Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 37* Krummahólana. Hún tók vel á móti manni hvemig sem á stóð. Hún hafði þann hæfileika að hvar sem hún fór um var snyrtilegt, allt var á sínum stað. Oft hef ég dáðst að því hvað hún amma var dugleg að fylgjast með bamabömum og langömmu- bömum sínum. Hún vissi alltaf hvað öll hennar böm vom að gera. Þakka þér, amma, fyrir góðu stundirnar í Hólmgarðinum. Þessar stundir sem skiptu óharðnaðan ungling miklu máli. Þakka þér fyrir alla þá þolinmæði sem þú hafðir yfir að ráða. Guð blessi minningu þína. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofea fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr.Pét.) Bryndís Björk. Með bros á vör, í góðu skapi, ánægð og sátt við sjálfa mig, lífið og tilveruna. Og jafnframt mjög þakk- lát fyrir það hversu rík kona ég er, yndisleg börnin, góðir foreldrar, ótrúlegir bræður og frábær eigin- maður. Tilgangurinn með lífinu er sá að vera hamingjusamur og vera sáttur við það sem maður á og hefur hverju sinni. Já, svona vel leið mér í hvert skipti og svona hugsaði ég í hvert skipti þegar ég kom frá minni yndis- legustu ömmu, henni Asu Björns. Amma var góður vinur, hún hlustaði á mann, sagði sínar skoðanir án þess að hika, gat jafnvel stundum móðg- að mann nett. „Helga mín,“ sagði hún í eitt skiptið, „þú hefur nú bætt á þig nokkrum kílóum en það er nú minnsta málið fyrir þig, þú skokkar þau bara af þér, annars er allt í lagi að vera svoÚtið mjúkur." Amma sá eitthvað jákvætt í öllum hlutum. Stundum þegar gigtin eða eitthvað annað var að angra hana sagði hún ég er miklu betri í dag en í gær. Hún amma er hetjan mín, ég sagði það oft við hana að ég mundi vilja vera eins og hún, allavega vilja líkjast henni á einhvem hátt en maður kemst ekki með tæmar þar sem hún var með hælana. En eins og við vit- um öll þá er batnandi manni best að lifa. Á seinni áram brallaði amma ým- islegt heima á daginn. Þegar hún vaknaði byrjaði hún nú oftast á því að að taka lýsi, borða hafragraut og drekka smákaffisopa með. Hún puntaði sig, lagaði hárið á sér svo flott að maður hélt alltaf að hún væri nýkomin úr lagningu, svo var það punkturinn yfir iið, Baby lotion sem hún bar á sig, það var hennar upp- áhaldskrem. Amma hlustaði mikið á Ríkisút- varpið, þá sérstaklega framhalds- sögurnar. Uppáhaldssjónvarpsþátt- urinn hennar ömmu.var Leiðarljós sem hún hafði mjög gaman af. Einn- ig fyldist amma ágætlega með íþróttum og safnaði jafnvel úrklipp- um af ýmsum viðburðum, jafnt tengdum íþróttum, stjórnmálum sem öðru áhugaverðu. Amma var mikið fyrir að hreyfa sig, hún fór út að ganga hvernær sem veður leyfði en annars tók hún stutta æfingu í stigaganginum, labb- aði nokkrar ferðir upp á sjöttu hæð og tók svo létta sturtu á eftir. Amma hefur lifað tímana tvenna svo hún var ekkert mikið fyrir það að hlusta á unga fólkið kvarta yfir smámunum eins og hún kallaði það. Amma var lánsöm kona, eignaðist fimm heilbrigð börn. Fæðingarnar gengu misvel og sagði amma mér frá því að hún hefði verið með slæm- ar hríðir í tæpa viku. Aðframkomin bað hún til guðs og sagði: „Leyfðu mér að deyja eða hjálpaðu mér.“ Það leið ekki langur tími þangað til að barnið skorðaði sig og kom í heiminn. Já, hún amma var trúuð kona og gekk svo sannarlega á guðs- vegum sem kom henni oft til hjálp- ar. Nú ertu dáin, elsku besta amma mín, nú sé ég þig ekki aftur í þessu jarðlífi en ég veit með vissu að þú ert hér hjá okkur og fylgist með okkur öllum bömunum jafnt sem barna- börnunum o.s.frv. Við amma töluð- um um það að þegar hún kveddi þennan heim þá ætlaði hún nú að reyna að láta mig vita af sér öðru hvoru. Ég mun halda áfram að segja sögurnar sem þú sagðir okkur ömmubörnunum á svo skemmtileg- an hátt. Hver man ekki eftir sögunni af Hólmari og skessunni. Ég ætla að varðveita minningu ömmu minnar með því að reyna að líkjast henni á sem flestan hátt með jákvæðri hugsun og góðu skapi. Og tel ég víst að amma hefði viljað að allir sem hún þekkti hefðu góða skapið, kærleikann og jákvæðni að leiðarljósi í lífinu. Ég bið góðan guð að varðveita minningu ömmu sem mér þótti svo innilega vænt um. Ég á eftir að sakna þín mikið, elsku amma, þú verður ávallt í mínum huga og vil ég kveðja þig með fallegri bæn: Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H.P.) Helga Sigmundsdóttir. Elsku amma. Þetta er mín síðasta kveðja til þín. Á þeirri stundu fannst mér vel við hæfi að byrja á einu kveri úr Háva- málum: Deyrfé, deyja frændur, deyrsjálfuriðsama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Fyrir þá sem kynntust þér mun þinn orðstír aldrei deyja, því betri manneskju hef ég aldrei kynnst. Það sem ég man best eftir í þínu fari var þín jákvæða hugsun. Þrátt fyrir slæma líkamlega heilsu, varst þú alltaf jafn jákvæð og lést aldrei bil- bug á þér finna. Ef maður spurði þig hvernig þú hefðir það var svarið iðu- lega „ég er mun betri en í gær“ eða „ég er mun betri en þegar ég var sem verst“. Þegar komið var í heim- sókn var alltaf jafn fínt hjá þér og þú leist alltaf jafn vel út, brosandi, þakklát fyrir að vera til og ánægð með útsýnið úr íbúðinni þinni. Ef allir væra eins í hugsun og þú, amma mín, væra ekki mikil vanda- mál í heiminum. Það sem var ávallt leiðarljós hjá þér var að fólki í kring- um þig liði vel. Þegar maður kom í heimsókn og var leiður yfir hver- dagslegum vandamálum, fékkst þú mann til að líta á hlutina í stærra samhengi, þannig að þegar maður fór frá þér, var maður búinn að gleyma þeim vandamálum sem mað- ur hafði haft. Þegar ég spurði dóttur mína hvað það væri sem hún myndi eftir í sam- bandi við Ásu ömmu, svaraði hún: „Amma var alltaf svo góð og svo fékk ég alltaf kakó að drekka úr litla bollanum." Það var nefnilega fastur liður, frá því að dóttirin gat drakkið úr bolla, að þegar komið var til ömmu skyldi pabbi fá kaffi og litla daman fékk ávallt kakó úr fínum, litlum bolla. Lausnin á því að geta ekki farið í heimsókn til Ásu ömmu meira, og drekka kakó, var að hún Stella amma gæti fengið litla boll- ann. Þetta með litlu bollana var dæmigert fyrir Ásu ömmu, allir skyldu fá athygli og öllum skyldi líða vel í kringum hana. Ég mun aldrei gleyma þeim stundum sem við áttum saman, allt- af var jafn gaman og friðsælt að vera í þinni návist, maður gat rætt um alla hluti við þig, þú hlustaðir og komst með góð ráð. Ég vil þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Ég mun sakna þín. Elsku amma mín, mér þykir svo vænt um þig. Guð geymi þig. Hermundur Sigmundsson. Okkur langar með nokkram orð- um að minnast þín, elsku amma. Þegar við lítum til baka hugsum við um allar þær góðu stundir sem við áttum með þér. Þú varst alltaf svo hress, skemmtileg og glettin og áttir til að koma með skondnar at- hugasemdir sem hittu svo vel í mark. Sjaldan æstir þú þig upp og vildir gera gott úr öllu, sama hvað var. Við minnumst þess hve oft þú sóttir okkur systkinin niður í Bræðrapart þegar þú varst að passa okkur. Eða allar næturnar sem við fengum að gista hjá þér og afa á Hjallavegi í svefnpokum á gólfinu í stofunni sem var alltaf svo fín hjá þér. Eftir að þú varst flutt í Hólm- garðinn og þú orðin ein og við orðin unglingar komum við oft við hjá þér og það brást aldrei að alltaf vora miklar kræsingar á borðum. Þú hafðir í mörg hom að líta og margt að gera en hafðir þó alltaf tíma fyrir þína nánustu og aldrei varstu ánægðari en þegar allur hóp- urinn var saman kominn og þú gast tekið myndir af öllum. Þú kenndir okkur svo margt sem við munum aldrei gleyma og eigum við eftir að sakna þín sárt. Nú ertu farin frá okkur til að hitta afa hinum megin og við vonum að þér líði betur, elsku amma. Guð veri með þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Hvíl þú í friði. Linda, Gunnar, Jens, Rafnar og fjölskyldur. Við systumar viljum kveðja elsku bestu langömmu okkar, sem alltaf var svo góð við okkur, með þessari litlu bæn sem við fundum í lítilli bænabók: Guð, við þökkum þér að í þínum hönd- um er bæði líf og dauði. Þú annast um okkur í lífinu, og þú annast líka um okkur þegar við deyjum. Við biðjum þig, leyfðu elsku lang- ömmu okkar sem er farin frá okkur að vera hjá þér um alla eilífð, svo að við getum glaðst þó að við séum sorgmæddar. Anna Stella Björnsdóttir og Stella Margrét Magnús- dóttir. Kær frænka mín er fallin frá í hárri elli. I nokkurn tíma hefur hún legið á sjúkrahúsi eftir áfall í blóð- rásarkerfinu. Hún fékk hægt andlát á Landakoti. Þessi frænka mín hef- ur verið mér einstaklega hjartkær í sex áratugi eða allt frá því að ég nokkurra ára gamall fór fyrst vestur í Dali að Þorbergsstöðum í sumar- dvöl hjá móður hennar og móður- systur minni, henni Hólmfríði, og þeim börnum hennar er ekki höfðu hleypt heimdraganum. Þar átti ég síðan áframhaldandi sælustundir í mörg sumur á fimmta áratugnum. Ása og Páll, eiginmaður hennar, ráku þar einnig eigin búskap með bömum sínum en allur hópurinn bjó í hinu reisulega íbúðarhúsi á tveim- ur hæðum og kjallara, er forfaðirinn Kristján Tómasson, dannebrogs- maður fyrir ræktunarstörf, hafði byggt af miklum stórhug um alda- mótin 1900. Það hún stendur ennþá. Ása var næstelst systkinanna átta. Foreldrar hennar, Hólmfríður og Björn Magnússon, höfðu ung haf- ið sambúð sína á Þorbergsstöðum hjá foreldram Hólmfríðar, Bene- dikti Bjarna Kristjánssyni og Mar- gréti Steinunni Guðmundsdóttur. Það mun hafa verið árið 1911. Þau Hólmfríður eignuðust þar þrjár dætur og einn son. Á Vígholtsstöð- um bjuggu foreldrar Ásu á áranum 1917-1925 og þar bættust í barna- hópinn þrír synir. Yngsti sonurinn fæddist síðan á Þorbergsstöðum 1932. Frá árinu 1925 til ársins 1937 bjuggu þau í Skógsmúla. Á því ári urðu þær breytingar á Þorbergs- stöðum að Hólmfríður og Björn tóku við ábúðinni og að hluta til Ása og Páll. Árið eftir lést Björn af slysfor- um og Hólmfríður hélt þá áfram búrekstrinum með nokkram bama sinna. Þessi ábúð fjölskyldnanna stóð síðan fram undir lok fimmta áratugarins, en þau fluttu suður á höfuðborgarsvæðið og bjuggu lengst af eftir það í Reykjavík. Ása var rúmlega tvítug er hún giftist Páli Rögnvaldssyni úr Saur- bænum í Dölum vestur. Þau hófu búskap sinn að Staðarhóli þar í sveit en fluttu eftir eitt ár að Þorbergs- stöðum eins og áður segir. Páll and- aðist árið 1976. Þau eignuðust fimm dugleg mannkostaböm er nú syrgja móður sína ásamt mökum sínum og afkomendum. Enda þótt ég væri hjá Hólmfríði þessi sumur mín ungur á Þorbergs- stöðum var samgangur slíkur að ég var líka einn af fólkinu hennar Ásu og hans Palla. Ása var alla tíð hin góða, ljúfa, broshýra og hláturmilda frænka. Stjómsemi hennar var óbein, aldrei reiddist hún svo ég muni, en þó vissu allir að eigi tjóaði að haga sér í trássi við hennar vilja. Öll kynni var henni vora einstaklega góð. Afstaða manns til hennar mót- aðist með þessum hætti strax á unga aldri og var hin sama eftir það, þótt árin liðu og aldur færðist yfir. Sömu sögu geta aðrir samferðamenn hennar án efa sagt. Síðar urðu sam- skiptin einnig í brúarvinnunni við Þjórsá árið 1950, er Páll starfaði undir verkstjóm föður míns utan dyra og Ása vann í eldhúsinu undir stjórn móður minnar innan dyra. Frá þessum tíma minnist maður þess hversu auðvelt Ásu var að spá í kaffibollana og spilin. Þar nutu sín hin góða greind og það frábæra inn- sæi, er hún bjó yfir og sú gæska og tillitssemi, er hún ávallt sýndi öðr- um á lífsleiðinni. Margir nutu frá- sagnarhæfileika hennar, ljóðakunn- áttu og hennar eigin bundins máls. Þama starfaði stór hópur manna á öllum aldri, þá ekki síst ungir skóla- sveinar. Þeir nutu þessa margir hverjir og minnast frístundanna hjá Ásu í brúarvinnunni. Tengslin við Ásu vora ávallt jafn einlæg þótt fundir yrðu stopulli með áranum. Maður minnist þess þegar hún tók þátt í undirbúningi að komu bróður míns Benedikts fró Dan- mörku úr framhaldsnámi með brúði sína danska í íslenskum veðraham í janúarbyrjun árið 1952. Mér hlotn- aðist sú ánægja að vera ökukennar- inn hennar er hún um fimmtugt lét til skarar skríða að fá ökupróf og kaupa sér bfl. Þá var ekki slöku sleg- ið við. Ég var mættur heima hjá henni á Hjallaveginum um sexleytið á morgnana og að loknum aksturs- tímanum fór hún í sína vinnu rúm- lega sjö. I framhaldi af þessu ók hún af öryggi í mörg ár. Samskiptin við Ásu skildu alltaf eftir sig ljúfar tilfinningar vegna mannkosta hennar, glaðværðar og einlægni. Það vora einstök hughrif sem því fylgdu hinn 29. apríl fyrir 10 áram á Hótel íslandi, þegar nær 700 skyldmenni okkar og makar þeirra áttu þess kost að hylla hana, þá 77 ára, með því að syngja með henni gamla, vinsæla lagið og vísuna: „Ég enn er ung í anda/hef ánægju af Bjarna Bö/og læt ekki á mér standa/ þótt ég sé sjötíu og sjö.“ Slíkt féll vel að góðri lund Ásu. Þetta fjölmenna mót „Þorbergsstaðaættarinnar“, er stóð frá hádegi fram yfir miðnætti, var þó ekki haldið sérstaklega henni til heiðurs. Tilviljun réði dagsetn- ingunni. Formóðirin skv. þá útgef- inni ættarskrá var Ása Egilsdóttir . (1829-1897) en forfaðirinn Kristján Tómasson (1844-1907), er bjuggu á Þorbergsstöðum. Ása þessi var skörangur mikill ekki síður en Kristján, og nafnið hennar hefur verið ákaflega vinsælt hjá afkom- endum hennar og reyndar vísar annað fomafn mitt til þess. Ásurnar allar hafa verið þessu gæðamerki brenndar, allar með tölu að ég held. Kærleikur systkinanna, barna Hólmfríðar, hefur verið mikill alla tíð. Þau hafa staðið saman í blíðu og stríðu. Andlát föðurins var þeim öll- um áfall. Ása var systkinum sínum ■ sem önnur móðir frá unga aldri. Það helgaðist ekki einungis af því að hún var ögn eldri en hin, heldur ekki síð- ur meðfæddum hæfileikum til um- önnunar, þolinmæði og lagni. Þessa hafa þau ætíð minnst og töldu þau öll að næst foreldranum ættu þau henni mest að þakka. Til Ásu mátti alltaf leita eftir styrk og stoð og huggun. Vandamenn og vandalausir nutu þessa í ríkum mæli. Ása var í því litla námi sem títt var til sveita á hennar uppvaxtarár- um. Hún nam við Húsmæðraskól- ann á Staðarfelli en mestrar kennslu naut hún í lífsins skóla og þar náði hún frábæram árangri okkur öllum, skyldum og óskyldum, til hagsbóta. Hún lifði miklar þjóðlífsbreytingar. Hún mundi fæðingu bróður síns frostaveturinn mikla 1918, er gufan frá heitu vatninu til að þvo hvítvoð- ungnum í baðstofunni þéttist við loftið og lak síðan niður aftur. Hún hafði lifað tímana tvenna og hennar góða minni geymdi þá reynslu. Minningin um Teitrúnu Ásu Björnsdóttur mun ávallt lifa með mér og ótal fleiram og draga fram hina bestu eiginleika í mannssálinni. Ástvinum sendum við Sigrún sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning-" hennar og hafi hún þökk fyrir allt og allt. Grétar Áss Sigurðsson. Kveðja frá bræðrum Elsku sæla systir mín, sártvarþigaðmissa. Eg vildi feta í fótspor þín, faðma þig og kyssa. Ofurblítt þú elskaðir afkomendur þína. Um þig aldrei stóð neinn styr, þín stóra sál mun skína. Þú varst okkar sólarsýn, svipinn Ijúfa kenni. Vertu sæl - við söknum þín. Siggi, Árni og Benni. (Ben. Björnsson.) TRYGGVI HARALDSSON + Tryggvi Har- aldsson fæddist í Kerlingardal í Mýr- dal 25. febrúar 1918. Hann lést á Hjúkrun- arheimilinu Sunnu- hh'ð í Képavogi 25. febrúar sfðastliðinn og fór útför hans fram frá Képavogs- kirkju 3. mars. Svava og kona mín Olga, vora æskuvin- konur og hófust mín kynni af Tryggva þeg- ar ég kynntist konu minni. Sú vinátta hefur haldist síðan. Tryggvi reyndist okkur hjónum vel, enda var hann einstaklega góður drengur. Þegar við voram að byggja okkur hús kom hann óbeðinn til að hjálpa og ekki gat hann setið á sér að koma upp í Svínadal og hjálpa okkur við sumarbústaðinn. Þetta er bara lítið brot af því sem hann gerði fyrir okkur. Já, þar er margs að minnast eftir hálfrar aldar vinskap. Margar ferðir fóram við saman um landið. Það væri of langt mál að telja þær allar upp. Þó verð ég að minnast á eftirminni- lega ferð um Vestfirði sem byrjaði í Bjarka- lundi í slagveðursrign- ingu þar sem við tjöld- uðum, en um morg- uninn var komið sólskin sem hélst alla ferðina. Alltaf var tekin jafn rausnarlega á móti manni hvort sem var á Borgarholtsbraut eða uppi í Mosfellsdal í bústaðnum þeirra sem var honum svo kær, enda var hann mikill náttúraunnandi. Hann var iðu- lega að grisja skóginn eða í garð-* ræktinni. Þar voru ræktaðar kartöfl- ur o.fl. grænmeti og rifsber. Hann var oftast að dytta að bústaðnum eða i því sem til féll. Já, þær vora margar hugljúfu stundirnar sem við áttum í Mosfellsdalnum. Tryggvi var búinn að tala um að fá að hvílast þar og horfa yfír dalinn sinn. Blessuð sé minning þín. Olga og Sigurður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.