timmermann að leiðarlokum þökkuð af heilum hug ánægjuleg samfýlgd og samstarf og fjölskyldu hennar fluttar einlægar samúðarkveðjur. F.h. Germaniu, Kristín Mjöll Kristinsdóttir formaður. UberallenGripfeln IstRuh, InallenWipfeln Spiirestdu Kaum einen Hauch; Die Vögelein schweigen im Walde. Wartenur,balde Ruhestduauch. Tigneryfirtindum ogró. Angandivindum yfirskág andarsvohljótt. Söngfugl í birkinu blundar. Sjá, innan stundar sefurþúrótt (Þýð. Helgi Hálfd.) Við dóttursynir Þóm munum hana ekki upp á sitt besta, eins og sagt er, heldur munum við hana frá efri árum ævi sinnar. Það er eflaust ekki síðri minning en þeirra sem þekktu hana lengur, því að í ellinni kristallast þeir kostir og eiginleikar sem mótast hafa á langri ævi. Við nutum þeirra svo sannarlega, því að þeir vom fjöl- margir. Nú er hún amma Þóra dáin eftir langa baráttu við elli kerlingu. Hún ætlaði sér ekki í þá baráttu, við mun- um að hún sagðist vilja fara áður en til þess kæmi en um það fékk hún auðvitað litlu ráðið. Þess í stað tókst hún á við hana af sama æðmleysinu og við önnur stór verkefni á ævi sinni, reyndi að njóta þess sem hún gat og lét aldrei depurð ná á sér tökum. Þetta var einn hennar mesti kostur, það sem við dáðumst að og vonumst til að geta tileinkað okkur. Annar eiginleiki ömmu sem okkur fannst aðdáunarverður, var hversu vel hún undi sér ein. Víst var hún fé- lagslynd og hrókur alls fagnaðar í góðum hópi vina, en hún hafði vanist því á löngum hluta ævinnar að vera ein með sjálfri sér og hafa þannig of- an af fyrir sér. Hún kunni ekki að láta sér leiðast þótt fátt drifi á dagana og spilaði „spássétúrinn" þar stærsta hlutverkið. Þótt rigndi eldi og brenni- steini spásséraði amma, ef ekki úti á götu vegna hálku og slabbs, þá bara nokkra hringi á svölunum. Þessi eig- inleiki er nátengdur nægjuseminni sem hún bjó einnig yfir, vænti hvorki né krafðist of mikils, heldur naut þess sem lífíð bauð hverju sinni. Við vitum að henni þótti ósköp vænt um okkur, það sagði hún okkur oft og var örlát á stóm orðin, sá litli hafði svo fína drætti en sá stóri var svo fallegur. Þessu hélt hún alltaf fram, meira að segja eftir að hún missti málið, þá dugðu svipbrigðin til að tjá það sem henni bjó í brjósti. Við emm þakklátir fyrir að hafa fengið að fylgja henni ævikvöldið á enda, það var mikil og dýrmæt reynsla. Bestu þakkir á starfsfólk Efstabæjar skildar fyrir alúðlega um- önnun og góða nærvera, þar leið ömmu vel. Guð geymi ömmu Þóra. Frímann og Markús Þór. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, NJÓLA DAGSDÓTTIR, Suðurgötu 52, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 24. mars. Börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA GUÐLAUG SVEINSDÓTTIR, Stigahlíð 43, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðju- daginn 28. mars kl. 10.30. Þórir K. Valdimarsson, Sveinn J. Valdimarsson, Guðrún R. Hafberg, Magnús V. Valdimarsson, Linda Konráðsdóttir, Jónína S. Valdimarsdóttir, Þórunn Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. 0 ÚTFARARÞJÓNUSTAN Persónuleg þjónusta Höfum undirbúið og séð um útfarir á höfuðborgar- svæðinu sem og þjónustu við landsbyggðina í 10 ár og erum samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægsta verð allra á líkkistum og þjónustu við útfarir. Sími 567 9110 & 893 8638 RúnarGcirraundsson Sigurður Rúnarsson _____www.utfarir.is utfarir@itn.is úlfararetjóri_útfararstjóri o •y *vvf r\ **► i ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar. Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. \ „ ' * iJÍ Sverrir Eimrsson Sverrir C -Æ Baldur Bóbó Frederiksen útfararstjóri. Olsen dt/ft M útfararstjóri. sími 896 8242 útfararstjóri. sími 895 9199 Útfararstofa Islands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL SIGURÐSSON rakarameistari, lést sunnudaginn 19. mars. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 27. mars kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeir, sem vilja minnast hins látna, vinsamlega láti Félag flogaveikra, Laufið, njóta þess. Brynjar Pálsson, Vibekka Bang, Kolbeinn Pálsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Vigdís Pálsdóttir, Sigurbjörg Pálsdóttir, Peter Krumhardt, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁSA BJÖRNSDÓTTIR, Krummahólum 8, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánu- daginn 27. mars kl. 13.30. Guðrún Pálsdóttir, Guðbjörn Jensson, Björn M. Pálsson, Kristjana Karlsdóttir, Stella Pálsdóttir, Sigmundur Hermundsson, Alda Pálsdóttir, Ólafur Atlason, Hólmar Á. Pálsson, Gunnhildur Ágústsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. + Minn elskulegi sonur, bróðir, mágur og föður- bróðir, ÖRLYGUR ÞÓRÐARSON, Keldulandi 15, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 28. mars kl. 13.30. Guðbjörg Benediktsdóttir, Gylfi Þórðarson, Karitas M. Jónsdóttir, Gústaf Reynir Gylfason, Benedikt Gísli Gylfason, Óskírður Gylfason. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og langalang- ömmu, MARGRÉTAR P. EINARSDÓTTUR, Hrafnistu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Reykjavík, fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Birgir Eyþórsson, Þóra Sigurjónsdóttir, Þórarinn Eyþórsson, Sigríður Eiríksdóttir, Steinþór Eyþórsson, Eiríka Haraldsdóttir, ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sambýlismanns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR BERGÞÓRSSONAR, Bogahlíð 18, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki hjúkrunarþjónustu Karitas fyrir frábæra umönnun og velvild. Aðalbjörg Vigfúsdóttir, Ólafur B. Guðmundsson, Laufey S. Sigmundsdóttir, Steingrímur Sigurjón Guðmundsson, Bergþór Guðmundsson, Jiraporn Yuengklang, Stefán Guðmundsson, Hlíf Ragnarsdóttir, Halldór Guðmundsson, Guðrún Þórhallsdóttir, Kristinn Kristinsson, Dagbjört Lára Ragnarsdóttir, Sigríður Kristinsdóttir, Ólafur Thorshamar, barnabörn og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.