Morgunblaðið - 30.03.2000, Page 59

Morgunblaðið - 30.03.2000, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 59 Undankeppni MasterCard-mótsins í brids að hefjast Spennandi keppni fyrir- sjáanleg í mörgum riðlum Brids M a s t e r C a r d - m ó t i ð Undankeppni íslandsmótsins í sveitakeppni verður í Þönglabakka 1, dagana 31. mars til 2. apríl. UNDANKEPPNI íslandsmóts- ins { sveitakeppni, MasterCard- mótsins, hefst í húsakynnum Brids- sambands íslands í Þönglabakka 1 í Reykjavík klukkan 15 á föstudag. Þar keppa 40 sveitir af öllu landinu um 10 sæti í úrslitum mótsins sem fara að venju fram um bænadagana. Undankeppnin í sveitakeppni er jafnan mjög skemmtilegt mót því hvort tveggja er að þar hittist breið- ur hópur fólks við spilaborðið og einnig verða þar gjarnan óvænt úr- slit; stórmeistarar geta ekki gengið að úrslitasætunum sem gefnum. Dregið er í riðla með hliðsjón af fjölda meistarastiga sem spilarar hafa áunnið sér. Það hefur viijað brenna við að riðlarnir virðast mjög misþungir. Að þessu sinni virðist riðlaskipunun vera þokkalegu jafn- vægi þótt ljóst sé að margar sveitir verði um hituna í nokkrum þeirra. Stórfyrirtæki berjast í A-riðli er sveit Skeljungs úr Reykjavík sigurstranglegust en á bak við það nafn leynast Guðlaugur R. Jóhannsson, Örn Arnþórsson, Anton Haraldsson og Sigurbjöm Haraldsson, sem allir eru núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn. Lík- legast er að sveit Flugleiða-fraktar komist einnig í úrslitin en i þeirri sveit eru Símon Símonarson, Sverrir Kristinsson, Einar Jónsson, Eiríkur Hjaltason, Björn Theódórsson og Páll Bergsson. Sveit Gunnars Þórð- arsonar á Selfossi gæti einnig bank- að á dyrnar og jafnvel sveit Vírnets frá Borgarfirði. Hörð barátta fyrirsjáanleg í B-riðli í B-riðli ætti Subaru-sveitin að vera örugg áfram en í henni spjla Aðalsteinn Jörgensen, Sverrir Ár- mannsson, Jón Baldursson, Sigurð- ur Sverrisson og Matthías Þorvalds- son. Þessi sveit er stigahæsta sveitin í mótinu. Mikil barátta gæti orðið um hitt sætið. Sveit íslenskra verðbréfa frá Akureyri er skipuð sterkum spilur- um, Pétri Guðjónssyni, Stefáni Ragnarssyni, Stefáni G. Stefáns- syni, Skúla Skúlasyni, Jónasi Ró- bertssyni og Sveini Pálssyni. Sveit Þróunar er einnig sterk, skipuð Þórði Björnssyni, Georg Sverrissyni, Ragnari Jónssyni, Hróðmari Sigurbjömssyni, Bern- ódus Kristinssyni og Gunnlaugi Kristinssyni. Þá má hvorki gleyma sveit Málningar né sveit Olís en báð- ar þessar sveitir era skipaðar reynd- um spiiuram. í C-riðli ættu íslandsmeistaramir undanfarin tvö ár, sveit Samvinnu- ferða-Landsýnar, að eiga úrslitasæt- ið víst, en sveitin er skipuð Helga Jó- hannssyni, Birni Eysteinssyni, Guðmundi. Sv. Hermannssyni, Guð- mundi P. Arnarsyni og Þorláki Jóns- syni. , Sveit ísaks Arnar Sigurðssonar er einnig til alls líkleg, en hana skipa auk Isaks, Rúnar Einarsson, Kri- stján M. Gunnarsson, Helgi G. Helgason, Ragnar Hermannsson og Svavar Björnsson. Sveitir Neta- og veiðarfæragerðarinnar á Siglufirði, Fasteignasölunnar Bakka á Selfossi og Herðis í Fellabæ gætu þó veitt þessum sveitum keppni. Átök í D-riðli í D-riðli er sigurstranglegust sveit Ferðaskrifstofu Vesturlands, Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Isaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! 5 gerðir - margir litir 60 árá l'rábær revnsla. 1:1' Einar _______Farestveit&Cohf Borgartúni 20 - slmi 562 2901 og 562 2900 Gleraugnaverslunin Sjónarhóll www.sjonarholl. is 6,,ílnV„iibtí Frá undankeppni íslandsmótsins í brids í fyrra. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson en hún er skipuð Karli Sigurhjartar- syni, Sævari Þorbjömssyni, Þresti Ingimarssyni, Aroni Þorfinnssyni og Snorra Karlssyni. Um hitt sætið gæti orðið barátta milli fjögurra sveita. Sveitar Roche, sem skipuð er Gylfa Baldurssyni, Sigurði B. Þor- steinssyni, Esther Jakobsdóttur, Ljósbrá Baldursdóttur, Steinberg Ríkharðssyni og Hauki Ingasyni, sveitar Birkis Jónssonar frá Siglu- firði, en með honum spila foreldrar hans, Jón Sigurbjömsson og Björk Jónsdóttir, bróðirinn Ólafur Jónsson og föðurbróðirinn Bogi Sigurbjöms- son, sveitar Gísla Þórarinssonar en með honum spila Sigurður Vil- hjálmsson, Guðmundur Gunnarsson og Þórður Sigurðsson og sveitar Iceclean, sem skipuð er Helga Boga- syni, Hlyni Garðarssyni, Kjartani Asmundssyni, Kjartani Ingvarssyni og Vigni Haukssyni. í E-riðli ættu sveitir Þriggja Frakka og Ragnars Magnússonar að vera öraggar áfram enda stigahæstu sveitirnar. í fyrrnefndu sveitinni spila Kristján Blöndal, Jón Þorvarð- arson, Hrólfur Hjaltason, Oddur Hjaltason, Jónas P. Erlingsson og Steinar Jónsson, og þeirri síðar- nefndu Guðmundur Sveinsson, Jú- líus Sigurjónsson, Tryggvi Ingason og Valur Sigurðsson auk Ragnars. Líklega munu þó bæði ÍR-sveitin og sveit Sparisjóðsins í Keflavík ætla sér að taka þátt í baráttunni um úrslitasætin. Hjördís Ameríkumeistari Hjördís Eyþórsdóttir varð nýlega Ameríkumeistari í kvennaflokki í þriðja skipti, en sveit hennar vann sveitakeppni á vorþingi Bridssam- bands Norður-Ameríku i Cincinati í Ohio sem haldið var fyrr í þessum mánuði. Sveitarfélagar Hjördísar era ekki sérlega þekktir, en þær heita Valerie Westheimer, Judy Wa- das, Linda Lewis og Karen Barrett. Sveitin náði í síðustu umferð mótsins að skjótast upp fyrir sveit sem sú fræga spilakona Kathie Wei-Sender stjómaði en allir þekktustu kven- spilarar Bandaríkjanna tóku þátt í mótinu. Danir Evrópumeistarar Dönsku hjónin Zabine og Jens Auken og Dorhte og Peter Schaltz urðu í síðustu viku Evrópumeistarar í keppni blandaðra sveita, þar sem karl og kona era spilafélagar. Danska sveitin vann þýska sveit í úr- slitaleik mótsins, sem fram fór á Rimini á Ítalíu. Fjórar íslenskar sveitir kepptu í mótinu og varð sveit Kristjáns Blön- dals í 29. sæti af 101 sveit en í þeirri sveit spiluðu, auk Krisyáns, Hjördís Sigurjónsdóttir, Anna Ivarsdóttir og Gylfi Baldursson. Hinar íslensku sveitirnar urðu númer 88,93 og 97. Fyrr í vikunni var keppt í blönd- uðum tvímenningsflokki. Þar urðu Evrópumeistarar ítalimir Carlo Manara og Monica Buratti. Tvö ís- lensk pör komust í úrslit þess móts og urðu Hjördís og Kristján i 19. sæti af 156 pöram í úrslitum og Bjöm Theódórsson og Valgerður Kristjónsdóttir í 107. sæti. í uppbót- armóti fyrir þá sem ekki komust í úrslit urðu Þröstur Ingimarsson og Bryndís Þorsteinsdóttir í 26. sæti af 270 pörum og Guðný Guðjónsdóttir og Jón Hjaltason í 27. sæti. Guðm. Sv. Hermannsson *BRÚÐARGJAFIR *SÖFMUNARSTELL * GJAFAKORT 4 vlni Bæjarlind 1-3, Kóp„ sími 544 40 44 Ármúla 1. sími 588 2030 - fax 588 2033 ÁSBRAUT - KÓPAVOGUR Vorum að fá í sölu mjög góða 3ja herbergja 81,7 fm íbúð á 4. hæð. Sérinngangur af svölum. Verð 9,0 m. Gefðu /V/ /// tækifæri Verzlunarmannafélag Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.