Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ami Sæberg Einar Bollason, Sigriín Ingólfsdóttir, Gitta Krichbaum og Bryndís Einarsdóttir. ÆTLUMAÐBUA TIL FLEIRIHESTAMENN VIÐSKIPn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Einar Bollason er fæddur á Vesturgötu 38 í Reykjavík 6. nóvem- ber 1943. Hann lauk stúdentsprófí frá MR1963 og stundaði laga- nám í nokkur ár. Einar kenndi við Flensborg og Víðistaðaskóla í Hafnarfirði í 20 ár. Frá árinu 1989 hefur hann starfað hjá í shestum í fullu starfí. Einar lék körfuknattleik með KR og íslenska landsliðinu í mörg ár. Hann var einnig landsliðsþjálfari í körfuknattleik og var. formaður Körfuknattleikssambands Islands um árabil. Sigrún Ingólfsdóttir er fædd í Reykjavík 22. júlí árið 1947. Hún lauk Verslunarskólaprófí árið 1966 og prófi frá íþróttakenn- arskólanum á Laugarvatni árið 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá Flensborg árið 1982. Sigrún starfaði ýmist við kennslu eða í Verslunarbankanum til 1989 er hún hóf fuilt starf hjá íshestum. Sigrún lék handknattleik með Breiðabliki og síðar með liði Vals sem vann oft Islandsmeistaratitilinn. Hún lék einnig með landsliðinu og varð m.a. Norðurlandameistari árið 1964. Sigrún og Einar eiga þijár dætur saman og Einar á son og dóttur frá fyrra hjónabandi. Einar Bollason íglæsilegu hesthúsi Hestamiðstöðvar Ishesta í Hafharfirði. HESTAMIÐSTÖÐIN í Hafnarfirði var opnuð formlega á dögunum en þar reka íshestar ehf. afþreyingamiðstöð við Sörlaskeið í jaðri Gráhelluhrauns. Þótt íshestar hafi frá upphafi sinnt lengri og skemmri hestaferðum fyrir útlend- inga og Islendinga verður margt annað í boði í þessari afþreyingar- miðstöð. Einar Bollason og Sigrún Ing- ólfsdóttir eru meðal stofnenda Is- hesta og nú starfa þau bæði við fyr- irtækið ásamt dóttur þeirra Bryndísi og fleirum og eru meðal eigenda fyrirtækisins. Það var í nóvember árið 1982 sem þau ásamt Guðmundi Birki Þorkelssyni, Bryndísi Guðlaugs- dóttur, Arna Björgvinssyni og Jenný Sigmundsdóttur ákváðu að stofna fyrirtæki sem sérhæfði sig í hestaferðum með aðsetur í Miðdal í Laugardal. Lögð var áhersla á styttri ferðir um nágrennið og lengri ferðir yfir Kjöl. Arni og Jenný drógu sig út úr fyrirtækinu eftir fyrsta sumarið en Guðmundur Birkir og Bryndís þegar þau flutt- ust til Húsavíkur árið 1992. Þá keyptu Einar og Sigrún þeirra hlut og breyttu rekstrinum í hlutafélag. Þá var allur rekstur lengri ferða settur í hendur verktaka. Fyrir- tækið annaðist hins vegar styttri ferðir frá Kópavogi og Hafnarfirði. Síðla árs 1998 komu Kynnisferðir inn í fyrirtækið með viðbótarhluta- fé og var það upphafið að byggingu afþreyingamiðstöðvarinnar í Hafn- arfirði. Nú eru hluthafar Ishesta Sigrún, Einar og fjölskylda, Kynn- isferðir, Nýsköpunarsjóður at- vinnulífsins, Aflvaki hf., Ferða- skrifstofa Islands, Asgeir Thoroddsen og Mjólkurfélag Reykjavíkur sem rekur útibú frá hestavöruverslun sinni í húsnæði Hestamiðstöðvarinnar. Hesthús og veitingahús í sömu byggingu Bygging Hestamiðstöðvarinnar hefur tekið skamman tíma og var fyrsta skóflustungan tekin 22. júlí sl. Um miðjan desember voru hest- arnir komnir á hús og mannfólkið flutti inn um miðjan janúar. Bygg- ingin er 888 fermetrar að stærð. Þar eru búningsherbergi, veitinga- staður fyrir 80-110 manns í sæti, verslun og skrifstofur.. Þessu teng- ist með sal eða lítilli reiðhöll hest- hús fyrir 54 hesta í 27 stíum sem hver er 6 fermetrar að stærð, hlaða, saggeymsla og áhaldageymsla . Einnig er aðstaða fyrir starfsfólk, þ.e. kaffistofa, búingsherbergi, sturta og fleira. Fullkláruð er er gert ráð fyrir að miðstöðin kosti 110 milljónir króna, en enn á eftir að ljúka við sólskála, heita potta og baðhús auk frágangs á lóð. Einar Bollason segir að með þessari nýju afþreyingamiðstöð muni áherslur fyrirtækisins breyt- ast að mörgu leyti. Ljóst sé að vin- sældir styttri hestaferða séu alltaf að aukast og bygging miðstöðvar- innar hafi að miklu leyti verið svar við kröfum markaðarins. Breyttar áherslur „Eiginlega eru tvær ástæður fyr- ir því að við erum að breyta áhersl- unum," segir Einar. „í fyrsta lagi má nefna umhverfissjónarmið því við verðum að fara að huga að því að hálendi íslands tekur ekki enda- laust við. I áætlunum okkar gerum við ráð fyrir 10% aukningu í lengri hestaferðunum næstu fjögur árin. Eftir það ætlum við að staldra við og gerum ekki ráð fyrir meiri aukn- ingu. Við teljum ekki rétt að auka meira álagið á hálendið og teljum að núverandi leiðakerfi okkar bjóði ekki upp á það. Hins vegar munum við auka frekar framboð á ferðum í byggð og um sveitir landsins. Ég er harður talsmaður þess að við förum varlega með náttúruna. En þar með er ég ekki að segja að fyrirtækið geti ekki fært út kvíarnar því það eru til mörg landssvæði sem ekki eru enn nýtt til hestaferða og gam- an væri að ferðast um. Til að mynda Austfirðir, Vestfirðir og hlutar Þingeyjar- og Húnavatnssýslna." Þótt ferðir sem merktar eru sem langt strik yfir þvert landið á landakortinu séu alltaf mjög vin- sælar að mati Einars segist hann hafa það á tilfinningunni að það sé eitthvað að breytast. I fyrra slógu til dæmis ferðirnar í Landmanna- laugar í gegn en nú ætla Egils- staða- og Mývatnsferðirnar að slá í gegn. Hann segir erfitt að segja um hvað stjórni þessu, en líklega hafi mikið að segja hvað ánægðir við- skiptavinir láta berast um ferðirn- ar. Það sé líka besta auglýsingin. íslenskir hestar, fossar, hverir og hraun „Að öðru leyti er ástæða þess að við viljum auka veg styttri ferð- anna, meðal annars með tilkomu þessarar miðstöðvar, hreinlega við- skiptalegs eðlis,“segir hann. „Hlut- fall harðra hestamanna er ekki stórt í hópi hins almenna ferða- manns sem kemur til landsins. Því höfum við sett okkur einfalt markmið. Við viljum skapa þannig ímynd íslenska hestsins að hann verði á sama stalli og fossar, hverir og hraun. Því geti enginn erlendur ferðamaður hugsað sér að fara frá íslandi án þess að hafa komist í kynni við íslenska hesta. Við stefn- um að því að íslenski hesturinn hafi sama sess hér á landi og fíllinn í Indlandi! Þá geta bændur og búalið um allt land tekið gleði sína á ný,“ segir Einar hlæjandi og bætir við að þetta séu alls engir draumórar. „Auðvitað voru Ishestar stofnað- ir í kringum hestaferðir á fjöllum og tilgangurinn var að gefa ferða- fólki, innlendu sem erlendu, kost á að kynnast unaðssemdum fjalla- ferða. Þessar ferðir voru og eru okkar stolt og Ishestar munu bjóða upp á þær svo lengi sem ég starfa hjá fyrirtækinu. Á sama tíma erum við einnig stolt af því að byggja upp þessa afþrey- ingamiðstöð þar sem mikil áhersla verður að sjálfsögðu lögð á hesta- mennsku. Enda hefur áhugi á sutt- um hestaferðum aukist gífurlega á síðustu árum. Árið 1997 komu 3.480 manns í stuttar ferðir. Árið 1998 voru þeir orðnii' 5.977 og 9.762 á síðasta ári. Ekki er því óeðlilegt að búast við um 15.000 manns í stuttar ferðir á þessu ári þar sem aðstaðan hefur batnað gífurlega mikið. Til samanburðar fara um 800- 1000 manns í löngu ferðirnar á ári hverju, alltaf fleiri á landsmótsári og er aukningin mun hægari í löngu ferðunum. Við erum mjög bjartsýn á fram- tíð styttri ferðanna og í framtíðar- áætlun íshesta er gert ráð fyrir að árið 2004 fari talan í 30.000 gesti. Jákvætt viðhorf bæjaryfir- valda réð úrslitum En þetta verður afþreyingamið- stöð og útivistarparadís þar sem fólk getur stundað auk hesta- mennsku, göngu og hjólreiðar. Hér ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í fjölbreyttri náttúru og mikilli náttúrufegurð. Hér verður þróað göngustíganet og það tengt göng- ustígum Skógrætkarfélags Hafnar- fjarðar. Því má heldur ekki gleyma að við erum utan í Reykjanesfólk- vanginum og við stefnum að því að tengjast því göngustíga- og reið- vegakerfi sem þar er fyrir og er verið að leggja. Möguleikarnir eru miklir bæði hvað varðar umhverfið, því hér eig- um við stóra lóð með ýmsa stækk- unarmöguleika, og einnig afþrey- ingu. Við stefnum til dæmis að því innan ekki of langs tíma að endur- vekja gömlu Selvogsgötuna, um brennisteinsnámurnar og niður í Selvoginn.“ Frá því hugmyndin um Hesta- miðstöðina kviknaði veltu menn fyrir sér staðsetningu hennar. Ein- ar segir að fyrst hafi íshestar feng- ið úthlutað lóð í Kópavogi en horfið var frá þeirri staðsetningu. „Á sama tíma voru Hafnfírðingar að byrja að skipuleggja þetta svæði,“ segir hann. „ið settum okk- ur í samband við bæjaryfirvöld og okkur var tekið feykilega vel. Óhætt er að segja að þetta jákvæða viðhorf bæjaryfirvalda og forsvars- manna Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði hafi ráðið úrslitum um staðarvalið. Ekki spillti fyrir að reiðleiðanetið hér er ótrúiega gott. Skilningur bæjaryfirvalda og sam- starf þeirra við Sörla hefur verið til fyrirmyndar. Það sama má segja um samstarfið við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, en svæðið hér er hluti af svæði Skógræktarfélagsins. Ég vona að hestamenn og skó- græktarfólk víðar á landinu geti tekið það til fyrirmyndar. Það lítur ekki út fyrir að hagsmunir þessara félaga fari saman við fyrstu sýn, en hér gengur samstarfið svo sannar- lega vel.“ Reiðhöll Hestamannafélagsins Sörla er í næsta nágrenni Hesta- miðstöðvarinnar. Fyrirhugað er að bjóða upp á hestasýningar sem fram fara í Reiðhöllinni og segir Einar að áhugi á slíkum sýningum sé alltaf að aukast hjá erlendum ferðamönnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.