Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 26. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+ PálI Sigurðsson
fæddist í Reykja-
vík 4. janúar 1918.
Hann lést 19. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Sigurð-
ur Ólafsson, rakara-
meistari í Reykjavík,
f. 3.5. 1885, d. 18.4.
1969, og Halldóra
Jónsdóttir húsmóðir,
f. 9.8. 1884, d. 17.12.
1947. Systkini Páls:
Jón Guðmundsson, f.
9.3. 1913, d. 26.6.
1977; Ásgerður Sig-
urðardóttir Haf-
stein, f. 10.10.1914, d. 8.10.1976;
Guðrún Sigurðardóttir, f. 22.5.
1916, d. 14.7. 1960; Þorsteinn Sig-
urðsson, f. 9.3. 1920, d. 27.3. 1999;
Ólafía Sigurðardóttir, f. 13.1.1922.
Eiginkona Páls var Kristbjörg
Hermannsdóttir húsmóðir, f. 17.9.
1923, d. 18.11. 1970. Foreldrar
Hinn 18. mars andaðist á Hrafn-
istu í Reykjavík mágur minn Páll Sig-
urðsson, rakarameistari, 82 ára að
aldri. Andlát hans kom ekki á óvart
Jpví að á síðasta æviári hans gaf heils-
an sig og eftir það hallaði hratt undan
fæti. Dauðinn kom því eflaust eins og
svo oft, sem líkn þreyttri sál og færði
hann að nýju á vit ástvina sinna. Þeg-
ar menn kveðja með þeim hætti að
loknum löngum ævidegi er ekki
ástæða til að syrgja heldur aðeins að
minnast og sakna.
Það virðist svo óralangt síðan leiðir
okkar Páls lágu fyrst saman, en sá
tími stendur mér enn ljóslifandi fyrir
sjónum. Ég var þá smápolli á heimili
fósturforeldra minna, Hermanns
(►Hermannssonar og Sigurbjargar
Þorsteinsdóttur á Njálsgötunni, í
glöðum hópi þriggja dætra og eins
sonar þeirra hjóna, sem öll voru eldri
en ég. Ein dætranna var Kristbjörg,
eða Gógó eins og hún var kölluð, af-
hennar voru Hermann
Hermannsson hús-
gagnasmiður og Sig-
urbjörg Þorsteins-
dóttir húsmóðir.
Sonur Páls frá fyrra
hjónabandi með Sig-
urlaugu Ingibjörgu
Júlíusdóttur er Brynj-
ar verslunarmaður, f.
10.6. 1936, kvæntur
Vibekku Bang og eru
börn þeirra Páll
Snævar, f. 1.3. 1965,
og Óli Arnar, f. 1.8.
1970. Böm Páls og
Kristbjargar: 1) Kol-
beinn Hermann framkvæmda-
stjóri, f. 26.11. 1945, var kvæntur
Bryndísi Stefánsdóttur, þau
skUdu, og em börn þeirra Páll
Hermann, f. 17.4.1964, Sigríður, f.
25.4. 1966, og Þórður Hermann, f.
5.1. 1969. Seinni kona Kolbeins er
Guðrún Jóhannsdóttir og er dóttir
burða falleg og glæsileg stúlka, sem
ungir menn þeirra tíma kepptust um
að renna hýru auga til. Slíkt fór ekki
fram hjá árvökru auga smástráks
sem var með nefið ofan í öllu, sérstak-
lega því sem honum kom ekki við.
Páll bættist fljótt í hóp vonbiðl-
anna og eftir það var Ijóst að öðrum
þýddi ekki lengur að reyna fyrir sér á
þeim vettvangi því að þau Gógó og
Palli voru eins og sniðin fyrir hvort
annað. Jafnvel skapferli þeirra var
ótrúlega líkt. Þau voru skapmikil, en
bh'ðlynd, tilfinningarík og rómantísk,
stundum allt að því draumórakennd.
Þau voru afskaplega ástfangin, og ég
er viss um að sú ást hélst öll þau ár
sem þau áttu saman í þessu lífi. Þau
gengu ung í hjónaband og eignuðust
þrjú böm; Kolbein Hermann, Vigdísi
Valgerði og Sigurbjörgu, sem öll hafa
erft bestu eiginleika foreldra sinna.
Aður hafði Páll eignast soninn
Brynjar.
þeirra Kolbrún Heiða, f. 21.2.
1991. Synir Guðrúnar frá fyrra
hjónabandi em Atli Freyr Einars-
son, f. 17.8. 1975, og Hjalti Már
Einarsson, f. 29.9. 1978. 2) Vigdís
Valgerður flugfreyja, f. 24.5.1948.
3) Sigurbjörg innanhússarkitekt, f.
14.7. 1957, dætur hennar og Ás-
geirs Bjarnasonar em Ragnhildur
Lilja, f. 10.9. 1980, og Gunnhildur,
f. 29.11. 1987. Eiginmaður Sigur-
bjargar er Peter Kmmhardt.
Páll lærði rakaraiðn hjá foður
sínum, Sigurði Ólafssyni, á rakara-
stofunni í Eimskipafélagshúsinu.
Hann starfaði þar að loknu námi,
tók síðar við rekstri rakarastof-
unnar og starfrækti hana til 1987.
Páll gegndi ýmsum félags- og
trúnaðarstörfum fyrir Meistarafé-
lag hárskera um langt árabil en
hann var m.a. formaður félagsins
um skeið. Þá var hann einn af
stofnendum almenns lífeyrissjóðs
iðnaðarmanna og sat í bankaráði
Iðnaðarbankans. Páll var elsti
heiðursfélagi Meistarafélags hár-
skera.
Útför Páls fer fram frá Áskirkju
mánudaginn 27. mars og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Flest búskaparár sín bjuggu þau
Gógó og Palli á Snorrabraut, aðeins
steinsnar frá æskuheimilinu á Njáls-
götunni, og þar á milli urðu götur
ekki grónar. Ég var nánast daglegur
gestur á heimili þeirra fram á ungl-
ingsár. Þar var mitt annað heimili.
Ég þurfti ekkert tilefni til að fara í
heimsókn og þar var mér alltaf tekið
af þeirri ást og hlýju sem þau áttu
gnótt af, og sem ég hef búið að allt
fram á þennan dag. Fyrir það stend
ég í óendanlega mikilli þakkarskuld
til þeirra.
Fyrir þrjátíu árum lést Gógó á
sviplegan hátt á miðjum aldri og
maður getur aðeins rennt grun í hve
gífurlegt áfall það varð Páli, en hann
bar ekki tilfinningar sínar á torg. Nú
er hann farinn á eftir, og þegar Kol-
beinn sonur þeirra tOkynnti mér and-
lát föður síns fyrir nokkrum dögum
hafði hann á orði að nú væru þau
loksins sameinuð aftur eftir þrjátíu
ára aðskilnað. Það er góð tilhugsun
að ævintýri þessara tveggja ástvina
sé hafið að nýju.
Páll var mikið snyrtimenni til orðs
og æðis. Hann var drenglyndur,
orðvar og nærgætinn, og aldrei
heyrði ég hann tala illa eða niðrandi
um nokkum mann. Páls verður
minnst sem sanns heiðursmanns og
góðs drengs. Við Inga Lára sendum
aðstandendum hans samúðar-
kveðjur.
Ingvi Þorsteinsson.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast Páls Sigurðssonar rak-
arameistara sem segja má að hafi al-
ist upp á Rakarastofunni í Eimskipa-
félagshúsinu. Páll fékk rakarastarfið
í vöggugjöf því faðir hans' Sigurður
Ólafsson, var rakarameistari og einn
af stofnendum Rakarameistarafélags
Reykjavíkur sem stofnað var í febr-
úar 1924.
Sigurður var fyrsti formaður fé-
lagsins og það kom því ekki á óvart að
Páll tók ríkan þátt í félagsmálum og
varð formaður Meistarafélags hár-
skera í febrúar 1970. Hann lét af því
starfi 1974 en tók að sér að vera vara-
formaður. Sonur Páls, Kolbeinn,
lærði einnig hárskeraiðnina og var
formaður bæði í Nema- og sveinafé-
lagi hárgreiðslu- og hárskera.
Ég var einmitt að læra á þessum
árum og sem formaður Nemafélags-
ins átti ég marga fundi með Páli. Páll
var rólegur og yfirvegaður maður
sem gaman var að rökræða við. Ég
var þá róttækur - sjálfsagt í meira
lagi - og því gaf hann sér sérstaklega
tíma til þess að setja mér lífsreglurn-
ar og kenna mér virðingu fyrir mér
eldra fólki. Þetta gerði hann á ein-
staklega nærgætinn hátt og auðséð
var að hann bar hag minn fyrir
brjósti. Það vaknaði þvi strax hjá mér
mikil virðing fyrir þessum manni,
sem við nemamir litum á sem and-
stæðing. Auk þessa lagði hann mikla
vinnu í að endurhæfa og -mennta
hárskera sem á þessum árum höfðu
litla vinnu vegna þess að allir voru að
safna hári til að tolla í tísku. En stof-
an hans Páls skapaði sér líka mikla
sérstöðu á þessum árum og löngu áð-
ur en ég fór að læra lét ég klippa mig
þar vegna þess að þar var maður ekki
snoðaður og virðing var borin fyrir
því að maður vildi hafa sitt síða hár.
Páll var brautryðjandi í því að fá
hingað til lands erlenda hárskera til
að kynna tískuna og hann var einnig
formaður Menningar- og minningar-
sjóðs Ama Nikulásarsonar sem sá
um endurmenntun hárskera. Störf
Páls verða seint fullþökkuð og það
skarð sem hann skilur eftir í félags-
málum hársnyrtiðnar mun seint
verða fyllt af okkur sem á eftir hon-
um koma.
Innilegar samúðaróskir til fjöl-
skyldu hans.
Torfi Geirmundsson.
Mér þótti það dökk og dapurleg
niðurstaða eins frænda míns, sem
bæði hafði aldur og þroska umfram
mig, er fyrir allmörgum ámm sagði
mér að því miður væri flest fólk pakk.
Ég hef síðan rekið mig á að nokkuð
kann að vera hæft í orðum frænda
míns. Þeim mun eftirtektarverðari
og mikilvægari eru kynni af fólki úr
hinum fámennari hópi. Vönduðu,
grandvöru og heiðarlegu fólki, sem
hefur önnur markmið í lífinu en að
upphefja sjálft sig gagnvart eða
auðgast á nágrannanum, hvað þá
narrast að honum eða niðurlægja.
Páll Sigurðsson var einn þeirra er
tilheyrði hinum fámennari hópi og
því sæmd að kynnast og tengjast.
Páll var ætíð kurteis og fágaður í
framkomu og klæðaburði. Farsæll í
starfi og naut trúnaðar og virðingar.
„Sjaldan fellur eplið langt frá eik-
inni,“ segir máltækið, og mér var það
lán að njóta um alllangt skeið fylgdar
og vináttu yngri dóttur hans, Sigur-
bjargar eða Sibbu, eins og flestir
kalla hana. Þrátt fyrir skilnað okkar
Sibbu, eigum við enn vinskap okkar
og dætur tvær, sem Páli, afa þeirra,
þótti afar vænt um og duldi ekki hve
mjög honum þótti þær afbragð
flestra annarra bama.
Ég kveð Pál hinstu kveðju og votta
minningu hans virðingu mína.
Ásgeir Bjamason.
PÁLL
SIGURÐSSON
Blómastofa
Friðjtnns
Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík, sími 553 1099.
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar fyrir öll tilefni.
Gjafavörur.
OSWALDS
simi 551 3485
ÞJÓNUSTA AI,LAN
SÓLARHRINGINN
GUNNAR
FRIÐRIKSSON
+ Gunnar Friðriks-
son fæddist í
Reykjavflc 24. des-
ember 1925. Hann
lést á dvalar- og
bjúkrunarheimilinu
Kumbaravogi 5.
mars síðastiiðinn og
fdr útför hans fram
frá Selfosskirkju 11.
mars.
Góður drengur og
Ijúfmenni, frændi
minn, Gunnar Filippus
Friðriksson, Birkivöll-
um 17 á Selfossi, er fall-
inn frá, 74 ára að aldri.
Móðir Gunnars og föðursystir mín
var Guðrún Auðunsdóttir, f. 25. des-
ember 1880, d. 30. september 1980,
Ólafssonar bónda í Kílhrauni á
Skeiðum, og konu hans Þorbjargar
Brynjólfsdóttur frá Háakoti í Fljóts-
hlíð. Auðunn var sonur Ólafs Einars-
sonar, hreppstjóra á Núpi í Fljóts-
hlíð Högnasonar bónda í Ytri-
Skógum og Guðrúnar Auðunsdóttur
Jónssonar prests á Stóru-Völlum á
Landi. Þorbjörg var dóttir Brynjólfs
bónda í Háakoti í Fljótshlíð og konu
hans Guðrúnar Guðmundsdóttur.
Brynjólfur var sonur
Péturs bónda á Stóru-
Borg Sveinssonar
bónda á Torfastöðum í
Fljótshlíð. Guðrún var
dóttir Guðmundar
Jónssonar bónda og
hafnsögumanns í Hlíð-
arhúsum í Reykjavík.
Faðir Gunnars var
Friðrik Filippusson frá
Litla-Leðri í Selvogi
Guðmundssonar og
konu hans Guðrúnar
Friðriksdóttur. Bróðir
Gunnars var Auðunn f.
9. ágúst 1923, d. 20. júní
1985.
Kona Gunnars var Guðný Alexía
Jónsdóttir f. 27. janúar 1936, d. 2.
apríl 1990. Eftirlifandi synir þeirra
eru: 1. Friðrik f. 17. janúar 1959,
kona hans er Brynja Hjaltadóttir og
bömin Gunnar og Hjalti. 2. Þórir f. 2.
ágúst 1969, ókvæntur og barnlaus.
Gunnar var fæddur í Reykjavík en
átti lengst af heima í austurbænum á
Kálfhóli á Skeiðum, þar sem foreldr-
ar hans bjuggu uns þau fluttu, árið
1937, að Bjömskoti í sömu sveit.
Sem sumardvalarbarn í vesturbæn-
um á Kálfhóli hjá systur Guðrúnar,
Þegar andldt ber að höndum
Utfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuíborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns viS útfararþjónustu og kistuframleiðslu.
AlúSleg þjónusta sem byggir á langri reynslu
Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. $ J?
Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266
Valgerði, og manni hennar Gesti
Ólafssyni lékum við Gunnar okkur
saman sumar eftir sumar ásamt
bróður hans Auðuni og Björgvini
syni Valgerðar og Gests. Aldurs-
munur okkar var ekki meiri en svo
að við áttum mörg sameiginleg
áhugamál bæði í leik og, þegar frá
leið, einnig í starfi. Þar sem Auðunn
og Björgvin vom eldri en við Gunnar
réðu þeir þó oftar ferðinni. Færðist
þá stundum fjör í leikinn svo um
munaði þótt aldrei hlytust óhöpp af.
Er mér minnisstætt hve grandvar og
prúður Gunnar var og slíkur jafnað-
argeðsmaður að honum hrutu aldrei
ónot af vömm, hann talaði aldrei illa
um nokkurn mann, hann sagði aldrei
ljótt orð og er þá átt við orðbragð
það sem daglega er ofnotað og gjam-
an kennt við stjómandann í „neðra“.
Eitt sinn var reynt að þvinga Gunnar
til að segja Ijótt en hótað ella böðun í
svonefndri Pittdælu norðan bæjar,
þangað sem leikurinn hafði borist.
Ekki hrein þetta á Gunnari sem
sagðist samt aldrei skyldi segja ljótt.
Mættum við hinir hafa tekið þau orð
hans okkur til fyrirmyndar.
Eftir að fjölskyldan flutti frá Kálf-
hóli hittumst við sjaldnar, en mér er
minnisstæð ferming Gunnars í
Ólafsvallakirkju um hvítasunnuna
1939 og veislan í Björnskoti á eftir,
enda vom slíkar samkomur svo fáar
á þeim tíma að þær sitja enn fastar í
minni en ýmsir stórviðburðir í of-
gnótt seinni ára.
Eftir að fjölskyldan flutti til Sel-
foss var oft komið við á Kirkjuvegin-
um þar sem Guðrún stóð með reisn
fyrir heimilinu með sonunum, að
Friðriki látnum. Eftir að bræðumir
Blómabúð
m
öa^ðskom
v/ FossvogsUirkjwgarð
Slmii 554 0500
stofnuðu eigin heimili dvaldi Guðrún
hjá þeim til skiptis þar til hún lést
1980, nær 100 ára gömul.
Ævistarf Gunnars var akstur
ílutningabíla, fyrst fyrir Kaupfélag
Árnesinga og síðar Mjólkurbú Flóa-
manna þar til hann fór á eftirlaun
sjötugur. Gunnar naut því miður
skamma stund áranna eftir að ævi-
starfinu lauk en þau em mörgum
velkominn aflgjafi til að sinna áhuga-
málum sem setið hafa á hakanum í
amstri daglegs brauðstrits starfsár-
anna. Um leið og ég kveð þennan
ljúfa frænda minn óska ég bömum
hans og fjölskyldum þeirra allrar
blessunar í framtíðinni.
Helgi Ólafsson.
Skilafrest-
ur minn-
ingar-
greina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.