Morgunblaðið - 30.03.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.03.2000, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Samningaviðræður SAogVMSÍ Launa- liðurenn óræddur Krummi kemur svífandi og leggur til atlögu við minkinn. Leikurinn berst út á ísilagðan lækinn og krummi hvessir klærnar. Morgunblaðið/Porsteinn Ólafsson Minkurinn hefur afráðið að flýja af hólmi og stefnir á að stinga sér í vatnið, en krummi stendur hróðugur eftir. Krummi hrekur mink á brott KRUMMI og minkur einn áttust við um siðustu helgi nálægt Þingvalla- vatni, en krumma líkaði greinilega illa við nærveru minksins og linnti ekki látum fyrr en minkurinn sá þann kost vænstan að stinga sér í lækinn og hverfa á braut. Þorsteinn Ólafsson á sumarbú- stað á Þingvöllum í landi Kárastaða og veitti minknum athygli á sunnu- dagsmorgun. Þegar betur var að gáð kom í ljós að krummi var einnig mættur á svæðið og sló í brýnu þeirra í milli. Ýmist lagði minkur- inn í krumma eða krummi veittist að minknum. Leikurinn barst yfir á ísilagðan lækinn og lauk þannig að minkurinn lagði á flótta ofan í vatn- ið og hvarf. Þá flaug krummi á brott, ánægður með sigurinn. Að sögn Þorsteins hefur mink fjölgað þarna á síðustu misserum og telur hann ekki nóg að gert til að halda honum í skefjum, og það sé áhyggjuefni fyrir fuglalífið. Þor- steinn segir að jafnan séu krumma- hreiður í gjánum þama fyrir ofan, en hrafninn byrjar að verpa í lok mars eða byrjun apríl. Hugsanlega hefur þessi harðskeytti kmmmi verið farinn að undirbúa varp og ekki líkað við þennan gest í nám- unda við hreiðurstæðið. „Krían er ekki komin, en annars fer hún alltaf í minkinn og hamast í honum, en það var kostulegt að sjá hrafninn leggja svona í hann,“ seg- ir Þorsteinn. ÞOKKALEGUR gangur var í við- ræðum Samtaka atvinnulífsins, Verkamannasambands íslands og Landssambands iðnverkafólks í húsakynnum sáttasemjara í gær. Fundur hefur aftur verið boðaður í dag. Hervar Gunnarsson, talsmaður samninganefndar VMSÍ, sagði í gær að þokkalegur gangur væri í viðræðunum, gengið hefði verið frá nokkrum málum um síðustu helgi og unnið væri að því að þoka öðr- um í höfn. Hann staðfesti þó að launaliðurinn væri enn óræddur. Þar hefur sem kunnugt er borið mikið á milli. Hervar sagðist aðspurður eiga von á því að launaliðurinn kæmi til umræðu um eða eftir næstu helgi. Verkfall 26 landsbyggðarfélaga innan VMSÍ hefst 14. apríl nk. hafi ekki samist fyrir þann tíma og und- ir lok mánaðarins hjá félögum inn- an Alþýðusambands Vestfjarða, verði verkfallsboðun samþykkt þar í atkvæðagreiðslu. Hervar segir að erfitt sé að spá um það hvort takist að ná samning- um áður en átök verði á vinnu- markaði. „Annaðhvort dugir okkur þessi tími eða við blasa löng og erfið átök,“ sagði Hervar. Tveir öldungadeildarþingmenn skrifa utanríkisráðherra Bandaríkjanna vegna sjóflutninganna Skora á Albright að hafna óskum um að breyta samningnum BANDARÍSKU öldungadeildarþing- mennirnir Robert G. Torricelli og Emest F. Hollings hafa skrifað Mad- eleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bréf þar sem lýst er yfir „sterkri andstöðu" við að utanrík- isráðuneytið eða nokkur embættis- maður framkvæmdavaldsins grípi til aðgerða í því skyni að breyta á nokk- um hátt samkomulagi Bandaríkj- anna og íslands um sjóflutninga íyrir vamarliðið. Segja fslendinga reyna að knýja fram frekari eftirgjöf Segir í bréfinu að það sé skilningur þingmannanna að þrátt fyrir „tals- verða eftirgjöf' bandarískra stjóm- valda við gerð „samningsins milli lýð- veldisins íslands og Bandaríkjanna til að auðvelda framkvæmd varnar- samstarfs ríkjanna" og samkomu- lagsins, sem honum tengist, reyni ís- lensk stjómvöld nú að knýja fram frekari eftirgjöf. í bréfinu, sem er dagsett 6. mars, er rakið að árin 1985 og 1986 hafi nán- ast allir flutningar íyrir vamarliðið verið í höndum skipafélagsins Rain- bow Navigation. „íslensk stjómvöld kröfðust þá fyrir hvatningu íslenskra skipafélaga að Bandaríkjamenn í raun ýttu Rain- bow Navigation út úr faginu," segir í bréfinu og síðan er fullyrt: „Núver- andi samingur og samkomulagið hon- um tengt var gerður sem „málamiðl- un“.“ Þingmennimir kveðast hafa orðið þess áskynja að íslensk stjómvöld vilji breyta því hvemig vamarmála- ráðuneytið semji nú við verktaka. Gagnrýna áform íslendinga „Þær breytingar, sem íslendingar leggja til, myndu koma á fyrirkomu- lagi, sem er í grundvallaratriðum ósanngjamt gagnvart litlum fyrir- tækjum og yrði kostnaðarsamt Bandaríkjimum, allt í því skyni að koma á einokun íyrir það fyrirtæki, sem íslensk stjómvöld taka fram yf- ir.“ Þingmennimir vísa til þess að áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hafi í janúar staðfest núverandi túlk- un Bandaríkjastjómar á sjóflutninga- samningnum og þá aðferð, sem notuð sé þegar samið er við bandarísk og ís- lensk félög um flutninga á hergögn- um milli Bandaríkjanna og íslands og bæta við: „Við skomm af áherslu á þig að hafna öllum beiðnum um að túlka samninginn á hvem þann hátt, sem myndi grafa undan þeim skiln- ingi, sem öldungadeildin lagði í hann þegar hún staðfesti hann, hvort sem það er með breytingu, samkomulagi þar að lútandi eða með öðmm hætti.“ Fara þingmennirnir síðan fram á það að þeir verði látnir vita íhugi utanrík- isráðherrar einhverjar aðgerðir varð- andi núverandi fyrirkpmulag flutn- inga fyrir vamarliðið á Islandi. Torricelli, sem er öldungadeildar- þingmaður repúblikana frá New Jersey, hefur áður látið sig þetta mál varða, nú síðast í nóvember þegar hann lagði ályktun um vamarliðs- flutningana fyrir þingið. I þessari ályktun er mælst til þess að hvorki ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna né nokkur annar embættismaður reyni að breyta eða endurtúlka sjóflutn- ingasamninginn án þess að ráðfæra sig við öldungadeildina eða fá sam- þykki hennar. Segir að þar sé átt við breytingar sem komi í veg fyrir að fyrirtæki, sem hafi starfsleyfi sam- kvæmt bandarískum eða íslenskum lögum, leggi fram tilboð, sé veittur samningur eða uppfylli samning um flutninga á hemaðargögnum fyrir Bandaríkin í samræmi við sjóflutn- ingasamninginn. Einnig varði þetta breytingar, sem að öðm leyti muni grafa undan þeim tilgangi sjóflutn- ingasamningsins að efla samkeppni meðal skipa, sem sigla undir banda- rísku flaggi, eða íslenskra skipafé- laga. Ályktun þessari var vísað til við- skipta-, vísinda- og samgöngunefndar öldungadeildarinnar. Torricelh lét fyrst til sín taka í þessu máli eftir að dómur félf Eim- skipafélaginu og Van Ommeren í vil í undirrétti þegar hann skrifaði Janet Reno dómsmálaráðherra bréf þar sem segir að forseti og utanríkisráð- herra Bandaríkjanna geti ekki mótað og framfylgt utanríkisstefnu landsins hafi alríídsdómarar rétt til að úr- skurða um réttmæti hennar. Torricelli skoraði á ráðuneytið í bréfinu kvaðst hann telja að dóm- urinn gæti haft mikil áhrif á steftiu landsins í utanríkis- og hemaðarmál- um standi hann. Skoraði öldunga- deildarþingmaðurinn því á dóms- málaráðuneytið að áfrýja málinu. Torricelli hefur verið öldungadeild- arþingmaður frá 1995 og sat áður 14 ár í fulltrúadeildinni. Hann situr í fjórum nefndum á Bandaríkjaþingi, þar á meðal dómsmálanefnd og utan- ríkismálanefnd. Hann gegnir einnig forustu hjá Demókrataflokknum í kosningasjóðanefnd öldungadeildar- innar. Hollings er einnig demókrati og situr f fjárveitinganefnd, fjárlaga- nefnd og viðskipta-, vísinda- og sam- göngunefnd öldungadeildarinnar. Hollings var fyrst kjörinn til setu í öldungadeildinni 1966 fyrir Suður- Karolínu og hefur verið endurkjörinn fimm sinnum. Aðeins fjórir öldunga- deildarþingmenn hafa setið lengur á þingi en hann. Morgunbladinu ídagfylgir tímaritið 24-7. Útgefandi: Alltaf ehf. Ábyrgðarmaður: Snorri Jónsson. Sérblað um viðskipti/atvhnmlíf Eyjakonur komnar ■ úrslitin í fyrsta skipti/C4 Afturelding og Haukar í undan- úrslitin í karlaflokki /C2 LA Si 4 UJUUJi Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.ls
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.