Morgunblaðið - 30.03.2000, Page 38

Morgunblaðið - 30.03.2000, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ftölsk grein um íslenska ljóðlist á 20. öld Ort við glugga sem snýr út í heim YFIRLITSGREIN um ís- lenska ljóðagerð á 20. öld er meðal burðargreina í febr- úarhefti ítalska ljóðatíma- ritsins Poesia, útgefnu í Míl- anó. I greininni, sem rituð er af Silviu Cosimini, er fjallað um átta íslensk skáld frá ólíkum skeiðum aldarinnar og í kjölfarið birtar ítalskar þýðingar greinarhöfundar á fimm tugum ljóða og brota úr ljóðabálkum eftir höfund- ana. Arfur og örvun að utan í upphafi greinarinnar segir að augljóslega sé óvinnandi vegur að rekja þróun íslenskrar Ijóðlistar frá upphafi á fáeinum blað- síðum, enda spanni hún ell- efu aldir og teygi rætur sín- ar aftur í móðu munnlegrar hefðar. „Orðið hefur þannig að ráði að velja aðeins 20. öldina til umfjöllunar, öldina sem sætir þeirri þversögn að vera hvað vanræktust og minnst rannsökuð af saman- burðarfræðingum og öðrum. Verða hér leidd saman átta af helstu skáldum aldarinnar sem saman endurspegla hversu tryggir íslendingar hafa verið arfi sínum, en um leið móttækilegir fyrir sífelldri örvun frá umheiminum þrátt fyrir meinta einangrun." Skáldin sem um ræðir eru Jóhann Sigurjóns- son, Hulda, Steinn Steinarr, Hann- es Pétursson, Sigfús Daðason, Steinunn Sigurðardóttir, Gyrðir Elíasson og Sjón. Ferill hvers og eins er stuttlega rakinn og gerð grein fyrir hlutverki skáldanna í umbrotum, nýjungum eða ákveðn- um stefnum í íslenskri Ijóðagerð. Litið er á höfundarverkin í víðu samhengi, en einnig rýnt í valdar bækur og ljóð. Fyrst er fjallað um Jóhann Sig- urjónsson, einn af „ungum skáld- um sem fram komu í upphafi ald- arinnar, héldu á loft gildum fagurfræði og frelsis og voru opnir fyrir evrópskum menningar- hans Sorg, að margra mati fyrsta íslenska nútímaljóð- ið. „Rímleysið og hinar nýju, laustengdu og lítt ís- lensku myndir ásamt hreyf- ingunni í sterkum ramman- um, gera Ijóðið að forspá eða fyrirsögn; eins konar nútíma-Völuspá," segir Cosimini og telur Ijóðið til vitnis um snilligáfu Jó- hanns. Togstreita leyst milli forms og efnis Þá er bent á að Hulda hafi verið fyrsta konan sem skapaði sér nafn í karlmið- uðum, íslenskum bók- menntaheimi. Hún hafi í uppvexti sínum haft góðan aðgang að erlendum bók- menntum og notið betri leiðsagnar um bókmennta- heiminn en almennt gerðist á þeim tíma, þar eð faðir hennar var bókavörður. „Hulda var sér mjög meðvitandi um ójafna stöðu sína í samanburði við karl- höfunda en náði samt að láta rödd sína heyrast. Ljóð hennar fjalla um frelsisþrá, flótta og betra hlutskipti en konum bauðst á þeirri tíð. I mörgum ljóða hennar birtist eins konar samviskubit, sambland feimni, ótta, óöryggis og tilrauna til þess að samþætta hefðbundið hlutverk konunnar og metnað skáldsins," segir m.a. í greininni og bent á tví- hyggjuna sem einkenni ljóð Huldu; karlmennska/kvenleiki, stór/lítill, sterkur/veikur, ráðandi/undirgef- inn. Ávallt sé gert ráð fyrir þvi að annar hinna tveggja sé hinum æðri og baráttan við að öðlast merkingu sé sífelld. „En um leið og öðrum liðnum er ljáð merking leiðir af sjálfu að hinn þurrkast út, gerand- inn er sigurvegari en þolandinn er nátengdur tapinu. í aldarbyrjun á Islandi var kona annað hvort pass- íf eða ekki til.“ Steini Steinarr er lýst sem eins konar eylandi í menningar- og fé- lagslegu tilliti á þeim umbrotatím- Jóhann Sigurjónsson, Steinn Steinarr, Steinunn Sigurðardóttir og Sjón eru meðal þeirra höf- unda sem fjallað er um í ítalska tímaritinu. straumum". Sagt er um skálda- kynslóð Jóhanns að hún hafi orðið afhuga epískum skáldskap forvera sinna og snúið sér að styttri og þéttari ljóðum sem einkenndust af frelsisþrá, nýrri öryggistilfínningu og andstöðu við þrældóm hvers- dagsins. „Glugginn sem þannig var opnaður út í heiminn hafði tvenns konar áhrif; hann gaf þjóðinni nýja vitund og sjálfsvirðingu en gerði um leið óbærilega dvölina í þröng- um stakki eylandsins þar sem tækifæri skorti," segir í greininni og bent á að mörg skáldanna hafi haldið utan, þar á meðal einn helsti fulltrúi þeirra, Jóhann Sig- urjónsson. Honum er lýst sem skáldinu sem „þjófstartaði mód- ernismanum og exístensíalisman- um“ og til skýringar er vísað í ljóð um sem ríktu á 4. áratugnum í ís- lenskum ljóðaheimi. Fyrsta bókin hans „rauf ríkjandi hefð og stað- setti Stein í fylkingarbrjósti hinn- ar nýju kynslóðar módernískra skálda sem síðar skilgreindu sig „atómskáldin“. Þau voru málpípur nýrrar þéttbýliskynslóðar, borgar- innar, nýrra gilda - þau vildu byrja upp á nýtt og slíta tengsl við hefðina, formið og rímið.“ Rakið er stuttlega upphaf ís- lenska módernismans „sem virtist leysa upp spennuna milli forms og efnis“, í það minnsta tímabundið. „í samfélagi eftirstríðsáranna finnur skáldið ekki lengur hjá sér þörf til samskipta. Þessi firring snýr athyglinni að samskiptum skáldsins við sjálft sig. Ljóðið verður svo yfirmáta persónulegt að það verður illskiljanlegt.“ Greint er frá neikvæðum við- brögðum almennings sem í fyrstu áleit atómskáldin „ófélagslynd, ónáttúruleg og ófær um að fjalla um annað en eigin hugaróra“, en bent á að Steinn hafi eignast frægðarsól til framtíðar með Tím- anum og vatninu; „dularfullum ljóðabálki sem næstum því lítur út fyrir að hafa skrifað sig sjálfur" þar sem á togist hefðin og hið frjálsa form. Eftirstríðsárin; pólitík og náttúra Áhrif erlendra höfunda á Sigfús Daðason eru gerð að umtalsefni, en auk þess að vera beintengdur íslenskum atómskáldskap „sótti hann aðra arfleifð, enn meira abstrakt, til súrrealismans í Frakklandi, E’luard og Breton, og til annarra evrópskra skálda á borð við Rilke og T.S. Eliot“. Fjallað er um sköpunargleði Sig- fúsar, pólitík, heimspeki og stöð- uga leit að nýjum leiðum til þess að túlka lífið í skáldskap, um „illan bifur“ hans á orðum en um leið nauðsyn þess að velja þau vand- lega og þekkja margræða merk- ingu þeirra. „Heimspekileg ljóða- gerð hans, hrynjandi, mælskulist og frumspekileg sýn á heiminn, gera hann að einum áhrifamesta íslenska módernistanum," segir Cosimini. Þótt róttækni módernistanna hafi að mörgu leyti verið ofmetin af gagnrýnendum, að sögn Cosim- ini, festust margar neikvæðar ein- kunnir við skáldin. „Sum þeirra leituðu hófstilltari leiða með mála- miðlun milli íslenskrar menningar- hefðar og áhrifa frá erlendri sam- tímaljóðlist. Þeirra á meðal var Hannes Pétursson." Ljóðum Hannesar er lýst sem í deiglu hefðar og byltingar, enda hafi skáldið lagt sig fram um að smíða margslungna heild úr þráð- um frá ólíkum straumum og stefn- um. „Náttúran er grundvallar- atriði í höfundarverki Hannesar, sér í lagi fyrstu árin þar sem hann virðist gæla við hlutverk þjóð- skálds." Fjallað er um samruna manns og náttúru í ljóðum Hannesar og bent á að fyrstu heimsátökin sem snertu íslendinga beinlínis - síðari heimsstyrjöldin - og seintekin iðn- væðing í landinu hafi sært fram nýja tegund náttúruljóða, mun rómantískari á evrópska vísu en lengi hafði þekkst. Tilraunir með form „Steinunn Sigurðardóttir vakti athygli með fyrstu bók sinni, inn- blásinni af módernismanum, en hún innihélt erfið ljóð, þung og táknþrungin," segir Cosimini um Sífellur, en bætir við að Steinunn hafi tekið sér stöðu á mörkum módernisma og nýraunsæis. Enn- fremur segir að „fyndna kynslóð- in“ hafi blásið kímnivindum yfir sviðið og hafi jafnframt verið fyrsta kynslóð íslenskra skálda sem nýtti fjölmiðla og gjörninga markvisst í þágu bókmenntanna. Bent er á að Steinunn hafi aflað hylli með því að nýta sér, hljóðlega og ljúflega, þau bókmenntaform sem standa hjarta íslendingum hvað næst, til að mynda minning- argreinar (Síðasta orðið). Hún sé einnig sú skáldkona íslensk sem einna mestri útbreiðslu hafi náð á erlendum markaði. Höfundarverk Gyrðis Elíassonar er heilsteypt og enn í mótun, en ekki er auðvelt að fella verk hans í flokk ákveðinna bókmenntagreina, segir í greininni, þar sem lesa má sum smásagnasöfnin sem skáld- sögur og ljóðasöfnin jafnvel sem eitt ljóð. „Gyrðir hefur sterk tengsl við íslenskt dreifbýli og sker sig úr fyrir afar persónulegan stíl,“ segir m.a. og athygli er vakin á ljóðrænu og auðugu málsniði í textum hans. „Frásagnirnar eiga augljóslega rætur í munnlegri hefð og alþýðumenningu til sveita." Síðasta skáldið sem fjallað er um er Sjón sem „frá upphafi af- neitar hefðbundnum listformum og steypir saman ólíkum formum. Orðin virðast lifa sjálfstæðu lífi og byggja veruleika handan veruleik- ans. Hann nýtir sér popp, rokk, auglýsingar, erótík, teiknimyndir, menningu snoðhausa og súrreal- íska hefð, í stuttu máli allt sem hefur vægi í lífi ungs fólks, og til- reiðir úr því kraftmikil og skemmtileg ljóð,“ segir um Sjón og bent á að Medúsuhópurinn hafi speglað sig í súrrealisma, pönki og jafnvel stefnum frá fjórða áratugn- um, svo sem fútúrisma og dada- isma. A kili á Akranesi SKAGAFLEIKFLOKKURINN frumsýnir leikritið Lifðu (yfir dauðans haf) eftir Kristján Krist- jánsson í Bjarnarlaug á Akranesi á morgun, laugardag, kl. 20. Leikritið fjallar um þrjá menn sem komast á kjöl þegar báti þeirra hvolfir í blíðskaparveðri einn þokudag um haust í byrjun 20. aldar. Hér eru feðgar á ferð á leið til læknis í höfuðstaðnum en faðirinn hefur áhyggjur af and- legri heilsu sonarins. Þeir taka sér far með manni, sem þeir halda ferjumann, yfir fjörð á litl- um árabáti. Bátnum hvolfir á miðjum firði og lýsir verkið bar- áttu mannanna fyrir lífi sínu og viðbrögðum þeirra við þessum ógnvænlegu kringumstæðum. Mennirnir þrír gera upp líf sitt þarna á kilinum, hver með sínum hætti og kemur ýmislegt óvænt upp úr kafinu. Hlutverkin eru sérstaklega skrifuð með leikarana þrjá í huga. Kristján leikstýrir verkinu sjálfur. Hann hefur áður gefið út nokkrar ljóðabækur og skáldsög- ur og árið 1992 setti Skagaleik- flokkurinn upp leikritið Alltaf má fá annað skip eftir Kristján, og var það sýnt víða um land og einnig var ferðast með verkið til Danmerkur og Svíþjóðar. Kristján hefur leitað til aðila sem hafa reynslu að baki svipaða og er fjallað um í verkinu Lifðu. Höfundur tónlistar er Orri Harðarson . Onnur sýning verður sunnu- daginn 2. apríl kl. 20. Vortónleikar Ljósbrár á Hvoli KVENNAKÓRINN Ljósbrá í Rangárþingi heldur árlega vortón- leika sína í Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, föstudagskvöldið 31. mars kl. 21.00. Söngstjóri er Nína María Moravek. Undirleikari er Kári Þormar og einsöngvarar með kórn- um eru Sigurlaug J. Hannesdóttir söngnemandi í Söngskólanum í Reykjavík og Einar Guðmundsson söngnemandi í Tónlistaskóla Rang- æinga. Á efnisskrá kórsins, sem í eru 25 félagar, verða m.a. bítlalög. Framundan er æfingardagur og tónleikar í Skálholti og heimsókn t.il K’vpnnalcnrs Hnfnnfiarrinr Sýningu lýkur Gallerí i8, Ingólfsstræti 8 SÝNINGU Ólafar Björnsdóttur lýkur nú á sunnudag. Sýningin í i8 er fyrsta einkasýning Ólafar en hún hefur tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum hér heima og erlendis. i8 er opið fimmtudaga til sunnu- daga frá kl. 14-18. Didda les í Gerðarsafni SKÁLDKONAN Didda les úr verk- um sínum í kaffistofu Gerðarsafns í dag, fimmtudag, kl. 17. Upplesturinn er á vegum Ritlist- arhóps Kópavogs og er aðgangur ókeypis. M-2000 Fimmtudagur 30. mars. Vesturbæjarskóli, kl. 15. Sjálfbært skipulag - Skipulags- «V ^ fræðingafélag fslands Sýning Skipulags- fræðingafélags íslands tekur á möguleikum Is- ^ lend- inga á að búa til sjálfbært manngert umhverfi á íslandi. Hvaða áhrif hef- ur skipulag á umhverfi okkar, þróun og núverandi stöðu í umhverfismál- um? er meðal þeirra spurninga sem leitað er svara við. Svo verður ferðast með sýninguna um grunnskóla landsins. si@vortex.is Ráðhús Reykjavíkur kl. 16. Setning Skiðalandsmóts 2000. Klukkan kl. 12 hefst ganga í karla-, kvenna- og piltaflokki á skíðasvæð- inu í Skálafelli. Skíðalandsmót 2000 er liður í Vetraríþróttahátíð IBR. http:Avww.tota.is/skildi2000/ Lifðu, Leikrit Skagaleikflokksins verður sýnt í Bjarnarlaug á Akranesi. Hér eru leikarar og aðstoðarfólk á æfingu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.