Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 23 Margrét Dóra Gísli Tryggvi Þór Ragnarsdóttir Pálsson Herbertsson um sem þurfti til að taka skynsam- lega fjárfestingarákvörðun. Við- skiptakostnaður hefur einnig lækkað mikið með tilkomu Netsins. Nú er hægt að bjóða fasta þóknun á fjár- hæð. í rauninni er það einfalt mál að annast sín verðbréfaviðskipti á Net- inu. Fyrirtæki eða einstaklingar sem ætla að versla með verðbréf á Netinu þurfa að byrja á því að skrá sig hjá verðbréfafyrirtækjum og stofna til verðbréfareiknings. Þegar það er komið þá geta þeir farið að kaupa verðbréf inn á þennan reikning. Þegar fjárfestingarákvörðun er tekin er hægt að annast viðskiptin á örfáum mínútum. Þessi tækni er á færi allra sem hafa áhuga á hlutabréfamarkaðnum hvort sem hann er erlendur eða inn- lendur," segir Kjartan. Netvæðing á þessu sviði hefur margvíslega hagræðingu og sparnað í för með sér fyrir fyrirtækin. Utibú bankanna verða óþörf og ekki þörf á eins mörgum starfsmönnum. Það má geta þess að starfsemi Netbankans sem er í eigu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis er rekin í 20 fm hús- næði með örfáum starfsmönnum. Að sögn Geirs Þórðarsonar fostöðu- manns Netbankans er stöðug og jöfn aukning á viðskiptum við bankann. Er það einkum yngra fólkið, 30 ára og yngri, sem nýtir sér þjónustuna. „Sparnaðurinn sem er af þessum rekstri kemur svo fram í hærri inn- lánsvöxtum og lægri útlánsvöxtum," segir hann. Bylting að verða í íslenskri netverslun „Líkt og í öðrum löndum eru verslanir að færa sig yfir á Netið þótt sú þróun hafi gengið fremur hægt fyrir sig hér á landi. Nú er að verða breyting á því með stórauknu framboði af netverslunum. Á næstu mánuðum verða opnuð mörg ný vef- svæði fyrir almenna neytendur og fyrirtæki eins og Veftorg en þar er Landssíminn stærsti hluthafinn, S l.is sem rekið verður af vefdeild Skjás 1., e Kringlan.is sem er í eigu Gagnvirkrar miðlunar. Einnig má búast við auknu framboði á vöru og þjónustu frá aðilum eins og Strik.is og Visir.is að ógleymdum einstökum fyrirtækjum sem hyggja á strand- högg ein og sér eða í slagtogi við aðra. „Við munum sjá byltingu á þessu sviði á komandi misserum, segir Kjartan Guðbergsson," ráð- gjafi hjá Gæðamiðlun-GSP sem þekkir vel til þessara mála. „Við munum fljótlega verða vör við stóraukið úrval af vörum og þjón- ustu og eflaust mun bera meira á möguleikum til samanburðar sem þýðir að hægt verður að skoða við- líka vörur frá mismunandi framleið- endum og sömu vöruna og þannig getur fólk tryggt sér hagstæðasta verðið. Gera má ráð fyrir að nýjum aðferðum verði beitt til að aðstoða viðskiptavininn við að finna þá vöru sem hentar.“ Kjartan telur að alltaf muni stór hópur fólks frekar vilja kaupa af Netinu vegna þess að það getur ver- ið ódýrara en tvímælalaust sé það hagræðingin sem skipti mestu máli. Uppboðsmarkaður á Netinu ráðandi viðskiptamáti Gera má ráð fyrir að þróunin hér á landi verði líkt og erlendis að á Net- inu verði selt allt milli himins og jarðar. „Mesta gróskan í netverslun til dæmis í Bandaríkjunum til einstakl- inga er í húsum og bílum,“ segir Kjartan. „Fyrirtæki kaupa jafnvel flugvélar á Netinu. Það vefsvæði sem veltir þó mestu er lokað vef- svæði þar sem verslað er með hrá- vöru eins og kol, olíu, rafmagn, hrís- grjón og sykur. íhaldssöm spá sem birt var fyrir 12 mánuðum gerir ráð fyrir að árið 2003 fari 7% af öllum viðskiptum í heiminum fram um Netið. En hvernig stendur á því að ís- lensk netverslun hefur farið svona hægt af stað? „Ein aðalástæðan fyrir því er sú að dreifingarkerfi á vörum hefur ekki verið fyrir hendi en úr því er að rætast með nýrri dreifingarþjónustu á vegum íslandspósts," segir Kjart- an. Á Netinu eru erlendar netgáttir sem bjóða upp á uppboðsmarkaði eins og ebay.com. Þar er hægt að selja alls konar vörur á uppboði. Um daginn bauð maður nýra úr sér hæstbjóðanda á slíkum markaði. Uppboðsmarkaðirnir starfa þannig að hægt er að óska eftir tilboði í ákveðið magn af vöru. Fólk hefur til- tekinn frest til að skila inn tilboði en hægt er að taka tilboði eða hafna þeim öllum. „Þetta mun verða mjög ráðandi viðskiptamáti í framtíðinni bæði milli fyrirtækja og frá fyrirtækjum til ein- staklinga," segir Kjartan. „Annar viðskiptamáti sem Netið býður upp á er á slóðinni letsbyi- t.com sem gerir einstaklingum kleift að taka sig saman um magninnkaup á ákveðinni vöru þar sem óskað er eftir tilboðum. Þannig er hægt að lækka verðið og ná fram hagræðingu fyrir bæði kaupanda og seljanda.“ Vörurnar ekki endilega ódýrari Eftir fáeinar vikur mun Hagkaup opna fyrstu matvöruverslunina þar sem verður boðið upp á megnið af þeim matvörum sem fást í verslun- inni, að sögn Þórs Curtis verkefnis- stjóra Netverslunar Hagkaups. Þar verður einnig boðið upp á bækur, geisladiska, myndbönd, DVD-diska og tölvuleiki. „Markmiðið er að selja flest það sem Hagkaup býður upp á. I fram- tíðinni verður einnig seldur fatnað- ur,“ segir hann. „Matvöruverslun á Netinu á eftir að spara fólki mikinn tíma. Það getur slegið inn sinn grunnpöntunarlista og þarf þá ekki að slá pöntunina inn aftur og aftur. Siðan getur viðskiptavinurinn náð í vörurnar á leiðinni heim úr vinnunni eða fengið þær sendar heim. Þór segir að þetta þurfi þó ekki að þýða að varan verði ódýrari. Net- verslun sé þegar landsbyggðinni til hagsbóta því henni gefist kostur á að fá vörur eins og bækur, geisladiska og tölvuleiki á sömu kjörum og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Flestir þeir sem við ræddum við eiga viðskipti á Netinu. Tryggvi seg- ist til dæmis kaupa bækur í gegnum Amazon.com. „Það tekur mig 3 daga að fá bækumar hingað en áður tók það mig jafnvel margar vikur,“ segir hann. „Ef ég er að leita að bókum um sértæk efni get ég nálgast þær á nokkrum dögum frá Bretlandi í gegnum Netið einnig kaupi ég geisladiska, myndbönd og DVD- diska af Netinu," segir Margrét Dóra. „En ég er ekki viss um að ég myndi treysta mér til að kaupa fatn- að á Netinu enn sem komið er.“ Fólk kaupir í auknum mæli flug- ferðir og aðra ferðaþjónustu á Net- inu. Talið er líklegt að á næstu ámm muni því ferðaskrifstofum fækka. Viðmælendur okkar sögðust flestir kaupa farmiða á Netinu og nokkrir þeirra sögðust einnig leita sér þar að gistingu. „I nóvember síðastliðnum átti ég erindi til Santiago í Chile,“ segir Tryggvi. „Ég hringdi í íslenska ferðaskrifstofu og spurði hvað það mundi kosta mig að að fara þangað. Mér var sagt að það kostaði 3.000 dollara frá London. Þá fór ég á Netið og leitaði að lægsta fargjaldinu og það var 500 dollarar. Ég hringdi í ís- lensku ferðaskrifstofuna og lét starfsmanninn bóka þennan farm- iða.“ Flugleiðir hafa komið upp mjög fullkomnu bókunarkerfi á Netinu fyrir almenning, þar sem menn geta leitað að bestu leiðinni, hagstæðasta verðinu og bókað það heima í stofu hjá sér. Flugfélag íslands býður einnig upp á kaup á farseðlum í inn- anlandsflugi á Netinu. Nýlega var stofnuð Bókunarmið- stöð íslands sem á að gefa aðilum í ferðaþjónustu tækifæri til að byggja upp einn heildarvef og markaðssetja Island bæði heima og erlendis. En töluvert er að gerast á þessu sviði hér á landi. Erlendis hefur þróunin verið mjög hröð. Árið 2003 er til dæmis áætlað að um 20 milljónir pakkaferða verði seldar í gegnum Netið í Evrópu af 400 milljón ferðum. Listamenn hafa nýtt sér mögu- leika Netsins en flestir listamenn eru komnir með heimasíðu þar sem þeir kynna list sína og sjálfa sig. Gunnar Karlsson myndlistarmaður rekur fyrirtæki sem heitir Skrípó og býr til sjónvarpsteiknimyndir. Hann notar Netið til að kynna list sína eins og fleiri íslenskir listamenn. Hann hefur hannað þrívíddarteikningu af sal þar sem hann sýnir nokkur verka sinna. Á Netinu er einnig að fínna net- gáttir sem bjóða upp á málverkaupp- boð. Hjólin snúast I NANOQ [ Nanoq er mikið úrval af hjólum, t.d. frá Diamant, K2 og Scott. NANOQ* Krlnglunni 4-12 ■ Slml 575 5100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.