Morgunblaðið - 30.03.2000, Síða 39

Morgunblaðið - 30.03.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 39 LISTIR Skin og skúrir BÆKUR Náttúrufræðirit SAGA VEÐURSTOFU ÍSLANDS eftir Hilmar Garðarsson. 417 bls. Útgefandi er bókaforlagið Mál og mynd. HIN síðari ár hefur færzt mjög í vöxt, að stofnanir og félög láti skrá sögu sína af sérstöku tilefni. Oft er þetta gert meira til gamans en gagns og jafnan fyrir þá, sem staðið hafa í eldlínunni. Pá er ekki ýkja hátt risið á mörgum stofnunum, en hinu má heldur ekki gleyma, að saga margra stofnana hins opinbera er hin merki- legasta og fylklega þess virði, að henni séu gerð viðhlítandi skil. í nýútkominni bók um Veðurstofu Islands er greint frá helztu viðburð- um í áttatíu ára sögu stofnunarinnar, en hefð er fyrir því að telja hana stofnaða 1. janúar 1920, þó að lög um starfsemina hafi ekki verið sett fyrr en sex árum síðar. Hins vegar var fyrsta veðurmækng hér á landi, sem sögur fara af, gerð í Selárdal 1664, en fyrstu reglubundnu veðurathuganir hófust í Stykkishólmi 1845, og hafa staðið ósktið síðan. Skin og skúrir hafa skipzt á í sögu Veðurstofu. Eðli máls samkvæmt er sagan rakin í tímaröð í skýru sögu- legu ljósi, en verður þó eiktið ágrips- kenndari eftir því sem líður á bókina og endar í nokkurs konar skýrslu- formi, enda hefur það að lfldndum verið höfundi svoktil þraut að skrifa um núverandi starfsmenn og erfitt að gera öllum jafnhátt undir höfði. Ekki er augljóst eftir hverju var farið þeg- ar æviágrip og afrek sumra manna eru tíunduð í sérstökum ramma- greinum en annarra ekki. Sjálfsagt hefur verið vandi nokkur að velja réttu orðin þar sem greint er írá hve menn hafa verið afkastamiklir; nokkrir hafa skrifað fjölda margar greinir, aðrir allmargar, þá margar en sumir bara nokkrar. Einnig má nefna sem dæmi, að skflmerkilega er rakið, þegar Teresía Guðmundsson var ráðin veðurstofustjóri og sagt frá óvild á milk Jóns Eyþórssonar og Þorkels Þorkelssonar, sem ef til vill átti sinn þátt í því, að Jóni var hafnað. Hins vegar er þess engu að getið, að Eiður Guðnason réð flokksbróður sinn í þá stöðu tæpum 50 árum síðar. Því skal heldur eldri neitað, að óvar- legt getur verið að fara út í þá sálma heldur farsæHa að það bíði betri tíma. Ekki er víst, að allir geri sér grein fyrir því, að viðfangsefni þar á bæ eru af ýmsum toga. Hafís, jarðskjálftar, eldgos, snjóflóð og loftmengun eru allt verkefni, sem heyra til starfsem- inni auk veðurlagsins og skipta ekki litlu máU í búskap okkar hér. Saga Veðurstofunnar er því að stórum hluta saga um líf í landi þessu. Við lestur bókarinnar verður Ijóst, að lengi framan af bjuggu starfsmenn Veðurstofu við mjög lélegar aðstæð- ur og oft og tíðum lítinn skilning stjómmálamanna. Veðurstofan er tæplega eina stofnunin, sem naut lít- ils skflnings í fyrstu en vegur hennar hefur vaxið með árunum. Ungir veðurfræðingar hafa ávallt átt greiðan aðgang að störfum, óUkt því sem menn hafa fengið að reyna á sumum öðmm sviðum náttúmfræða. Þar átti einstök framsýni Teresíu ekki Htinn hlut að máli, þegar hún hvatti menntaskólanema til þess að leggja stund á fræðigreinina. Nokk- uð kemur á óvart, að lítið er fjallað um hvort veðurfræðingar hafi sinnt fræðilegum viðfangsefnum og lagt eitthvað þar af mörkum. En það em ekki aðeins veðurfræðingar, sem starfa á Veðurstofu, heldur ýmsir aðrir við margvísleg störf, bæði stór og smá, og virðist hlut þeirra gerð þokkaleg skil. Saga Veðurstofu Islands er að mörgu leyti sérstök, meðal annars vegna þess, að stofnunin er í nánum tengslum við fólkið í landinu, jafnt til sjávar og sveita. Hér mun vart vera nokkur maður, sem hugar ekki að veðri nær hvem dag, ólíkt því sem er með öðmm þjóðum. Víða er vfldð að samskiptum þessum enda fengu starfsmenn stofnunarinnar oft óverð- skuldaðar skammir fyrir störf sín, en þau hafa líka án efa oft veitt þeim ánægju. Sagt er frá nokkmm skondnum sögum og vísum til stað- festingar, og vissulega hefði mátt gera þessu atriði hærra undir höfði í sérstökum kafla. í þessu sambandi má benda á, að Sigurður sá, sem er höfundur vísunnar »Nú er illra veðra von«, var Jónasson en ekki Jónsson. Margar ágætar myndir em í bók- inni, nema í síðasta kaflanum er myndavalið ekki nógu gott. Þar er áherzla lögð á að birta myndir af sem flestu fólki en þær em ekki að sama skapi vandaðar. Pennaglöp era fáséð og málfar yfirleitt Hpurt; helzt er að benda á, að »gera veðurathuganir« kemur óþægilega oft fyrir, og allt að tíu sinnum á aðeins tveimur síðum (bls. 243 og 4). Það er sjaldnast áhlaupaverk að taka að sér að skrifa sögu rótgróinna stofnana, jafnvel þótt menn hafi ein- vala ritnefnd sér við hlið. Höfundur bókarinnar hefur því þurft að viða að sér miklum fróðleik, sem hann hefur unnið vel úr og komið skilmerkilega til skila. Sérlega eftirtekt vekur, að öll heimildavinna er einkar vel af hendi leyst og allur frágangur til fyr- irmyndar. Höfundur kann greinilega til verka í sagnfræði. Agúst H. Bjarnason 9 milljónir úr Þýðingasjóði ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Þýðingasjóði. Alls sóttu 28 aðflar um styrki til 76 þýðingarverkefna. Sam- þykkt var að veita styrki að fjárhæð 9 millj. kr. tfl eftir- talinna 35 verkefna: Amargrip: „Die Leg- ende vom hefligen Trinker" eftir Joseph Roth 150 þús. kr. Bjartur: „The Restraint of Beast“ eftir Magnus Mflls 250 þús. kr. „Disgrace" eftir J.M. Coetzee 300 þús. kr. Safn smásagna eftir Danfll Kharms, 200 þús. kr. „Sommerhaus, spáter“ eftir Judith Hermann 250 þús. kr. „Das Blutenstaubzim- mer“ eftir Jenny Zoe 250 þús. kr. Bókaútgáfan Öm og Ör- lygur ehf.: Saga Islan- dsferðanna í Gaimard- leiðöngranum 1835 og 1836 eftir Eugéne Robert 200 þús. kr. Dimma ehf.: „Mother Said“ eftir Hal Sirowits 150 þús. kr. Fjölvaútgáfan: „Doktor Faustus" eftir Thomas Mann 450 þús. kr. „The Hours“ eftir Mich- ael Cunningham 250 þús. kr. Haraldur Jóhannsson: „New Atlantis" eftir Francis Bacon 100 þús. kr. Háskólaútgáfan: „Mode“ eftir Gertrad Lehnert 200 þús. kr. Háskóli íslands/ Heimspekidefld: Hvað er heimspeki? eftir ýmsa höf- unda 200 þús. kr. Háskóli Islands/ Siðfræðistofnun: „Teolog- isk Etik. En Introduktion" eftir Göran BexeU og Carl- Henric Grenholm 200 þús. kr. Hið íslenska bók- menntafélag: Um holdgun orðsins eftir Aþanasíus 250 þús. kr. „Ques dices salvetur“ Hjálpræði efnamanns eftir Klemens í Alexandríu 200 þús. kr. Safn lykflkafla og greina eftir Max Weber 300 þús. kr. Hjörtur Pálsson: Vitfir- ringur keisarans eftir Jaan Kross 300 þús. kr. íslendingasagnaútgáfan ehf.: ,Angela and Diabola" eftir Lynne Reid Banks 150 þús. kr. Jón Viðar Jónsson, Hvunndagsleikhúsið: Dauðadansinn eftir August Strindberg 100 þús. kr. Mál og menning: „Les particules élémentaires" (Öreindimar) eftir Michel Houllebcq 300 þús. kr. , Angela’s Ashes“ eftir Frank McCourt 300 þús. kr. „The Beach“ eftir Alex Garland 300 þús. kr. „The Hiding Place“ eftir Trezza Azzopardi 2 00 þús. kr. „Simple Stories“ eftir Ingo Schulze 250 þús. kr. „Portrait of the Artist as a Young Man“ eftir James Joyce 200 þús. kr. Nýja Bókafélagið ehf.: .Aussichten eines Clowns“ eftir Heinrich Böll 300 þús. kr. „PoUtics“ eftir Kenneth Minogue 200 þús. kr. PP Forlag ehf.: „Kun en Pige eftir Lise Nprgaard 300 þús. kr. Smekkleysa S.M. hf: „Popol Vuh“, samfélagsbók Quiché-Maya 150 þús. kr. Skjaldborg: „The Farm- ing of Bones“ eftir Ed- widge Danticat 250 þús. kr. Morgunverður á Tiff- an/s eftir Truman Capote 300 þús. kr. Vaka-HelgafeU hf.: „Die Blechtrommel" (3. bók) eft- ir Gunter Grass 300 þús. kr. „Naiv. Super“ eftir Erl- and Loe 250 þús. kr. Þjóðsaga: „Economics in One Lesson" eftir Henry HazUtt 250 þús. kr. „Atlas Shmgged“ eftir Ayn Rand 250 þús. kr. Æskan ehf.: „Great Expectations" 350 þús. kr. C----------------------------------------N .flfmœlisþakkir Ég vil þakka œttingjum og vinum innilega fyrir þá vinsemd og hlýju er mér var sýnd á 90 ára afmæli mínu, sem haldið var í Kirkjulundi í Garðabœ. Guð blessi ykkur öll. Hulda Þorbjörnsdóttir, DAS, Hafnarfirði. Bílgreinasambandið Aðalfundur BGS verður haldinn á Hótel Sögu Reykjavík laugardaginn 1. apríl nk. Kl. 09:00 Kl. 09:10 Kl. 09:30 Kl. 09:45 Kl. 10:15 KI. 10:30 Kl. 12:30 Fundarsetning - Bogi Pálsson, formaður BGS. Erindi. -Þórður Friðjónsson,forstj. Þjóðhagsst. Fyrirspumir - Umræður. Aðalfundur. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffihlé. Sérgreinafundir: Almenn verkstæði FMB - námskeið - meistaranám. Kostnaðarlíkan BGS. Niðurstaða verkstæðisfundar. Bflamálarar og bifreiðasmiðir. Cabas tjónamatskerfi. Fulltrúar SÍT/biifeiðatryggingafélaganna mæta. FMB - námskeið - meistaranám. Niðurstaða verkstæðisfundar - Kostnaðarlíkan. Gæðaátak á réttingarverkstæðum. Bifreiðainnflytjendur. Rekstrarleiga bfla í skattalegu tilliti - Hlunnindamat bfla. Fmmmælandi: Gunnlaugur Kristinsson frá PriceWaterhouseCoopers ehf. Gagnagmnnur um verðskrá notaðra bfla. Breytingar á skráningarferli nýrra bfla. Vömgjöld - þungaskattur. Saga bflsins á íslandi í 100 Smurstöðvar Gasðaátak á smurstöðvum - kröíur - staðlar. Kostnaðarlíkan BGS og notkun þess. Upplýsingar fyrir smurstöðvar. Varahlutasalar Námskeið - námsskrá - meistaranám. Upplýsingar úr gagnagrunni. Frankfurt ferð Hádegisverður Bogi Þórður Pálsson Friðjónsson Föstudaginn 31. mars kl. 18.00 verður haldinn sérstakur verkstæðisfundur á Hótel Sögu A-sal. Dagskrá: 1. Staða mála í FMB. 2. Gmnnnám - eftirmenntun - meistaranám. Bogi Pálsson, formaður BGS. 3. Meistaranám í bflgreinum. Rammi - þróun - námskeið, Snorri Konráðsson, FMB. Hagnýting kostnaðarlíkans BGS. Fjárfestingar og rekstrarkostnaður á verkstæðum. Ásbjöm Ólafsson, Ráðgarði. Hagræðing í rekstri verkstæða Ásgeir Þorsteinsson FMB. 4. Reynsla af námskeiðum og hagræðingu á verkstæðum. 5. Umræður Stjórn BGS. IVECO Daily Sendibíll ársins 2000 í Evrópu Vann þennan eftirsótta titil með yfirburðum. Iveco Daily, sendibíll órsins 2000 er sterkur sigurvegari á góðu verði. Við bjóðum 3000 gerðir af Daily, einnig ótrúlegt verð á kössum og vörulyftum. : • Istraktor ?» BlLAR FYRIR ALLA SMIÐSBÚÐ 2 - GARÐABÆ - S I MI 5 400 600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.