Morgunblaðið - 30.03.2000, Síða 27

Morgunblaðið - 30.03.2000, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 2 7 ERLENT Bashar A1 Assad, sonur Sýrlandsforseta Augljós erfingi „krúnunnar“ UM svipað leyti og mikil og leyndar- dómsfull gerjun hefur verið í stjórn- málalífinu í Sýrlandi verður æ gi-einilegra að næsti forseti landsins eða, eins og menn kalla hann gjarn- an, erfingi krúnunnar, er næstelsti sonur forsetans, augnlæknirinn Bashar A1 Assad. Hann hefur að vísu enga formlega opinbera stöðu og félli forsetinn frá áður en kjör- tímabili hans lýkur eftir fimm ár, eru fyi'ir tveir varaforsetar og ætti með réttu annar að taka við. Það blandast hins vegar engum hugur um að annaðhvort þá eða að líkindum fyrr verður stjórnar- skránni snarlega breytt til að Bas- har taki við af föður sínum, Hafez A1 Assad. Hann hefur verið sendur sem fulltrúi föður síns til viðræðna við nýja kónga í Jórdaníu og Marok- ko og sl. sumar fór hann í heimsókn til þriggja Flóaríkja og fékk þar móttökur sem sæma erfðaprinsi. Segist vera baráttumaður gegn spillingu A þessum sex árum, sem eru liðin frá því Bashar skaut upp kollinum, en hann hafði starfað í Bretlandi eft- ir að hann lauk námi, hefur hann ekki farið dult með hann telji sig nú- tímamann sem vilji berjast gegn spillingu, efla veg Sýrlands og álit á alþjóðavettvangi. Hann er mjög tregur til að veita viðtöl en hefur lát- ið hafa eftir sér að hann muni ekki skorast undan því að axla ábyrgð verði eftir því óskað. Bashar A1 Assad er mikið í mun að leiða landið fram á við í tæknilegu tilliti og er ekki vanþörf á því. Hon- um virðist ekki standa jafnmikill stuggur af því og föður hans að um- heimurinn viti meira um Sýrland nútímans, því hann vill breyta kerf- inu: þar með er ekkert að fela. Rit- skoðun ku vera eitur í hans beinum en hún er nú nánast alger í landinu. Aftur á móti er hann klókur og vill beita lagni fremur en fara of geyst enda óvíst að hann nyti nauðsynlegs stuðnings Baathflokksins og viða- mikils embættismannakerfis ef hann ætlaði sér um of. Hefur tryggt sér stuðning hersins Það sýnir ef til vill klókindi Bas- hars A1 Assad að um það leyti sem hann kom heim - eftir að bróðir hans Basil A1 Assad lést sem allir vissu að var þá sá sem faðir hans ætlaði forsetaembættið - og eftir að það var Ijóst að nú var röðin komin að honum, valdi hann að starfa inn- an hersins og gat sér þar hið besta orð og er ekki vafi á því að þótt ýms- ir innan stjórnarkerfisins séu hon- um andsnúnir stendur herinn að baki honum og það munar um minna. Ekki virðist í sjónmáli valdabar- átta innan fjölskyldunnar nema þá helst frá bróður forsetans, Rifaat, sem oft hefur komið við sögu og hann virðist telja sig réttborinn til embættis án þess að njóta nokkuð verulegs stuðnings meðal þorra manna. ir búið lengi utan Sýrlands. Hann talar ensku og frönsku reiprennandi og virðist opinn fyrir því að hlýða á ráðgjafa og hlusta eftir rödd fólks- ins og er það nokkur nýlunda. Á hinn bóginn segja menn að hann hafi ekki þá útgeislun til að bera sem fleytti bróður hans langt og varla vafi á því að sýrlenska þjóðin syrgði hann mjög innilega. Erlendir sendiráðsmenn í Sýr- landi svo og ráðamenn í flestum arabaríkjum virðast á einu máli um að augnlæknirinn hógværi sé sá sem koma skal. Og spá breytingum í kjölfarið. Breytingum sem væntan- lega verða til góðs fyrir þetta land. Þar sem svo er kveðið á í stjórnar- skrá að forseti landsins verði að hafa náð fertugu er jafngott að núverandi forseti lifi þau fáu ár sem þarf til að sonurinn nái réttum aldri því þá er ekki spurning: hann býður sig einn fram og nær kjöri með glæsibrag. Sex ár liðin frá dularfullu andláti Basils í síðasta mánuði var þess minnst, en ekki á jafn mikilúðlegan hátt og í fyrra, að sex ár eru liðin frá því eldri bróðirinn og þáverandi óumdeilan- legur erfingi að forsetaembættinu lést í dularfullu bílslysi á leið til flug- vallarins í Damaskus. Þar hefur ver- ið komið upp minnisvarða um hann og vitjuðu forsetinn, forsetafrúin, ættingjar og helstu embættismenn hans og vottuðu minningu hans virð- ingu. Það hefur aldrei verið upplýst ná- kvæmlega hvernig þetta slys vildi til en á hinn bóginn er þarna beinn og breiður vegur og getgátur um hermdarverk komust að sjálfsögðu á kreik. Basil A1 Assad var umdeildur og einnig vinsælli en bróðir hans þó mörgum sýnist að bróðir hans hafi raunsærri og nútímalegri skoðanir og virðist reiðubúinn að framfylgja þeim þegar þar að kemur. AP Bashar A1 Assad, sonur Hafez A1 Assads Sýrlandsforseta, heilsar Jacques Chirac Frakklandsforseta á fundi þeirra í fyrra. Bashar ákvað líka að snúa sér að fjarskipta- og upplýsingamálum og er formaður sýrlenska upplýsinga- félagsins sem hefur sl. ár beitt sér mjög fyrir að koma Sýrlandi í sam- band við umheiminn á nútímalegri máta en menn hefðu getað ímyndað sér fyrir ári eða svo. Myndir um alla borg í arabaríkjum þykir leiðtogum yf- irleitt afar nauðsynlegt að hafa myndir af sér út um allt. Myndir af forsetanum eru í búðum, á bflrúðum, eiginlega hvert sem litið er. Einnig voru afar áberandi fyrir ári myndir af Basil, bróðurnum sem dó, en færri af augnlækninum. Nú er ann- að uppá. Myndir af Bashar eru við hvert fótmál og svo virðist sem sýr- lenska þjóðin hafi lagt til hliðar myndirnar af Basil A1 Assad. Allt segir þetta sína sögu þegar menn átta sig á hvernig þetta þjóðfélag starfar. Þeir sem til hans þekkja segja hann hlédrægan en einarðan, eftir- mynd föður síns í útliti - nema hann hefur fagurblá augu. Hann virðist alvörugefinn en sagður manna skemmtilegastur í góðra manna hópi. Fáir vissu á honum deili fyrir sex árum, enda hafði hann sem fyrr seg-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.