Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Rússar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa nýjan forseta landsins Rússar þreyttir á hetjum o g kjósa einfaldleikann ":í'- v - BAKSVIÐ Forsetakosningar fara fram í Rússlandi í dag Alexander Malkóvítsj, blaðamaður í Pétursborg, fjallar hér um kosningarnar og afstöðu rússneskra kjósenda. Tæplega tuttugu stuðningsmenn Vladímírs Pútíns komu fyrir helgina saman fyrir utan listamiðstöð í Moskvu og veifuðu borðum og spjöldum forsetaframbjóðandanum til stuðnings. AÐ MORGNI mánudagsins 27. mars mun að öllum l£k- indum liggja fyrir hver gegnir embætti forseta Rússlands næstu fjögur árin en for- setakosningar fara fram í landinu í dag. Fæstum mun koma á óvart, að Vladímír Pútin, starfandi forseti, verði kjörinn til að gegna því hlut- verki áfram. En ást Rússa á sterkum leiðtogum hefur löngum verið lýðum kunn. A sama tíma og vinsældir Pútíns aukast hefur gengi rúblunnar hins vegar fallið og erfitt er að ímynda sér að Tsjetsjníustríðið hljóti glæstan endi. Nýleg skoðanakönnun á vegum ROMIR, sjálfstæðs skoðanakann- anafyrirtælds, bendir eigi að síður til þess að Pútín hafi Rússa í hendi sér, því a.m.k. 55% aðspurðra sögðust vilja að hann gegndi embætti forseta. Þar af töldu 27,9% Pútín vera „rétta“ manninn í embættið og 39,7% sögðust telja hann ,,frekar hæfan“ til að gegna starfinu. A meðan töldu ein- ungis 4,5% Pútín „óhæfan“ til að gegna embætti forseta og önnur 7,3% mátu hann „frekar óhæfan" til starfans. Hvaða ástæður liggja að baki vin- sældum Pútíns? Tsjetsjníustríðið og viðhorf Pútíns til tsjetsjneskra upp- reisnarmanna hefur lengi verið talið eiga stóran hlut í vinsældum hans, en nýleg skoðanakönnun ROMIR gefur tilefni til að draga þá skýringu í efa. Fáir Rússar virðast nefnilega trúa því að Tsjetsjníustríðinu Ijúki með glæstum sigri rússneska hersins. Samkvæmt niðurstöðum könnunar- innar sögðust aðeins 18,9% trúa því að stríðinu lyki fljótlega með fullnað- arsigri Rússa, á meðan 50,2% töldu Tsjetsjníustríðið mundu dragast á langinn og önnur 18,9% kváðust sannfærð um að stríðsrekstri í Tsjet- sjníu yrði hætt, a.m.k. um stundar- sakir, að loknum forsetakosningum. Vekur Vladímír Pútín þá vonir með Rússum um að hann geti breytt aðstæðum þeirra og bætt hag þjóðar- innar? Svo virðist ekki vera því meira en 37% aðspurðra sögðust telja að af- sögn Jeltsíns og innsetning Pútíns í embætti muni litlu sem engu breyta. Hvers vegna nær Pútín þá að hrífa Rússa? Hann virðist hvorki búa yfir miklum persónutöfrum né þykja sér- lega aðlaðandi maður og þar í kann svarið að leynast. Rússar hafa fengið sig fullsadda á hetjum og hálfguðum og óska nú einskis frekar en einfald- leika og einhvers mannlegs. Rúss- neska kjósendur í dag þyrstir nefni- lega í leiðtoga sem hvorki lýgur að þeim né heitir hinu ómögulega. EiturlyQaneysla forseta bærilegri en dheiðarleiki Önnur skoðanakönnun ROMIR veitir nokkuð skýra mynd af þeim eiginleikum sem Rússar vilja gjam- an að nýr forseti búi yfir, sem og þeim göllum sem þykja hvað óæski- legastir. Forsetaframbjóðendur líkt og aðrir búa yfir neikvæðum eigin- leikum og teljast sumir gallar bæri- legri en aðrir. Könnun ROMIR, sem byggðist á handahófskenndu úrtaki, leitaðist við að veita upplýsingar um hvaða neik- væða þætti í fari væntanlegs forseta Rússar væru reiðubúnir að sætta sig við. Minnstum áhyggjum olli útlitið og sögðu 40,2% það skipta litlu máli. Önnur 31% töldu hann vel geta verið án persónutöfra og 17,1% voru reiðu- búin að sætta sig við drykkju, reyk- ingar og eiturlyfjanotkun. Aðeins 11,4% aðspurðra voru hins vegar reiðubúin að sætta sig við aldr- aðan forseta og 9,4% að hann ætti við alvarleg veikindi að stríða. Enn óæskilegri þættir í fari for- setans þóttu hins vegar vera athygl- issýki sem einungis 3,7% töldu þol- andi, óákveðni sem 2,6% voru reiðubúin að umbera og vangeta til að mynda góða vinnuhópa að mati 1,7%. Sami fjöldi var reiðubúinn að sætta sig við aðgerðarlausan forseta og 1,3% við mann sem væri óhæfur til starfans. Aðeins 1% aðspurðra taldi hins vegar viðunandi að forsetinn sýndi af sér óheiðarleika. Sé litið á Borís Jeltsín, íyrrverandi forseta Rússlands, starfandi forseta, Vladímír Pútín, og forsetaframbjóð- enduma Gennadí Zjúganov og Alex- ander Lebed, sem allir hafa notið vin- sælda meðal almennings í gegnum tíðina, er óhætt að segja að hrifning Rússa á þeim hafi ekki byggst á ytri fegurð. Það er þess virði að líta betur á þá galla sem Rússar virðast ekki reiðu- búnir að sætta sig við í fari væntan- legs forseta. Óheiðarleiki, hæfileika- skortur, aðgerðarleysi, skortur á getu til að mynda góða vinnuhópa, óákveðni og athyglissýki móta ákveð- inn hóp persónueinkenna og verður að teljast eftirtektarvert að Rússar skuli enn trúa á ævintýri og leita „heiðarlegs" forsetaframbjóðanda. Það hversu erfitt kjósendur eiga með að sætta sig við athyglissýki í fari frambjóðanda er einnig þáttm- í goðsögnum rússneskra stjómmála, en samvinnuhugtakið og hagur fjöld- ans liggja enn mjög djúpt í rússnesku þjóðarsálinni. Þess vegna er litið á það sem galla í fari væntanlegs for- seta reynist hann óhæfur til að safna um sig hópi ráðgjafa og samstarfs- manna. Rót vandans er þá ekki hvað síst sú að fólk trúir því að forseta- frambjóðanda beri að setja hag þjóð- arinnar framar sínum eigin hags- munum. Sé síðan litið á þá galla sem Rússar eru reiðubúnir að sætta sig við undir vissum kiingumstæðum teljast þeir hár aldur og alvarleg veikindi. En þetta má að mörgu leyti rekja til Sovéttímans þegar ríkinu var gjaman stjómað af gömlum og heilsutæpum mönnum, sem og mannúðarstefnu Rússa. Við könnun ROMIR vakti athygli að fjöldi aðspurðra átti erfitt með að svara. Sú venja að hylla leiðtoga er ein ástæða þess að margir áttu erfitt með að ímynda sér að forsetafram- bjóðanda væri hreinlega leyfilegt að búa yfir nokkmm göllum. „Næsti forseti Rússlands mun heita Vladímír" Það era ekki bara skoðanakannan- ir sem benda til þess að Vladímír Pú- tín verði næsti forseti Rússlands. Jafnvel keppinautar Pútíns gera sér fullvel grein fyrir hver er líklegastur til að verða kjörinn. Vladímír Zhírínovskí, formaður hins Frjálslynda lýðræðisflokks Rússlands, sem hæstiréttur úrskurð- aði nýlega að ætti rétt á að bjóða sig fram í forsetakosningum, lét hafa eft- ir sér að nafn væntanlegs forseta væri Vladímír og upphafsstafir hans annaðhvort VP eða VZ. Aðeins tveir frambjóðendur séu í raun að berjast um embættið - hann sjálfur og Pútín. „Forseti Rússlands mun aldrei heita Ghena, Grisha eða Ellotska,“ sagði Zhírínovskí á framboðsfundi í borg- inni Kazan og átti þar við þá Zjúgan- ov, Javlinskí og Pamfílova, sem einn- ig era í framboði. Þá lofaði Zhírínovskí kjósendum nýjum tímum „her- og lögregluríkis", nokkuð sem væri óumflýjanlegt „þar sem tímabili kommúnisma og lýð- ræðis í landinu væri nú lokið fyrir fullt og allt.“ Her- og lögregluríki væri það sem almenningur vildi og hann myndi fylgja eftir óskum kjós- enda. Almenningur vilji „ekki endi- lega blóðbað," en æski þó smá blóðs- úthellinga. „Ef blóðsúthellingar era nauðsynlegar þá mun ég úthella blóði og ef þetta hræðir ykkur, sleppið því að kjósa,“ sagði Zhírínovsld og hét því að stofna útibú leyniþjónustunn- ar um land allt. „Blóð mun renna og tíu til tólf milljónir manna munu far- ast. Þær 135 sem eftir standa munu hins vegar eiga þess kost að lifa eðli- legu lífi.“ Að sögn Zhírínovskís yrði forseti sá eini sem kjörinn yrði í embætti undir stjóm hans og hvert kjörtíma- bil yrði lengt í átta ár. En sextán ár í embætti myndu veita Zhírínovskí tækifæri til að hrinda breytingartil- lögum sínum í framkvæmd. Sjálf- stjóm ríkja yrði afnumin og 15 ríkis- stjóram þess í stað falið að hafa umsjón hverjum með sínu héraði. Zhírínovskí leikur hlutverk sitt til hins ýtrasta. En hvers vegna var honum leyft að bjóða sig fram? Til að auka kjörsókn. Öfgasinnaðir Rússar munu nefnilega ekki mæta á kjörstað nema Barkashov, leiðtogi Rússneska þjóðarsambandsins, eða Zhírínovskí séu í framboði og auðveldara er að hafa stjórn á Zhírínovskí en Barka- shov. Eldræður hans era hins vegar líklegar til að draga um 5-7% kjós- enda á kjörstað, fólk sem að öðram kosti hefði ekki kosið og sá fjöldi kann að reynast nægjanlegur til að fyrri umferð kosninganna verði ekki ógild. En a.m.k. 50% kjósenda þurfa að greiða atkvæði til að úrslit kosn- inganna teljist gild. Verði fyrri umferð forsetakosning- anna hins vegar ógOd, kann svo að fara að núverandi frambjóðendum verði bönnuð þátttaka í næstu kosn- ingum og hvorki Pútín né Zhírín- ovskí geta látið slíkt viðgangast. Áróður ríkisfjölmiðla hefur tilætluð áhrif Eldræður Zhírínovskís og áróður rfldsfjölmiðla virðist þó gera sitt gagn. Nýlegar skoðanakannanir benda til þess að 53-55% kjósenda muni greiða Vladímír Pútín atkvæði sitt í dag og þeir sem era ánægðir með Pútín í hlutverki starfandi for- seta era enn fleiri, yfir 60%. Gennadí Zjúganov, formaður rúss- neska kommúnistaflokksins, er tal- inn líklegur til að fylgja á hæla Pútíns og spá skoðanakannanir því að hann hljóti 21,8% greiddra atkvæða. Þeir Grígorí Javlinskí, leiðtogi Jabloko- flokksins, sem spáð er 5,1% atkvæða, og Zhírínovskí, sem spáð er 4,9% at- kvæða, era síðan taldir líklegir til að beijast um þriðja sætið. Hinum for- setaframbjóðendunum átta er spáð á bilinu 1-1,5% atkvæða og reyna þeir hver í kapp við annan að koma á sam- starfi við aðra frambjóðendur. Til dæmis má nefna að Júrí Skúra- tov, fyrrverandi ríkissaksóknari Rússlands, mun hvetja kjósendur sína til að veita Gennadí Zjúganov at- kvæði sitt nái hann ekki að taka þátt í annarri umferð kosninganna. Þá hef- ur Skúratov sakað starfandi forseta, Vladímír Pútín, um „blygðunarlausa misnotkun á opinbera fé“ í forseta- framboði sínu. Víða um Rússland sé það nefnilega annaðhvort aðstoðarmaður hérað- sstjóra, sveitarstjóri eða fulltrúar forsetaembættisins í viðkomandi héraði sem hafi yfiramsjón með kosningabaráttu Pútíns og nýti þeir til starfans stjómsýslubyggingar, bifreiðar og aðra samgöngukosti. Þess utan megi sjá Pútín á sjónvarpsskjánum 3-4 tíma á dag á kostnað skattborgaranna í stað þess að kostnaður vegna kosningabaráttu hans sé fjármagnaður úr kosninga- sjóðum líkt og lög geri ráð fyrir. Að mati Skúratovs er frambjóðendum með þessu mismunað og „haldi fram sem horfir þá er full ástæða til að leggja fram kæra vegna úrslita kosn- inganna.“ Stjórnin í Kreml situr þó ekki þegjandi undir ásökunum Skúratovs og hefur tekist vel að draga upp mynd af trúðinum Skúratov. Rússum er vel kunnugt um að Skúratov varð að segja upp stöðu sinni vegna tengsla við gleðikonur og beið ímynd hans hnekki nú nýlega þegar tveir mótmælafundir, sem haldnir vora í Moskvu til stuðnings honum, voru báðir fjölsóttir af gleðikonum með skilti á borð við „Stjórnmálamenn era líka viðskiptavinir." Á síðari fundinum greindu gleðikonur síðan fjölmiðlum frá því að Skúratov ætti vísan stuðning allra stúlkna sem starfi í hinum ýmsu „nuddstofum“ Moskvu. Imynd Skúratovs var þar með í rúst. Um 60% kjósenda hugleiða nú að taka þátt í kosningunum, þar af fjöldi stuðningsmanna Pútíns, og kann ótt- inn um að minna en helmingur kjós- enda mæti á kjörstað því að reynast ástæðulaus. Almenningur virðist enn hafa um- talsverðan áhuga á kosningunum og vinsældir Pútíns eru miklar. Tsjet- sjníustríðið og sá fjöldi hermanna, sem þar hafa særst eða látið lífið, virðist engu breyta þar um. Um 5% kjósenda munu að sjálf- sögðu kjósa gegn öllu því sem í boði er, en sá hópur mun engu breyta. Rússar hafa þegar gert upp hug sinn. Pútín er þeim að skapi og sá sem stjórna skal landinu. Það eina sem er eftir er að breyta starfsheiti Pútíns úr „starfandi forseti" í „forseti Rúss- lands“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.