Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 26. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Risaslagur Panathinaikos og Olympiakos í grísku knattspyrnunni í dag í Aþenu
ÞAÐ eru forsetakosningar í
Grikklandi í vor með tilheyr-
andi eftirvæntingu og umfjöll-
un fjölmiðla þar sem for-
setaefnin fjögur slást um
athygli þeirra og almennings.
En síðustu daga hafa fréttir af
kosningunum þó mátt láta í
minni pokann fyrir öðrum við-
burði í grísku þjóðlífi sem í
augum margra skiptir meira
máli en hver stjórnar landinu
næstu árin. Knattspyrnu-
stórveldin Olympiakos og
Panathinaikos eigast við í dag
og þó þetta sé aðeins 25. um-
ferðin af 34 í grísku deilda-
keppninni er þetta leikurinn
sem getur ráðið úrslitum um
meistaratitilinn í ár. Helgi Sig-
urðsson leikur með
Panathinaikos og er næst-
markahæsti leikmaður liðsins
á tímabilinu og Morgunblaðið
ræddi við hann um þennan
mikilvæga leik.
Helgi er 25 ára sóknarmaður og
er að leika sitt fyrsta tímabil
með Panathinaikos.
Eftjr Félagið keypti hann
Viði í ágúst frá Stabæk í
Sigurðsson Noregi fyrir 127
milljónir króna og
Helgi skrifaði undir þriggja ára
samning. Hann á að baki 30 A-
landsleiki fyrir ísland, auk 43 leikja
með yngri landsliðunum. Hjá Sta-
bæk lék Helgi rúm tvö ár og skor-
aði þar 26 mörk í 52 leikjum í úr-
valsdeildinni, auk þess sem hann
tryggði Stabæk sigur í norska bik-
arnum með tveimur mörkum gegn
Rosenborg haustið 1998.
Olympiakos meistari
þrjú síðustu árin _______________
Panathinaikos,
sem er frá höfuð-
borginni Aþenu,
hefur alla tíð verið
í fremstu röð í
Grikklandi og
unnið gríska
meistaratitilinn í
21 skipti, auk þess
sem félagið hefur
15 sinnum orðið
bikarmeistari. En
Olympiakos, sem
hefur bækistöðvar
í Pireus, hafnar-
borg Aþenu, er þó
enn sigursælla og státar af 28
meistaratitlum og 20 bikarsigrum.
Og það sem meira er, Olympiakos
hefur haldið meistarabikarnum í
sínum herbúðum undanfarin þrjú
ár, auk þess sem félagið varð einnig
bikarmeistari á síðasta tímabili.
Pað er staða sem fylgismenn Pana-
thinaikos eiga erfitt með að þola og
þeir þrá ekkert meira en sigur á
erkifjendunum á sunnudaginn.
Þrjú stig skilja liðin að - 01-
ympiakos er með 66 stig og Pana-
thinaikos 63. Næsta lið, OFI frá
Krít, er með 49 stig og þar á eftir
kemur AEK með 40 stig. Yfirburðir
stórveldanna tveggja eru algjörir.
Mikil öryggisgæsla og
ólýsanleg stemmning
Helgi á von á ólýsanlegri
stemmningu á Spiros Louis, 01-
ympíuleikvanginum í Aþenu, sem
er sameiginlegur heimavöllur fé-
laganna beggja. „Þetta er heima-
leikur Olympiakos og því fá þeir
fleiri miða en okkar menn. Völlur-
inn tekur 75 þúsund manns en
vegna gífurlegra öryggisráðstafana
verða áhorfendur sennilega ekki
nema 65 þúsund. Það liggur síðan
við að það verði jafnmargir lög-
reglumenn og áhorfendur, enda
veitir varla af þar sem búist er við
miklum látum. Sérstaklega ef okk-
ur tekst að sigra.“
Helgi hefur skorað 7 mörk í
deildakeppninni í vetur. Marka-
hæstur er gríski landsliðsmaðurinn
Nikolaos Liberopoulos með 9 mörk
en síðan koma Helgi og miðjumað-
urinn Yeorgios Karagounis með 7
mörk hvor. Helgi hefur þó mátt
sætta sig við að vera ýmist í byrj-
unarliðinu eða á varamannabekkn-
um í vetur og oft mátt víkja fyrir
Helgi Sigurðsson sést hér kominn út að hliðarlínu til að fá sér vatnssopa í einum leik með Panathinaikos.
Helgi stefnir á
meistaradeildina
Helgi Sigurðsson er hér i baráttu við Eric Akoto hjá austurríska liðinu Graz í UEFA keppninni.
hinum 35 ára gamla Pólverja,
Krzysztof Warzycha, sem er mesti
knattspyrnudýrlingur Panathinai-
kos á síðari árum og nánast í guða-
tölu hjá áhangendum félagsins
enda margoft orðið markakóngur
grísku deildakeppninnar.
Warzycha er ótrúlega seigur
„Við spilum yfirleitt aðeins með
einn mann fremstan, sem þá er
annaðhvort ég eða Warzycha, og
síðan er Liberopoulos í frjálsri
stöðu fyrir aftan. Warzycha er
kóngurinn hérna og gerði í vetur
nýjan 5 ára samning við félagið,
þrátt fyrir aldurinn. Það er þó að-
eins reiknað með því að hann spili
einn vetur enn og fari síðan í
stjórnunarstarf hjá félaginu. Hann
er ótrúlega seigur en menn segja
að hann sé þó ekki lengur í líkingu
við það sem hann var, enda hefur
hann aðeins gert 5 mörk í vetur.
Hann er samt gífurlega duglegur,
hleypur eins og 18-19 ára strákur
og leggur hart að sér á æfingum.
Það er að sjálfsögðu oft óþægilegt
að vera í þessari stöðu, vera ýmist
inni eða úti, en Warzycha hefur
verið framherji númer eitt í 10 ár
og honum er ekki hent út í kuldann.
En þetta er allt í lagi, ég reiknaði
aldrei með því að spila alla leiki á
fyrsta ári og er mjög rólegur yfir
þessu. Ég býst við því að þjálfarinn
velji Warzycha frekar en mig í
byrjunarliðið á sunnudaginn, það
er mín tilfinning að hann treysti á
reynslu hans í svona leik og setji
mig frekar inn á þegar líður á leik-
Helgi segir að leikurinn hafi úr-
slitaþýðingu fyrir Panathinaikos og
megi alls ekki tapast.
„Ef Olympiakos vinnur er liðið
komið með sex stiga forskot. Mun-
urinn á bestu liðunum og hinum er
það mikill að ég sé þá alls ekki tapa
fyrir öðrum en okkur það sem eftir
er tímabilsins, þannig að það verð-
ur nánast útilokað að ná þeim ef við
töpum leiknum. Jafntefli yrði í lagi,
en þá yrðum við samt að treysta á
tvö jafntefli hjá þeim. En ég er
mjög bjartsýnn, ég tel að við séum
með mun betra lið og við höfum
spilað betri knattspyrnu en þeir í
vetur. Við unnum þá meðal annars
mjög sannfærandi í fyrri leiknum,
2:0, og hefðum getað skorað fimm
til sex mörk. En það er mikil seigla
í liði Olympiakos, það hefur hvað
eftir annað tryggt sér sigra á loka-
mínútum leikjanna. Þá er ekki ein-
leikið hvað dómararnir hér bera
mikla virðingu fyrir Olympiakos
því liðið hefur fengið fimm til sex
vítaspyrnur hreinlega gefins. Það
er eins og grískir dómarar séu
hræddir um að missa stöðu sína ef
þeir dæma gegn meisturnum."
Miklu betra í Grikklandi
en ég þorði að vona
Að sögn Helga er allur almenn-
ingur á bandi Panathinaikos í þess-
um mikilvæga leik.
„Olympiakos hefur unnið titilinn
þrjú ár í röð og fólk telur að tími sé
kominn til að krýna nýja meistara.
Staða liðsins er líka ekki ósvipuð og
hjá KR heima á íslandi. Annað
hvort elskar þú Olympiakos eða
hatar, það er enginn millivegur.“
Helgi er að ljúka fyrsta ári sínu
af þremur hjá gríska félaginu og á
ekki von á öðru en að hann leiki þar
næstu árin.
„Mér líður mjög vel hér í Grikk-
landi og það er frábært að vera í
herbúðum Panathinaikos - miklu
betra en ég þorði að vona þegar ég
kom hingað. Ég sé ekki annað en
að ég verði hér um kyrrt, það er
allavega ekkert annað uppi á ten-
ingnum. Næsta tímabil getur orðið
geysilega spennandi. Við förum
beint í meistaradeild Evrópu ef við
verðum meistarar, en ef við endum
í öðru sæti förum við í eina úrslita-
umferð þar sem spilað er um sæti í
meistaradeildinni. Það yrði stór-
kostlegt að komast þangað,“ sagði
Helgi Sigurðsson.