Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 4 GUNNAR HÓLM RANDVERSSON + Gunnar Hólra Randversson fæddist í Ólafsvík 31. maí 1931. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 13. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Randver Richt- er Kristjánsson, f. 18. október 1908, d. 28. maí 1937 af slys- förum, og Gyða Gunnarsdóttir, f. 9. nóvember 1913, d. 20. nóvember 1981. Alsystkini Gunnars eru Guðni Agnar, f. 3. apríl 1932, d. 2. maí 1942 af slysförum, Úlfar Garðar, f. 22. júní 1934, Steinn Jó- hann, f. 8. ágúst 1936, d. 27. mars 1985 af slysförum, og Rannveig Kristín, f. 5. janúar 1938. Hálf- systkini Gunnars sammæðra, börn Gyðu og seinni manns hennar, El- íasar Þórarinssonar, f. 20. júlí 1917, d. 20. nóvember 1979, eru Kristbjörg Elma, f. 27. ágúst 1940, Agnar Þórir, f. 25. febrúar 1942, d. 25. mars 1989, Sigurrós Fann- ey, f. 8. apríl 1943, Fríða Jóna Bára, f. 14. ágúst 1944, Sylvía Bryndís, f. 26. nóvember 1945, d. 29. desember 1994, og Aldís Dröfn, f. 8. janúar 1947. Fyrri eiginkona Gunnars var Guðlaug Sigyn Jó- hannsdóttir, f. 22. des- ember 1934 á Akur- eyri. Börn þeirra eru: 1) Jóhann Frímann, f. 11. desember 1955, hann á synina Gunnar Torfa, f. 7. desember 1980, og Kára, f. 19. febrúar 1987. 2) Randver Páll, f. 9. jan- úar 1959. 3) Gyða Jóna, f. 29. desember 1961, gift Júliusi Þór Tryggvasyni, f. 22. október 1966, synir þeirra eru Davíð Hólm, f. 21. desember 1984, Arnór Páll, f. 19. júlí 1994, og Kristófer Valsteinn, f. 28. nóvember 1996.4) Guðlaug Hrönn, f. 8. nóvember 1967, gift Garðari Hallgrímssyni, f. 27. febrúar 1964, börn Linda Sif, f. 28. nóvember 1983, Bjarki, f. 17. september 1988, og Iris Hrönn, f. 15. janúar 1997. Seinni eiginkona Gunnars var Katrín Sigurðardótt- ir, frá Ljótsstöðum í Vopnafirði, f. 11. október 1936. Dætur hcnnar eru: l)Guðrún Steingrimsdóttir, f. 1. júní 1959, gift Arna Róberts- syni, f. 6. nóvember 1958, synir þeirra eru Steingrímur Róbert, f. 9. júlí 1978, og Nikulás Albert, f. 27. desember 1980. 2) Svandís Steingrímsdóttir, f. 16. desember 1971, sambýlismaður hennar er Jón Steinsson, f. 9. september 1969. Gunnar varð fullgildur sjómað- ur strax á unglingsárum, bæði há- seti og matsveinn. Á 18. aldursári hafði hann aflað sér vélsljórnar- réttinda og starfaði sem vélstjóri næstu árin á ýmsum bátum og skipum. Um tíma vann hann sem afleysingamaður í lögreglunni á Akureyri, á milli þess sem hann stundaði sjóinn. Hann lauk prófi frá Lögregluskólanum í Reykjavík 1957 og frá árinu 1958 var lög- reglustarfið hans aðalstarf, íyrst í Ólafsfirði í tvö ár og síðan á Akur- eyri. Gunnár varð aðstoðarvarð- stjóri árið 1971 og varðstjóri 1981, til starfsloka árið 1998. Gunnar lauk ökukennaraprófí árið 1963 og hafði ökukennslu sem auka- starf um árabil. Gunnar átti hlut í smábátum og eigin bát, Gyðu EA, um skeið. Hann fór í kokkanám 1987 og öðlaðist réttindi til þess að elda í öllum fískiskipum og mötun- eytum. 1992 sótti Gunnar skip- stjórnarnámskeið og lauk minna skipastjóraprófí. Þá sótti hann fjölda námskeiða er tengdust lög- reglustarfinu. Gunnar hafði yndi af fþróttum, einkum knattspyrnu og bridge og var virkur þátttakandi í íþrótta- iðkunum og félagslífí lögreglu- manna. Ilann sat um árabil í stjórn Lögreglufélags Akureyrar og var kjörinn heiðursfélagi félagsins 15. apríl 1998. Útför Gunnars fór fram frá Ak- ureyrarkirkju 22. mars. Kæri frændi. Okkur systumar langar til að minnast þín með fáein- um orðum. Strax frá blautu barns- beini varstu í okkar huga stóri, sterki, trausti frændinn, enda elstur af stórum systkinahópi. Það sem gerði þig svo sérstakan í okkar augum var hversu hlýr þú varst, og alltaf varstu tilbúinn að ræða málin í rólegheitum, sama hvers eðlis það var og hversu ungar við vorum. Þú notaðir t.d. orðið „frænka“ en ekki skírnarnöfn, sem varð þess valdandi að okkur fannst fjölskyldutengslin vera meiri. Þau skipti sem við komum í heimsókn til þín var alltaf hlaðið borð af krásum enda varstu mikill gestgjafi og mat- gerðarmaður. Sem litlar stelpur komum við oftast í heimsókn að sumri til enda vegir á þeim árum miklu verri en í dag. Eins og gerist þá fækkaði ferðum okkar norður á fullorðinsárunum en hugurinn var alltaf til staðar og minningamar eru margar og falleg- ar. Önnur okkar átti samtal við þig í september sl. þar sem brúðkaup var í vændum hjá henni, en vegna veik- inda sástu þér ekki fært að koma. En eins og þér var • einum lagið þá hringdir þú í staðinn og lagðir inn til hennar falleg orð sem hún geymir í hjarta sér. Hvíl þú í friði, elsku frændi, í hlýj- um örmum Gyðu ömmu. Konu þinni Kötu, börnum og öðr- um ástvinum sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Þínar frænkur, Margrét Agnarsdóttir, Kolbrún Indriðadóttir, Hafnarfírði. Nú er komið að þeirri stundu að þurfa að kveðja góðan vin og frænda, hann Gunnar. Frændsemi og vinátta eru sterkir þræðir sem oft eru samofnir og bresta ekki fyrr en æviþráðurinn slitnar. Gott er að njóta skjóls góðs vinar og það sannaðist um Gunnar að í skjóli hans var ætíð hlýtt og bjart. Tryggð og vinátta eru eðliskostir sem verma minninguna þegar leiðir skilur. Ég bar gæfu til að eiga Gunnar sem mág og ekki síst góðan vin í ára- tugi og að eiga slíkan vin í gleði og sorg verður ekki lýst með orðum. Það verður geymt í minningunni um Gunnar. Nú er hann farinn yfir móð- una miklu þessi góði vinur. Við kveðjum hann með trega og þökkum honum fyrir það sem hann gaf okkur. Við vitum að Gunnar fær góða heimkomu á nýjum stað. Guð geymi minningu þína um ókomin ár og Drottinn blessi þig, Gunnar minn. Við vottum Katrínu, ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð og biðj- um góðan Guð að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt (V. Briem.) Lilja Pálsdóttir, Ómar Gústafsson, Anna María Agnarsdóttir, Agnes Lilja Agnarsdóttir. Elsku frændi. Nú er kveðjustun- din komin og þraut þín liðin. Það er ekki nema mánuður síðan við áttum stund saman þegar ég heimsótti þig á sjúkrahúsið, aldrei gleymist sú stund. Mikið fannst mér gaman að heimsækja þig þegar ég var lítil stúlka, mér er það enn svo minnis- stætt þegar þú tókst mig með þér á lögreglubílnum og sýndir mér vinnu- staðinn þinn. Þetta var allt svo spennandi fyrir mig. Ég þakka guði fýrir að fá að kynnast þér, svona góð- um og elskulegum frænda sem alltaf var með faðminn breiða opinn. Elsku ástkæri frændi, ég kveð þig nú með söknuð í hjarta. Kallið er komið, kominernústundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Góður Guð styrki ykkur, elsku Kata, börn og aðra ástvini. Ragna Kristín. Gunnar Hólm Randversson er fallinn frá. Þar er genginn góður drengur. Andlát hans kom okkur, fyrrum vinnufélögum hans, ekki á óvart því hann hafði barist hetjulega við óvæginn sjúkdóm í nokkur ár sem að lyktum hafði betur. Lögreglustarfið varð hans ævi- starf og átti hann að baki langan og giftudrjúgan feril í lögreglunni á Ak- ureyri. Hann byrjaði sem sumar- maður árinl956 og 1957, var síðan í lögreglunni í Ólafsfirði 1958 og 1959 en fastráðinn lögreglumaður í lög- reglunni á Akureyri árið 1960. Hann varð aðstoðarvarðstjóri 1972, varð- stjóri 1981 og þeirri stöðu gegndi hann allt þar til hann varð að láta af störfum vegna heilsubrests fyrir tæpum tveimur árum. Ég kynntist Gunnari íyrst meðan ég var starfandi í lögreglunni á Húsavík en þá átti ég oft leið til Ak- ureyrar starfs míns vegna og kom þá gjarnan við á lögreglustöðinni. Þá hittist oft svo á að Gunnar var á vakt- inni og reyndi hann ávallt að gefa sér tíma til að setjast smástund yfir kaffibolla ef tóm gafst til og spjalla við gestina. Hann var hafsjór af fróð- leik og hafði gaman af að segja sögur frá liðnum árum, bæði úr starfinu og einnig frá uppvaxtarárum sínum á Snæfellsnesi, þaðan sem hann var ættaður. Ég kynntist Gunnari svo betur er ég kom til starfa í lögreglunni á Ak- ureyri árið 1995. Gunnar var þá varðstjóri á A-vaktinni sem hann hafði stýrt frá 1981. Tókst strax með okkur gott samstarf sem hélst allt þar til hann varð að láta af störfum vegna heilsubrests. Gunnar hafði til að bera mikinn metnað fyrir hönd sinnar vaktar og vildi að hún skaraði framúr og var afskaplega hreykinn þegar vel var unnið. Jafnframt var hann góður húsbóndi og bar hag manna sinna fyrir brjósti. Hann var drenglundaður, hreinskiptinn og glaðsinna og hjálpuðu þessir eigin- leikar honum til að komast vel frá hinu erfiða starfi sem lögreglustarfið er. A síðustu árum Gunnars urðu miklar breytingar á lögreglustarf- inu, tölvutæknin hélt innreið sína og aðrar breytingar á starfsháttum lög- reglunnar á ýmsum sviðum. Þessu tók Gunnar öllu með jákvæðu hugar- fari og var staðráðinn í að tileinka sér nýjar starfsaðferðir og óhrædd- ur að takast á við nýja tækni. Frá þessu var hann hrifinn í miðjum klíð- um er heilsan bilaði skyndilega. Eft- ir að hann varð að láta af störfum hélt hann tengslum við sinn gamla vinnustað og kom reglulega í heim- sókn til að hitta kunningjana og spjalla um allt milli himins og jarðar og svo var hann aufúsugestur á öll- um samkomum lögreglumanna þar sem hann hélt gjaman smátölu þar sem hann fléttaði saman fortíð, nútíð og framtíð með þeim hætti sem hon- um einum var lagið. Sjúkdómi sínum tók hann með æðruleysi þar til yfir lauk. Nú hefur fækkað þeim gömlu starfsfélögunum sem reglulega heimsækja sinn gamla vinnustað. Við sem eftir sitjum söknum vinar í stað, góðs félaga og allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman sem nú fara í sjóð minninganna. Ég votta eftirlifandi eiginkonu, bömum og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Danfel Guðjónsson. Þegar góður vinur er genginn og farinn yfir móðuna miklu, og vonandi yfir á annað og meira tilverustig er erfitt að setjast niður og rita það sem mann langar til að segja. Ég kynntist Gunnari í marsmán- uði 1964, eða þegar við urðum sam- starfsmenn hjá lögreglunni á Akur- eyri og í þau þrjátíu og sex ár sem liðin eru höfum við verið starfsfélag- ar og vinir. Gunnar var nokkru eldri en ég en aldrei urðum við varir við það kynslóðabil sem í raun var á milli okkar. Strax við okkar fyrstu kynni gerði hann mér Ijóst að hann væri Olsari, fæddur og alinn upp á Snæ- fellsnesinu, þar sem lífið var sjó- mennska og mikil virðing borin fyrir þeirri atvinnugrein sem um áraraðir hefur verið uppistöðuatvinnuvegur þjóðarinnar. Hann talaði oft um upp- vaxtarár sín á nesinu og sagði frá fjölskyldu sinni. Oft minntist hann á móður sína sem hann sagði að hefði þurft að taka til hendinni á stóru heimili. Þrátt fyrir það að hafa þjón- að íslensku lögreglunni í rúm fjöru- tíu ár gleymdi hann aldrei fortíð sinni og það voru sjómennimir sem voru hetjumar hans. Gunnar hóf störf hjá lögreglunni á Akureyri í júní 1956 og þá sem sum- armaður eins og það er kallað. Það var hann einnig næstu sumur eftir, en gerðist síðan lögreglumaður á 01- afsfirði, þar sem hann bjó og starfaði næstu tvö árin. Hann var síðan fast- ráðinn lögreglumaður á Akureyri hinn 15. október 1960. Hann lauk síð- an Lögregluskólanum eins og allir gerðu, og fljótlega var lögð meiri ábyrgð á hans herðar. Hann varð að- stoðarvarðstjóri 1971 og varðstjóri 1981 en þeirri stöðu gegndi hann þar til hann lét af störfum vegna veik- inda fyrir tveimur árum. Gunnar var mjög vel látinn bæði af samstarfsfélögum sínum og ekki síður af þeim sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af. Hann átti mjög auð- velt með að tala við fólk og oft undr- aðist ég það sem nýliði hjá lög- reglunni hvernig hann fór að því að stilla til friðar þegar mér fannst allt vera vitlaust. Ég varð mikið var við það að sjómenn sem voru að skemmta sér, sérstaklega hér áður fyrr, töldu sig eiga hauk í horni þar sem Gunnar var. Þeir báru til hans mikið traust og töldu hann sinn mann í lögregluliðinu. Gunnar brást aldrei trausti þeirra. Starf lögreglu- mannsins er erfitt og vandasamt, og það vissi Gunnar. Hann bar fyrir því mikla virðingu, og honum var mis- boðið ef starfið var vanvirt á ein- hvern hátt. Þá var hann mikill hugsjónamaður og hafði gaman að því að ræða um líf- ið og tilveruna, og þá sérstaklega pólitíkina en þar var margt sem hon- um mislíkaði. Hann taldi að þjóðar- kökunni væri misskipt og þá vonrí það þeir sem voru minnimáttar sem hann bar fyrir brjósti. Hann var áhugamaður um íþróttir og þá sér- staklega knattspyrnu sem hann fylgdist mikið með. Hann var ein- lægur stuðningsmaður íþróttafé- lagsins Þórs á Akureyri og iylgdist vel með því sem þar gerðist. Ég votta eftirlifandi eiginkonu Gunnars, börnum, tengdabörnum og barnabörnum, svo og systkinum og öðrum ættingjum samúð mína og fjölskyldu minnar. Ólafur Ásgeirsson. Mig langar til að minnast í fáum orðum og af hlýhug vinar míns, fyrr- verandi samstarfsfélaga og yfir- manns, Gunnars Randverssonar, fyrrverandi varðstjóra í lögreglunni á Akureyri. Þú varst ímynd hins fullkomna lögregluþjóns, glæstur á velli, ró- lyndur, lífsglaður og vandaður. Þín fyrsta regla var sú að íyrst og fremst værum við þjónar fólksins, reiðubún- ir til að aðstoða og leiðbeina. Hvað sem gengi á ættum við að vera kurt- eisir og fastir fyrir, „orð drukkins manns er ekkert að marka“. Þú varst vinur lítilmagnans enda þeirrar skoðunar að hann þyrfti frekar á þvf að halda en aðrir, gafst þér alltaf tíma til að hlusta á og virða skoðanir annarra. Enda eyddir þú ófáum ró- legum næturvöktum í að gæða líf vonlítilla og einmana sála vonar- neista í gegnum símann. Samt var ætíð stutt í húmorinn og glensið og ekki að sjá að þú værir 40 árum eldri en við hinir yngstu á vaktinni. Þú studdir við bakið á þínum mönnum, varst leiðtogi sem menn litu upp til og unnu fyrirhafnarlaust fyrir án þess að þú þyrftir að gefa þeim skip-' anir. Obilandi við að finna upp á leikjum og hugmyndum til að krydda tilveruna sem oft getur verið til- breytingarlítil og erfið á löngum vöktum. Á flestum hlutum mannlífsins hafðir þú fastmótaðar skoðanir, enda víðlesinn og búinn að sjá og reyna margt um ævina. Þú varst vel menntaður og hugsandi maður þó að ekki hafi skólagangan verið löng. Skemmtilegust þótti mér sú skoðun þín að við inngöngu í lögregluna ætti að spyrja: „Ertu hrifin(n) af ein- kennisbúningum?" Væri svarið já ætti umsvifalaust að biðja mennina að hverfa til annarra starfa. Starfið og fjölskyldan voru þér mikilvægust og það var þér erfitt að^ láta af störfum sökum veikinda enda varð þér vart misdægurt um ævina. Ef ég á að velja nokkur orð til að lýsa þér þá eru þau höfðingi, góður lög- regluþjónn og mannvinur. Söknuð- urinn eftir góðum vin og læriföður er mikill en sömuleiðis þakklætið fyrir kynnin. Kæri vinur, Guð blessi þig og hvfldu í friði. Við vottum fjölskyldunni og öðr- um aðstandendum samúð okkar og megi Drottinn vaka yfir ykkur og lýsa upp myrka daga. Elías Kristjánsson og Ásdis Harpa Smáradóttir. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstoíú blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar em beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.