Morgunblaðið - 30.03.2000, Qupperneq 56
56 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
*
Vinsældalisti þar sem
þú hefur áhrif!
4 -í
' ^ á tippleið ^ á niðurieið
■jÞ-stendur í stað •$. nýtt á lista
Vikan 30.03. - 06.04.
I. Hann
Védfs H. Árnad.
't 2. Hryllir
Védís H. Árnad.
3. Maria Maria
Santana
t 4. Other side
Red Hot Chili Peppers
'fr 5. Dolphins Cry
Live
T 6. Okkar nótt
Sálin hans Jóns míns
T 7. Run to the Water
Live
V 8. SayMyName
Destiny’s Child
^ 9. Starálfur
Sigur Rós
'||r 10. Falling Away From Me
Korn
II. Don’t Wanna Let You Go
Five
’fr 12, SexBomb
Tom Jones
^ 13. Show me the meaning
Backstreet Boys
^ 14. Born to make you happy
Britney Spears
| 15. Crushed
Limp Bizkit
T 16. Caught Out There
Kelis
V 17. Never Be The Same Again
Mel C. og Lisa “Left eye” Lopez
18. Feel So Good
Jennifer Lopez
V 19. The Ground Beneath Her Feet
U2
V 20. Guerilla Radio
Rage Against The Machine
Listinn er óformleg vinsældakönnun og byggist á vali gesta mbl.is.
mbl.is TtbfH^SD
skjAreinn
UMRÆÐAN
Alþjóðasamþykkt um mennt-
un og þjálfun, skírteini
og vaktstöður sjómanna
ÍSLAND hefur
staðfest aðild sína að
alþj óðasamþykkt
IMO, um menntun og
þjálfun, skírteini og
vaktstöður sjómanna
frá 1978, með breyt-
ingum frá 1995. Er
samþykktin mjög
mikllvæg fyrir ís-
lenska skipstjórnar-
menn á flutninga- og
farþegaskipum. Einn-
ig er nú brýnt hags-
munamál félaga í
Skipstjóra- og stýri-
mannafélagi fslands,
íslenskrar kaupskipa-
útgerðar og Stýrimannaskólans í
Reykjavík að vandað verði til þess
frumvarps til laga sem nú liggur
fyrir Alþingi um áhafnir flutninga-
skipa, farþegaskipa, farþegabáta
og skemmtibáta. Er frumvarpinu
ætlað að breyta núgildandi lögum
til að þau uppfylli ákvæði alþjóða-
samþykktarinnar. Hefur Skip-
stjóra- og stýrimannafélag íslands
því tekið virkan þátt í að fylgjast
með og koma með ábendingar
varðandi frumvarpið. Hefur flest-
um athugasemdum og tillögum til
breytinga verið vel tekið og laga-
frumvarpið lagað að þeim, en aðr-
ar hafa ekki náð fram að ganga.
Með STCW-samþykktinni eru
aðildarþjóðir IMO að setja fram
samræmdar kröfur um menntun,
þjálfun, hæfni, vaktstöðu og fram-
kvæmd siglingar á þeim skipum
sem sigla á alþjóðlegum hafsvæð-
um og með ströndum fram. Miðar
samþykktin m.a. að því að réttindi
skipstjórnarmanna, og skírteini
sem þau eiga að staðfesta, séu
samkvæmt alþjóðlegum staðli og
að sú menntun sem veitt er, bæði
bókleg og verkleg sé gæðavottuð
af óvilhöllum aðilum. Er það skil-
yrði til að skip þeirra þjóða sem
standa að samþykktinni komist á
sk. „hvítlista" en í hann verða þau
lönd skráð sem uppfylla alþjóða-
samþykktina. Hefur komið fram,
að menntun íslenskra skip- og vél-
stjórnarmanna uppfyllir skilyrði
fyrir aðild að hvítlistanum, en því
miður einnig að innri gæðastjórn-
un í Sjómannaskólanum og gæða-
vottun er ekki ásættanleg. Auk
þess er íslensk sjó-
mannamenntun tak-
markaðri en annarra
þjóða hvað varðar þá
menn sem eru til að-
stoðar við siglingu og
vélgæslu á skipum
þar sem ekki fer fram
starfsmenntun fyrir
þá hér á landi eins og
krafist er í alþjóða-
samþykktinni. Því er
það brýnt að þessi
skilyrði verði uppfyllt
eins fljótt og auðið er
til að íslenskir skip-
og vélstjórnarmenn
verði viðurkenndir á
skip sem sigla innan hvítlista-
skráningarinnar og er fresturinn
til þess til ársins 2002.
Það er ánægjulegt til að vita að
STCW-95
Áhætta í farþegaflutn-
ingum, segir Guðjón
Petersen, eykst í réttu
hlutfalli við fjölda
farþega.
nýr samgönguráðherra hefur
stuðlað að því að íslendingar upp-
fylli ofangreind skilyrði með því að
leggja fram á Alþingi framan-
greint frumvarp. Að auki hefur
menntamálaráðherra skipað
starfshóp til að gera tillögur að
stafsþjálfun skip- og vélstjórnar-
nema. Er stefnt að því að starfs-
hópurinn verði tilbúinn með tillög-
ur að fyrirkomulagi og fram-
kvæmd hennar með vorinu þannig
að unnt verði að hrinda henni í
famkvæmd fyrir árið 2002. En þótt
hér sé um ánægjuleg viðbrögð að
ræða er það verulegt áhyggjuefni
að með frumvarpinu er gengið eins
skammt og hægt er til að uppfylla
ákvæði alþjóðasamþykktarinnar
og því miður á kostnað öryggis og
gæða ef fram fer sem horfir. A það
sérstaklega við um þau ákvæði
frumvarpsins sem fjalla um far-
þegaflutninga en þau bera vott um
hættulegt metnaðarleysi þar sem
ætla má að staðbundnir skamm-
tímahagsmunir séu teknir fram
fyrir öryggi mannslífa.
Samkvæmt frumvarpinu þarf
minni réttindi til að stjórna far-
þegabáti allt að 500 brt. stærð í
strandsiglingum en flutningaskipi
af sömu stærð á sömu leiðum. Með
öðrum orðum gerir frumvarpið ráð
fyrir því að skipstjóri sem siglir
með 100 farþega á slíku skipi milli
Ólafvíkur og Patreksfjarðar, svo
dæmi sé tekið, þurfi ekki að hafa
nema 1. stigs réttindi, en að skip-
stjóri sem siglir sömu leið á sam-
svarandi skipi með fiskúrgang í
bræðslu þurfi 2. stigs réttindi. Hér
eru mannslífm lítils metin. Hvergi
í samgöngugeiranum er að finna
hliðstæðu en í öðrum greinum
hans er ávallt miðað við að þeir
sem taki að sér að flytja fólk í at-
vinnuskyni þurfi að hafa sem besta
menntun og þjálfun tU starfans.
Því hefur Skipstjóra- og stýri-
mannafélag íslands og Farmanna-
og fiskimannasamband Islands
mótmælt þessu ítrekað og lagt
áherslu á að hvert það skip eða
bátur sem annist flutninga á 12
farþegum eða fleiri verði undir
skipstjórn manns með 3. stigs rétt-
indi. Hefur í því sambandi verið
bent á að áhætta í farþegaflutning-
um eykst í réttu hlutfalli við fjölda
farþega miðað við lengd farsviðs
og í öfugu hlutfalli við stærð skips.
Rökin fyrir þessari kröfu eru virð-
ing fyrir mannslífum og þau að við
ísland er eitt erfiðasta siglinga-
svæði heims hvað varðar veður og
ölduhæð.
Farþegaflutningar til útsýnis-
og skoðunarferða á sjó eru ört
vaxandi atvinnugrein sem ber að
fagna og hlúa að en ekki með því
að kasta til höndunum. Því tekur
greinarhöfundur undir þau orð
samgönguráðherra, sem hann lét
falla á fundi um ferðamál á Vest-
urlandi sl. haust, að gæta þurfi að
því, að ferðaþjónustan uppfylli ýtr-
ustu gæði (tilv. ekki orðrétt). Þetta
frumvarp ber því miður ekki merki
þess.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Skipstjóra- og stýrimannafélags Is-
lands.
Guðjón Petersen
Nýtt og glæsilegt verslunar- og skrifstofuhúsnæði,
alls 2.100 fm.
Afhending í september nk., fullbúið að utan
með frágenginni lóð.
BYGGINGARAÐILI: BYGG. Allar nánari upplýsingar veitir: