Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Heilsu- gæslu- verslun „Segbu mérþá heldurum lækninn í hinum strangasta skilningi... hvort er hann madursem erað afla sérfjáreba lækna sjúka? Svarabu um þann sem er ab sönnu lœknir. “ ER unnt að líta á heilsugæslu sem verslunarvöru? Ef markaðslögmálin eiga að fá að ráða þegar kemur að heilbrigðismálum kemur eiginlega af sjálfu sér að líta verðrn- svo á, að heilsugæsla sé vara sem læknar og hjúkrunarfólk hefur til sölu og sjúklingar kaupa eftir því sem þeir hafa þörf (og efni) á. Undanfarið hefur bólað á þeirri hugmynd, til dæmis í Albertafylki í Kanada, að leysa megi fjárhags- vanda heil- VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson brigðiskerfis- ins með því að leyfa einka- fyrirtækjum, sem rekin eru í hagnaðarskyni, að sjá um hluta heilbrigðisþjónustunnar. Þetta hef- ur mætt töluverðri andstöðu, ekki einungis vegna þess að sumum sé í nöp við að aðrir græði, heldur ekki síður vegna þess að mönnum sýnist að heilsugæsla og markaðslögmál séu á einhvem hátt ósamrýmanleg. Eitt af því sem menn hnjóta um er sú hugmynd að heilsugæsla geti verið söluvara. Hugtakið „heilsu- gæsluverslun“ virðist vera þver- sögn. Geta læknar verið kaupsýslu- menn? Það virðist ekki alveg passa. Rétt er að taka fram, að þetta felur alls ekki í sér að það sé eitthvað at- hugavert við kaupsýslu - bara að hún sé í grundvallaratriðum frá- brugðin læknislistinni. Aðalpersónan í Ríkinu, fom- gríski heimspekingurinn Sókrates, lagði spuringuna, sem tilfærð er hér að ofan, fyrir landa sinn Þras- ímakkos, sem lagði upp úr því að vera kaldranalega raunsær. En jafnvel Þrasímakkos (sem hélt því meðal annars fram að réttlæti væri í rauninni bara það sem hentaði valdhafanum) gat ekki annað en viðurkennt að læknirinn hlyti að hugsa fyrst um heilbrigði sjúkl- ingsins. Bandaríski siðfræðingurinn Ed- mund D. Pellegrino benti á það í ritgerð í fyrra, að ef spuming Sókratesar yrði lögð fram nú á dögum mætti búast við öðru svari en því sem Þrasímakkos veitti. „Okkur yrði tjáð, að með fjárhags- legri örvun ætti að hvetja lækna - jafnvel knýja þá - til að hagnast sjálfir fjárhagslega og spara fé fyr- ir hönd fyrirtækisins sem þeir vinna hjá, eða fyrir fjárfestana. Það er að segja, farið er fram á við læknana að þeir taki að sér heild- verslun með vörur í stað þess að einbeita sér að heilbrigði, eins og Platon sagði þá verða að gera til þess að vera raunverulegir lækn- ar.“ Pellegrino heldur því fram, að ef selja eigi heilbrigðismál undir lög- mál markaðarins verði að skera úr um hvort lækningar og heilsugæsla séu í raun og vera verslunarvörur. Ef svo reynist vera, sé ekkert at- hugavert við að treysta því, að framboð og eftirspum á frjálsum markaði sjái um að „gæðavara" verði á boðstólum fyrir sjúklinga, Platon: Ríkiö (341c) þar eð „seljendur“muni keppast um að ná markaðshlutdeild með því að bjóða sem besta vöra á sem hagstæðustu verði. Viðskiptavinir og kaupendur aftur á móti geti val- ið bestu þjónustuna. En hvemig er hægt að komast að því hvort heilsugæsla og lækn- ingar séu verslunarvörur? (Það er varla nóg að benda á að orðið „heilsugæsluverslun" hljómar eitt- hvað undarlega, og draga af því þá ályktun að heilsugæsla sé ekki verslunarvara.) Til að svara þessari spumingu, segir Pellegrino, þarf meðal ann- ars að beina athyglinni að mark- miðum og tilgangi læknavísind- anna; „að lækningum sem sér- stakri tegund mannlegra athafna er stjómast af siðgildum sem þjóna þessum markmiðum, en ekki eiginhagsmunum lækna, trygg- ingasala eða fjárfesta." Pellegrino tekur einnig fram, að ekki sé með þessu verið að draga í efa ágæti markaðarins, frjálsrar samkeppni oglýðræðis. Spuming- in sé bara sú, hvort markaðurinn henti sem grundvöllur heilbrigðis- þjónustu. Þá ítrekar hann að þetta snúist einungis um heilsugæslu, en ekki um til dæmis húsnæðið þar sem hún er veitt, lyf, lækningatæki og aðra hluti sem þarf til að heilsu- gæsla sé möguleg. Þessir hlutir verði að miklu leyti að lúta lögmál- um markaðarins. Niðurstaða Pellegrinos er, að heilsugæsla sé ekki eins og þverjar aðrar mannlegar athafnir. Ástæð- an sé meðal annars sú, að heilsa sé grandvallargæði sem allt annað í lífi manns byggist á, og alvarleg veikindi beinlínis breyti sjálfs- mynd manns. Fáist lækning verði það bæði fyrir tilverknað þess sem læknirinn geri og lækningamátt líkama sjúklingsins sjálfs. Með lækningu komist ekki bara á lík- amlegt jafiivægi, heldur sé það öll tilvera og heimur sjúklingsins sem nái jafnvægi á ný. I Ijósi þessa sérstaka eðlis sjúk- dóma og lækninga geti heilsu- gæsla ekki verið verslunarvara sem sjúklingurinn neyti og læknir- inn framleiði með einum eða öðr- um hætti. Sjúklingurinn „neyti“, ef svo má segja, lyfja og lækningatóla „en hann neytir ekki heilsu„gæslu“ með sama hætti og hann getur neytt blands í poka eða kippu af bjór. En auðvitað kann að vera, að þrátt fyrir að sterk rök hnígi með þessum hætti að því, að heilsu- gæsla geti ekki verið verslunar- vara í venjulegum skilningi, vilji einhverjir samt halda því fram, að engu að síður beri að líta á heUsu- gæslu sem verslunarvöra. Fólk eigi einfaldlega bara eftir að venj- ast því, og öðlast skilning á því. A endanum muni fólk koma auga á þetta og þá um leið átta sig á því, að í þessum efnum sem öðram sé frjáls samkeppni á opnum markaði það eina rétta. Grein Pellegrinos birtist í 3. hefti Joumal of Medicine and PhUosophy, 1999. ÁSA BJÖRNSDÓTTIR + Ása Björnsdóttir fæddist á Þor- bergsstöðum í Lax- árdal í Dalasýslu 29. aprfl 1913. Hún lést á Landakoti 17. mars siðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Björn Magnússon, f. 18. desember 1884, d. 25. júní 1938, og Hólm- fríður Benedikts- dóttir, f. 3. ágúst 1891, d. 16. febrúar 1970. Systkini Ásu eru: Margrét, f. 2. júní 1912, d. 30. mars 1992, Magnús, f. 24. júlí 1914, d. 9. maí 1990, Ragnheiður, f. 26. sept- ember 1916, d. 24. desember 1997, Benedikt, f. 20. febrúar 1918, Kristján, f. 26. apríl 1919, d. 1. júh' 1990, Sigurður, f. 14. júní 1921, og Árni f. 16. janúar 1932. Eiginmaður Ásu var Páll Hall- dór Rögnvaldsson frá Þverdal í Saurbæ, f. 2. september 1903, d. 8. ágúst 1976. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Ragna, f. 29. janúar 1937, maki hennar Guðbjörn Jensson og eiga þau fjögur börn. 2) Björn, f. 8. aprfl 1939, maki hans Kristjana Karlsdóttir og eiga þau tvö börn. 3) Stella, f. 15. október 1942, maki hennar Sigmundur Her- mundsson og eiga þau þijú böm. 4) Alda, f. 27. mars 1944, maki hennar Ólafur Atlason og eiga þau þijú börn. 5) Hólmar, f. 18. des- ember 1947, maki hans Gunnhildur Ágústsdóttir og eiga þau þijú börn. Barnabörnin eru því 15 talsins, bamabarnabörnin eru 11 og eitt barnabarnabarna- bara. Ása og Páll hófu búskap á Stað- arhóli í Saurbæ, en fluttu 1937 að Þorbergsstöðum í Laxárdal, þar sem þau bjuggu í 13 ár. Árið 1950 létu þau af búskap og fluttu bú- ferlum til höfuðborgarinnar. Útför Ásu fer fram frá Bústaða- kirkju á morgun, mánudagin 27. mars, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar að minnast tengda- móður minnar, Ásu Björnsdóttur, sem gengin er á vit feðra sinna, með örfáum orðum. Elskulegri manneskju hef ég aldrei kynnst á minni lífsleið. Út- geislunin og kærleikurinn sem frá henni stafaði var alveg einstakur. Hægt er að segja með sanni að hún hafi gengið á guðs vegum, því ekkert aumt mátti hún sjá; þá var reynt að hjúkra og lina þrautir. Allir, já ég segi og skrifa allir, áttu vísa hennar umhyggju og skilning, jafnt full- orðnir og börn, sem löðuðust jafnt að henni. Ég kynntist Ásu árið 1960 er ég og Stella, dóttir hennar, felldum hugi saman, og bar aldrei skugga á þau kynni í 40 ár, og fyrir það þakka ég af hjartans einlægni. Fyrir nokkrum árum síðan, þegar hún varð fyrir því óhappi að ökkla- brotna illa í einni af sínum mörgu gönguferðum, átti hún erfiða daga, þar sem hún komst ekki út að ganga og hreyfa sig. Þá voram við að spjalla saman sem oftar, og þá sýndi hún mér alveg nýja hlið á sér. Hún dró upp úr pússi sínu tvær vísur, og ég læt þær hér fylgja með, til þess að aðrir megi sjá og lesa hve trú hennar var sterk: Guð minn Jesú græddir sár, gefðu að róist sinni, mín ólifuðu ævi ár eru í hendi þinni. Heimsins þegar hjaðnar rós og hjartað litla klökknar, Jesús, gef mér eilíft ljós sem að aldrei slökknar. Og eitt er mér sérstaklega minn- isstætt, frá þeim stundum sem við gáfum okkur til að spjalla saman. Það var eitthvað sem þjátaði á hjá fjölskyldunni og þá segir Ása við mig: „Simmi minn, það er ætíð ljós í myrkrinu, því annars gætum við ekki séð það.“ Þessi orð eru að mínu viti mikill sannleikur og lífsspeki sem bera fagurt vitni góðri og yndis- legri manneskju sem kvatt hefur þetta líf, og sldlað svo miklu til af- komenda sinna sem raun ber vitni. Guð geymi þig, elsku Ása mín, og styrki ykkur afkomendur í sorginni. Sigmundur Hermundsson. Ég vil með örfáum orðum minnast elskulegrar tengdamóður minnar, Ásu Bjömsdóttur. Okkar kynni hóf- ust fyrir um það bil 47 árum og voru þau alla tíð mjög náin og elskuleg í alla staði, því betri manneskja er vart til. Því bera vitni allir þeir sem til hennar hafa leitað og þegið holl ráð frá henni, hvort sem menn áttu við sorg eða veikindi að stríða, því öllum gat hún líknað á sinn hátt. Ég get með sanni sagt að það var mikil lífsgæfa að hafa eignast fyrir eiginkonu Guðrúnu, dóttur Ásu og Páls, og eignast með henni fjögur börn sem öll dáðu og dýrkuðu Asu ömmu. Sem var mjög eðlilegt því kærleiksríkari ömmu eiga fáir, ef nokkrir. Alltaf var hún tilbúin til þess að kenna og miðla ef svo bar undir. Hvemig sem stóð á hjá henni, og slíkt finna börn fljótt á sér, þá gátu þau alltaf þangað leitað. Margs er að minnast, en þó lang- ar mig að geta þess að ef um ferða- lög eða aðra slíka skemmtun var að ræða hjá fjölskyldunni þá átti Ása mín auðvelt með að koma hugmynd- um sínum í bundið mál öðram til mikillar ánægju. Æviskeið góðrar og frábærrar manneskju er liðið, orð mega sín lít- ils í samanburði við það sem hún gaf öðram meðan hún lifði. Farðu í friði, elsku Ása mín, hafðu hjartans þökk fyrir allt. Guðbjörn Jensson. Söknuður, sorg og huggun. Sökn- uður og eftirsjá eftir þessari ein- stöku hjartahlýju konu sem amma mín var. Sorg yfir því að hún hefur kvatt okkur en jafnframt huggun og gleði yfir að hún hafi fengið hvíldina eftir erfið veikindi um nokkra hríð. En upp úr stendur svo innilegt þakklæti yfir að hafa þekkt hana og tilheyrt henni. Amma var ekki há í loftinu og verður seint talin til hávaxnari kvenna en aftur á móti hafði hún svo stórt og hlýtt hjarta að allir sáu og tóku eftir. Til hennar leituðu margir með sín mál og amma reyndi alltaf að leysa úr þeim. „Skoðaðu nú hjarta þitt, Ása mín, þá kemstu að því hvað þér finnst og vilt,“ sagði hún við mig þegar eitthvað lá við og gera þurfti upp hug sinn. Amma gekk ákaflega vel um og það var alltaf svo snyrtilegt hjá henni. Hún tók vel á móti fólki með einstakri hlýju sinni og góðum veit- ingum og var sífellt að troða í mann, því ekki mátti leifa eða henda matn- um. Langömmubörnunum gaf hún að drekka úr litlum bolla og gaf þeim „dansikex" með. Hún hafði líka gaman af tónlist og fór ekki hefðbundnar leiðir á þeim vettvangi. Vinum mínum fannst það t.d. mjög sérstakt að ég ætlaði að gefa ömmu minni plötu með Bubba Morthens í jólagjöf, en hann var eitt aðaluppáhaldið. Fyrir mér varstu alltaf klettur sem sífellt var að styðja aðra, þótt þú yrðir fyrir ýmsum áföllum sjálf og lífíð ekki eilífur dans á rósum, þá hresstist þú alltaf aftur, krafta- verkakonan. Ég man þegar þú komst til mín á fæðingardeildina þegar Halldór Logi fæddist og útlitið ekki of gott. Þá komstu með handskrifaða vísu á litlum bréfmiða og réttir mér: Vonin styrkir veikan þrótt, vonin kvíða hrindir, vonin hverja vðkunótt vonarljósið kyndir. (Steingr. Thorst.) Hugsaðu fallega og haltu í vonina sagðir þú og þessi orð þín og litla vísan vora mikil huggun og hug- hreysting. Svo líkt þér og þinni and- ans gæsku. Þér var annt um skólagöngu mína og annarra barnabarna þinna og fylgdist ávallt vel með. Ef til vill vegna þess að þig langaði sjálfa að fara menntaveginn á sínum tíma og læra til læknis en aðstæður leyfðu það því miður ekki. Það era svo margar minningar sem koma upp í hugann þegar kem- ur að þeirri stundu að kveðja þig, amma mín, um þig í Hólmgarðinum og Krummahólum, samtöl okkar og allar stundirnar saman. Ég vil þakka þér fyrir umhyggjuna, stuðn- inginn og elsku þína gagnvart mér og fjölskyldu minni í gegnum öll mín ár. Þakka þér fyrir að hafa verið amma mín og ég er ánægð og stolt yfir að bera nafnið þitt. Hvíldu í friði og Guð geymi þig. Lækkarlífdagasól löng er orðin mín ferð. Faukífarandaskjól, feginhvíldinniverð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaður þá semaðmérlögðulið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésd.) Ása Hólmarsdóttir. Mig langar að minnast hér með nokkrum orðum hennar Ásu ömmu minnar. Það verður ekki af henni skafið að hún var einstök kona og bjó yfir ótrúlegri visku og hjarta- hlýju. Hún hafði gert það að lífs- mottói sínu að lífið væri til þess að hafa gaman af því, og henni fannst fátt eins skemmtilegt eins og þegar það var gaman hjá okkur ungdómn- um. Bæði sem barn og unglingur eyddi ég töluverðum tíma með ömmu. Hún var trúuð kona og kenndi mér margt og mikið um hina órannsakanlegu vegi Guðs. Hún var líka með ólíkindum jákvæð og ef eitthvað bjátaði á hjá henni og mað- ur spurði hvernig hún hefði það, leit hún á mann og sagði: „Ég er betri í dag en í gær,“ og svo brosti hún. Hún hafði einstaklega gaman af tónlist og stundum þegar ég kom í heimsókn sat hún úti á svölum með tónlistina í botni, eins og versti ungl- ingur. Tónlistarsmekkurinn var líka af ýmsum toga, en hún hélt auðvitað mikið upp á Vilhjálm sinn og Hauk Morthens, ásamt Mannakorni og að ógleymdum Bubba Morthens, sem var sko hennar maður. Við ræddum oft saman í síma, við amma. Hún hringdi í mig og þegar ég svaraði spurði hún hvort þetta væri hún sjálf. Ég sagði auðvitað alltaf já, það er ég sjálf. Hún lagði mikið upp úr því að fólk væri það sjálft, eins og hún kallaði það, og að það væri sjálfstætt í sínu lífi. í dag bý ég í gömlu íbúðinni henn- ar ömmu í Hólmgarðinum. Hún var himinlifandi þegar ég keypti íbúðina og stormaði eins og herforingi í heimsókn um leið og hún treysti sér til. Það er ekki annað hægt að segja en að ömmu verði sárt saknað, enda var alltaf gott og gaman að tala við hana. Ég treysti þó á það að hún kiki í heimsókn af og til með afa heitnum sem hún er nú loksins búin að hitta aftur eftir 24 ára aðskilnað. Ása Rún Bjömsdóttir. Hún Ása amma hefur fengið frið- inn. Það hýtur alltaf að vera erfitt að missa þann sem hefur verið til stað- ar frá því að maður fæddist, en ég veit að nú er amma aftur frísk og ánægð. Hún amma var einstök kona, ró- leg, staðföst og virtist geta gefið svo mikið af sjálfri sér. Alltaf var hlýlegt að koma til ömmu í Hólmgarðinn, og seinni ár í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.