Morgunblaðið - 26.03.2000, Side 26

Morgunblaðið - 26.03.2000, Side 26
26 SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli IFOÐUR- LANDS STAÐ! Hér hefur verið á fyrirlestraferðalagi vís- indamaðurinn Georg Klein. Hann er Ungverji að ætt en búsettur í Svíþjóð. Hann sagði Guðrúnu Guðlaugsdóttur undan og ofan af ævintýralegum lífsferli sínum. STUNDUM er tekið svo til orða að líf einhvers tiltekins einstaklings sé á fleiri en einni hæð og þá átt við að ferill hans hafl verið óvenjulegur og tekið snarpar beygjur. Sé þessi lík- ing notuð er hægt með góðri sam- visku að halda því fram að líf Georgs Klein sé eins og heljarstór lyftublokk með fágætu útsýni af efstu hæðinni. Víst hefur hann lifað mörg líf og sjóndeildarhringurinn er orðinn víð- ur í krafti óvenjulegrar reynslu og þekkingar. Ég heimsótti Georg Klein í íbúð Háskóla íslands við Víði- mel eina dagstund fyrir skömmu, en hann er hér í fyrirlestrarferð ásamt konu sirini Evu Klein. Þau hjón hafa haldið marga fyrirlestra hér, bæði nú og í fyrri ferðum sínum hingað til lands, en þau eru bæði áhugafólk um íslenskt samfélag og menningu. Fyrirlestrar þeirra hafa flestir fjallað um krabbameinsrannsóknir og frumulíffræði, enda eru þau bæði vísindamenn og voru prófessorar við hina þekktu Karólínsku stofnun í Stokkhólmi. Þau hafa látið af þeim störfum fyrir aldurs sakir en stunda ennþá rannsóknastörf í fræðum sín- um. Auk þess hafa þau stundað rit- störf og hefur Georg m.a. ritað ævi- sögu sína auk ýmissa bóka um rannsóknir og heimspeki. Mér gekk heldur illa að komast inn í húsið á Víðimelnum, eitthvað var í ólagi með dyrasímann. Loks kom Klein sjálfur niður til þess að opna fyrir mér og var ekki laust við brosleiftur í brúnum og athugulum augum hans þegar hann hélt dyrun- um opnum fyrir mig svo ég gæti gengið á undan honum upp stigann, enda var ég þá búin að skaka hurðina hraustlega til og frá í tilraunum mín- um til inngöngu. Uppi í íbúðinni ríkir andi „einskis manns landsins", og ég er ekki búin að tala lengi við Georg Klein þegar ég uppgötva að einmitt þetta andrúm hentar honum mæta vel. „Ég lít ekki svo á að ég eigi neitt föðurland og fínnst það skapa mér mikið frjálsræði - vísindin hafa kom- ið mér í föðurlands stað,“ segir hann. Upprunaland á hann þó auðvitað og einnig búsetuland. Jafnóbundinn er andi hans þegar umræðan fer að snúast um það sem ýmsir telja til grundvallaratriða. Hann á að baki mikla lífsreynslu í stríðshrjáðu landi, þar sem hann bjargaðist frá bráðum háska hvað eftir annað - skyldi hann vera trúaður? „Nei, ég var enn ungl- ingur þegar ég gekk af allri trú á Guð,“ segir Klein. „í mínum augum hefur Guð gert svo margt slæmt að hann á sér aðeins þá afsökun að vera ekki til.“ En úr hvernig umhverfi kemur þessi maður sem svo rækilega hefur hrist af sér þá hlekki tilfinn- inga og trúar sem allflestir eru á ein- hvern hátt fastir í og hvað hefur hann reynt í lífinu - þessar spuming- ar brenna mér á tungu? Missti föður sinn kornungur í upphafi samtalsins geri ég Georg Klein grein fyrir því að ég sé ekki sterk á svellinu hvað snertir krabba- meinsrannsóknir og ekki sérstök áhugamanneskja um heimspekilegar rökræður. „En ég er manneskja eins og þú,“ bæti ég við - og á sviði hinnar mannlegu reynslu mætumst við. Georg Klein er af gyðingaættum og fæddist árið 1925 í Búdapest í Ungverjalandi. Hann missti föður sinn úr bráðasýkingu þegar hann var ársgamall - sjúkdómi sem var alger- lega ólæknandi áður en pensillín kom til sögunnar. Hann var einkabam og ólst upp einn með móður sinni þar til hún giftist aftur þegar hann var tíu ára. „Ég var ekki ánægður með það, ég var vanur að hafa móður mína fyr- ir mig,“ segir hann og brosir. Fram til þess höfðu þau mæðgin lifað af þeim eignum sem heimiiisfaðirinn lét eftir sig, hann kom frá þorpinu Kazs- onys sem er nálægt landamærum og hefur ýmist tilheyrt Ungverjalandi, Slóvakíu, Sovétríkjunum og Ukraínu í tímans rás. „Þetta er fjallahérað og þar bjuggu afi minn og amma, svo og föðurbræður mínir. Ég held ég megi segja að við tilheyrðum millistétt," segir Klein. „Faðir minn var elstur fimm bræðra, hann var greindur vel og vildi fara í langskólanám en faðir hans vildi að hann tæki við fjöl- skyldufyrirtækinu svo hann fór ekki í skóla, aftur á móti varð bróðir hans, næstur í aldri, doktor. Móðir mín var heldur ekki langskólagengin en þó heldur betur menntuð en faðir minn,“ segir Klein. Georg Klein er fríður maður og ég spyr - rétt eins og rómantískum kon- um hættir til - hvort móðir hans hafi verið falleg kona? „Já, hún var falleg sem ung kona, hún varð raunar lang- líf kona, dó árið 1996,“ svarar hann og brosir. Georg litli ólst upp í þorp- inu þar sem faðir hans fæddist þar til hann var kominn á skólaaldur, þá flutti móðir hans með hann til Bú- dapest til þess að hann ætti meiri möguleika á menntun. Þau bjuggu þar í eigin íbúð, einnig eftir að stjúp- faðirinn kom til sögunnar, og smám saman urðu þeir Georg og stjúpfaðir hans betri vinir - þótt aldrei yrði samband þeirra náið. „Móðurbræður mínir gegndu hlutverki hinnar karl- mannlegu fyrirmyndar í mínum upp- vexti,“ segir Klein. Móður Georgs og stjúpföður varð ekki barna auðið svo hann eignaðist engin systkini. Stríðið kemur til Ungveijalands Tíminn leið við störf og leiki þar til árið 1944 að verulega dró til tíðinda í þjóðlífi Ungverja. Landið fylgdi öx- ulveldunum í seinni heimsstyrjöld- inni og Hitler hernam landið 19. mars 1944. Þá hófst helför Gyðinga í Ungverjalandi, hún stóð stutt en var með eindæmum harðneskjuleg. Á sex vikum drápu Þjóðverjar 80% ungverskra Gyðinga, eða rösklega hálfa milljón manns, þetta var ein- hver harðsnúnasta framkvæmd Þjóðverja í þessum efnum í seinni heimsstyrjöldinni. „Amma mín sem bjó í Kazsony og föðurbræður mínir voru í hópi þeirra sem einna fyrst voru drepin fljótlega eftir að þessari helfararáætlun Þjóðverja vai' hrint í framkvæmd," segir Klein. ,Á þess- um tíma höfðu allir ungir menn verið teknir i herinn nema ungir Gyðinga- piltar - þeir þóttu ekki tækir til her- þjónustu vegna ættemis síns. Þeir þurftu að bera gyðingastjömuna í barminum og gegna erfiðum störfum sem leiddu marga þeirra til dauða vegna þrældóms og hungurs. Þetta voru þó ekki skipulögð dráp í þeim skilningi. Stjúpfaðir minn átti vin sem þekkti einhvern hjá stofnun þeirri sem Þjóðverjar komu á fót og fór með málefni Gyðinga. Ég fékk vinnu þar í mars 1944 og vann þar þar til í október. Á þessum tíma vom mamma og stúpfaðir minn enn í íbúð sinni. En allar íbúðir Gyðinga vom merktar með gulri stjörnu og þar var hlaðið inn Gyðingum. Stundum voru allt að fimm fjölskyldur í einni slíkri íbúð. í okkar íbúð vom auk okkar hjón og tannlæknir svo við vomm ekki svo illa stödd. Ég hafði nýlega lokið því sem svarar menntaskóla- námi og hugsaði ekki einu sinni til þess að komast í háskóla, löngu íyrir þennan tíma var það orðið illmögu- legt fyrir Gyðinga að komast í há- skólanám í Ungverjalandi, aðrir íbúar gengu þar fyrir. Gyðingar þurftu að vera í mjög góðum tengsl- um við einhvern ráðamann til að komast í háskóla þá. Stríðið var mér ekki ofarlega í huga lyrr en það náði til míns um- hverfis í mars 1944. Ég vissi auðvitað að Gyðingar vora ofsóttir víða en ein- hverra hluta vegna töldu Gyðingar í Ungverjalandi að það gegndi öðm máli með þá, okkur fannst við vera svo mikilvægir í menningu og samfé- lagi að okkar gæti ekki beðið slíkt hlutskipti. Þetta er auðvitað furðuleg óskhyggja. Þegar farið var að fjarlægja Gyð- inga úr sveitum töldum við í borginni að þetta gæti auðvitað gerst með Gyðinga í sveitum en væri óhugsandi hvað snerti Gyðinganna sem byggju í borgum. En dag einn gerðist mikil- vægur atburður í mínu lífi. Þetta var í apríl og ég var ekki í starfi mínu sem ritari hjá yfirmanni stofnunar- innar sem sá um málefni Gyðinga. Sá maður hafði mig í hávegum og þenn- an umrædda dag kallaði hann mig á sinn fund og leyfði mér að lesa leynd- arskjöl sem hann hafði undir hönd- um og sýndi aðeins sínum vildustu vinum. Þetta var var skýrslan um Auschwitz-fangabúðirnar sem rituð var af tveimur Gyðingum frá Sióva- kíu, þeir vom þeir íyrstu sem sluppu lifandi frá þessum fangabúðum. Þeir gáfu í skýrslu þessari nákvæma lýs- ingu á öllu því sem fram fór í fanga- búðunum, hve margir komu þangað og margt fleira. Ég las þetta og gleymi aldrei tilfinningunni sem greip mig. Allt sem mig hafði granað en ekki viljað trúa og raunar miklu meira en það var þarna staðfest. Alls kyns sögusagnir höfðu verið á kreiki um hroðalega meðferð á Gyðingum en þær höfðu verið afgreiddar af flestum sem helber lygi. Fólk vildi einfaldlega að þetta væri lygi. Nú stóð þetta þarna svart á hvítu. Skýrsla þessi var send víða um heim, m.a. til Ungveijalands til Horthy aðmíráls sem reyndi að gera lítið úr sannleiksgildi hennar, ella var erfitt að standa með Þjóðverjum í styrjöldinni. Kona Horthy var sanntrúaður kaþólikki og henni var send skýrslan. Hún óttaðist um sálu- hjálp bónda síns, ef upplýsingarnar í skýrslunni væm réttar. Ýmsir sem lásu skýrsluna sendu Horthy skeyti um efni hennar, m.a. sænski kóngur- inn og Roosevelt hélt ræðu um hana. Menn ræddu um að yfirvöld Ung- verjalands væra samábyrg. Þetta var mikil bomba. Skömmu síðar sendu Þjóðverjar liðsafla til Ung- verjalands, leystu upp hina borgara- legu lögreglu landsins og komu upp sérsveitum. Adolf Eichmann hafði heimsótt Búdapest og lagt á ráðin um útrýmingu Gyðinga. Horthy átti ekki þátt í þessu vegna þess m.a. var hann aldrei dæmdur sem stríðs- glæpamaður. Ástandið var orðið þannig að við vissum að Rússar myndu senn koma og vonuðum að það yrði sem fyrst. Horthy hélt nokkm síðar ræðu og tilkynnti að stríðið væri tapað, Rússar væm á leiðinni, enginn meining væri í að beijast áfram og lagði til að Ung- verjar gæfust og upp og Þjóðverjar yfirgæfu landið. Hann var handtek- inn af Þjóðverjum og harðlínumenn nasista tóku við, þetta var lið hreinna glæpamanna sem nú komst að þar sem öðmm var ekki til að dreifa. Skipulögð útrýming Gyðinga Þjóðverjar smöluðu saman Gyð- ingum samkvæmt áætluninni um út-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.