Morgunblaðið - 30.03.2000, Side 48

Morgunblaðið - 30.03.2000, Side 48
48 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 **?------------------------ MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÁSLA UG * SVEINSDÓTTIR + Áslaug Sveins- ddttir fæddist í Bolungarvík 22. júní 1905. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eiri 23. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn Árnason, f. 24.0. 1864, d. 27.1. 1935, búfræðingur frá Krdki í Norðurár- dal, Mýrasýslu, og ^Rannveig Hálfdán- arddttir, f. 27.6. 1879, d. 12.4. 1950, frá Meiri-Hlíð í Bol- ungarvík. Þau bjuggu mestan sinn búskap á Hvilft í Önundar- firði og síðar á Flateyri. Þau eignuðust ellefu börn og af þeim komust sex til fullorðinsára. Þau voru: Mikkelína, Guðrún Hall- Áslaug Sveinsdóttir hefur nú fengið hvfldina. Mikið held ég hún sé þeirri hvfld fegin. Hún var á 95. aldursári er hún lést. Það má segja að hún hafi verið að hverfa frá okk- ur hægt og bítandi mörg síðustu ár- in. Síðustu misserin sem hún bjó éíin í íbúð sinni í Stóragerði 34 voru henni nokkuð erfið, eftir að Alzheimer-sjúkdómurinn fór að hrjá hana. En eftir að hún fluttist á hjúkrunarheimilið Eiri fékk hún þá bestu umönnun sem völ var á og þar held ég að henni hafi liðið eins vel og frekast var hægt að búast við. Ása föðursystir mín, eða Ása frænka eins og hún var alltaf kölluð á mínu æskuheimili, kveður þetta jarðlíf síðust af börnum ömmu minnar og afa. Mikkelína systir tetinar lést 30. nóvember sl. Þessar tvær konur eru mér kærar hvor frá sínu aldursskeiði, Lína fram yfir barnsárin, því hún tók okkur systk- inum alltaf opnum örmum þegar við fengum að fara til Reykjavíkur með móður okkar og hjá henni var alltaf nóg pláss, þrátt fyrir mikinn barna- fjölda og lítið húsnæði. Eftir að ég fór síðan til náms í Reykjavík fóru samskipti mín við Ásu og Sigurð að aukast. Ása lét mig oft vita þegar hún hafði bakað uppáhaldstertuna mína eða þau buðu mér í mat á sunnudögum og gerðu mér dvölina í Reykjavík sem besta. Einhvem veginn þróuðust mál á þann veg að þau buðu mér að flytjast til sín þeg- •ítr ég var á átjánda ári og það varð úr að ég flutti til þeirra í Barmahlíð 28. Ég dvaldi hjá þeim í eitt ár í góðu yfirlæti. Mér fannst reyndar þau líta á mig sem krakka en ég taldi mig hins vegar vera orðinn fullorðinn og auðvitað kom að því að mér fannst ég þurfa meira frelsi svo niðurstaðan varð sú að ég flutti. En þetta ár sem ég dvaldi hjá þeim heiðurshjónum er mér kært í minn- ingunni sem og samskipti okkar æ síðan. Heimili Ásu og Sigurðar mótaðist Gróðrarstöðin ^ zmúÐ ♦ Hús blómanna Blómaskreytingar við öll tækifæri. Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 2480 ddra, Áslaug, Hálf- dán, Svava og Karl. Þau eru nú öll látin. Eiginmaður Ás- laugar var Sigurður Þdrðarson, f. 8.4. 1895, d. 27.10. 1968, tdnskáld, stofnandi og stjdrnandi Karlakörs Reykja- víkur og skrifstofu- stjöri Ríkisútvarps- ins. Þau eignuðust tvö börn: Gunnar, f. 16.10. 1927, d. 5.2. 1936, og Ernu, f. 11.6. 1931, d. 1.3. 1935. Áslaug og Sigurður bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Utför Áslaugar fer fram frá Ddmkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. og snerist um tónlistina. Sigurður var einn af fremstu tónskáldum þjóðarinnar, stóð fyrir stofnun Karlakórs Reykjavíkur 3. janúar 1926 og stjórnaði honum áratugum saman. Áður hafði hann m.a. stjórn- að Karlakórnum Þröstum í nokkur ár. Ása reyndi alla tíð að hlúa sem best að listamanninum og skapa honum sem mest næði til að sinna list sinni. Og þrátt fyrir mikil afköst Sigurðar á þessu sviði gegndi hann þó alla tíð erilsömu starfi skrifstofu- stjóra Ríkisútvarpsins með mikium sóma. Eftir að Sigurður féll skyndi- lega frá helgaði Ása sig því hlut- verki að halda verkum Sigurðar sem mest á lofti. Og það tókst henni veþþar til heilsan fór að bila. Ása frænka mín var sterk kona og hefur oft orðið að bíta á jaxlinn og standa af sér áföll. Þau hjón eignuðust tvö börn: Gunnar og Ernu. Það hlýtur að hafa verið þeim ólýsanlegur harmur að missa þau með ellefu mánaða millibili, Ernu tæplega fjögurra ára og Gunnar tæplega níu ára. Það var vitað að tvísýnt gæti orðið um líf Gunnars en Ema var hraust en veiktist skyndilega og dó á undan bróður sínum. Sá harmur og það högg sem þau hjón hlutu á þessum stutta tíma mun án vafa hafa mótað þeirra líf eftir það. Sigurður lést skyndilega 27. október 1968. Hann var Ásu frænku harmdauði. Þau höfðu stað- ið saman í rúmlega 40 ár í blíðu og stríðu. Við Ása kona mín eigum margar ljúfar minningar um Ásu frænku. T.d. lenti ég í alvarlegu slysi í nóvember 1969 og þurfti að dveljast á Landakotsspítala um fjögurra mánaða skeið. Ása frænka bauð nöfnu sinni alla sína aðstoð. Hún sat við rúm mitt löngum stundum, sérstaklega dagana sem ég vissi lítið af mér. Kona mín segir að hún hafi verið einstaklega lagin við að finna út þarfir mínar og gert það af mikilli natni. Fyrir það þökk- um við enn einu sinni. Við komum oft við í Barmahlíðinni og síðar í + , Elskuleg móðir okkar, f GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn 27. mars, verður jarðsungin frá Glerárkirkju mánudaginn 3. apríl kl. 14.00. Siggerður Tryggvadóttir, Guðmundur Tryggvason. Stóragerðinu þegar við vorum á ferð í Reykjavík og áttum þar góðar stundir. Ása og Karl bróðir hennar heimsóttu okkur eina helgi í Borg- arnes og frá þeirri heimsókn eigum við góðar minningar. Við urðum þess heiðurs aðnjótandi að fá Ásu frænku í heimsókn dagana í kring- um 80 ára afmæli hennar. Þeirra daga minnumst við nú við leiðarlok. Það er dapurt að horfa á eftir fólki hverfa frá okkur hægt og hægt á vit minnisleysis. En að sjá og finna það sem vel er gert fyrir þetta fólk ber að þakka. Starfsfólkinu á 3 N á hjúkrunarheimilinu Eiri flyt innilegar þakkir fyrir framúr- skarandi umönnun og alúð við Ás- laugu Sveinsdýttur. Eg kveð Ásu frænku og óska henni fararheilla. Þakka henni sam- fylgdina og bið Guð að blessa minn- ingu hennar og endurfundina við ástvini sína. Sveinn G. Hálfdánarson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Áslaug. Ég var svo lánsöm að kynnast ykkur Sigurði fyrir rúmum fjörutíu árum þegar ég tengdist fjölskyldu þinni. Heimilið ykkar fallega stóð okkur mæðgun- um ávallt opið. Margan sopann og margan bitann höfum við þegið hjá þér og margt hefur verið að spjalla. Rausn og hjartahlýja fylgdu ykkur, enda var oft gestkvæmt. Lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá þér, Áslaug mín, en þú barðist eins og hetja. Við Drífa þökkum þér fyrir allt sem þú varst okkur. Blessuð sé minning þín. Dóra Sif Wium. „Nú er það stand, Sigurður Þórð- arson er búinn að gifta sig.“ Svona fórust kórfélaga í Karlakór Reykja- víkur orð er hann sagði söngfélaga, þessi uggvænlegu tíðindi. Þetta var árið 1928, kórinn liðlega tveggja ára gamall og það setti að kórmönnum þann ugg að brúðurin unga, þá lið- lega tvítug að aldri, mundi fanga hug eiginmanns síns, stofnanda og stjórnanda kórsins Sigurðar Þórð- arsonar. Það var nú öðru nær, Áslaug Sveindóttir, lífsförunautur Sigurðar í yfir fjörutíu ár, hafði meiri skiln- ing á hugðarefnum og hlutverki manns síns en svo að hún breytti þar um til hins verra. Þvert á móti hafði kórnum, með þessum ráða- hag, bæst öflugur liðsauki, kona sem studdi eiginmann sinn og Karlakór Reykjavíkur af eljusemi og trúmennsku, stuðlaði að og studdi við metnaðarfulla uppbygg- ingu þessarar stofnunar sem á 75 ára afmæli á næsta ári. Þeim sem til þekkja er það fullljóst að þar hefði margt orðið með öðrum hætti hefði Áslaugar ekki notið við. f dag kveðja félagar í Karlakór Reykjavíkur, hinstu kveðju, þessa mætu konu. Áslaugar verður ávallt minnst innan raða kórsins, með djúpri virðingu og þakklæti. Karlakór Reykjavíkur, Guðmundur Sigþórsson. r 2 H H H H H H H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 H H H H H H H H H H H H H H H H : iiiiiiiiiiiiiiii Ragnheiður Jónsdóttir fædd- ist að Botni í Dýra- fírði 9. september 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, 19. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkur- kirkju 24. mars. Elskuleg vinkona mín, Ragnheiður Jóns- dóttir, hefur kvatt þennan heim. Kynni okkar Rögnu hófust þegar ég hafði nýlega hafið störf hjá Kaupfélagi Suðurnesja vorið 1957. Ég hóf störf hjá föður mínum sem þá var verslunarstjóri í versluninni á Hringbraut 55 í Keflavík. Þetta var nýleg verslun og fyrsta kjörbúðin á Suðurnesjum. Líklega mánuði eftir að ég hóf störf tók Ragna við af föður mínum sem verslunarstjóri og hélst það fyrirkomulag í nokkur ár að faðir minn, Stefán, sá um verslunina frá hausti og fram á vor, en Ragna stjórnaði svo yfir sumarmánuðina. Ég var í skóla á Laugarvatni að vetr- inum en fékk sumarvinnu í þessari verslun kaupfélagsins. Þá lágu leiðir okkar Rögnu saman að sumrinu í búðinni. Líklega voru þetta tvö sum- ur sem við unnum þarna saman og við bundumst þarna slíkum tryggð- arböndum að uppfrá því höfðum við alltaf mjög náið samband og vinátta okkar hélst óslitin síðan. Á þessum árum bjó ég hjá Rögnu hluta úr tveimur sumrum. Það er í raun ein- stakt að minnast þess hve gaman var alltaf í vinnunni hjá okkur. Ragna var þarna stjórnandi yfírleitt með okkur þrjá unglinga með sér, 15-17 ára. Hún var mikill félagi okkar og tók þátt í ærslum okkar og uppátækjum eins og ein af okkur. Glettni og gamansemi var henni í blóð borin og hún hafði einstakt lag á ungmennum. Ég veit að hún hafði ákaflega gaman af því að starfa með yngra fólki og var alltaf jafn ung í anda. Ég get fús- lega viðurkennt það að aldrei á minni starfsævi hefur verið jafn skemmti- + Helga Magnúsdóttir fæddist í Ólafsfirði 12. aprfl 1942. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 14. mars si'ðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ólafs- Qarðarkirkju 25. mars. Ég vil með nokkrum orðum minn- ast hennar vinkonu minnar, Helgu Magnúsdóttur. Elsku Helga, ég vissi að þessi tími kæmi en einhvern veginn vonaði ég alltaf að til þess kæmi ekki. Þegar mamma hringdi í mig nokkrum dög- um áður en þú kvaddir þennan heim, til að segja mér að nú væri ekki mik- ið eftir, fylltist hjarta mitt sorg. Þú varst mér alltaf svo mikið, yndisleg og ljúf kona. Mér fannst þú vera mín önnur mamma, svo stórt pláss áttir þú í hjarta mínu. Eg kynntist Helgu þegar ég var 15 ára. Næstu átta árin var Ægisgata 3 mitt annað heimili. Það var oft líf og fjör á þeim bænum og gaman var að sitja við eldhúsborðið þegar þær Þógga, Gurrý, Bökka og Sigga gamlu litu inn í kaffí. Þær voru alltaf svo hressar, alltaf að gera eitthvað, sögðu svo skemmtilega frá og voru fullar af gleði, svo ungar í anda. Á síðustu árum hitti ég Helgu ekki eins oft og áður, en alltaf tókstu jafn- vel á móti mér með faðmlagi og koss- um. Ég minnist síðustu heimsóknar minnar í Ægisgötu 3, síðasta nóvem- ber þegar ég fór til að lofa henni að sjá litlu prinsessuna mína. Helga leit svo vel út og hugsaði ég með mér, nú hlyti allt að vera upp á við, nú ætluðu læknarnir að prófa ný lyf. Helgu legt í vinnunni eins og á þessum tíma þegar við baldnir unglingarnir unnum með henni Rögnu. Ragna var samt alltaf stjórnsöm og ákveðin við okkur, hún vildi að allir stæðu sig í vinnunni og hlutimir gengju fyrir sig eins og til var ætlast. Sjálf var hún mikill dugnaðar- forkur og bjó yfír mikl- um krafti sem birtist í störfum hennar. Létt- leikinn og grínið var samt alltaf stutt undan. Þannig gat hún tekið fullan og virkan þátt í ungæðingslegum uppátækjum okkar. Hún gat svo verið mjög ákveð- in í skoðunum og lét oft skoðanir sín- ar í ljós umbúðalaust. Hún var mikill vinur vina sinna og jafnframt öflugur málsvari þeirra sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Þeim sem höfðu gert henni greiða eða henni þótti hafa reynst sér vel gleymdi hún aldrei. Það var því góður skóli að hefja sinn starfsferil við þessar aðstæður, þar sem svo skemmtilega var bland- að saman mátulegu gamni og svo al- vöru starfsins. Á seinni árum leyndist ekki áhugi hennar fyrir velgengni bama sinna og bamabarna. Og í heimsóknum til hennar urðu umræðuefnin oftar en ekki tengd af- komendunum, störfum þeirra og áhugamálum. í minningunni verður hún Ragna alltaf einstök, engri lík. Ég á ótrúlega margar ljúfar minn- ingar tengdar okkar samstarfi og samverustundum. Ég minnist alls hlýhugs og um- hyggju fyrir mér og fjölskyldu minni og áhuganum sem hún hafði alltaf fyrir starfi mínu og gengi kaupfé- lagsins sem hún hafði helgað starf- skrafta sína í fjölda ára. Elskulegri vinkonu minni þakka ég samfylgdina og einstaka vináttu. Sonum hennar, barnabörnum og öðrum ættingjum votta ég innilega samúð. Guðjón Stefánsson. þótti voða gaman að sjá okkur mæðgurnar og hringdi yfir til Þóggu til að segja henni að nú væri Arna í heimsókn með dótturina. Þógga ákvað að taka sér frí frá fiskibollu- framleiðslunni og koma yfir og kíkja á okkur. Það þótti mér vænt um. Þessi heimsókn mun sitja lengi í minni mínu eins og það hafi gerst í gær. Mér þykir svo sárt að hafa ekki getað litið inn til þín og kvatt þig al- mennilega, en svona er jú lífið. Ég veit að þú munt kíkja annað slagið niður til mín og mun ég ávallt hafa þigíhjarta mínu. Guð blessi minningu þína, ég þakka þér fyrir vináttu þína, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu þar sem ég mun geyma allar þær minningar sem ég á um þig. Elsku Þorgeir, Maggi, Maja, litla snúlla, Gunni, Þorgeir yngri og Sigga, megi guð vera með ykkur í sorginni. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mínveri,vörnínótt. Æ, virst mig að þér taka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofirótt. (Þýð. S. Egilsson.) Arna Björk. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR HELGA MAGNÚSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.