Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Nýiungar
í heigihaldi
BISKUP og safnaðaruppbygging-
arnefnd efna til málþings um nýj-
ungar í helgihaldi kirkjunnar. Fjöl-
breytnin verður sífellt meiri í
helgihaldinu því kirkjan vill koma
til móts við þarfir og óskir sóknar-
fólks. Þingið verður haldið í Digra-
neskirkju mánudaginn 27. mars
2000, kl. 17-22. Það er ætlað prest-
um, kantorum og öllum áhuga-
mönnum um helgihald. Kynntar
verða nýjungar og tilraunir: Mis-
munandi tónlist er notuð við guðs-
þjónustur; æ fleiri kirkjulegar at-
hafnir fara fram utan
kirkjuhúsanna; hópar fólks með
sameiginlega reynslu eða þunga-
miðju efna til sértæks helgihalds;
kyrrðarstundum fjölgar. Hvað þýð-
ir þetta og hvernig ber að túlka
þessi atriði? Dagskrá og efnisflokk-
ar eru eftirfarandi:
Dagskrá: 17-19. Kynningar
1. Tónlistar-messur/guðsþjónust-
ur Inngangur: Kristján Valur Ing-
ólfsson Jazzmessur - Sveifla: Gunn-
ar Gunnarsson Þjóðlagamessur:
Þórhallur Heimisson. Kantötu-
messur: Hörður Askelsson
2. Kirkjulausar messur/guðs-
þjónustur Inngangur: Sigurður
Arni Þórðarson Þátttöku- eða bása-
messa: Oddur Albertsson. Pfla-
grímagöngur: Hjalti Hugason.
Fjallræðuferðir: Axel Árnason
Skíðaguðsþjónustur: Pálmi Matt-
híasson Kolaportsguðsþjónustur:
Jóna Hrönn Bolladóttir.
3. Lík mér - messur/guðsþjónust-
ur Inngangur: Kristín Þórunn Tó-
masdóttir Kvennamessur: Auður
Eir Vilhjálmsdóttir. Æðruleysis-
messur: Anna Pálsdóttir. Tómasar-
messur: Irma Sjöfn Óskarsdóttir.
4. Kyrra, íhugun, bæn Inn-
gangur: Gísli Jónasson
Taize-samverur: Tómas Sveins-
son Kyrrðarstundir með og án alt-
arisgöngu: Jón Dalbú Hróbjartsson
íhugunarstundir: Solveig Lára
Guðmundsdóttir. Kvöldsöngur -
tíðagerð: Kristján Valur Ingólfsson
20-21:30 Umræður: Arnfríður
Guðmundsdóttir, Flóki Kristinsson,
Gísli Jónasson, Irma Sjöfn Óskar-
sdóttir, Kristín Þórunn Tómasdótt-
ir, Margrét Bóasdóttir, Oddur Al-
bertsson, Tómas Sveinsson. 21:30
Helgihald
(Tilkynning frá Biskupsstofu.)
Tómasar-
messa í Breið-
holtskirkju
ÁHUGAHÓPUR um'svokallaðar
Tómasarmessur efnir til þriðju
messunnar á þessu ári í Breiðholt-
skirkju í Mjódd í kvöld, sunnudag,
kl. 20.
Tómasarmessan hefur vakið at-
hygli víða um lönd á undanförnum
árum og eru slíkar messur yfirleitt
fjölsóttar. Framkvæmdaraðilar að
þessu messuhaldi eru Kristilega
skólahreyfingin, Félag guðfræði-
nema, Breiðholtskirkja og hópur
presta og djákna. Heiti messunnar
er dregið af postulanum Tómasi,
sem ekki vildi trúa upprisu Drottins
nema hann fengi sjálfur að sjá hann
upprisinn og þreifa á sárum hans.
Markmið Tómasarmessunnar er
öðru fremur að leitast við að gera
nútímamanninum auðveldara að
skynja návist Drottins, einkum í
máltíðinni sem hann stofnaði og í
bænaþjónustu og sálgæslu, en mikil
áhersla er lögð á fyrirbænaþjón-
ustu. Messan einkennist af fjöl-
breytilegum söng og tónlist og
sömuleiðis af virkri þátttöku leik-
manna.
Bústaðakirkja. TTT æskulýðs-
starf fyrir 10-12 ára mánudag kl. 17.
Friðrikskapella. Kyrrðarstund í
hádegi á morgun, mánudag. Léttur
málsverður í gamla félagsheimilinu
að stundinni lokinni.
Hallgrímskirkja. Lestur passíu-
sálma mánudag kl. 12.15.
Langholtskirkja. Lestur passíu-
sálma mánudag kl. 18.
Laugarneskirkja. Mánudags-
kvöld kl. 20.12-spora hópurinn.
Neskirkja. TTT, 10-12 ára starf,
mánudag kl. 16. Kirkjukór Nes-
kirkju æfir mánudag kl. 19. Nýir fé-
lagar velkomnir. Fótsnyrting á veg-
um Kvenfélags Neskirkju mánudag
kl. 13-16. Upplýsingar í síma 551-
1079. Foreldramorgnar alla mið-
vikudaga kl. 10-12.
Seltjarnarneskirkja. Æskulýðs-
félagið kl. 20-22.
Árbæjarkirkja. Yngri deild
æskulýðsfélagsins kl. 20-22.
Kirkjuprakkarar, 7-9 ára, kl. 16-17
á mánudögum. TTT-starf 10-12 ára,
kl. 17-18 á mánudögum. Eldri deild
æskulýðsfélagsins kl. 20-22.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir
9-10 ára drengi á mánudögum kl.
17-18. Æskulýðsstarf fyrir 9.-10.
bekk á mánudögum kl. 20-22.
Grafarvogskirkja. Bænahópur
kl. 20. Tekið er við bænarefnum í
kirkjunni alla daga frá kl. 9-17 í
síma 587-9070.
Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyr-
ir unglinga 13-15 ára kl. 20.30 á
mánudögum. Prédikunarklúbbur
presta í Reykjavíkurprófastsdæmi
eystra er á þriðjudögum kl. 9.15-
10.30. Umsjón dr. Sigurjón Árni
Eyjólfsson.
Kópavogskirkja. Foreldramorg-
unn í safnaðarheimilinu Borgum
þriðjudag kl. 10. Kyrrðar- og bæn-
astund í kirkjunni þriðjudag kl.
12.30.
Seljakirkja. Æskulýðsfundur í
dag kl. 20. KFUK fundir á mánu-
dögum. Kl. 17.15 stelpustarf á veg-
um KFUK og kirkjunnar fyrir 6-9
ára og kl. 18.30 fyrir 10-12 ára.
Mömmumorgnar á þriðjudögum kl.
10-12.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Ungl-
ingakór á mánudögum kl. 17-19.
Æskulýðsfélag mánudag kl. 20-22.
Hafnarfjarðarkirkja. Æsku-
lýðsstarf, yngri deild, kl. 20.30-22 í
Hásölum.
Krossinn. Almenn samkoma að
Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel-
komnir.
Hvammstangakirkja. KFUM og
K starf kirkjunnar mánudag
kl.17.30 á prestsetrinu.
Landakirkja, Vestmannaeyjum.
Kl. 20.30 æskulýðsfundur í safnað-
arheimilinu.
Fríkirkjan Vegurinn. Fjöl-
skylduhátíð kl. 11. Fögnuður og
gleði í húsi Drottins. Léttar veiting-
ar eftir samkomuna. Samkoma kl.
20. Gleði, lausn og frelsi. Michael A.
Cotten prédikar. Allir hjartanlega
velkomnir.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía.
Almenn samkoma kl. 16.30. Lof-
gjörðarhópurinn syngur, ræðumað-
ur Vörður L. Traustason. Ung-
barna- og barnakirkja meðan á
samkomu stendur. Allir hjartanlega
velkomnir.
Hjálpræðisherinn. Kl. 19.30 bæn.
Kl. 20 hjálpræðissamkoma. Majór-
arnir Turid og Knut Gamst stjórna
og tala.
Mánudag: Kl. 15 heimilasam-
band.
Keflavíkurkirkja. Söngleikurinn
Líf og friður verður sýndur í
kirkjunni kl. 20 undir stjórn Einars
Arnar Einarssonar. Leiksýningin
er samvinnuverkefni Leikfélags
Keflavíkur og kirkjunnar í tilefni af
kristnihátíðarhöldunum. Allir vel-
komnir.
Boðunarkirkjan. Síðasti hluti
Daníelsbókar í dag kl. 17. Á mánu-
dagskvöldum kl. 20 er dr. Steinþór
Þórðarson með Enoksnámskeið í
beinni útsendingu á Hljóðnemanum
FM 107.
Hvammstangakirkja. KFUM og
K starf kirkjunnar mánudag kl.
17.30 á prestsetrinu.
Akraneskirkja. Mánudagur:
Fundur í æskulýðsfélaginu í húsi
KFUM og K kl. 20.
Hólaneskirkja, Skagaströnd. Á
morgun, mánudag: Unglingadeild
KFUM & K kl. 20 fyrir 13 ára og
eldri.
Lágafellskirkja. Mánudagur:
Kirkjukrakkar - starf fyrir 7-9 ára
börn frá kl. 17.15-18.15. Húsið opn-
að kl. 17. Umsjón Þórdís.
Víkurprestakall í Mýrdal. Ferm-
ingarfræðsla á mánudögum kl.
13.45.
Frelsið, kristileg miðstöð. Al-
menn fjölskyldusamkoma sunnu-
daga kl. 17.
Sölusýning
á nýjum og gömlum handhnýttum, austurlenskum
gæðateppum á Grand Hótel Sigtúni
í dag, sunnudag,
frá kl. 13-19
HOTEL
REYKJAVIK
Mikið úrval af renningum
10% staðgreiðslu-
afsiáttur
BE
L.r^-
RAÐGREIÐSLUR
^óVVdtep/;/^
sími 861 4883
SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 49
Húsmæðraorlof
Gullbringu- og Kjósarsýslu
>V
Bessastaðahreppur,
Gerðahreppur,
Kjósarhreppur,
Reykjanesbær,
Seltjarnarnes,
Garðabær,
Grindavík,
Mosfellsbær,
Sandgerði,
Vatnsleysuströnd.
Rétt til þess að sækja um eftirfarandi ferðir hefur
sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili
forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf.
Arnarstapi - Snæfellsjökull.....23. - 25. júní.
Hólar í Hjaltadal - Hofsós.....18. - 20. ágúst.
Vín - Búdapest..................27. maí - 3. júní.
Prag............................4. - 12. ágúst.
Mílanó - Gardavatn..............12. - 19. sept.
Eftirtaldar konur veita nánari upplýsingar og taka á
móti pöntunum í síma milli kl. 17:00 og 19:00 á
virkum dögum, fyrir 7. apríl.:
Svanhvít Jónsdóttir.................565 3708
ína Jónsdóttir......................421 2876
Guðrún Sigurðardóttir...............426 8217
Guðrún Eyvindsdóttir................422 7174
Valdís Ólafsdóttir..................566 6635
Orlofsnefndin.
tölvuwám
NTV skólamir í Kópa\'ogi og I IafnarlirOi
bjóða upp á tvö hrtgnvt og mtirkviss
tóluiniiHiskcið £yrlr byrjondur.
60 klst. edci 90 kcmtslustundir:)
- Grunnatriði i upplýsingatæknl
► Wlndows 98 stýrtkerfið
► Word rlt\4nnsla
► Excel töflureiknir
► Access gagnagrimnur
► PowerPoint (gerö kynningarefnis)
► Intemetið (vefurinn og töivupóstur)
411 klst eðd 72 kcMnslustundir: J
► Almennt um tölvur og Windows 98
•- Word ritvinnsla
- Excel töflureiknlr
- Intemetið (vefurlnn og tölvupóstur)
Boðiö er upp <i btoöi morgun- og
kvöldntiiriskeiö og heíjast nrestu
Mtimskeiö 28. nws og 3. opril
UpplýsÍMgor og innritun í simum
S44 4500 og 555 4980
&
nlv
Nýi tölvu- &
viðskiptaskólinn
Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfiröi - Sími: 555 4980 - Fax: 555 4981
Hlíðasmára 9- 200 Kópavogi - Slmi: 544 4500 - Fax: 544 4501
Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimaslða: www.ntv.is
Maestro
ÞITT FE
HVAR SEM
ÞÚ ERT