Morgunblaðið - 26.03.2000, Síða 38

Morgunblaðið - 26.03.2000, Síða 38
"S8 SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Elskulegur sonur okkar, faðir, tengdafaðir, vinur og afi, STURLA EINARSSON húsgagna- og húsasmíðameistari, Klyfjaseli 2, Reykjavík, sem lést laugardaginn 18. mars, verður jarðsunginn frá Seljakirkju þriðjudaginn 28. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknardeild Landspítalans. Unnur D. Haraldsdóttir, Einar Sturluson, Arnhildur Reynis, Guðlaug J. Sturludóttir, Áki Jóhannsson, Einar Sturluson, Atli Sturluson, Hólmfrfður B. Petersen, Sigurjón Ernir Sturluson, Guðmann Geir Sturluson, Bára M. Eiríksdóttir og barnaböm. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÚLÍUS BJARNI GUÐMUNDSSON teppalagningarmaður, Vallarási 4, er látinn. Hafþór Júlíusson, Regína Vilhjálmsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Grettir Gíslason, barnabörn og barnabarnabarn. ÞORA BJARNADÓTTIR TIMMERMANN + Þóra Bjarnadótt- ir Timmermann fæddist á Höfn í Hornafírði 28. aprfl 1912. Hún lést á hjúkrunarhcimilinu Skógarbæ í Reykja- vík 20. mars síðastlið- inn. Þóra var dóttir hjónanna Ingibjarg- ar Gunnlaugsdóttur og Bjarna Guð- mundssonar, kaupfc- lagsstjóra KASK á Höfn. Systur Þóru voru Sigríður, f. 8. september 1917, d. 15. mars 1972, gift Sigurgeiri Benediktssyni, varðstjóra í Reykjavík, og Friðrikka, f. 29. mars 1925, gift Ólafí E. Ólafssyni, kaupfélagsstjóra í Króksfjarðar- nesi. Árið 1940 giftist Þóra dr. habil. Giinter Timmermann, náttúru- og fuglafræðingi frá Hamborg í Þýskalandi og siðar prófessor í náttúruvísindum við Hamborgar- háskóla, f. 14. febrúar 1908, d. 4. maí 1979. Einkadóttir þeirra er Björk Sigrún, f. 16. ágúst 1942, gift Andrési Svanbjömssyni, yfir- verkfræðingi í Reykjavík, f. 20. október 1939. Böm Bjarkar og Andrésar eru Frímann, útfarar- stjóri í Reykjavík, f. 24. október 1972, og Markús Þór, leiðsögumaður og nemi í listfræð- um, f. 11. mars 1975. Að lokinni hefð- bundinni skóla- göngu á Höfn fluttist Þóra til Reykjavíkur og stundaði nám m.a. við Samvinnu- skólann. Hún réðist til starfa hjá skrif- stofu bæjarsímans 1931, síðar Lands- símans, og starfaði þar næstum óslitið þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir 1976, að undanskildu tímabili frá 1939 til 1945, er hún dvaldist í Þýskalandi, síðustu 10 árin sem aðalgjaldkeri stofnunarinnar. Þóra tók virkan þátt í' félagsstarfi símamanna, m.a. í eftirlaunadeild FIS, og sat í stjórn Sambands lífeyrisþega rík- is og bæja um árabil og átti sæti í stjórn þýsk-íslenska vinafélagsins Germaníu samfellt f 35 ár, 1951 til 1986. Hún hlaut heiðursmerki sambandslýðveldis Þýskalands fyrir störf sín að menningar- tengslum Islands og Þýskalands. Utför Þóm fer fram í Dómkirkj- unni í Reykjavík mánudaginn 27. mars og hefst athöfnin klukkan 13.30. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁSBJÖRG ÁSBJÖRNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Reykjavíkurvegi 38, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu fimmtudaginn 16. mars. Hún verður jarðsungin frá Frikirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 28. mars kl. 13.30. María Paulsen, Jón Kr. Jóhannesson, Sigursveinn H. Jóhannesson, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Eygló Einarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Kristín Þorvarðardóttir, Lilja Jónsdóttir, Kolbrún Kristjánsdóttir, Sveinn Sigurjónsson, Haukur Reynisson, + Elskuleg systir mín, GUÐRÚN ODDSDÓTTIR, sem lést föstudaginn 17. mars sl., verðurjarð- sungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 27. mars kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Kristniboðsfélagið. Páll B. Oddsson. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur sam- úð og hlýhug við andlát og útför sambýlis- manns míns, bróður okkar og frænda, SIGURBJÖRNS GUÐBRANDSSONAR frá Spágilsstöðum, til heimilis á Hrafnistu, Reykjavík. Salbjörg Halldórsdóttir, Guðríður Guðbrandsdóttir, Guðrún Guðbrandsdóttir, Sigríður M. Markúsdóttir, Hjörtur Gunnarsson, Jón Markússon, Sigurbjörg Pétursdóttir. Mér er Ijúft að minnast tengda- móður minnar, Þóru Timmermann, nú þegar hún verður til grafar borin tæplega 88 ára að aldri. Leiðir okkar lágu fyrst saman á vettvangi þýsk- íslenska vinafélagsins Germaníu, 1968. Stjóm félagsins hafði ákveðið að hressa upp á félagslífið með því að kalla til stjómarstarfa nokkra nýút- skrifaða háskólastúdenta, sem num- ið höfðu fræðin í Þýskalandi, og var ég einn þeirra. Þóra hafði þá þegar starfað í stjóm félagsins um árabil og var sjálfkjörin til áframhaldandi stjómarsetu sökum forystuhæfi- leika, dugnaðar og annarra mann- kosta. Þóra var glæsileg kona, lagleg og bjó yfir mikilli reisn. Hún var greind og geislaði af lífsþrótti en jafnframt æðmleysi. Eg heillaðist af þessari sjarmerandi konu frá fyrstu kynnum og komst fljótlega að því, að ég var ekki einn um það. Hún hafði þá um skeið verið aðalgjaldkeri Landssím- ans, einnar umsvifamestu stofnunar landsins, ein af örfáum konum í áhrifamiklum stjómunarstörfum á 7. áratugnum. Ovenjulegt lífshlaup Þóm vakti aðdáun mína og forvitni, sem var svalað nokkmm mánuðum síðar, er ég kynntist einkadótturinni, Björk Sigrúnu, á glæsilegu heimili mæðgnanna á Fornhaganum og ten- ingunum var kastað. Þóra kynntist eiginmanni sínum, Dr. Gunter Timmermann, snemma á fjórða áratugnum, er hann starfaði hér á landi sem ræðismaður þýska ríkisins, 1934 til 1939. Þau vom gefin saman og hófu búskap í Hamborg í byrjun heimsstyrjaldarinnar vorið 1940. Örlaganomimar tóku snemma völdin í hjónabandi þeirra og Þóra varð vitni að ógæfu þýsku þjóðarinn- ar úr návígi, hneppt í farbann. Hún komst að lokum á ævintýralegan hátt heim til íslands að stríði loknu með aleiguna, dóttur sína, sem þá var þriggja ára, undir öðmm hand- leggnum og Þingvallamálverk eftir Jón Stefánsson í blindramma undir hinum, eins og hún sjálf komst að orði er hún seinna lýsti þessu ferða- lagi. Gunter var kvaddur til herþjón- ustu eins og lög gerðu ráð fyrir en hélt lífi og nú var það hann sem sat í farbanni, atvinnulaus, þar til her- stjómin gaf brottfararleyfi til ís- lands mörgum ámm síðar. Björk var tekin í fóstur hjá ömmu sinni og afa og ólst upp á Hornafirði til ferming- araldurs. Þóra tók til við fyrri störf hjá Landssímanum og náði góðum frama í starfi eins og áður er getið. Mæðgumar fluttu aftur saman í eig- in íbúð í vesturbænum, en Gunter festi ekki yndi á Islandi þrátt fyrir gott starf hjá Hafrannsóknastofnun. Sérsvið hans var á sviði fuglafræði eða nánar tiltekið sníkjudýra á fugl- um (Parasitologie). Hann hafði á langri dvöl á íslandi fyrir stríð unnið að fræðigrein sinni og safnað efni í ritgerð um íslenska fugla. Ritgerðin Die Vögel Islands (1941) er talin eitt merkasta fræðirit um íslenska fugla fyrr og síðar og veitti Gunter m.a. réttindi til starfa sem háskólaprófes- sor og aflaði honum alþjóðlegrar við- urkenningar á sérsviði hans. Hjónaband Þóm og Gunters hafði beðið alvarlegan hnekki af völdum heúnsstyijaldarinnar. Þóra deildi þannig örlögum fjölda íslenskra kvenna, sem á ámnum skömmu fyrir stríðið giftust Þjóðverjum granda- lausar fyrir því sem í vændum var, sem reyndist í flestum tilfellum var- anleg upplausn fjölskyldunnar og oft ástvinamissir að auki. Það varð hlut- skipti Þóra að búa í aðskildu hjóna- bandi mestallan hjúskaparaldurinn. Þótt Þóra og Gúnter byggju lengst af hvort í sínu landinu héldu þau góðu sambandi og fóm oft að finna hvort annað. Nærri má geta að slíkt fjölskyldulíf reyndi á þolrif bæði for- eldra og dóttur þegar til lengdar lét. Björk, sem var altalandi á þýsku þegar hún kom til Islands, týndi tungunni á kostnað íslenskunnar, en seinna lærði hún málið að nýju og naut samvista við föður sinn þegar tækifærin gáfust. Báðir foreldrarnir unnu dóttur sinni framar öllu, enda þótt þau væm ekki alltaf sammála um uppeldisaðferðir. Mér er ekki gmnlaust um að hin raunvemlega ástæða fyrir því að hjónabandið fór ekki út um þúfur hafi verið velferð Bjarkar. Þóra var stolt af uppmna sínum og fjölskyldu frá Hornafirði og rækt- aði samband sitt við ættingja og vini alla tíð. í Reykjavík gerðist hún sannur vesturbæingur, bjó á Melun- um lengst af og gekk til vinnu sinnar við Austurvöll dag hvem, enda vel á sig komin líkamlega. Það sópaði að Þóru hvar sem hún fór og setti hún svip á bæjarlífið. Hún lærði aldrei á bíl en fór allt fótgangandi eða í strætó og er mér næsta óskiljanlegt hvemig hún gat komist allra sinna ferða og yfir allt sem hún gerði án eigin farartækis. Þóra var mikill gestgjafi, gerði kröfur í matargerð og naut þess að vera veitandi. „Kaffi og súpur á að bera fram heitt,“ var hún vön að segja, þannig að gestimir máttu stundum gæta tungu sinnar. Hún var jafnframt mikill tónlistamnn- andi og fastagestur á tónleikum Tónlistarfélagsins á ámm áður sem og Sinfóníuhljómsveitar íslands síð- ar meir allt þar til heilsan tók að gefa sig. Þóra reyndist mér og fjölskyldu minni afar vel. Hún sá ekki sólina fyrir drengjunum okkar tveimur og var óþreytt að gera vel til þeirra, enda unnu þeir ömmu sinni og vildu allt fyrir hana gera. Eftir á að hyggja verður mér Ijóst að ég leit aldrei á Þóm sem tengdamóður i gamaldags merkingu þess hlutverks, heldur miklu fremur sem góðan vin og au- fúsugest á heimili okkar alla tíð. Þóra hélt reisn sinni og glæsileika fram í andlátið. Fyrir það ber ekki síst að þakka starfsfólki Efstabæjar sem annaðist hana af einstakri alúð og nærgætni síðustu æviárin. Það er sjónarsviptir að slíkri konu og mun hennar sárt saknað. Blessuð sé minning Þóm Timmermann. Andrés Svanbjörnsson. „Nú hefur hún fengið hvíldina.“ Þetta vom orð móður minnar þegar hún tilkynnti mér að Þóra frænka væri dáin. Svona er gjaman tekið til orða þegar fyrirséð er hvert stefnir. í orðunum felst ósk eftirlifenda um að sú látna hafi öðlast frið. Þóra var um margt merk kona sem gædd var virðuleika. Minningar mínar allt frá bamæsku tengjast ávallt glæsilegri og virðulegri konu. Virðuleika sínum hélt Þóra fram á síðustu daga ævi sinnar. Á langri og gæfuríkri ævi var líf hennar ekki eilífur dans á rósum frekar en gengur og gerist hjá okkur flestum. Ein fárra Islendinga lifði Þóra við loftárásir Bandamanna á Hamborg þar sem hún bjó ásamt manni sínum Gúnter Timmermann. Við þessar kringumstæður eignaðist þessi unga kona frá Höfn í Homa- firði fmmburð sinn og jafnframt eina bam, Björk Timmermann. Að lifa við hörmungar stríðsátaka er sem betur fer flestum núlifandi íslendingum framandi, en þessi reynsla Þóm frænku í Þýskalandi á stríðsámm hefur án efa mótað agaða framkomu hennar. Sem bami era mér eftir- minnileg ýmis atvik þar sem Þóra frænka gaf okkur systkinunum hva- tyrtar ábendingar um sitthvað sem betur mætti fara í háttalagi okkar. Ábendingar þessar vom þess eðhs að ekki þurfti að endurtaka þær oft og árutugum síðar em sumar þeirra enn í fersku minni þess sem þetta skrifar. Uppeldisleg heilræði sem slík em marklaus ef ekki er borin virðing fyr- ir þeim sem þau gefur. Slíkt var ein- mitt reyndin, virðing okkar fyrir móðursystur okkar var slík og fyllsta túht var tekið til þeirra lífsreglna sem hún lagði okkur. Virðing þessi var þó engan veginn óttablandin, öðm nær. Nú hefur þessi virðulega kona fengið hvíldina og munu minn- ingar um hana lifa með þeim er nutu nærvem hennar. Eg er ákaflega þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast og þiggja heilræði frá móð- ursystur minni, og veit að ég deili því þakklæti með systkinum mínum. Þátttaka hennar í að móta okkur til fullþroska einstaklinga og eilíf hvatn- ing hennar til frekari landvinninga er okkur múdls virði. Tú að mynda veit ég að elsta systir mín á Þóm mikið að þakka eftir að hún dvaldi hjá henni um nokkra hríð á unglingsárum sín- um. Var þá Þóra óspör á að hvetja hana til frekari menntunnar, hvatn- ing sem seint verður fullþökkuð og mótaði lífsmunstur systur minnar. Hvfli sál þín í friði elsku frænka. Jón S. Ólafsson og systkini. Kvödd er í dag kær vinkona og fjölskylduvinur, frú Þóra Timmer- mann. Fyrstu minningar um Þóm em þegar hún ásamt elstu systur minni, Sigrúnu, kom að aflokinni bíó- ferð heim til móður minnar. Mér em í barnsminni þessar stórglæsilegu ungmeyjar, þar sem þær sátu og út- listuðu fyrir móður minni ævintýrin sem þær höfðu upplifað í bíóferðinni. Því nefni ég þetta atvik að mér hefur fundist að frá þessum ámm hafi Þóra verið eins og ein af fjöl- skyldunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.