Morgunblaðið - 30.03.2000, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 1 3
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Galli í járnalögn og steypu í fiölbýlishúsi við Lyngmóa 1 Garðabæ
Oljóst hvar bóta-
skylda liggur
LANGSÓTT verður fyrir
húseigendur í fjölbýlishúsun-
um við Lyngmóa í Garðabæ
að leita eftir bótaskyldu
sveitarfélagsins vegna hugs-
anlegs byggingargalla. Þetta
kom fram í samtali Morgun-
blaðsins við Guðjón Friðriks-
son, bæjarritara Garðabæjar,
en á mánudaginn hrandi um
tveggja tonna svalahandrið af
þriðju hæð og niður á svalir
annarrar hæðar.
Agnar Ástráðsson, bygg-
ingarfulltrúi bæjarins, sagði
að bæjaryfirvöld hefðu fengið
Línuhönnun hf. til að gera út-
tekt á svölum í Lyngmóum 2,
4, 6, 8, 10 og 12 í kjölfar at-
burðarins.
„Bærinn kemur annars
mjög takmarkað að þessu, en
okkur þótti þetta atvik ógn-
vænlegt og ákváðum því að
láta rannsaka hvað hefði
valdið þessu,“ sagði Agnar.
„Það er ljóst að þarna hefur
einhver galli verið í járnalögn
og í steypunni. Þetta hefur
hjálpast að við að gera það
snið sem heldur handriðinu
saman veikt fyrir og því hef-
ur það gefið sig og fallið nið-
ur.“
Guðjón sagði erfitt að segja
til um það hvar bótaskyldan
lægi. „En ég lít nú samt svo á
að það sé byggingameista-
rinn eða verktakinn sem beri
meginbótaskylduna," sagði
Guðjón. „En ef þessir aðilar
hafa orðið gjaldþrota þá er
það bara húseigandinn sem
ber tjón sitt og þá verður ef-
laust meira freistandi fyrir
hann að leita eftir bótaskyldu
sveitarfélagsins, en það
þyrftu að hafa verið einhverj-
ir veralegir annmarkar á
starfsemi Byggingareftirlits-
ins til þess að hægt sé að
gera sveitarfélagið bótaskylt.
Úttekt Byggingareftirlits-
ins er ekki framkvæmd af
þeirri nákvæmni að það sé
hægt að ætlast til þess að það
sé verið að taka ábyrgð á
mannvirkinu, það er alveg
Ijóst - byggingareftirlit fer
ekki þannig fram.“
Guðjón sagði að þetta yrði
allt skoðað gaumgæfilega eft-
ir að niðurstöður Línuhönn-
unar og Rannsóknarstofnun-
ar byggingariðnaðarins lægju
fyrir.
Byrjað að fjarlægja
skemmd handrið
Agnar sagði að Línuhönn-
un hefði byrjað að taka húsin
út í fyrradag og þegar væri
byrjað að fjarlægja þau hand-
Morgunblaðið/Jim Smart
Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa fengið Linuhönnun hf. til að meta skemmdir á svölum í fjöl-
býlishúsunum við Lyngmúa.
rið sem skemmd væra.
„Það er ekki alveg komið í
Ijós hversu mörg handrið era
skemmd, en við höfum talið
ástæðu til þess að láta skoða
svalimar sem era í húsunum
með sléttu tölunum, en það
era neðstu húsin Lyngmóun-
um. Sú húsaröð er byggð á
undan þeirri sem er með
oddatölunum og er ofar í
Lyngmóunum. Það var annar
byggingaraðili sem kom að
framkvæmdum við húsin með
oddatölunum og þau vora
byggð um 5 áram seinna og
því ekkert sem bendir til þess
að svalir þar séu skemmdar.
Húsin með sléttu tölunum
vora byggð á áranum 1974 til
1977.“
Garðabær
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Aðgengi að heitu pottunum í Sundhöll Hafnarfjarðar er gott núna, en í vetur þurftu gestir
að brölta yfir snjó og klaka þar sem engin hitalögn er í planinu við pottana.
Erindi sundgesta vís-
að til íþróttafulltrúa
Hafnarfjörður
BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar
vísaði erindi fastagesta Sund-
hallar Hafnarfjarðar, þar
sem kvartað var yfir slæmu
aðgengi að heitu pottunum,
til íþróttafulltrúa bæjarins.
í samtali Morgunblaðsins
við Guðbjart V. Þormóðsson
kom fram að í vetur hefðu
gestir þurft að ganga ber-
fættir yfir snjó og klaka til að
komast í pottana. Hann sagði
að nauðsynlegt væri að
leggja hitalögn undir planið í
kringum þá til þess að bæta
úr ástandinu, ekki síst vegna
þeirrar miklu slysahættu
sem skapaðist þegar gengið
væri á hálum klakanum.
Halldór Ámason, fram-
kvæmdastjóri stjórnsýslu- og
fjármálasviðs Hafnarfjarðar,
sagði að íþróttafulltrúinn
myndi skoða hvernig hægt
væri að leysa málið á sem
ódýrastan og hagkvæmastan
hátt og skila tillögum þar að
lútandi til bæjarráðs.
Til umræðu að byggja
við Bústaðakirkju
Morgunblaðið/Amaldur
Formaður sóknarnefndar Bústaðakirkju hefur viðrað þá
hugmynd að byggja við kirkjuna.
Bústaöahverfi
KOMIÐ hefur til tals að
stækka Bústaðakirkju vegna
þess hversu þröngt er orðið
um starfsemina, að sögn Ög-
munds Kristinssonar, for-
manns sóknarnefndar.
„Menn hafa rætt þetta í
þröngum hópum, en þetta
hefur ekki verið tekið fyrir á
fundum sóknarnefndar,“
sagði Ögmundur. „Við
stöndum frammi fyrir því að
Borgarbókasafnið flytur
þann 1. júní á næsta ári. Við
erum því að athuga hvort
það henti okkur að nota hús-
næði þess ellegar að byggja
við kirkjuna."
Ögmundur sagðist ekki
vita í hvora áttina yrði
stækkað né hvort arkitekt-
inn tæki það yfirleitt í mál.
„Mínar hugmyndir era að
stækka annaðhvort í austur
í átt að Bústöðum, eða í
vestur út að Tunguveginum.
Spennandi dæmi
Mér finnst þetta spenn-
andi dæmi, en þetta er ekk-
ert sem hægt er að festa
neitt, enda hefur þetta ekki
einu sinni komið til umræðu
í sóknarnefnd. Þá þyrftum
við að sjálfsögðu að ráðfæra
okkur við arkitektinn og at-
huga hvort hann telji þetta
vera möguleika.
Það gæti líka verið að Fé-
lagsmiðstöðin Bústaðir flytji
í núverandi húsnæði bóka-
safnsins og við þá í þeirra
pláss, en við ráðum því al-
veg sjálfir hvað við gerum
og hvort við nýtum húsnæði
bókasafnsins, en það er
gluggalaust."
Stórt olíuskip að viðlegukanti
STÆRSTA olíuskip sem
lagst hefur að hafnarbakka í
Reykjavík lá við viðlegukant
Eyjagarðs í Örfirisey í gær
og var verið að dæla úr skip-
inu. Undanfarin misseri hef-
ur verið unnið að því að
lengja kantinn til að hægt sé
að losa þar olíu úr stórum
flutningaskipum í stað þess
að láta þau liggja við legu-
færi og taka farminn í land
um neðansjávarleiðslur.
Þannig hefur verið staðið
að losun olíu úr flutninga-
skipum í Reykjavík í nær
hálfa öld en í gærmorgun
urðu tímamót þegar hingað
kom flutningaskipið Lista
frá Mongstad í Noregi og
lagðist að Eyjagarði. Skipið
er nær 28 þúsund tonn, 170
metra langt og 24 metra
breitt. Um borð voru 24 þús-
und tonn af flotaolíu og dísil-
olíu fyrir Olíufélagið hf. og
Olíuverslun íslands hf. Þetta
er eitt stærsta skip sem
lagst hefur að hafnarbakka í
Reykjavík og stærsta olíu-
skipið sem það hefur gert,
segir í frétt frá Esso.
Dæling úr skipinu gekk
vel og var stefnt að því að
ljúka verkinu seint í gærk-
veldi. Olíuskip hafa hingað
til þurft tvo hafnsögubáta og
einn aðstoðarbát þegar lagst
er við legufæri á meðan
farmurinn er losaður úr
þeim. Lista lagðist að Eyja-
garði í gærmorgun án að-
stoðar hafnsögu- eða aðstoð-
arbáta.
Morgunblaðið/Sverrir
Stærsta skip sem lagst hefur við hafnarbakka í Reykjavfk
er olíuskipið Lista frá Noregi.
Boðið í hönnun mis-
lægra gatnamóta
Reykjanesbraut
OPNUÐ hafa verið tilboð í
hönnun nýrra mislægra
gatnamóta við Breiðholts-
braut, Reykjanesbraut og
Nýbýlaveg, en kostnaðar-
áætlun verkkaupa, sem í
þessu tilfelli er Vegagerð rík-
isins hljóðar upp á 48 milljón-
ir.
Lægsta tilboðið kom fi'á
Verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen, um 37 milljónir,
Línuhönnun bauð 39, 5 mil-
ljónir í verkið, Hnit hf. og
Fjölhönnun ehf. buðu 42,5
milljónir og VSÓ-ráðgjöf bauð
58 milljónir króna.
Jónas Snæbjörnsson, um-
dæmisstjóri Reykjanessum-
dæmis Vegagerðarinnar,
sagði að ekki væri búið að
ákveða hvaða tilboði yrði tek-
ið en að það yrði gert á næstu
dögum. Hann sagði að þegar
um útboð vegna hönnunar
væri að ræða væri ekki sjálf-
gefið að lægsta tilboðinu yrði
tekið, því mat á tilboðsgjöfum
vægi mjög þungt eða um 70%.
Áætlað er að framkvæmdir
við sjálf gatnamótin hefjist í
haust og að þeim ljúki á næsta
ári. Kostnaður vegna fram-
kvæmdanna er áætlaður um
800 milljónir króna. Nýju
gatnamótin verði svipuð að
stærð og þau við Höfðabakka
og er gert ráð fyrir því að um
60 til 70.000 bílar muni fara
um þau á degi hverjum.