Morgunblaðið - 30.03.2000, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Baugur hjólar í
%stsmua/d
Láttu mig um kauða, Davíð minn.
eldavélar
ofnar
helluborð
HEITIRDAGAR
Glóandi tilboð á heitum vörum
Heitustu vörurnar í heimilistækjadeild okkar þessa dagana eru nú heitu
vörurnar; ofnar, eldavélar, helluborð og viftur. Það var vegfarandi sem
fyrstur varð var við hitamolluna sem liggur yfir Lágmúlanum og krækti
sér í bakarofn hið snarasta. Þótt upptök þessara tilboða séu
sérfræðingum á markaðnum nokkuð Ijós, er enginn sem þorir að spá
fyrir um það hve lengi þau geta staðið. Eða eins og einn þeirra sagði;
tilboð eru tilboð og ég ætla ekki að brenna mig á því að missa af þeim.
Þess má geta að allir vegir eru færir í Lágmúlann og spáin er góð eftir
atvikum.
B R Æ Ð U R N I R
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is
RðDIOIMyST
Matur
Fimmta mat-
vælasýningin
í Kópavogi
Sigurður Björnsson
Sýningin Matur 2000
hefst í dag í Tennis-
höllinni í Kópavogi
og stendur í fjóra daga.
Þetta er flmmta sýningin
sem ber yfirskriftina Mat-
ur að sögn Sigurðar
Bjömssonar, markaðsfull-
trúa Kópavogsbæjar, en
sýningin hefur verið hald-
in annað hvert ár í Kópa-
vogi. Hvað skyldi vera á
dagskrá á sýningunni í ár?
„Sýningin verður opnuð
klukkan 16 [í dag] af land-
búnaðarráðheiTa Guðna
Ágústssyni. Forseti Is-
lands, Ólafur Ragnar
Grímsson, verður heiðurs-
gestur sýningarinnar en
auk þess verður þama
Qöldi annarra gesta, m.a.
ýmsir forystumenn úr at-
vinnulífinu. Þessar sýningar hafa
alla tíð verið samstarfssýningar
fagfélaga í matvælaiðnaðinum,
Hótel- og matvælaskólans, ferða-
málasamtaka höfuðborgarsvæð-
isins og atvinnumálanefndar
Kópavogs. Sýningarnar em í
fyrsta lagi vömsýningar þar sem
fjallað er um mat og matvæla-
gerð í víðum skilningi. Þær em
og kaupstefna þar sem fyrirtæk-
in stefna til sín á þessa sýningu
viðskiptavinum sínum og síðast
en ekki síst em þær vettvangur
fyrir fagfélögin sem keppa í öll-
um greinum matvælaiðnaðar.“
- Um hvað er keppt?
„Það er t.d. keppt um titilinn;
Matreiðslumaður ársins, einnig
um titihnn: Framreiðslumaður
ársins. Þá er keppt í kökuskreyt-
ingum og það em nemakeppnir.
Einnig má geta þess að kjötiðn-
aðarmenn keppa í tengslum við
sýninguna. Þá er það nýjung að
kaffibarþjónar halda sitt fyrsta
íslandsmeistaramót á sýningunni
og ein nýjungin enn á þessari
sýningu er sú að sérstakt svæði
er helgað brúðkaupum, þar koma
nýgift brúðhjón og verða á sýn-
ingarsvæðinu."
-Er þetta íslensk eða alþjóð-
leg sýning?
„Sýningin getur varla íslensk-
ari verið en þrátt fyrir það emm
við æ meira að færa okkur í þá
átt að gera svona sýningar al-
þjóðlegri og fyrst og fremst í því
skyni að kynna íslensku afurð-
irnar, kjötið og fiskinn, fyrir er-
lendu matargerðarfólki. í tengsl-
um við þessa sýningu núna koma
á annað hundrað manns til lands-
ins. Norðurlandamót vínþjóna
verður á sýningunni og sjávar-
réttakeppni menningarborga
Evrópu. Það em listakokkar frá
menningarborgunum sem koma
og spreyta sig á elda úr íslensku
sjávarfangi. Dómarar em blaða-
menn erlendra og innlendra fag-
tímarita.“
-Hvert var upphaf þessara
sýning?
„Sýningin var frá upphafi
byggð upp í kringum
íslandsmeistaramótin
í matargerð og sam-
starfi við fagfélögin og
þannig hefur þetta
verið allar götur síðan.
íslandsmeistaramótin
hafa alltaf verið kjarninn í sýn-
ingunni. Islandsmeistaramótin
hafa verið afskaplega mikilvægur
þáttur í þeirri viðleitni að mark-
aðssetja erlendis íslensk matvæli
og fagþekkingu við að vinna úr
þeim. Þess má geta að íslending-
ar sem hafa farið á erlend stór-
mót í matargerð hafa beinlínis
► Sigurður Björnsson fæddist í
Ólafsfirði 1950. Hann lauk
prófi í húsasmíði frá Iðnskólan-
um á Akureyri og starfaði við
iðn sína í nokkur ár. Var síðan
tvö ár í Tækniskóla Islands en
hóf skömmu síðar störf hjá lög-
reglunni í Ólafsfirði. Hann út-
skrifaðist nokkru síðar úr Lög-
regluskóla ríkisins. Eftir það
lærði Sigurður rekstrarfræði
og útfiutningsmarkaðsfræði og
fór þá að starfa við sölu og
markaðsmál. Hann hóf störf hjá
Kópavogsbæ árið 1996 sem for-
stöðumaður markaðsskrifstofu
bæjarins. Sigurður er kvæntur
Margréti Sigurgeirsdóttur, rit-
ara á fasteignasöiunni Valhöll,
og eiga þau þrjú uppkomin
börn.
sópað að sér verðlaunum, þannig
að matargerðarlist hefur háan
„standard" á íslandi. Þetta er
hluti af menningu okkar.“
-Er gamla íslenska matar-
gerðin með íþessu?
„Raunar er gamla íslenska
matargerðin ekki tekin sérstak-
lega fyrir núna, hún var þema á
síðustu sýningu og þá var haldið
málþing um hana. En auðvitað
eru henni gerð skil hjá ýmsum
matvælaframleiðendum."
- Er þetta stór sýning?
„Upphaflega vorum við í
íþróttahúsinum Smáranum sem
hefur 2.000 fermetra sýningarsal
en við neyddumst til að flytja
sýninguna núna yfir í Tennishöll-
ina sem hefur 4.000 fermetra sal,
það sprakk allt utan af okkur.
Sýningin er þrisvar sinnum
stærri en sú síðasta og sýningar-
svæðið með þvi allra glæsilegasta
sem við höfum sett upp.“
- Eru verðlaunin mikil?
„Verðlaun í þessum matvæla-
greinum eru afar glæsileg. Sigur-
vegari í hverri grein fær í verð-
laun ferð á erlenda keppni og svo
er fjöldi aðila sem veitir vegleg
verðlaun þar að auki - sérstak-
lega íslenskur land-
búnaður sem veitir
lambaorðuna mat-
reiðslumanni ársins,
einnig eru farandgripir
og fjöldi annarra verð-
launa. Uppskeruhátið
sýningarinnar verður haldin í
Broadway í lok sýningarinnar á
sunnudagskvöldið, þá verða öll
verðlaunin veitt og þama verða
landsþekktir listamenn með
skemmtiatriði, m.a. tónlistar-
mennirnir Sigrún Hjálmtýsdótt-
ir, Bergþór Pálsson og Jónas
Ingimundarson.
Sýningin er
þrisvar sinn-
um stærri en
sú síðasta