Morgunblaðið - 30.03.2000, Side 33

Morgunblaðið - 30.03.2000, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 33 Farandleshringur á leið til landsins Morgunblaðið/Sverrir ^Bóklestur er lífsstíll,“ segja þær Mollie Hoben og Denise Scheibe frá The Minnesota Women’s Press. Islenskar skáldkonur á óskalista Dansað um loftin blá ÞESSI risavaxni blöðrumaður sem sést hér dansa um loftin blá er hluti af innsetningu sem komið var fyrir í viðskiptahverfi borgarinnar Singapore. Innsetningin er hluti af því átaki Singapore að reyna að hrista af sér þá ímynd að þótt borgin standi traustum fótum þá sé hún frekar andlaus og er þetta gert með því að auka það fjármagn sem veitt er til lista. í MINNESOTA starfar allsérstakur áhugahópur um bókmenntir eftir konur, Book Group on the Road. Um er að ræða farandleshring sem stundar heimsóknir til ólíkra land- svæða í því skyni að kynna sér menn- ingu kvenna. Hópurinn hefur þegar farið í vettvangsferðir til Nýju- Mexíkó, Klettafjalla í Colorado, Skosku hálandanna og Jórvíkm-skír- is á Englandi og nú hefur stefnan verið tekin á Island. Fyrirhugað er að áhugakonur um íslenskar kvenna- bókmenntir stígi á land strax á næsta ári, ef vel gengur, en til þess að undirbúa heimsóknina voru hér nýlega staddar tvær konur úr for- ystu klúbbsins. „Oft er langur aðdragandi að hverri ferð því við reynum að komast yfir og lesa bækur eftir konur frá viðkomandi svæðum áður en farið er á staðinn. Þar er svo jafnvel fundað með viðkomandi skáldkonum ef tök eru á, auk þess sem farið er í al- mennar skoðunarferðir til þess að kynnast landslagi og lífinu á staðn- um. I ferðunum hafa hingað til verið á annan tug kvenna, en öllum er frjálst að koma með og sjaldnast er hópurinn eins samsettur," segir Mollie Hoben, útgefandi og fyrrum ritstjóri The Minnesota Women’s Press, fréttarits um líf og störf kvenna. Ritið er gefið út í dagblaðs- broti tvisvar í mánuði í 40 þúsund eintökum en finnst jafnframt á Net- inu á slóðinni www.womens- press.com. Leitað að enskum þýðingum „Við gefum einnig út bókmennta- tímaritið Book Women sem hefur að markmiði að kynna skrif kvenhöf- unda og efla hlutverk bóka í lífi kvenna," segir Mollie og bætir við að útgáfan reki líka litla bókaverslun í St. Paul sem sérhæfi sig í kvenna- bókmenntum. „Það er einmitt í gegnum bóka- búðina sem við hyggjumst nú panta nokkrar íslenskar bækur svo að ferðalangarnir geti farið að undirbúa sig,“ útskýrir Denise Scheibe, ein af stofnendum útgáfunnar. „En vanda- málið er að komast yfir bækur eftir íslenskar konur sem þýddar hafa verið á ensku. í fyrstu yfirreið okkar Sýningu lýkur Gallerí Áhaldahúsinu, Vestmannaeyjum Sýningu Tolla á Myndlistar- vori Islandsbanka í Vest- mannaeyjum lýkur á sunnudag. Sýningin er opin frá kl. 14- 18. Aðgangur er ókeypis og all- ir velkomnir. Rithöfundar vaxa á trjánum hér á landi og hringvegurinn er góður staður til þess að njóta bókmennta. Svo mælist tveimur bandarískum konum í spjalli við ______Sigurbjörgu________ Þrastardóttur en þær undirbúa Islandsheim- sókn áhugahóps um kvennabókmenntir. um bókabúðir hér fundum við Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðar- dóttur og Z-Ástarsaga eftir Vigdísi Grímsdóttur, en vonandi munu fleiri titlar bætast á listann áður en við höldum heim. í Minnesota var hins vegar ekkert að hafa og fátt um svör þangað sem við leituðum. Meira að segja fullyrti ein vinkona mín, sem er skosk skáldkona, að á Islandi væru engir rithöfundar yfir höfuð!“ segir Denise og skellir upp úr. „Svona get- ur fólk komið af fjöllum. En ég er nú búin að skrifa þessari vinkonu minni póstkort héðan þar sem ég upplýsi óðamála að íslenskir rithöfundar séu svo sannarlega til - þeir vaxi bók- staflega á trjánum.“ Kvöldvaka með íslenskum konum Mollie og Denise hafa neytt ým- issa leiða til þess að safna sem best- um upplýsingum um íslenska kven- rithöfunda og eru hæstánægðar með hjálpsemina sem hvarvetna hefur mætt þeim. „Með hjálp Ástu Kr. Ragnarsdóttur hjá Hollráðum höf- um við komist í tæri við útgefendur, bókmenntafræðinga og leikskáld, svo dæmi séu nefnd. Svo höfum við meira að segja komist í samband við nokkrar skáldkonur í eigin persónu," segir Denise og nefnir meðal annars Steinunni Sigurðardóttur og Elísa- betu Jökulsdóttur. „Elísabet mætti til fundar við okkur og las örsögur í enskri þýðingu, dásamlega skemmti- legar og sérstæðar sögur. Og fleiri góðar konur höfum við hitt, en það er einmitt draumur okkar að skipu- leggja litla kvöldvöku með íslenskum skáldkonum þegar leshringurinn kemur til íslands." Hugmyndin að Islandsheimsókn- inni er komin frá núverandi ritstjóra The Minnesota Women’s Press, Cynthiu Scott, en hún tók þátt í ráð- stefnunni Konrn' og lýðræði við ár- þúsundamót í Reykjavík á liðnu hausti. „Heimkomin hætti Cynthia ekki að tala um Island og kveikti með því áhuga okkar,“ segir Mollie og bætir við: „Jafnframt því að kynna okkur kvennamenningu á ís- landi höfum við hug á því að ferðast um ykkar fallega land, jafnvel að fara hringveginn. Það er gaman að leiða saman sögusvið bóka og fyrirmyndirnar og við gerum því skóna að sögusvið ein- hverra þein-a bóka sem við komum til með að lesa séu hér og hvar í kringum hringveginn. Eða, er það ekki annars? Varla gerast þær allar í Reykjavík?" Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið GÆÐI OG ÁRANGUR HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Ráðstefna í Salnum, Tónlistarhúsinu í Kópavogi, 30. mars 2000. Fundarstjórar: Helgi Már Arthúrsson, upplýsingafulltrúi, og Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifitofústjóri. I 13.00-13.10 13.10-13.40 II 13.40-14.00 14.00-14.05 14.05-14.20 14.20-14.35 14.35-14.50 14.50-15.05 15.05-15.45 IH 15.45-16.00 16.00-16.15 16.15-16.30 IV 16.30-17.00 17.00-17.05 17.05-18.00 INNGANGUR Setning ráðstefnunnar. Ingibjörg Pdlmadóttir, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra. Heilbrigðisþjónustan fram til 2010 — Hvernig munu kröfúrnar breytast? Sigurður Guðmundsson, landlaknir. ÁHERSLUR í GÆÐAMÁLUM___________________________ Gæðaáætlun heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytis. Ingimar Einarsson, skrifitofustjóri, Margrét Björnsdóttir, deildarstjóri. Hlé. Gæðastarf á heilbrigðisstofnunum. Leifur Bárðarson, laknir og gœðastjóri, Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfirœðingur. Gæði frá sjónarhóli sjúklinga. Laura Scheving Thorsteinsson, hjúkrunar- framkvœmdastjóri. Klínískar leiðbeiningar (Clinical Guidelines). Sigurður Helgason, laknir, Samanburðargreining (Benchmarking). Sigríður Haraldsdóttir, ritstjóri heilbrigðisskýrslna. Kaffihlé - Veggspjaldasýning. Ráðgjafafyrirtœki kynna starfiemi sína. MAT Á ÁRANGRl__________________________________ Árangursstjórnun í opinberum rekstri. Leifúr Eysteinsson, viðskiptafrœðingur. Sjálfsmat heilbrigðisstofnana. Jón Freyr Jóhannsson, forstóðumaður. Samhæft mælingakerfi (Balanced Scorecard) fyrir heilbrigðisstofnanir. Magna Fríður Birnir, gœða- og starfipróunarstjóri. RÁÐSTEFNULOK Umræður. Samantekt. Móttaka heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Umsjón ráðstefnunnar: Daði Einarsson, stjórnsýslufimðingur, og Inga Margrét Haraldsdóttir, stjórnarráðsfúlltrúi. Athugið að vegna mikillar þátttöku er aðgangur að ráðstefnunni takmarkaður við fulltrúa sem þegar hafa skráð sig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.