Morgunblaðið - 30.03.2000, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 45
------------------------
GUÐMUNDUR
HALLDÓRSSON
+ Guðmundur
Halldórsson
fæddist á Akureyri
20. júní 1941. Hann
lézt á líknardeild
Landspítalans 24.
marz síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Halldór Halldórs-
son, prófessor, f.
13.7. 1911, og Sig-
ríður Guðmunds-
dóttir, húsmóðir, f.
16.9. 1917, d. 6.12.
1997. Systkini Guð-
mundar eru Hildi-
gunnur Halldórs-
dóttir, tölvunarfræðingur á
Námsgagnastofnun, f. 9.5. 1943,
maki Gylfi ísaksson, verkfræð-
ingur, f. 7.7. 1938, Elísabet Hall-
dórsdóttir, bókasafnsfræðingur,
f. 1.8. 1947, og Halldór Halldórs-
son, blaðamaður, f. 1.7. 1949,
sambýliskona Ingi-
björg G. Tómas-
dóttir, deildarstjóri,
f. 3.1. 1954.
Guðmundur var í
Menntaskólanum í
Reykjavík 1957-
1960. Þá hvarf hann
til blaðamennsku-
starfa á Alþýðu-
blaðinu og starfaði
þar frá 1960-1967.
Hann hóf störf við
erlend frétta- og
greinaskrif á Morg-
unblaðinu árið 1967
og vann þar allt til
dauðadags. Blaðamennskuferill
Guðmundar stóð í rösk 40 ár,
þar af var hann á Morgunblað-
inu í 33 ár.
Útför Guðmundar Halldórs-
sonar verður frá Áskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Það var fyrir röskum 29 árum að
ég hitti fyrst mág minn, Guðmund
Halldórsson, á gamlárskvöldshátíð-
arverði 1970 hjá fjölskyldunni sem
ég var þá á leið inn í. Nokkrum vik-
um síðar hitti ég Guðmund og syst-
kinin aftur í nýrri íbúð hans í Ár-
bæjarhverfinu, sem þau hjálpuðust
að við að setja í stand. Guðmundur
var í raun mikill fjölskyldumaður,
þótt hann stofnaði ekki sína eigin
fjölskyldu.
Seinna flutti Guðmundur á Oldu-
götuna og þar undi hann vel við sitt
heima hjá bókunum sínum og leið
sennilega best þar. Bókasafnið hans
Guðmundar var mikið að vöxtum og
ríkt af engilsaxneskum bókum um
stjórnmál, sagnfræði, styrjaldir,
Vesturheim og svo voru þar auðvitað
enskar skáldsögur. T.d. átti hann yf-
ir 30 skáldsögur eftir P.G. Wode-
house, sem var einn þeirra höfunda
sem hann hafði dálæti á. Guðmundur
var frábærlega fróður um evrópska
og engilsaxneska sögu og stjómmál,
þótt hann flíkaði því ekki né tranaði
sér fram. En vissulega naut hann
þess í starfi sínu sem blaðamaður.
Guðmundur átti einnig mikið plötu-
safn og hafði gaman af því að hlusta
á sígilda tónlist.
Það var gaman að spjalla við Guð-
mund um þessi áhugamál hans og
gott að fá lánaðar bækur hjá honum.
Einn eftirminnilegur titill er „Eric
the Red and Leif the Lucky“. Eigin-
lega var GH á sumum sviðum al-
fræðingur, hann vissi t.d. nánast allt
um heimspólitík og veraldarsögu.
Hann var líka almennt mjög fróður.
Maður gat spurt hann um allan and-
skotann, t.d. um kvikmyndir, jafnvel
þótt hann hefði ekki séð þær, en þá
hafði hann lesið um þær. Hann var
vel að sér í almennri sögu heimsins,
sérstaklega Evrópu og Bandaríkj-
anna.
Guðmundur var íhaldssamur í eðli
sínu og fastheldinn á gömul gildi og
hér er ekki verið að ræða um stjóm-
mál. Hann vildi ekki breyta mikið til.
Guðmundur var maður hefða sem
sumar em á undanhaldi nú á dögum.
Guðmundur var fremur dulur að eðl-
isfari og hafði svona hæfilegan fyrir-
vara á heiminn sem hann lifði í, en
það var líka allt í lagi. Hann lumaði á
ágætu skopskyni, sem kannski hefur
hjálpað honum að takast á við tilver-
una.
Síðustu blaðamannsverk Guð-
mundar vom tvær ágætar greinar í
sérstöku aldamótablaði Morgun-
blaðsins um heimsstyrjaldimar tvær
á fyrri hluta liðinnar aldar. Þá var
hann ekki lengur heill heilsu og við
tók hans eigin veraldarstríð við ill-
vígan sjúkdóm.
Að baki em 29 ára góð kynni og
samfylgd. Komið er alltof snemma
að kveðjustund.
Gylfi ísaksson.
Mér er enn í fersku minni, þegar
lágvaxinn menntaskólapiltur kom
inn á ritstjórnarskrifstofu Alþýðu-
blaðsins í Alþýðuhúsinu við Hverfis-
götu og lýsti áhuga sínum á að ger-
ast blaðamaður - en fyrst og fremst
til að skrifa um erlend málefni. Það
var árið 1960 og svo brennandi var
áhugi þessa unga manns á erlendum
fréttum, að hann var reiðubúinn að
hætta menntskólanámi til að full-
nægja honum. Svo fór. Alla tíð síðan
hrærðist Guðmundur í erlendum
fréttum og fréttaskýringum og fáir,
ef nokkrir, öðluðust jafn yfirgrips-
mikla þekkingu á erlendum málefn-
um og nútímasögu sem hann. Þegar
Guðmundur hóf störf voru önnur
skilyrði til öflunar fréttaefnis erlend-
is frá en síðar varð. Fréttaskeytin
bárust inn á mjóum, illlesanlegum
strimlum frá NTB-fréttastofunni
norsku, á svonefndum Hell-skrifur-
um. Erlenda nafn tækisins þótti við
hæfi, því blaðamaðurinn var umvafin
mörgum metrum af strimlum og oft
þurfti að lesa í norskuna til að fá
rétta mynd af atburðum. Miklar loft-
truflanir gerðu mönnum lífið leitt,
því tímunum saman bárust engar
eða þá ólæsilegar fréttir á Hell-
strimlunum. Þá var hlustað á frétta-
útsendingar BBC eða aðrar útvarps-
stöðvar. Greinaefni fékkst helzt úr
erlendum blöðum og tímaritum og
að nokkru leyti frá erlendum greina-
fyrirtækjum. Þetta varvinnuaðstaða
erlends fréttamanns, þegar Guð-
mundur hóf störf á Alþýðublaðinu,
en ekki dró það úr áhuganum. Miklu
fremur var það áskorun og henni tók
Guðmundur.
Eg gerði mér fljótlega grein fyrir
dugnaði og ósérhlífni Guðmundar og
áhuga hans á erlendum málefnum.
Því fagnaði ég því, þegar hann hóf
störf við ritstjórn Morgunblaðsins
árið 1967. Á þeim tíma féllu bæði
innlendar og erlendar fréttir undir
verkstjórn fréttastjórans og þess
vegna höfðum við Guðmundur mikið
saman að sælda í erlendu fréttunum
og reyndar síðar við ritstjórn Sunnu-
dagsblaðsins. Þar einbeitti hann sér
áfram að skrifum um erlend málefni.
Þegar Guðmundur hóf störf við
erlendar fréttir á Morgunblaðinu
voru aðstæðm- orðnar betri, því nú
voru komnir fréttaprentarar með
efni frá AP-fréttastofunni, svo og
gerði telex tæki það kleift, að hafa
beint samband við útlönd og taka á
móti efni.
Ennþá komu fréttinar á prentar-
anum þó í gegnum loftið og þvi oft
truflanir. Þá var brugðið á það gamla
ráð að hlusta á erlendar útvarps-
stöðvar. Reynsla Guðmundar kom
sér því vel, að ekki sé talað um áhug-
ann, því hann hlustaði oft á erlendar
stöðvar á nóttunni að lokinni langri
vakt.
Miklar tæknilegar framfarir voru
framundan í erlendri fréttaöflun,
fyrst komu ótruflaðar fréttasending-
ar um kapal og myndsendingar og
loks þær tæknibyltingar, sem fylgdu
tölvuvæðingunni. Nú berst allt efni á
örskotsstundu inn á ritstjómina eða
er sótt í upplýsingabanka hvert á
land sem er. Þessa miklu breytingar-
tíma í blaðaútgáfu spannar starfsævi
Guðmundar Halldórssonar. Hann
var einstaklega þægilegur samstarfs-
maður. Oft var leitað í smiðju til hans
enda var þekkingu hans á erlendum
málefnum og sögu við brugðið.
Við, sem störfuðum mest með
honum í áranna rás, þökkum sam-
starfið og vináttuna. Ritstjórn Morg-
unblaðsins stendur og í þakkarskuld
við Guðmund fyrir hans mikla fram-
lag og sendir ástvinum hans innileg-
ar samúðarkveður við andlát hans.
Björn Júhannsson.
Guðmundur Halldórsson er horf-
inn á braut og kvaddi á sinn hátt -
hljóðlega og án alls fyrirgangs.
Guðmundur var einhvem veginn
þannig maður. Dulur og hlédrægur,
dálítill einfari. Samt maður sem
verður samferðamönnum sínum
minnisstæður af ýmsum ástæðum,
já, varð jafnvel einhverskonar goð-
sögn hér á ritstjórn Morgunblaðsins
í lifanda lífi. Kyrrláti íslendingurinn
sem á dögum þorskastríðanna
hrelldi skiptiborð Hvíta hússins í
Washington með beinskeyttum
spurningum, þegar sumir vinnufé-
lagarnir héldu jafnvel að hann kynni
ekki einu sinni á síma. Hversu oft
höfum við hinir eldri á ritstjóminni
ekki sagt nýliðunum þessa sögu um
þrákelkni blaðamanns smáblaðs á
hjara veraldar sem gaf sig ekki fyrr
en hann hafði fengið umsögn forseta
stórveldisins um málefni sem hvergi
þótti skipta máli nema hér, þótt ann-
að kæmi seinna á daginn.
Guðmundur var þannig aldrei al-
veg þar sem hann var séður.
Hann hóf störf á Alþýðublaðinu
um 1960 sem blaðamaður í erlendum
fréttum, og réðst síðan til Morgun-
blaðsins upp úr miðjum sjöunda ára-
tugnum. Ætíð síðan fékkst hann við
erlendar fréttir með einum eða öðr-
um hætti. Ástríða hans var sagn-
fræði, einkanlega heimsstyrjaldir
20. aldar, og þar var aldrei komið að
tómum kofanum.
Kannski má segja um Guðmund
að í hlédrægni sinni hafi hann leitað
útrásar í víðtækri þekkingu á er-
lendum málefnum. Á góðri stund átti
hann það til að rjúfa virkisveggi
einkalífs síns og hleypa nánum sam-
verkamönnum sínum inn í sitt helg-
asta vé, heimili sitt. Um það geta til
dæmis borið þeir sem fengu að hlýða
á hjá honum alla upptöku BBC á út-
för Winstons Churchill, alls fjórar og
hálfa klukkustund, af segulbandi
hans sem var fullkomnara en gerðist
oggekkíþádaga.
Onnur ástríða hans voru bresk
blöð og blaðamennska. Hann hafði
öllum íslenskum blaðamönnum bet-
ur tileinkað sér þann ritstíl frétta að
hætti þarlendra, að uppbygging
hverrar fréttar var með þeim hætti
að málsgreinar voru stuttar, aðalat-
riðin fremst, síðan ítarefnið í máls-
grein eftir málsgrein og fréttirnar
því auðstyttar til að máta inn á blað-
síðumar án þess að inntak fréttar-
innar ætti á hættu að glatast.
Þegar Guðmundur Halldórsson
hafði staðið vaktina í erlendum frétt-
um í áratugi, var hann hann fenginn
til að leggja sunnudagsblaðinu lið
með greinum um erlend málefni og
sagnfræðileg efni. Síðar þegar við-
skiptablaðamennsku Morgunblaðs-
ins óx fiskur um hrygg, var hann
fenginn til að annast erlend frétta-
skrif fyrir viðskiptadeild ritstjórnar
Morgunblaðsins. Sjálfur hafði ég í þá
tíð sem yfirmaður deildarinnar
nokkrar efasemdir um að Guðmund-
ur myndi ná tökum á þeirri „nýju
fögru veröld“ með öllum sínum sér-
tæku hugtökum og hugsunarhætti.
Að sjálfsögðu gekk einatt á ýmsu
til að byrja með, en fyrr en varði
voru afleiður, vilnanir og framvirkir
samningar orðin hluti af daglegu lífi
Guðmundar og Rommel og Monty
löngu grafnir í söndum N-Afríku.
Guðmundur Halldórsson sóttist
ekld eftir vegtyllum, abbaðist ekki
upp á nokkum mann, gerði ekki
kröfúr til annarra, og einhverjir
kunna að hafa skilið hlédrægni hans
á þann hátt að hann vildi vera látinn í
friði. Því fór fjarri, hann hafnaði ekki
félagsskap þegar því var að skipta,
og kunni að vera glaður á góðri
stund.
Sjálfur þekkti ég að eiga Guð-
mund að félaga. Saman deildum við
fyrir margt löngu áhuga á þeirri teg-
und kvikmynda sem kallast „film
noir“ og ósjaldan stálumst við saman
af Mogganum í fimmbíó í Hafnarbíói
í slíkum erindagjörðum eða til að
horfa á Frakkann Eddie „Lemmy“
Constantine sem við höfðum sér-
stakt dálæti á.
Nú er Hafnarbíó horfið, Lemmy
gleymdur og Guðmundur farinn.
En sýningin heldur áfram.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Það var fyrir tæpum fjórum árum
að ég kom til starfa á viðskiptarit-
stjóm Morgunblaðsins. Á fyrsta
degi var ég kynnt fyrir starfsmönn-
um deildarinnar og meðal þeirra var
Guðmundur Halldórsson.
Óhætt er að segja að ekki fór mik-
ið fyrir honum á deildinni en afköstin
voru þeim mun meiri og kom það
mér oft á óvart hvemig honum tókst
að finna góðar fréttir þegar allir aðr-
ir kvörtuðu undan „gúrkutíð".
Þrátt fyrir að hann blandaði ekki
mikið geði við samstarfsmenn sína
var ég fljót að átta mig á því að ég
átti hauk í homi í Guðmundi. Til að
mynda þegar ég var að berjast við
þýðingar á fréttum af erlendum
verðbréfamörkuðum þá var afskap-
lega gott að leita til Guðmundar eftir
aðstoð. Var beiðnum mínum alltaf
vel tekið og átti hann oft stóran þátt í
því að mér tókst að klóra mig fram
úr fréttunum án þess að þurfa að
játa mig sigraða.
Þegar ég færði mig yfir á netdeild
Morgunblaðsins um eins árs skeið
færðist ég til í húsinu og minnkaði
samgangur minn við viðskiptarit-
stjóm til muna það árið. En samt
sem áður leitaði ég oft til Guðmund-
ar eftir aðstoð þegar ég var í vand-
ræðum við erlend fréttaskrif fyrir
fréttavefinn. Enda ekki komið að
tómum kofunum þar.
Haustið 1998 kom ég aftur til
starfa á viðskiptum og þá sem um-
sjónarmaður deildarinnar. Kveið ég
afskaplega fyrir því hvernig fyrrver-
andi samstarfsmenn tækju þess*irt
breytingu og fékk því Bjöm Vigni tfí
þess að segja Guðmundi frá þessum
breytingum. En eins og alltaf áður
var mér ljúflega tekið og óskaði hann
mér innilega til hamingju með starf-
ið og sagðist vita að okkar samstarf
yrði áfram gott. Þótti mér afskap-
lega vænt um þetta traust sem hann
sýndi mér og fór eins og hann sagði,
okkar samstarf var áfram gott.
Á síðasta ári átti Guðmundur
þriggja mánaða frí og þegar leið á
árið var hann meira frá vegna veik-
inda. Urðum við samstarfsmenn
hans áþreifanlega vör við hvað v^go
söknuðum hans og áttum við í mikl-
um erfiðleikum með að fylgjast með
því sem var að gerast í erlendu við-
skiptalífi þar sem allir voru vanir því
að fréttimar birtust fullskapaðar af
Guðmundi á fréttalista í lok dagsins.
Komu þá berlega í Ijós yfirburðir
Guðmundar á þessu sviði. Aldrei
þurfti að benda honum á fréttir eða
biðja hann um að skrifa einhverja
ákveðna frétt þar sem hann var allt-
af búinn að koma auga á fréttina
löngu á undan okkur hinum.
Það verður erfitt að fylla skarð
Guðmundar á viðskiptaritstjóm
Morgunblaðsins. Sjálf verð ég er-
lendis þegar Guðmundur verður
borinn til grafar og hef því ekki tök
að fylgja honum en vil fyrir hönd
bæði fyrrverandi og núverandi sam-
starfsmanna viðskiptaritstjórnar
senda ættingjum hans okkar innileg-
ustu samúðaróskir.
Guðrún Hálfdánardóttir.
+
Systir mín,
GUÐBJÖRG ÓSK ÓLAFSDÓTTIR (VINCENT),
lést [ Mansfield, Ohio, föstudaginn 10. mars.
Jarðarför hefur farið fram.
Baldvin Ólafsson og aðrir aðstandendur.
+
Systir okkar,
GUÐBJÖRG (Lilla) SVEINSDÓTTIR MERCEDE,
lést á sjúkrahúsinu Holy Spirit, Mekkancburg, Bandaríkjunum, mánu-
daginn 27. mars.
Jarðsett verður frá Mekkancburg í dag, fimmtudaginn 30. mars.
Systkini hinnar látnu.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HELGI BJARNASON
prentari,
Glæsibæ 5,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn
29. mars.
Sigrún Þorsteinsdóttir,
Þorsteinn Helgason, Helga María Arnarsdóttir,
Bjarni Helgason, Sigríður Helga Jónsdóttir,
Berglind Helgadóttir,
Halla Helgadóttir, Styrmir Bragason
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför
JÓNS ÚR VÖR.
Bryndís Kristjánsdóttir
og fjölskylda.