Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA ÍDAG Súdan og Grímsnesið Fólk fæðist inn í ólikar fjölskyldu- og þjóðfélagsaðstæður. Stefán Fríð- bjamarson ræðir um samstarf þings og klrkju um mótun íslenzks samfélags. MEÐ stofnun Alþingis ár- ið 930 varð ísland að sjálfstæðu, sérstöku ríki. Skipan og verkefni þingsins hafa breytzt mikið frá því það var allsherjarþing með óskorað löggjafar- og dómsvald (930 til 1262). Þingræðið hefur þó lengst af verið - og er enn - annar af tveimur hornsteinum íslenzkrar þjóðmenningar. Hinn megin- hornsteinn menningar okkar og lífsviðhorfa var lagður með lög- töku kristninnar trúar á Alþingi á Jónsmessu skír- ara árið 1000. í ljósi baklandsins, sög- unnar, þeirrar þjóðmenn- ingar, sem þingræðið og kristindómurinn hafa mótað saman, var það rétt og maklegt, að kirkj- an kæmi nokkuð við sögu þegar þinghúsið við Aust- urvöll var vígt og helgað. Hornsteinn hússins var lagður 9. júní árið 1880. í hann var settur silfur- skjöldur með áletruninni: Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa! Biskup landsins, dr. Pétur Pét- ursson, forseti Sameinaðs þings, steig fram úr hópi viðstaddra með hamar í hönd, sló steininn þremur táknrænum höggum og mælti: I nafni heilagrar þrenningar. Síðan var sungið kvæði góðskálds- ins á Bessastöðum, Gríms Thom- sen: Hvern stein ber vel að vanda, - að stöðugt megi standa. Og enn stendur Alþingishúsið við Austurvöll - sannkölluð borgarprýði - eftir stórt hundrað ára, við hlið dómkirkjunnar, sem fullbyggð var fyrir 206 árum. Orðið dómkirkja merkir höf- uðkirkja í biskupsdæmi - kirkja biskupsins. Fyrsta dómkirkja landsins var reist í Skálholti seint á 11. öld. Fyrsta dómkirkja að Hólum í Hjaltadal var reist snemma á 12. öldinni. Dómkirkj- an og Alþingishúsið við Austur- völl hafa lengi staðið hlið við hlið í hjarta höfuðborgarinnar. Og samleið kristins dóms og þing- ræðis í samfélagi okkar spannar þúsund ár. Það segir síðan meira en mörg orð að í upphafi hvers þings sitja þingmenn guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni áður en þeir hefja störf í löggjafarhúsinu, húsinu með hornsteinsáletrun- ina: Sannleikurinn mun gjöra yð- ur frjálsa. Sá mæti maður, Hilmar Fin- sen, landshöfðingi, mælti m.a. á þessa leið, er Alþingishúsið var vígt: „Vér vitum það allir, að sér- hvert mannaverk er ófullkomið og valt, ef eigi vor himneski faðir blessar og varðveitir það. Því viljum vér vígja þetta nýja al- þingishús með þeirri innilegu bæn til hins algóða guðs, að hann haldi verndarhendi sinni yfir konungi vorum og ættjörð, yfir þjóð vorri og fulltrúum hennar. Að hann blessi og varðveiti þetta hús og láti ævinlega sannleikann ríkja í sönnum skilningi þess orðs, því þá getum vér átt það víst, að framförum og hagsæld ættjarðar vorrar sé borgið um aldur og ævi.“ Sérhvert mannanna verk er ófullkomið og valt, sagði Hilmar Finsen, nema það sé unnið í anda þess Guðs sem er kærleikur. Þessi staðhæfing gildir ekki hvað sízt um samfélag mannfólksins, þjóðfélagsgerðina, þann ramma um líf landsmanna, sem þeir hanna og smíða sjálfir. Þess- vegna er það svo mikilvægt að flétta það band, sem til framtíðar liggur, úr kristnum lífsviðhorf- um og grunnþáttum lýðræðis og þingræðis. Fram hjá því má hins vegar ekki horfa að hagkerfið, Altaristafia og skírnarfontur (Bertils Thorvaldsen) í Dómkirkjunni í Reykjavík. þjóðarbúskapurinn, verður að geta skilað þeim verðmætum í bráð og lengd sem rísa þurfa kostnaðarlega undir mannsæm- andi lífskjörum og meginþáttum velferðar í landinu: menntakerfi, heilbrigðiskerfi, almannatrygg- ingum, félagslegri þjónustu o.s.fv. Velferð verður aðeins að veruleika í krafti verðmæta. Sérhver einstaklingur - líf sér- hvers manns - er efniviður, sem honum er ætlað að vinna úr sjálf- um, móta og þroska. Það verk verður „ófullkomið og valt“ - nema stuðst sé við siðferðilegan og trúarlegum áttavita. Skylt er að viðurkenna að aðstaða fólks í þessum efnum er mjög misjöfn. Fólk fæðist inn í ólíkar þjóðfé- lags- og fjölskylduaðstæður, mismunandi aðstæður til mennt- unar, þekkingar og þroska. Hjörtum mannanna svipar að vísu saman í Súdan og Grímsnes- inu, eins og Tómas borgarskáld Guðmundsson segir í kunnu kvæði. En það eru löng leið á milli möguleika Islendinga og Súdana - og fólks í öðrum þriðja heims ríkjum - til menntunar og hagsældar. Þessvegna er sam- hjálp nauðsynleg: samhjálp til menntunar, þekkingar og sjálfsbjargar. Við eigum að leggja okkar af mörkum til þeirra sem miður mega sín. Það er hluti af menn- ingararfleifð okkar, sem rætur rekur til kristinna mannúðar- sjónarmiða og viðurkenningar á mannréttindum, réttindum sér- hvers einstaklings til mannlegr- ar reisnar og mannsæmandi lífs. Á þeim vegi eiga þjóðkirkjan og þjóðkjörið þing okkar samleið. Þannig þenkjandi á íslenzk þjóð að skunda á Þingvöll 1. og 2. dag júlímánaðar á sumri komandi í tilefni þúsund ára kristnitökuaf- mælis. VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hver þekk- ir konuna? ER einhver sem þekkir konuna á þessari mynd? Þessi mynd var í eigu Olaf- ar frá Hlöðum og var tekin á ljósmyndastofu á Akur- eyri. Þeir sem gætu gefið upplýsingar eru vinsam- lega beðnir að hafa sam- band við Ólöfu P. Hraun- fjörð í síma 554-0591. Óþarfa áhætta og erfiði SÍÐASTLIÐINN mánuð hefur veðrið leikið landann grátt. Þegar svo ber undir ætti fólk að sýna þá sjálf- sögðu skynsemi að halda sig inni við. Forráðamenn skóla og stjórnendur fyrir- tækja ættu að fella niður skólahald og vinnu. Þegar óveður geisar úti skapar það erfiði og áhættu fyrir fólk að kom- ast á milli staða. Á það ekki bara við úti á landi heldur einnig í þéttbýlum. Því ekki að hafa varann á og halda sig heima við og bíða þar til veðrinu slotar og leyfa með því stjórnendum moksturstækja að vinna verk sitt fljótt og vel. Utan þéttbýlis þyrftu lögregiu- yfirvöld að bregðast skjót- ar við, taka ráðin af bíla- eigendum og ioka þeim vegum landsins í tæka tíð sem verða illfærir eða jafn- vel ófærir. Þar sem Islend- ingar eiga það til að of- metnast í einu og öllu og halda að þeir komist allt og lendi ekki í neinum vand- ræðum á sínum fínu jepp- um, bitnar það oft á getu þeirra til að meta ástand vega. En það hefur sýnt sig og sannað að þrátt fyrir fína jeppa komast þeir ekki nærri því hvert á land sem er, oft ekki út fyrir bæjar- mörkin. Neyðast þeir þá til að kyngja stolti sínu og bíða uns hjálp berst. Með því að hugsa fram í tímann, þegar stormviðvörun hefur verið gefin út af veður- stofu, og loka þeim vegum sem líklegt er að verði ófærir, spörum við umtals- verða fjármuni með því að þurfa ekki að kalla til hjálparsveitir. Tíminn sem fólk ver heima við er hægt að njóta og nýta á ýmsa vegu. Það besta við þetta fyrirkomu- lag er að við hraða nútíma- fólk náum þá betur að rækta og styrkja fjöl- skylduböndin. Brá Guðmundsddttir, Katrín Gfsladóttir, Guðrún B. Gunnarsdóttir. Tapad/fundið Svart veski hvarf SVART veski hvarf af Kaffitári við Bankastræti, miðvikudaginn 22. mars sl. I veskinu var ökuskírt- eini, debet- og visakort og græna kortið. Þessara hluta er sárt saknað. Skil- vís finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hafa sam- band við Lilju Dögg í síma 567-3663 eða 511-4540. COSPER Nei, ég vil ekki að brdðir þinn komi með. Ég þoli ckki að horfa á hann. Samkvæmt umsókninni ertu elsti sonur minn. Geturðu útskýrt það nánar? Víkverji skrifar... VINUR Víkverja gat ekki annað en skellt upp úr í vikunni þeg- ar hann var staddur í verslun Hag- kaups í Kringlunni, og svo virtist sem nærstaddir álitu manninn gal- inn vegna hlátursins. Ástæða hans var hins vegar sú að í þann mund er vinurinn gekk inn í verslunina glumdi í hátalara- kerfinu: „Starfsfólk í næríotum komi í þjónustu." xxx SAMSTARFSMAÐUR Víkverja, sem lengi hefur hrifist af Sin- fóníuhljómsveit Islands, fór á tón- leika hennar á fimmtudagskvöldið þar sem flutt var tónlist úr kvik- myndum, og skemmti sér konung- lega. Og hann gladdist mjög þegar stjórnandinn og einleikarinn Lalo Schifrin hældi hljómsveitinni í há- stert. Eftir að leikin var tónlist Schifr- ins úr Mission Impossible - (sem var frábærlega flutt af hljómsveit- inni, að sögn Bergþóru Jónsdóttur, gagnrýnanda Morgunblaðsins í gær) ávarpaði Schifrin áhorfendur með þessum orðum: „Ég verð að segja ykkur að þið eruð heppin - að búa í borg sem á svo frábæra sinfóníuhljómsveit." Greinilegt var að þetta gladdi tónleikagesti, en sannleikurinn er sá að Schifrin hef- ur lög að mæla. Sinfóníuhljómsveit íslands er frábær. Úrslitakeppni íslandsmóts kvenna í handknattleik hefur vakið mikla athygli Víkverja undanfarið. Víkverji hefur séð nokkra leiki, bæði í sjónvarpi og eins mætt sjálf- ur á vettvang, og ekki fer á milli mála að íslenskum stúlkum hefur farið gríðarlega fram í þessari íþrótt á síðustu árum. Víkverji hefur satt að segja orðið meira gaman af kvennahandboltan- um, að sumu leyti að minnsta kosti, en af leikjum karlanna. Ástæðan er sú að stúlkurnar eru margar orðn- ar mjög góðar; hafa mikla tækni, gott auga fyrir spili, eru góðar skyttur, markverðir hafa tekið stórstígum framförum og síðast en ekki síst er leikgleðin mjög mikil hjá flestum liðunum. Harkan er hins vegar ekki jafn mikil og hjá körlunum og það gerir það að verk- um að Víkverji tekur kvennaleik jafnvel framyfir leik í karladeild- inni. xxx FYRIR nokkrum árum voru nokkrir mjög góðir leikmenn í íslenskum kvennaliðum, til að mynda sú frábæra handboltakona Guðríður Guðjónsdóttir í Fram sem þá var langbest að mati Vík- verja, en munurinn á liðunum nú og þá er að góðir leikmenn eru orðnir miklu fleiri, liðsheildirnar mun jafnari og Víkverji veltir þvi fyrir sér hvort þróunin verði eins og t.d. í Noregi og Danmörku þar sem kvennaleikir í handboltanum eru miklu vinsælli en hjá körlun- um. Að minnsta kosti er ljóst að hérlendis verður að fara að sinna uppbyggingu kvennaíþrótta af sama krafti og íþróttum pilta. Fjölmiðlum er stundum kennt um að þeir standi kvennaíþróttum fyrir þrifum vegna þess hve lítið er fjallað um þær, en Víkverji hefur aldrei getað fallist á þá skoðun. Þvert á móti. Nú sýnir það sig líka; um leið og leikirnir eru orðnir skemmtilegir, spennandi og fólk farið að hafa áhuga á þeim gera fjölmiðlar þeim mjög góð skil. Vala Flosadóttir og Guðrún Arn- ardóttir eru góð dæmi um að fjöl- miðlar sinna íþróttakonum sem standa sig vel. Mjög mikið hefur verið fjallað um afrek þeirra í ís- lenskum fjölmiðlum hin síðari ár. Ástæða þess er ekki sú að þær eru konur, heldur afreksmenn. Og ekki hefur verið fjallað jafn mikið og raun ber vitni um Jón Arnar Magnússon og Örn Arnarson vegna þess að þeir eru karlar, held- ur vegna þess að þeir eru afreks- menn. Þetta er staðreynd málsins. xxx NÝKAUP í Kringlunni lofar við- skiptavinum sínum ferskleika, gæðum, vöruúrvali, þjónustu, nýj- um og undraverðum tilboðum á stórri auglýsingu í versluninni. Hvenær ætlar verslunin að standa við þessi loforð? Fyrir skömmu var dregið úr þjónustu, þ.e. verslunin lokar nú kl. 19 en ekki 20 á virkum dögum. Vík- verji telur það einnig óviðunandi þjónustu að bíða iðulega í allt að 10 mínútum við kassa með eina sam- loku í hendinni á hádegistíma, þeg- ar verslunarstjórum mætti vera ljós þörfin á því að hafa nægilega marga starfsmenn við afgreiðslu á kassa. Jafnframt telur hann óvið- unandi að uppgötva oft og iðulega að nefnd samloka sé eins til tveggja daga gömul. Það samræm- ist varla loforðum verslunar um ferskleika að hafa gamlar samlokur á boðstólum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.