Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 27 rýmingu þeirra og margir þeirra voru sendir í gasklefa eða settir í dauðagöngusveitir - þær áttu að fara fótgangandi til Austurríkis. Mamma og stjúpfaðir minn voru þeirra á meðal. Flestir þeirra sem fóru í þess- ar göngur dóu en mamma og stjúp- faðir minn sluppu á ævintýralegan hátt - en það er önnur saga. Ég var settur í þrælavinnu, vakinn klukkan fimm á morgnana og látinn vinna við moldargröft allan daginn þar til komið var langt fram á kvöld. Við sváfum í skepnuhúsum og fengum lítinn sem engan mat. En mér tókst að flýja. Hinn fjórða nóvember 1944 var mér og fjölmörgum öðrum smalað í hóp og farið með okkur niður að Dóná. Ég hafði ákveðið að reyna ekki að flýja nema að ég yrði fluttur niður að fljótinu og til stæði að setja mig í lest. Allt var myrkvað vegna hættu á loftárásum. Ég þóttist viss um að fara ætti með okkur í dauðabúðir og drepa okkiu- í gasklefum. Ég var með bakpoka og í hlýrri peysu. Ég stóð utarlega í hópnum, rétt við brautarstöðvarbygginguna. Ég reyndi laumulega dymar, hvort þær væru opnar. Fólk spurði hvað ég væri að gera, ég sagðist þurfa að fara á salerni. Ein hurðin reyndist opin og ég fór inn í bygginguna. Þar var kolamyrkur og ég reyndi að opna all- ar dyr sem þar voru. Einar þeirra opnuðust og allt í einu stóð ég hinum megin við bygginguna. Aðgerðir þessar höfðu verið ákveðnar í fljót- heitum og enginn hafi greinielga gert ráð fyrir þeim möguleika að ein- hver úr hópnum kynni að komast til að opna dyr þama. Ég stóð þama í myrkrinu og kastaði af mér öllu sem ég gat losað mig við, gyðingastjörn- unni og bakpokanum og hljóp af stað. Hundarnir geltu hinum megin og ég hljóp og hljóp. Fékk fölsuð skilrfld Ég mundi að ekki mjög langt frá bjó gamall kennari minn. Ég hafði einu sinni komið heim til hans. Þang- að reyndi ég að komast. Ég skil ekki enn í dag hvemig ég fór að því að finna hús hans í myrkrinu - ég þekkti nánast ekkert til þama og sex kílómetrar vom heim til hans. Ég hljóp og hljóp og allt í einu sá ég hús- ið hans, sá númerið á því. Ég skreið inn í ranna í garðinum og sofnaði ör- þreyttur. Ég var bæði rifinn, skítugur og órakaður. Eiginkona fyrram kenn- ara míns kom út íyrir snemma um morguninn til þess að sækja mjólk- ina út á tröppurnar. Þegar hún sá mig varð hún hrædd. Ég sagðist vera gamall nemandi manns hennar og hún leyfði mér að koma inn. Kenna- rinn minn gamli varð greinilega mjög skelfdur þegar hann sá mig og útganginn á mér. „Hvað hefur þú gert og hvaðan kemur þú? Af hverju flúðir þú - hefur þú drepið ein- hvern?“ spurði hann. Hann vildi ekki trúa því sem ég sagði honum frá - „þetta er allt saman lygi, heimskuleg lygi,“ sagði hann reiður. Þetta vora sömu viðbrögðin og ég fékk hjá frændum mínum þegar ég reyndi að segja þeim frá innihaldi Auschwitz- skýrslunnar. „Þið Gyðingar ættuð að gera eitthvað,“ sagði kennarinn, „Ungverjar era deyjandi á vígvöllun- um - þið ættuð að leggja eitthvað af mörkum,“ sagði hann reiðilega. Þeg- ar hann róaðist spurði hann hvað ég vildi. „Ég vil fá að nota baðherberg- ið, þvo mér og raka mig. Svo vil ég fá lánaðan frakka og hatt svo ég geti farið niður í bæ.“ Hann kvaðst verða að ræða við konu sína, hann ætti fjöl- skyldu sem hann yrði að taka tillit til. Eftir nokkrar viðræður við konuna kom hann og sagði mér að morgun- matur væri kominn á borðið. Þá vissi ég að úr myndi rætast. Ég var innilega hamingjusamur yfir að hafa endurheimt frelsi mitt en ég hafði hins vegar ekki neina papp- íra og án þeirra var ekki hægt að vera til á þessum tímum. Ég fékk hattinn og frakkann og fór til hjóna sem mér var bent á. Þar fékk ég mat og leiðbeiningar til þess að hitta ung- an mann sem útvegaði pappírslaus- um Gyðingum falsaða pappíra. Aður en ég fór bað kennarinn mig að senda sér kort ef allt gengi vel. Agrip helstu rannsókna George Klein Georg Klein á langan feril að baki í rannsóknarstörf- um í krabbameinsfræð- um. Hann kom til Stokk- hólms 22 ára gamail og sviði. Arið 1957 varð hann prófessor við Karólínsku stofnunina í Stokkhóimi og sljómandi rannsóknar- stofnunar þar. Að sögn dr. Sigurðar Ingvarssonar líf- fræðings, sem var nem- andi Georg Klein, hafa rannsóknir Klein fyrst og fremst beinst að krabba- meinslíffræði. Klein hefur fylgt ferlinu frá því að skoða ónæmisfræði- tengda æxlismyndun yfir í áhrif veira á æxlisvöxt. Einnig hefur hann verið við litningarannsóknir sem hafa þróast yfir í sameindalíffræði í dag. I upphafi gerði hann rann- sóknir á músum og æxlum í kviðarholi þeirra, fljót- andi í kviðarholsvökva og í föstu formi. Hann hefur einnig rannsakað mikið veiru sem heitir Epstein- Barrveira (EBV) og lýst m.a. þætti þeirra í eitil- frumuæxlum (Burkittl- ymphoma). Klein kom fram með tilgátu í sam- bandi við litningayfir- færslur sem virkjar æxlis- gen (Onco Genes). Rannsóknir hafa sýnt fram á að tilgáta hans var Morgunblaðið/Arni Sæberg rétt. Hann var einnig fi-umkvöðull ásamt Henry Harris að vinnu með sam- runafrumur - samruna milli æxlisfrumna og eðli- legra frumna. Fram kom f þessum rannsóknum að æxlisfrumumar töpuðu útlitseinkennum sínum. Þetta lagði til grunnhug- myndina að því sem kallað er í dag; æxlisbæligen (Tumor Suppressor Gen- es). Georg Klein er einn örfárra manna í heimin- um í' dag sem hefúr yfir- sýn yfir allar helstu rann- sóknir sem gerðar hafa verið í krabbameinslíf- fræði. Ég fór í bæinn og alls staðar vora hermenn. Ég var á þeim aldri að mjög gransamlegt var að ég skyldi ekki vera í hemum. Það myndi krefj- ast útskýringa. Ég fór til þessa unga manns, hann var sonur skósmiðs og hafði hjálpað mörgum um falsaða pappíra. Ég fékk leyninafn hans - hann sagði mér að fara til helvítis þegar ég ávarpaði hann, spurði hvort ég væri vitlaus að ganga svona inn og tala við hann, spurði hvort ég vildi láta skjóta okkur báða? Hann sendi mig síðan í íbúð sem kona ein hafði eftirlátið til þessarar starfsemi. Hún var auð og þar beið fjöldi fólks þegar mig bar að garði. Ég beið innan um hina Gyðingana þar til ungi maður- inn kom. Hann geymdi alls konar pappíra í skorsteininum og náði í þá og ég varð að ákveða hvaða nafni ég vildi ganga undir, hvaðan ég kæmi og svo framvegis. Ég ákvað að heita Georg Kordos og vera 16 ára gamall, eldri hefði ég átt að vera í hemum. Það var raunar mjög ólíklegt að ég gæti verið 16 ára enda að verða tví- tugur - en svona varð þetta að vera. Ég fékk skilríkin og gat notað þau en þau voru ekki mjög vönduð, dugðu ekki til nánari skoðunar. Hinn ungi maður varð seinna prófessor og gegndi einnig m.a. þýðingarmikilli og erfiðri stöðu fyrir Israel í sex daga stríðinu, ég hitti hann síðar í Svíþjóð 1967. Ég vissi ekki þegar hann lét mig hafa skilríkin að á bak við hann stæði ungliðahreyfing Zion- ista. Ákvað að flytja sem fyrst frá Ungverjalandi Þegar stríðinu lauk var ég mjög vonsvikinn yfir þvi hvemig landar mínir höfðu komið fram við Gyðinga í landinu. Við áttum hlut að sömu menningu, töluðum sama tungumál, voram landar og aldir upp sem bræð- ur - en eigi að síður létu þeir sér fátt um finnast þótt við sættum hroðaleg- um ofsóknum. Ég kærði mig ekki um að vera í Ungverjalandi framar. Ég hugsaði um það eitt að fá menntun og komast burt. Ég velti fyrir mér í hverju ég ætti að mennta mig. Ég hafði mikinn áhuga á bókmenntum og tónlist, hafði verið áhugasamur og ástríðufullur píanónemandi um tíma og varð það líka síðar. Eigi að síður vildi ég ekki leggja þessar greinar fyrir mig, ég vildi fá menntun sem ég gæti byggt á annars staðar og valdi rannsóknarstörf á sviði líffræði. Ég var afskaplega hamingjusam- ur að hafa sloppið lifandi frá þessum hildarleik. Sjáðu til - á hverjum morgni þegar ég gekk út hugsaði ég um hvort ég yrði lifandi um kvöldið. Nú var þetta yfirstaðið og ég var glaður að fá að vera til og hreyfa mig. Eg gekk um og leitaði ástvina minna og kærastu sem ég átti. Ég hafði orð- ið ástfanginn mitt í öllu þessu öng- þveiti stríðshörmunga. Dag einn stóð undurfogur stúlka í hópi fólksins sem beið aðstoðar hjá stofnuninni þar sem ég vann. Allt þetta fólk beið eftir afgreiðslu ým- issa mála og hún bað yfirmann minn aðstoðar. Ég hafði séð hana úr glugga skrifstofuherbergisins sem ég vann í. Ég fór fram og spurði hana hvort ég mætti ganga með henni áleiðis að heimili hennar. Mér til undranar samþykkti hún það. Löng leið var heim til hennar og við leiðar- lok dirfðist ég að spyrja hvort ég mætti hringja til hennar. Hún sagði já - ég var mjög hamingjusamur. Ég hitti hana nokkrum sinnum. Eftir að ég missti sjónar á henni í öngþveiti stríðsins var ég alltaf að reyna að finna hana hvar sem ég fór. Þegar ég sá sænsku kvikmyndina God aften hr. Wallenberg þá endurlifði ég þessa daga í Búdapest. Samt var þetta öðravísi í raunveraleikanum. Myndin er um ungt og ástfangið par, það fólk lifði samkvæmt myndinni í stöðugri hræðslu - en þannig var það ekki hjá okkur. Við lifðum okkar lífi rétt eins og fólk gerir í dag þrátt fyr- ir umhverfið og aðstæðumar, við vorum ekki alltaf að hugsa um hörm- ungar og dauða. Við lifðum nánast venjulegu lífi og persónuleg tengsl vora eins mikilvæg þá og þau eru fyrir fólk í nútímanum. Að loknu stríði leitaði ég þessarar stúlku alls staðar, loks fann ég hana og þá upp- götvaði ég að hún hafði ekki verið að leita að mér. Hún var einstaklega fal- leg stúlka og hafði notið aðstoðar ýmissa manna, einkum valdamikilla eldri manna, ekki er ástæða til að ásaka hana fyrir það - aðstæður köll- uðu á slíkt. Þegar við höfðum hist þá vildi hún koma með mér til Szeged þar sem ég ætlaði að stunda háskóla- nám. En ég vildi það ekki, hún hafði ekki leitað mín þegar ég leitaði henn- ar, það var staðreynd sem ekki varð komist framhjá. Það var erfitt fyrir mig að taka þessa ákvörðun en ég gat ekki annað. Ég hélt síðan einn til Szeged og hóf námið. Ég vann beinlínis myrkr- anna á milli og hugsaði ekki um ann- að en ljúka náminu eins fljótt og unnt væri til þess að komast burtu úr Ungverjalandi. Ég las og gerði rann- sóknir tengdar sjúkdómafræði. Ég var sannarlega mjög önnum kafinn nemandi. Þannig gekk þetta til árs- ins 1947. Ástarævintýri - flutningur til Svíþjóðar Smám saman vora tökin hert á öllu innanlands, kommúnistar náðu undirtökunum í landinu og endur- skipulögðu stjórnarfarið og efna- hagslífið að sovéskri fyrirmynd. Harðstjóm þeirra leiddi svo sem kunnugt er til uppreisnar árið 1956 sem bæld var niður af sovéskum her- sveitum. Þá þegar árið 1947 var orðið erfitt að komast til útlanda, það var ekki hægt að fara úr landi nema með sérstöku leyfi. Ég hafði ekki áhuga á stjórnmálum, eina sem ég vildi var að ljúka námi og sinna mínum rann- sóknum. Ég sá hins vegar mæta vel að tækifærin í þeim efnum vora ekki í Ungverjalandi. Dag einn í apríl- mánuði 1947 vora mótmælaaðgerðir meðal stúdenta. Eftir aðgerðirnar kom einn þeirra til mín og spurði hvort ég vildi fara til Svíþjóðar. „Hver mundi ekki vilja fara til Sví- þjóðar?" svaraði ég. „Þá skaltu láta mig hafa pappírana þína,“ sagði hann. Ég gerði það. Meðan þessu vatt fram var verið að mála skólahús- næðið. Þegar kom að herberginu sem ég var að vinna í sagði ég ein- faldlega við málarana að þeir fengju ekki að mála það vegna þess að ég væri að vinna í því. Þeir fóra til pró- fessorsins og klöguðu mig. Hann kom til mín og sagði mér að ég ætti að fara burt um tíma. Ég þekkti fólk sem var að skipuleggja stúdentadvöl við Leke Balaton. Það er fagurt vatn og miklar ferðamannaslóðir þar um kring. Leigt hafði m.a. verið hús sem ekki státaði lengur af neinum milli- veggjum, aðeins þakið og útveggim- ir voru uppistandandi eftir sprengju- árás. Settar voru dýnur þar inn og í þessu húsnæði átti ég að vera ásamt þremur öðram stúdentum. Tveir vora komnir og einn var væntanleg- ur, ég vissi ekki hvort það var karl eða kona, í ungversku er sama orðið notað yfir hann og hún. Þegar til kom reyndist stúdentinn sem búist var við vera bráðfalleg stúlka sem ég hafði oft séð en ekki gert neitt í að kynnast þótt mér litist mæta vel á hana. Ég hafði einfaldlega ekki verið á þeim buxunum. Nú var hún komin þarna. Milli mín og hinnar nýkomnu stúlku kviknaði gagnkvæmur áhugi og við fóram að vera saman. Þetta var Eva konan mín. Mitt í hinu nýhafna ástarævintýri okkar kom skeyti þar sem mér var tilkynnt að ég ætti að koma snarlega, lagt yrði af stað til Svíþjóðar næsta mánudag. Sautján stúdentar fóra í þessa ferð sem farin var til að heim- sækja klúbb gyðingastúdenta í Stokkhólmi. Sextán stúdentanna sem fóra í þessa ferð voru námshest- ar en einn þeirra ekki - hann var son- ur manns sem hafði aðstöðu til að fá leyfi til fararinnar. Ég fór síðan til Svíþjóðar og leist vel á mig þar - gat vel hugsað mér að setjast þar að. En ég vildi endilega fá Evu með mér. Ég fór þvi aftur til Ungverjalands og við giftumst þar leynilega. Ég fór tvær ferðir milli Ungverjalands og Svíþjóðar áður en mér heppnaðist að koma henni úr landi með mér - þetta gerðist þó allt á tiltölulega skömmum tíma, árið 1948 voram við Eva sest að í Sviþjóð. Mamma og stjúpfaðir minn komu svo tíl Svíþjóðar árið 1950 og bjuggu þar meðan þau lifðu. Líf okkar allra í Svíþjóð var frið- sælt og þægilegt. Ég fór að vinna við Karólínsku stofnunina í Stokkhólmi og starfaði þar eftir það. Ég hef aldrei saknað Ungverjalands, auðvit- að þótti mér vænt um tungumálið, bólomenntirnar og tónlistina - en þeir hlutir þöfðu eins og fyrr sagði gerst sem leiddu til þess að ég vildi ekki eiga heima þar og ég lít ekki á mig sem Ungverja. Þegar fyrsta bam okkar hjóna af þremur fæddist ákváðum við að tala ekki lengur ung- versku á heimilinu heldur sænsku og höfum talað saman á sænsku síðan. Sonur okkar býr nú í Bandaríkjun- um en dætur okkar tvær búa í Sví- þjóð, þau era öll gift og eiga böm. Bamabörnin mín sum líta sennilega á sig sem Svía en ég er ekki viss um að þannig sé því háttað með börnin okkar.“ Fyrstu árin í Svíþjóð lifðu þau Georg og Eva Klein þar og störfuðu en er tímar liðu fram breyttíst líf þeirra þann veg að þau fóra að ferð- ast æ meira og halda fyrirlestra - enn era þau sífellt á ferðalögum með viðkomustað í Svíþjóð. Bæði sinna þau enn ritstörfum. Fyrstu bók sína ritaði Georg Klein 1984, sjálfsævis; öguna; ... i stallet för Hemland, (í föðurlands stað) sem hann býðst til að senda mér síðar. Ég tek því fagn- andi - það tekur að líða að lokum þessa viðtals og það er sannarlega tilhlökkunarefni að geta lesið meira um ævi og störf þessa fjölhæfa manns en hægt er að spyijast fyrir um á stuttum samfundi milli fyrir- lestra. Áður en ég kveð ræðum við Georg Klein lítillega um trúmál - frá mín- um bæjardyrum séð virðist ekkert hafa haft meiri áhrif á líf Georg Klein en einmitt það að hann er Gyðingur - margt af því erfiðasta sem hent hef- ur hann og breytt lífsferli hans á rót- tækan hátt á rætur í gyðingdómnum. En Georg Klein er löngu hættur að trúa á Guð eins og fyrr kom fram. „Þegar ég var fjórtán ára fór ég með móður minni og stjúpföður í sumar- frí og þar var einnig drengur á mín- um aldri sem ég fór í langar göngur með. Hann var trúleysingi. Ég ákvað að snúa honum og bar á borð fyrir hann allar þær röksemdir sem mér komu til hugar. Niðurstaðan varð hins vegar sú að ég gekk af trúnni, rök mín dugðu ekki. Ég hef síðan átt í mörgum og löngum samtölum við guðfræðinga en niðurstaða mín er æ sú sama; Guð er svo illur að hans eina afsökun er að vera ekki til. Ekkert gerir mig reiðari en þegar annað fólk ætlar að fara að segja mér hvað ég eigi að gera eða ekki gera.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.