Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Matur 2000 í Smáranum SÝNINGIN Matur 2000 verður haldin dagana 30. mars - 2. aprfl, í tennishöllinni, í Smáranum í Kópa- vogi. Matur 2000 er matvælasýning þar sem yfir 100 fyrirtæki hafa skráð sig og munu kynna sína vöru og þjónustu. Islandsmeistaramót í mat- væla- og framreiðslugeiranum fer fram á sýningunni. Nýjungar á sýn- ingunni, sem haldin er nú í fimmta sinn, eru Brúðkaup 2000 og íslands- mót kaffibarþjóna. Fimmtán fyrirtæki, hvert á sínu sviði, ætla að sameinast í því að skapa réttu brúðkaupsstemming- una. M.a. koma nýgift hjón á sýning- una á laugardeginum og ætla þau að halda stærstu brúðkaupsveislu árs- ins. Þau stíga brúðarvalsinn, skera brúðkaupstertuna, skoða gjafir, skála í freyðivíni o.fl. Einnig verður nú haldið, í fyrsta sinn á Islandi, Islandsmót kaffibar- þjóna. Forkeppnin verður haldin fimmtudaginn 30. mars og föstudag- inn 31. mars. í Lavazza-kaffiskólan- um í húsnæði Karls K. Karlssonar, Skútuvogi. Forkeppnimar verða tvær vegna mikillar þátttöku. Úrslitakeppnin fer hins vegar fram á sýningunni Matur 2000, 2. aprfl. Kynnir keppninnar er Auður Haraldsdóttir, rithöfundur og kaffiunnandi. Dómarar eru þrír; Sigmar B. Hauksson, Þorri Hrings- son og Tone Elin Livaag. Tone kem- ur frá kaffibrennslu Solberg & Hansen í Noregi. Hún hefur skipu- lagt Championship in Barista Art sem er norska kaffibarþjónakeppnin og verið þrisvar sinnum dómari þar. Álfhólsvegur 103, Kóp.-Opið hús Falleg 117 fm sérhæð á 1. hæð í þríbýlishúsi með 4 svefnherbergjum á sérgangi ásamt uppgerðu glæsilegu baðherbergi. Eldhús með nýlegri og vandaðri innréttingu, þvottahús og búr innaf. Stofa með fallegu útsýni til norðurs og svölum. 25 fm upphitaður bílskúr með góðu geymsluplássi í kjallara. Sérinngangur og sérhiti. Frábær stað- setning, örstutt frá Digranesskóla. Flúsið er staðsett fyrir neðan götu og liggur sérhúsagata að því. Verð 13,8 millj. Hæðin er til sýnis hjá eiganda, Gunnlaugi, í dag, milli kl. 14 og 17. Sími á staðnum 554 2181, gsm 862 6705. Séreign Skólavörðustíg 41, sími 552 9077. Opið sunnudag frá kl. 12-14 í dag, sunnudag, frá kl. 14r-16 á VESTURGÖTU 54a, Reykjavik. Góð 3ja herbergja íbúð í kjallara með sérinngangi og aðgengi frá austurhlið hússins, (sundi). Nýl. innr. í eldhúsi. Parket. Hús í góðu ástandi. Eigendur bjóða ykkur velkomin milli kl. 14 og 16 í dag. Armúla 21 DAN V.S. WIIUM, hdl. lögg. fasteignasali. SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 48 Jöklafold, 4 herb. ásamt bílskúr Stórglæsileg 4ra herb, 110 fm endaíbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli. Vandaðar innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Tvennar svalir, rúm- góð herbergi og stór stofa. Fallegt útsýni. íbúðinni fylgir 21 fm upphitaður bílskúr. Áhv. byggingarsjóður 3,6 millj. með 4,9% vöxtum. Greiðslubyrgði pr.mán. 18 þús. Verð 14,7 millj. Séreign Skólavörðustíg 41, sfmi 552 9077. Opið sunnudag frá kl. 12-14 AFENGISFRAMLEIÐSLA DRYKKJARVÖRUFRAMLEIÐSLA LEITAR EFTIR AÐSTÖÐU Áfengis- og drykkjarvöruframleiðsla Sprota ehf. verður flutt úr Mjólkursamlagshúsinu í Borgarnesi þar sem hún hefur verið stað- sett síðastliðin 12 ár. Leitað er eftir nýjum vingjarnlegum stað með hreina og tæra ímynd. Til greina kemur að selja eða leigja framleiðslutækin, þekk- ingu, gæða- og eftirlitskerfi. Lysthafendur hafi samband við: Stakfell, fasteignasölu, Suðurlandsbraut 6, Reykjavík, sími 568 7633, fax 568 3231. Hraðinn í fasteignasviðskiptum eykst stöðugt og nú eru margar eignir seldar án þess að hafa veriö auglýstar í dagblöðum. Þeir sem nota netið fá upplýsingar um nýjar eignir í sölu á undan öðrum. Seljendur sem fá kaupanda eftir netáskrift bera ekki auglýsingakostnað vegna sölunnar. Netáskriftin er fyrirhafnarlítil, áskrifendur fá upplýsing- arnar á sitt netfang en þurfa ekki að ná í þær sérstaklega. Þessi þjónusta Hóls er ókeypis. Vertu skrefi á undan, fáðu þér netáskrift hjá Hóli strax í dag www.holl.is | fasteignasala] Skipholt 5QB 101 Reykjavík Sími: 551 0090 Fax: 562 9091 Netfang: holl@holl.is Heimasíða: www.holl.is húsnæði mmm Við erum skrád á www.holl.is og fáum sendar í netpósti uppiýsingar um nýjar eignir í sölu hjá Hóli, svo sá ég einn daginn aö komin var eign sem uppfyllti drauma okkar um stærra húsnæöi. Ég hringdi og við fórum bara strax aö skoða og þaö var klárt strax að húsið smellpassaði fyrir okkur. Við gerðum tilboð og því var tekið, þannig að við vorum búin að kaupa okkur nýtt hús á einum degi. Þá létum við skrá okkar eign hjá Hóli, þeir sendu mörg hundruð áskrifendum upplýsingar um okkar íbúð, fólk kom og skoðaði, daginn eftir var komið tilboð, við tókum því og skrifuðum undir. Við keyptum og seldum á 22 tímum, geri aðrir betur! Jóhannes Ólafur Ellin og Hanna Birna Sigurbjörnsdóttir með dæturnar Söru Dögg Eiðsdóttur, Birnu Maríu Ellingsen og Ólöfu Katrínu Ellingsen. Skiptum um á 22 tímum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.