Morgunblaðið - 26.03.2000, Page 4

Morgunblaðið - 26.03.2000, Page 4
4 SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VTKAN 19/3-25/3 ► fslandssími og Fijáls Qarskipti hafa ákveðið að lækka verð millilandasim- tala. Þá hefur komið fram að endurskoðun á verðskrá Landssímans mun leiða til verulegrar lækkunar á millilandasímtölum. ► Samningur um kaup SR- mjöls hf. á veiðileyfi og úr- eldingarrétti togarans Skagfirðings hf. á 120 millj- énir kr. stendur samkvæmt dómi héraðsdóms þrátt fyr- ir að réttindin hafi orðið verðlaus með lagabreyting- um í kjölfar Valdimarsdóms Hæstaréttar. ► Ungur ökumaður bfls sem lenti út af og valt 60-70 metra niður Staðarskriður í Fáskrúðsfirði slapp með skrámur. ► Lögreglan á Húsavík rannsakar lát manns sem talið er að hafi borið að með voveiflegum hætti á laugar- dag. Maður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rann- sóknar málsins. ► Þórólfur Magnússon flugstjóri lét af störfum hjá Islandsflugi i vikunni og var heiðraður með margvísleg- um hætti fyrir farsæla þjón- ustu við landsbyggðina. ► Gíert er ráð fyrir að rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Keflavík verði breytt í hlutatelag sam- kvæmt frumvarpi utanríkis- ráðherra. ► Samkv. endurskoðuðu frumvarpi verður heimilt að taka gjald fyrir lffsýni sem nemur kostnaði við öfl- un, vörslu og meðferð sýn- anna. Boðun verkfalls 30. mars samþykkt víða um land ALLSHERJARVERKFALL verka- fólks skellur á víða á landsbyggðinni 30. mars næstkomandi ef kjarasamn- ingar nást ekki fyrir þann tíma nema verkfalli verði frestað. Félagsmenn í 26 félögum innan Verkamannasam- bands íslands og Landssambands iðn- verkafólks samþykktu tillögu um verkfallsboðun í almennri atkvæða- greiðslu en verkfall var fellt í sex fé- lögum, meðal annars í Vestmannaeyj- um og Grindavík. Þrjú verkalýðsfélög á Vestfjörðum frestuðu því að taka af- stöðu til verkfallsboðunar. Viðskiptahallinn yfír 50 milljarða ÞJÓÐHAGSSTOFNUN telur að mik- ill vöxtur í efnahagslífínu tefli stöðug- leikanum í tvísýnu. Það birtist í 5-6% verðbólgu og miklum og vaxandi við- skiptahalla. Slíkt fái ekki staðist til lengdar og því sé óhjákvæmilegt að hægja á efnahagsstarfseminni. I yfirliti Þjóðhagsstofnunar um stöðu og horfur í þjóðarbúskapnum kemur fram að spáð er 4% aukningu landsframleiðslu í ár og aukinni at- vinnu en að verðbólgan verði 5,3% og viðskiptahallinn fari yfir 50 milljarða króna. Sala Símans undirbúin SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur fal- ið framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu að hefja undirbúning að sölu Landssíma íslands hf. Formaður nefndarinnar segir að vart hafi orðið við mikinn áhuga á málinu að undan- fömu, meðal annars frá erlendum bankastofnunum. Gramir út í Dani FÆREYINGAR eru gramir dönskum stjómvöldum vegna viðbragða þeirra við tillögum færeysku landstjómarinn- ar um hvemig standa skuli að stofnun fullvalda ríkis í Færeyjum. Tillögumar vom lagðar fram á fúndi þjóðanna ný- lega en þar sagði Poul Nyrup Rasmus- sen, forsætisráðherra Danmerkur, að Færeyingar fengju aðeins 4 ára aðlög- unartíma þar til greiðslur danska ríkis- ins féllu niður. Færeysku tillögumar gera ráð fyrir 12-15 ára aðlögunartíma. Stjómmálamenn í Færeyjum segja að útreikningar danska fjármálaráðu- neytisins á kostnaði danska ríkisins vegna Færeyinga vera móðgun við íbúa eyjanna. Samkvæmt útreikningum ráðuneytisins fara Færeyingar fram á 50-80 ára aðlögunartíma og vilja reyna að koma sér undan því að greiða skuldir sínar við danska ríkið. Páfí í ísrael JÓHANNES Páll páfi II hóf á mánu- dag ferð um söguslóðir Biblíunnar í Landinu helga. Heimsóknin er talin hafa mikla pólitíska þýðingu og er m.a. litið á hana sem lið í viðleitni Páfa til að sættast við gyðinga. Páfa var vel fagnað í Jórdaníu, sem var fyrsti viðkomustað- ur hans, en hann lenti í Israel á þriðju- dag. A miðvikudag söng páfi messu á torgi í miðbæ Bethelhem, fæðingar- borg Krists, sem er á yfirráðasvæði Palestínumanna. í ræðu sinni fyrr um daginn hafði páfi harmað þjáningar Palestínumanna og lýst stuðningi við stofnun Palestínuríkis. Á fimmtudag var páfi viðstaddur minningarathöfn um fómarlömb hel- fararinnar í Yad Vasheim-helfararsafn- inu í Jerúsalem. Forystumenn gyðing- legra samtaka í Israel hafa lýst von- brigðum með að páfi skyldi ekki við það tækifæri biðjast afsökunar fyrir hönd kaþólsku kirkjunnar á því að hún skyldi ekki reyna að hindra Qöldamorð nasista á evrópskum gyðingum. Á laugardag söng páfi messu í bænum Nasaret. ► Angela Merkel verður næsti formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi (CDU), fyrst kvenna til að gegna því embætti. Hún hefur hingað til gegnt stöðu framkvæmdasljóra flokksins. ► Lee Teng Hui, sem beið ósigur í forsetakosningum í Taívan fyrir viku, sagði á föstudag af sér sem for- maður flokks þjóðemis- sinna, Kuomintang, vegna óánægju með ósigurinn innan flokksins. Skýrendur telja að sigur Chens Shui- bians í kosningunum auki líkur á sáttaviðræðum milli Kína og Taívans. ► Lík um 500 meðlima dómsdagsstafnaðar í Ug- anda fundust fyrir skömmu í brunarústum kirkju í bæn- um Kanungu. Á annað hundrað lík til viðbótar fundust í vikunni grafin í jörð. Óttast er að fólkið hafi verið myrt. ► Mikil óánægja er meðal breskra verkalýðsfélaga með þá ákvörðun BMW- bflaframleiðandans þýska að selja hlut sinn í bresku Rover-verksmiðjunum. Ótt- ast er að fjölmargir missi vinnu sína ef af sölunni verður. Tony Blair, forsæt- isráðherra Bretlands, hyggst ræða málið við Gerahard Schröder, kansl- ara Þýskalands, í vikunni. ► Vonir standa til þess að friðarviðræður Israela og Sýrlendinga hefjist að nýju í kjölfar fundar þeirra Bills Clintons Bandaríkjaforseta og Hafez al-Assads, forseta Sýrlands, sem haldinn verð- ur í Sviss í dag (sunnudag). Landssíminn flytur höfuðstöðvar sínar í nýtt húsnæði Kaupverð lóðar o g fast- eigna einn milljarður Morgunblaðið/Golli Tækniakur hf., nýstofnað eignarhaldsfélag í eigu Simans og Landsafls, fasteignafélags íslenskra aðalverktaka, undirritaði í fyrradag samning við Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á lóð og fasteignum fyrirtæksins við Suðurlandsbraut 34 og Ármúla 31. Frá vinstri: Stefán Friðfinnsson, forstjóri íslenskra aðalverktaka, Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans og Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar veitustofnana. LANDSSÍMINN mun eftir tvö ár flytja höfuðstöðvar sínar í nýtt hús á homi Suðurlandsbrautar og Grens- ásvegar. Tækniakur, nýstofnað eign- arhaldsfélag í eigu Símans og Lands- afls, fasteignafélags Islenski'a aðalverktaka, undirritaði á föstudag kaupsamning við Orkuveitu Reykja- víkur um kaup á lóð og fasteignum Orkuveitunnar við Suðurlandsbraut 34 og Armúla 31. Um er að ræða 26.000 fermetra lóð og byggingar, sem eru samtals um 11.000 fermetr- ar, og er kaupverðið um milljarður króna. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor- maður veitustofnana, sagði að þar sem ekki hefði verið sátt um það meðal borgarbúa að höfuðstöðvar Landssímans yrðu handan Suður- landsbrautar, við Laugardalinn, hefðu borgaryfirvöld ákveðið að veita honum forkaupsrétt á lóð og fasteignum Orkuveitunnar við Suð- urlandsbraut 34 og Armúla 31. Þetta hefði ekki síst verið gert vegna þess að borgaryfirvöldum hefði verið mjög í mun að halda Landssímanum innan borgarmarkanna. Gert er ráð fyrir að Orkuveitan leigi núverandi húsnæði sitt af Tækniakri þar til hún flytur í nýjar höfuðstöðvar við Réttarháls 4. Ætlunin að byggja lóðina upp Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans, sagðist vera mjög sáttur við þessa niðurstöðu í hús- næðismálum fyrirtækisins. „Við erum afar sáttir við þessar lyktir, við áttum ekki frumkvæði að að hefja byggingarframkvæmdir handan götunnar,“ sagði Þórarinn. ,Að sumu leyti er þetta enn hag- kvæmara fyrir okkur, því þessi reit- ur tengist betur annarri starfsemi okkar héma við Armúlann og Suður- landsbrautina." Að sögn Þórarins hyggst Lands- síminn ekki flytja starfsemi sína í nú- verandi húsnæði Orkuveitunnar við Suðurlandsbraut, heldur er ætlunin að byggja lóðina enn frekar upp. „Þær hugmyndir sem liggja fyrir er að fá hér breytt deiliskipulagi og fá heimild til þess að byggja myndar- legt hús hér á horni Suðurlands- brautar og Grensásvegar. Við erum í viðræðum við borgaryfirvöld um að reisa um 12.000 fermetra hús. Áherslan sem Síminn leggur í þessu er sú að búa fyrirtækið undir fram- tíðina þannig að það sé sem allra mestur sveigjanleiki í starfseminni. Við reiknum með því að húsnæðið, sem hýsir núverandi höfuðstöðvar Orkuveitunnar á lóðinni, verði í al- mennri útleigu í framtíðinni. Við trú- um að hér sé hægt að búa til mjög áhugavert umhverfi fyrir hátækni- fyrirtæki til þess að starfa í nálægð við þá þjónustu sem Síminn getur boðið upp á.“ Þórarinn sagði að hafinn væri und- irbúningur að sölu fasteigna Símans við Austurvöll. Frumvarp til breytinga á lögum um matvæli kynnt Otvíræð skylda að reyna að fyrirbyggja heilsutjón UMHVERFISRÁÐHERRA kynnti í gær í ríkisstjóm frumvarp um breytingu á lögum um matvæli, en frumvarpið er lagt fram í framhaldi af tillögum nefndar umhverfisráðu- neytisins um viðbrögð vegna campylobactersýkinga sem upp komu á síðasta ári. Er í frumvapinu meðal annars lagt til að hlutaðeigandi ráðherra geti sett reglur þess efnis að starfsfólk við framleiðslu og dreifingu matvæla sæki námskeið um meðferð þeirra. Einnig er samkvæmt ákvæðum frumvarpsins lögð ótvíræð skylda á eftirlitsaðila að þeir reyni að fyrir- byggja að matvæli geti valdið heilsu- tjóni og grípi til viðeigandi ráðstaf- ana ef vart verður við matar- sjúkdóma eða smithættu. Þetta dragi hins vegar á engan hátt úr skyldum þeirra sem ábyrgir séu fyr- ir framleiðslu og dreifingu matvæla, en þeim beri að tryggja eins og unnt er að matvæli valdi ekki heilsutjóni. Þá er í frumvarpinu lagt til að þeir aðilar verði tilkynningarskyldir sem starfi við framleiðslu og dreifingu matvæla, svo og eftirlit, rannsóknir og greiningu þeirra, þannig að hlut- aðeigandi stofnanir fái upplýsingar ef gögn sem þessir aðilar hafa undir höndum eða aðrar ástæður bendi til hættu á heilsutjóni. ------------------- Stjórnarflokk- arnir tapa fylgi samkvæmt DV SAMKVÆMT niðurstöðum skoðana- könnunar á fylgi stjómmálaflokk- anna, sem dagblaðið DV gerði 21. og 22. mai’s sl., tapa stjómarflokkarnir fylgi en Vinstrihreyfmgin - grænt framboð, Samfylkingin og Fijálslyndi flokkurinn bæta við sig fylgi. I könnuninni var spurt: Hvaða lista mundir þú kjósa ef þingkosningar færa fram núna? Framsóknarflokkur fengi 12,5% fylgi, lækkaði úr 13,2% frá síðustu könnun, sem DV gerði um áramótin, Sjálfstæðisflokkur fengi 40,6%, lækk- aði úr 51,6%, Frjálslyndi flokkurinn 2,8%, hækkaði úr 2,5%, Samfylkingin 25,6%, hækkaði úr 15,5% og Vinstri- hreyfingin - grænt framboð 18,4%, hækkaði úr 16,8%. Hér er miðað við þá sem tóku afstöðu, en þeir voru 66,1% 1.200 manna úrtaks, sem skipt- ist jafnt á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar, sem og kynja. Óákveðnir eða þeir sem vildu ekki svaravora33,9%. Þegar svör allra í könnuninni eru skoðuð fengi Framsóknarflokkurinn 8,3% fylgi, Sjálfstæðisflokkur 26,8%, Frjálslyndi flokkurinn 1,8%, Sam- fylkingin 16,9% og Vinstrihreyfingin - grænt framboð 12,2%. Vefleikur Símans Þú getur urmið Ericsson T18 gsm síma ef þú skráir þig á vefversiun .is www.vefverslun.is SIMINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.