Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 11 almenning með jafn afdrifaríkum hætti og raun hefur orðið. Annars er eðlilegt ferli lögreglurannsóknar þar sem kannaðar eru hliðar beggja auðvitað tímafrekt. Ekki er heldur hægt að líta fram hjá því hversu þarft hefði verið að sérfræðingar hefðu beitt sér betur í þágu rann- sóknarinnar enda hafði lögreglan ekki á öðru svipuðu kærumáli að byggja við rannsóknina. Sjálfur hef ég haldið augunum opnum og ekki legið á hði mínu við að bæta inn gögnum í þágu rannsóknarinnar.“ Olafur heldur áfram og nefnir for- dæmisgildið. „Við verðum að hafa í huga að jafn viðamikið prófmál sendir ákveðin skilaboð út í þjóðfé- lagið. Ef falsaramir sleppa með litla eða enga refsingu er alveg á hreinu að aðrir eiga eftir að fylgja í kjölfar- ið. Forverðir og aðrir varðmenn Ust- arinnar myndu eiga undir högg að sækja. Uppboðshaldarar gætu óhultir haldið áfram að virða að vettugi sjálfsagða ábyrgð fyrirtækj- anna gagnvart almenningi, t.d. með því að grafast fyrir um hvaðan föls- uð verk séu upprunnin. Mínar rann- sóknir gefa ákveðið til kynna að galleríið hafi óstutt skipulagt falsan- imar. Falsarinn sjálfur er aðeins lít- ill þráður í stóram blekkingarvef," segir hann og tekur fram að ekki megi gleyma kaupendum fölsuðu verkanna. „Kaupendumir em að sjálfsögðu aðeins fórnarlömb og fá tjónið því miður aldrei að fúllu bætt, hvorki fjárhagslega né tilfinninga- lega. Við getum aðeins stuðlað að því að varpa Ijósi á sannleikann um blekkinguna í starfsemi fyrirtækis- ins.“ Markaður rís úr rústum Gífurlegt tímabundið framboð á fölsuðum málverkum eftir ákveðinn hóp íslenskra málara hafði og hefur enn áhrif á markað með listaverk eftir eldri málara. Ólafur Ingi segir að málverkin hafi verið keypt í byij- un ákveðins uppgangstíma í þjóðfé- laginu. Fjármagn hafi verið í umferð og áhugi á fjárfestingum í listaverk- um eftir meistara íslenskrar mynd- hstar. „Blekkingin gekk út á að véla ákveðinn hóp hugsanlegra kaup- enda til að kaupa svikna vöm. Af- leiðingin af ótrúlegu tímabundnu framboði á ómerkilegum myndum eftir ákveðinn hóp hstamanna var að myndimar féllu í verði. Ekki aðeins falsanimar því að verð á ekta mynd- um hækkaði ekki með eðlilegum hætti.“ Tryggvi telur að markaðurinn hafi enn ekki náð sér á strik. „Færri hstaverk eldri málaranna hafa farið í sölu, verið lengur að seljast og ekki hækkað eðlilega í verði síðustu árin. Orðum mínum til stuðnings get ég sagt frá því að nýlega seldist Kjar- valsmálverk fyrir 800.000 kr. eftir að hafa verið metið á 1,2 milljónir kr. iyrir árið 1990,“ sagði hann og tekur fram að hafa verði í huga að kjaminn á uppboðunum hafi ekki verið nema 200 til 400 manns. Ef 900 falsanir hefðu farið á markað væri ekki nema von að botninn hefði dottið í sölunni. Ekki væri heldur nema von að ýmsir í hópnum væra viðkvæmir fyrir því að hafa keypt eitt eða fleiri fölsuð listaverk eins og dæmi væri um. „Smám saman hafði verið að þróast áhugi á því að kaupa listaverk eftir íslensku meistarana í fjárfestingarskyni fyrir 1990. Ahuginn minnkaði í kjölfar aukinna viðskipta með verðbréf og aftur í tengslum við málverkafölsunarmál- ið. Nú er eins og áhuginn sé aftur að aukast. Eini munurinn er að núna em kaupendurnir varkárari, vilja sjá eigendasögu, fá listaverkin lánuð og bera undir fagmenn. Annars höf- um við haft að ákveðinni vinnureglu að leiki minnsti granur á uppmna verkanna séu þau skoðuð af sér- fræðingi." Ólafur telur að markaðurinn eigi að fullu eftir að taka við sér eftir að allur sannleikurinn um málverka- folsunarmálið hafi verið leiddur fram í dagsljósið. „Við skulum gera okkm- grein fyrir því að þrátt fyrir fjöldann eru fölsuðu verkin ekki mörg í samanburði við öll verk lista- mannanna. Aðeins fá verk íslensku meistaranna berast á markað á hverjum tíma. Smám saman koma önnur og eiga eftir að hækka í verði með eðlilegum hætti. Annars meg- um við heldur ekki gleyma því að nafnið er ekki allt. Sum verk þekktra listamanna em aðeins miðl- ungs góð og og ættu því aldrei að seljast á mjög háu verði,“ segir hann. Sverrir tók fram að ekki væri nema sjálfsagt að tryggja að ávallt fylgdi eigendasaga listaverkum. „Eg tel að kaupandi eigi rétt á því að fá eigendasögu með listaverki. Eig- endasaga er ekki aðeins trygging fyrir því að listaverkið sé ófalsað. Listi yfir eigendur er hluti af mynd- listarsögu þjóðarinnar því í henni felast upplýsingar um hveijir hafa átt og safnað listaverkum á ákveðn- um tíma. Eigendasagan getur einnig sagt ýmislegt um feril listamanns- ins, t.d. fyrsta sala verksins. Ekki væri verra ef verðið fylgdi sögunni.“ Nútímalist fái athygli Framboðið hafði að mati Ólafs áhrif með öðmm hætti. „Reksturinn í Gallerí Borg studdi afturhald og metnaðarleysi við sölu á verkum eft- ir nútímalistamenn. Ýmsir góðir listamenn af yngri kynslóðinni hafa því ekki notið verðskuldaðrar at- hygli á síðustu ámm. Listamennirn- ir selja færri verk fyrir lægra verð en efni standa til miðað við aðra og léttvægari list. Afturhaldsiiflin blómstmðu og komu í veg fyrir eðli- lega gerjun og átök viðfangsefna góðra lista,“ segir hann og tekur fram að ýmsir listamenn, sem notið hafa athygli og góðrar sölu, séu ekki endilega þeir sem ættu að fara fyrir framvarðasveit samtímalistamanna. Almenningur hafi setið eftir í aftur- haldinu og þyrsti ekki nægilega í nýjar hugmyndir og verk frjórra einstaklinga." Sverrir og Tryggvi telja hvomgir að málverkafalsanamálið hafi haft áhrif á viðskipti með nútímalist. Halldór segir farið að örla á ákveð- inni uppsveiflu í viðskiptum með nú- tímalist. „Ég vona a.m.k. að svo sé enda held ég að samtímalistamenn hafi staðið alltof lengi í skugganum af frumherjunum án þess að kastað sé rýrð á þeirra framlag. Enginn er heldur kominn til með að segja að þeir verði endilega alltaf besta fjár- festingin. Þama kemur líka alþjóð- legt gildi inn í og er í því sambandi ljóst að gildi fjárfestinga í listaverk- um eftir Erró og aðra slíka á eftir að standa fyrir sínu í framtíðinni.“ I hita leiksins „Við spyrjum okkur auðvitað að því af hverju falsanirnar vora jafn lengi á markaðinum og raun ber vitni,“ segir Halldór og tekin- fram að svarið sé ekki einfalt. „Að hluta til gæti svarið falist í því hversu sönnunarbyrðin er erfið og nánast hægt að líkja við erfiðleika í sönnun kynferðisafbrotamála. Eina leiðin virðist oft vera að standa glæpa- manninn að verki. Ýmislegt veldur því að erfitt verður að komast að hinu sanna eins og sannast best á því að þekkt dæmi era um að lista- verk líkist ekki seinni listaverkum ákveðinna listamanna. Langoftast þarf viðamiklar rannsóknir til að leiða sannleikann í ljós. Djörfung þarf til að fara út í þann feril með dómarahamarinn yfir höfðinu eins og gerðist eftir að dómur féll í Pressumálinu. Dómurinn hafði auð- vitað áhrif á framgang málsins. Ein skýringin á því af hverju ekki var hugað að því að kanna sannleiksgildi greinarinnar var að Pressan var illa þokkaður miðill og ákærandinn óneitanlega með nokkuð traust bakland úti í þjóðfélaginu. Af hverju almenningur lét blekkjast gæti að einhverju leyti stafað af því hversu opinbert stöðutákn felst í því að hafa fest kaup á listaverkum eftir frum- kvöðla í íslenskri málaralist. Annars finnst mér mun eðhlegra að kyn- slóðir festi kaup á list eftir samtíma- menn sína. Með því þróaðist heil- brigðari markaður og svipuð djörfung og er að koma upp á verð- bréfamarkaðnum. Hvað listfræðingana varðar verð- ur að hafa í huga að listfræðingar em sérmenntaðir á ákveðnum svið- um, eins og læknar, og hafa því ekki allir jafn góðar forsendur til að meta ákveðin listaverk. Því breytir hins vegar ekki að ef listfræðingurinn treystir sér ekki til að meta lista- verírið ber honum skylda til að kalla til annan sérfræðing. Falsanir eiga auðvitað ekki að fara í gegn og inn á söfn. Viðskiptin verða í hita leiksins, kaupandinn hrífst og finnur fyrir ákveðinni kaupþörf. Listfræðingar virðast ekki vera yfir þann þrýsting hafnir og gætu hafa talið upphefð í því að redda ákveðnu nafni. Annars er almennt alveg ótrúlegt að ekki skuli hafa verið gengið harðar fram í að krefjast eigendasögu í viðskipt- um með fokdýr málverk.“ Fölsun - viðkvæmt orð á uppboðum „Óneitanlega vakti óvænt fram- boð á listaverkum eftir ýmsa ís- lenska málara, t.d. eftir Þórarin B. Þorlákssson, athygli," segir Sverrir. „Aftur á móti er orðið „fölsun" auð- vitað afar viðkvæmt orð á listmuna- uppboðum og nauðsynlegt að hafa í huga að talsvert magn er til af lista- verkum eftir íslenska listamenn í Danmörku. Þekkt vora dæmi um að fjöldi listaverka eftir íslenska lista- menn úr sama danska dánarbúinu væra seld hér á landi. Ekki eru heldur allir á uppboðum með jafn góða yfirsýn yfir feril listamann- anna. Ekki er einu sinni víst að allir listfræðingar geti áttað sig á hlutun- um. Sumir listfræðingar hafa ef til vill ekki kynnt sér alla gömlu meistarana þar sem þeir hafa frem- ur menntað sig og sérhæft á öðram sviðum.“ Sverrir var spurður að þvi hvort hann hefði sjálfar orðið fyrir því að kaupa falsað listaverk. „Eftir ára- tuga reynslu af listaverkaskoðun tókst mér að sneiða framhjá fólsun- um og oft af því að mér fannst vanta ákveðin höfundareinkenni í lista- verkin. Falsanirnar era heldur ekk- ert sérstaklega vel unnar. Hvorki hvað handbragð eða tækni varðar." Heilagur smekkur ,gAf málverkafölsunarmálinu verður að draga ákveðinn lærdóm og stuðla að því að almenningur öðl- ist vissan skilning á gildi íslenskrar þjóðmenningar," segir Ólafur. „Aft- ur á móti verður að hafa í huga að smekkur manna er einkamál þeirra og þannig heilagur og ekki eðlilegt að dæma kaupendur fyrir að hafa látið gabbast enda alveg víst að þeir hafa treyst seljendunum. Ekki er heldur hægt að líta framhjá því að við höfum yfir að ráða mun ítarlegri upplýsingum miðað við í upphafi. Við höfum hvatt hugsanlega kaup- endur falsaðra verka til að hafa samband við sérfræðinga og láta at- huga hvort að granurinn sé á rökum reistur. Eftir athugun mína hafa eigendur verkanna verið jafn sann- færðir og ég um að verkin séu í besta falli vafasöm. Kærendumir gera sér grein fyrir því að tjónið fá- ist varla nokkurn tíma bætt. Eini tilgangurinn með kæranni hefur því verið að stuðla að því að hægt verði að upplýsa sakamálið." Pressumálið endurvakið? „Málverk kæra sig ekki sjálf,“ segir Ólafur og unir sér ekki hvíldar fyrr en málverkafölsunarmálið verð- ur að fullu upplýst. Ólafur telur fulla ástæðu til að Pressublaðamennimir tveir krefjist endurapptöku vegna niðurstöðu Hæstaréttar í Pressu- málinu á sínum tíma. „Myndirnar í Pressugreininni era klárlega vafa- samar eins og kemur fram í grein- inni. Mér finnst full ástæða og full- komlega tímabært að taka málið upp að nýju. Þrátt fyrir að vera að- eins smábrot af blekkingarvefnum segir Pressumálið allt. í mínum huga er ljóst að einhver eða ein- hverjir hafa blekkt, logið og svikið. Gleymum því aldrei að málið snýst um höfundamerkt listaverk þjóð- kunnra íslendinga og því treystu kaupendur." Stjórn Blaðamannafélags Islands hefur ákveðið að fela Atla Gíslasyni lögmanni að kanna hvort tilefni sé til endurapptöku Pressumálsins. Ekki náðist í Atla vegna greinarinn- ar enda er hann staddur erlendis. Lögum samkvæmt þarf umsókn um endurapptöku að uppfylla þrjú skil- yrði til að vera samþykkt. Hið fyrsta er að sterkar líkur séu leiddar að því að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós í Hæstarétti þegar málið var þar til meðferðar. Annað er að sterkar líkur séu leiddar að því að ný gögn muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Að lokum að önnur atvik mæli með því að leyfið verði veitt, þ.ám. að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi. Fram kemur í lögunum að að- eins megi gera eina tilraun til að fá dómsmál tekið upp að nýju. Þess vegna er Ijóst að rækilegrar athug- unar er þörf áður en farið er fram á endurapptöku málsins. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, annar höfundur Pressugreinarinnar, sagði að höfundarnir hefðu hugleitt að fara fram á endurapptöku. ,fyð Blaðamannafélagið hafi frumkvæðið er auðvitað ágætt. Sanngjörn máls- meðferð ætti ekki aðeins að vera hagsmunamál tveggja blaðamanna heldur allra blaða- og fréttamanna. Við höfum undrast þögn blaða- manna á sínum tíma en sjálfsagt er þar að einhverju leyti um að kenna skorti á faglegri umræðu í stéttinni. Blaðamannafélagið ætti auðvitað að leiða slíka umræðu með ákveðnum hætti.“ Kristján Þorvaldsson, hinn höf- undur greinarinnar og fyrrverandi ritstjóri Pressunnar, sagði jákvætt að hugað væri að því hvort að ástæða væri til endurapptöku Pressumálsins. „Annars hefur Blaðamannafélagið engar sérstakar skyldur gagnvart mér enda hætti ég að greiða félagsgjöld þegar Pressu- málið kom upp og enginn áhugi virt- ist vera á því að sinna þessu mikil- væga máli og fleiram sem upp komu á þessum tíma. Vonandi er um stefnubreytingu að ræða í þeim efn- um því um stórt hagsmunamál fyrir alla blaðamenn er að ræða: að hægt sé að segja sannleikann í fjölmiðlum á íslandi." Ólafur Ingi telur að þessar „Innimyndir", merktar Þðrarni B. Þorlákssyni, séu eftir annan málara. Þórarinn B. Þorláksson Ólafur Ingi segir að fljótlega hafi farið að bera á fölsunum merktum Þórarni B. Þorlákssyni. Falsararnir hafi upphaflega notast við lands- Iagsmyndir. Skil hafi orðið á fölsun- unum eftir að ófölsuð mynd eftir listamanninn „Við gluggann" hafi verið slegin metverði á uppboði Gallerís Borgar 29. nóvember árið 1990. Eftir uppboðið hafi farið að bera á svipuðum uppstillingum merktum Þórarni á uppboðum og hafi algengt nafn verið „Innimynd". Ólafur Ingi segir að myndin að neðan sýni augljósa fölsun á fanga- marki listamannsins. Ljósmyndin er tekin undir útfjólubláu Ijósi og sýnir hvernig fangamarkið hefúr verið málað ofan á hluta af yfir- máluðum neðri hluta myndarinnar. Yfirmálningin flúrljómar ekki eins og efri hlutinn og hlýtur því sam- kvæmt viðmiði forvarða að vera nýleg viðgerð. Fangamarkið liggur ofan á og er því talið enn nýlegra. Morgunblaðið/RAX „Við gluggann" eftir Þórarin B. Þorláksson var seld á metverði á uppboði árið 1990. Fangamark Þórarins B. liggur ofan á nýlegri viðgerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.