Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Með gerviskegg og bumbu LEIKLIST lieiklistarklúbburinn Aristófanes sýnir í Fjölbrautaskðlanum B r e i ð h o 11 i. TÍU LITLIR NEGRA- STRÁKAR Eftir Agöthu Christie í leikstjórn Ragnheiðar Elínar Gunnarsddttur. 22. mars. ÞAÐ er merkilegur árangur í sjálfu sér að gera hefðbundið „hver- gerðiþað“ sakamálaleikrit eftir sögu Agöthu Christie að eins konar leik- húsi fáránleikans. Þetta er ekki illa meint, síður en svo. Sýning Aristó- fanesar á Tíu litlum negrastrákum er dásamlega hrein og bein. Eins heiðarleg tilraun og hægt er að ætl- ast til af hópi íslenskra menntaskóla- nema að leika breskt miðstéttarfólk á miðjum aldri og þaðan af eldra á fjórða áratug 20. aldarinnar sem keppist við að sötra viský. Ekki spill- ir að í leikhópnum eru stúlkur í meirihluta og tvær þeirra láta sig ekki muna um að leika annars vegar kvensaman glaumgosa og hins vegar elliæran hershöfðingja. Skegg og bumba hershöfðingjans var hrein- asta snilld. Og brytinn var farðaður í framan eins og hann tilheyrði Munster-fjölskyldunni, sá eini í hópnum sem var svona náfölur frá upphafi. Skápahommi segir í leik- skránni einsog til skýringar á litaraftinu. Sagan er spennandi og leikendur létu ekki sitt eftir liggja til að auka á spennuna. Tíu gestir koma saman í skrýtnu húsi á eyðieyju og hafa hver um sig nokkuð vafasama fortíð. Þeg- ar þeir fara að týna tölunni hver af öðrum með voveiflegum hætti æsist leikurinn og spumingin snýst um hið óumflýjanlega; er morðingi á meðal þeirra? Drepast þau öll eða verður einn eftir? Leikstjóri sýningarinnar er ung stúlka, nýútskrifaður leikari frá Bretlandi, Ragnheiður Elín Gunn- arsdóttir, en hún stundaði nám við London Academy of Music and Dramatic Art. Ragnheiður miðlar hér af kunnáttu sinni til hinna ungu leikenda og tekst vel upp í ýmsu eins og t.d. að staðsetja leikendur hér og þar á sviðinu og sviðsetja dauðdaga persónanna með tilþrifum en þó hefði hún mátt gæta betur að texta- meðferð einstakra leikenda, þar fór sumt framhjá áhorfendum vegna hraðmælgi og óskýrleika. Birna Björnsdóttir í hlutverki hinnar trúuðu piparmeyjar Emily Brent var ágætlega skýrmælt og hafði góða hugmynd um persónu sína. Svo var einnig um Elínu Heiðu Hjartardóttur í hlutverki einkaritar- ans Veru Claythorne. Ámi Rúnar Kristjánsson tók sig vel út með yfir- varaskeggið og í hlutverki Blores einkaspæjara. Þá var Ingibjörg Guð- mundsdóttir skemmtilega þreytuleg nöldurskjóða sem ráðskonan frú Rogers. Af skemmtilegum umsögnum leik- hópsins í leikskrá um persónur verksins má ráða að þeim hefur fundist gaman að glíma við þær gam- aldags og forpokuðu manngerðir sem þar birtast. Þessi skoplega sýn hefði mátt sjást betur í sýningunni og hefði leikstjórinn getað stýrt þeirri hugsun með markvissari árangri en hér birtist. Umgjörð sýn- ingarinnar hefur greinilega verið unnin af natni þrátt fyrir lítil auraráð hópsins. Lausnin með dyr á hliðum sviðsins var einföld og svalir upp- sviðs gáfu hugmynd um víðáttu. Þýð- anda verksins er hvergi getið í leik- skrá en greinilegt var að leikhópurinn hafði fært sumar setn- ingarnar til nútímatalmáls og stakk það svolítið í stúf við formlegt málfar þýðingarinnar að öðru leyti. Þetta er dálítið skrítin sýning en skemmtileg og eins og sagði í upp- hafi óneitanlega svolítið absúrd. Hávar Sigurjónsson S kólavo rtó nl eikar á Akranesi SKÓLAHLJÓMSVEIT Akraness munandi stigum náms á blásturs- og heldur vortónleika sína í Bíóhöllinni slagverkshljóðfæri í Tónlistarskól- á Akranesi í dag kl. 14. Á tónleikun- anum á Akranesi. Stjórnendur sveit- um koma fram þrjár lúðrasveitir, anna eru Atli Guðlaugsson og Heið- skipaðar um 60 nemendum á mis- rún Hámundardóttir. Innsetningin á Tvíæringnum í Berlín 1998. Ólafur Elíasson við eitt verka sinna í Listhöllinni í Basel árið 1996. Umsvif og uppgangur ÞAÐ mun trúlega ekki hafa farið framhjá lesendum blaðsins, að rýnir- inn er einn þeirra er stíft vilja halda fram norrænni myndlist og norræn- um einkennum í listum yfirhöfuð. Öllu öðru fremur, eru það rann- sóknir á list norðursins og þá ekki einasta Norðurlanda heldur einnig Norður-Evrópu sem hafa mótað skoðanir hans og eflt þær í áranna rás. Athygli heimsins hefur í sívax- andi mæli beinst að þessu svæði, einkum er ljós norðursins mörgum hugleikið, áhrif birtumagna þess á listamenn og verk þeirra. Næsta grein mín fjallar þannig mikið til um farandsýningu sem er samvinnu- verkefni Þjóðlistasafns Kanada í Ottawa, Listahallar Hamborgar og Thorvaldsens-safnsins í Kaup- mannahöfn og nefnist „í ljósi Caspar Davids Friedrichs“ og hefur eins og nafnið vísar til með birtumögnin að gera, í þessu tilviki er teflt saman norður-þýskum og dönskum útivist- armálverkum, Freiluftsmaleri, eins og fyrirbærið nefnist á máli Þýð- verja. Gerði ég mér sérstaka ferð til Hamborgar til að skoða sýninguna sem lýkur þar 26. mars, en það gerir minna til þar sem hún kemur nær okkur, en síðasti áfangi hennar er Thorvaldsenssafnið og verður þar uppi 19. apríl-18. júní. Þá ber að geta þess, að sýningu Guðmundar Errós á Jeu de Paume, gamla im- pressjónistasafninu lauk í janúar- byrjun og mun hún hafa vakið drjúga athygli í París, myndefnið að vísu sótt í pólitík en ekki ljós norð- ursins. Tilefni þessa skrifa er þó framar öðru grein um hinn unga Ölaf Elías- son í marshefti hins virta listtíma- rits, art, Das Kunstmagazin, sem gefið er út í Hamborg og er í harðri N Y LITAPRENTVEL HAGÆÐA FILMUUTKEYRSLA HÖNNUN OG UMBROT FLJÓT OG GÓÐ AFGREIÐSLA FILMUGERÐ: • mjög hraövirk útkeyrsla • stæröir allt aö 550 mm x 609 mm • Rastaþéttni allt aö 200lpi • upplausn allt aö 3000 dpi • útskot í A2 stæröum • útskotnar filmur geta komiö tilbúnar punchaöar • styöur PostScript Level 1 og 2, PostScript 3, PDF 1.2. TIFF 6.0, EPS og JPEG • möguleiki á útkeyrslu í slembirasta PERSONULEG ÞJONUSTA OFFSETPRENT ehf. AUÐBREKKU 8 • 200 KÓPAVOGUR • SÍMAR 564 6020 - 564 6021 • FAX 564 6022 samkeppni við útbreiddustu list- tímarit veraldar. Eg hef verið áskrif- andi þess frá upphafi og get staðfest að aldrei hafi jafn ítarlega verið fjall- að um íslenskan myndlistarmann í ritinu. Ólafur hefur þó áður komið þar við sögu, en ekki í sama mæli. Um er að ræða sérgrein í miðju þess, prýdda mörgum myndum aðskilj- anlegustu innsetninga ásamt ljós- myndum af íslensku landslagi sem listamaðurinn hefur tekið á ferðum sínum. Hinn 32 ára gamli listamaður er af íslensku foreldri, sonur Ingi- bjargar Ólafsdóttur og Elíasar Hjör- leifssonar, en ólst upp í Kaupmanna- höfn og er menntaður þar. Danir vilja auðvitað eigna sér hann og halda honum fram sem dönskum listamanni og er meira en skiljan- legt, enda upphaflega skjólstæðing- ur Gallerí Stalke á Vesturbrúgötu, sem er með sambönd víða um heim sem segir ekki svo lítið (Gunnar Örn málari að Kambi á Rangárvöllum er einnig á lista Stalke). Danir hafa nú sumir hverjir einnig verið að remb- ast eins og rjúpa við staur við að af- sanna að Thorvaldssen hafi verið sonur pabba síns! Sjálfur telur Ólafur sig íslending sem kemur strax í upphafi fram í nefndri grein, ... der in Berlin lebender Islander, 2 ... Greinin, sem nefnist „Installation- en aus Luft und Licht“ eða innsetn- ing af ljósi og lofti, hefst á því að greint er frá þátttöku hans í Berlín- ar Bienalnum (Tvíæringnum) í Mitte-hverfinu 1998. Hermt er frá hinu svífandi loftræsiverki hans í kúppulhvelfingu fyrrverandi sam- göngumiðstöðvar, Postfuhramt, sem vakti mikla athygli. Það var þá sem ég heimsótti Ólaf á leið minni heim frá París og Kjarvalsstofu, skoðaði sýninguna og greindi frá henni í greinarflokki seinna og taldi verkið hið áhrifamesta á Tvíæringnum, þá hafa verk hans endurtekið skarað skrif mín. I greininni í, art, Das Kunstmagzin, er í viðtalsformi sagt frá ferli Ölafs og helstu sýningum á undanförnum árum, en umsvif og uppgangur mannsins er með ólíkind- um, einkum síðustu tvö árin. Ólafur Elíasson virðist réttur maður á rétt- um stað á réttum tíma, því stefna og metnaður Berlínarborgar er að taka forustuna sem listaborg heimsins og heldur sínum stíft fram eins og þeiri’a er háttur sem kunna sig í þeim margslungna og flókna pat- aldri. Berlín vanrækir þannig sann- arlega ekki þá mikilvægu hlið borg- armenningar, á sama tíma og hún er að rísa upp á ný sem ein af höfuð- borgum heimsins og mikill lærdóm- ur falinn í því að vera með á nótunum og hafa hér augun galopin. Á Potsdamer Platz var reistur sérstak- ur útsýnistum þar sem menn hafa getað fylgst með því hvernig skýja- kljúfarnir hafa risið upp allt um kring á undanförnum árum, og er það einstakt og spennandi sjónar- spil. Öll tækniundur byggingariðn- aðarins taka þátt í þessu risavaxna verkefni og nútæknina notar hsta- maðurinn Olafur Elíasson sömuleið- is til hins ítrasta í verkum sínum, er í beinu sambandi vítt og breitt um listheiminn. Hefur tekið þátt í Tvíæringum í Istanbul og Jóhannes- arborg (1997), Sao Paulo og Sydney (1998) og síðastliðið sumar í Feneyj- um, einnig átt verk á MoMA í New York. Næstu einkasýningar verða helstar í Irish museum of Modern Art í Dublin, Neue Galerie Graz og Art Instutite of Chicago. Engin lognmolla hér. Ólafur Elíasson skilgreinir list sína í fáum dráttum á þann veg, að meginföng innsetninga sinna séu öðru fremur ljós, loft, þyngd og hita- stig ásamt náttúrunni í ljósi tengsla hennar við menninguna. Hann fer þannig síður til íslands til að finna og upplifa nánd íslenskrar náttúru, heldur fer hann þangað til að skoða íslenska náttúru, segist hafa lesið metsölubók Jan Krakauer af stakri athygli: Ungur maður ferðast um villtar óbyggðir Alaska, ekki til að minnast við náttúruna, heldur til að skilgreina afstöðu sína til náttúrunn- ar. List Ólafs hefur og ekkert með Land Art að gera að eigin sögn. Jafnan fara um rýninn heitir straumar, er fréttir af velgengi ís- lenskrar og norrænnar listar berast um heimsbyggðina. Bjargföst trúa mín er að þetta sé einungis upphafið, því norræn myndlist hafi í kjarna sínum svo mikið til brunns að bera. Bragi Ásgeirsson M-2000 Sur mai Sunnudagur 26. Kirkju- hvoll Akra- nesi. KI. 20. Ljóðalestur Gestum boðið að hlýða á ljóðalestur í Kirkjuhvoli. www.akranes.is Vetraríþróttahátíð ÍBR Skíðadagur á skíðasvæðunum Skíðafélögin kynna starfsemi sína, aðstoða við kennslu, barnapössun, uppsetningu brauta og fleira. www.ibr.is Skíðaganga í Heiðmörk Skipulögð skíðaganga fyrir al- menningí Heiðmörk kl. 10:00-13:00. www.ibr.is Mánudagur 26. mars. Heiðmerkurganga Skógur í vetrarbúningi er yfir- skrift göngunnar sem efnt er til í til- efni 50 ára afmælis Heiðmerkur. Skógurinn verður skoðaður með til- liti til þess hvaða skjól hann veitir. Einnig verður gaumgæft hvernig trjágróður hefst við yfir veturinn og hverjir dvelja í skóginum. Lagt verður af stað frá Umferðarmið- stöðinni kl. 13.00 með viðkomu í Mörkinni 6. Einnig er hægt að koma á einkabílum á upphafsstað göngun- ar sem er áningarstaðurinn við Helluvatn. www.heidmork.is www.reykjavik2000.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.