Morgunblaðið - 30.03.2000, Side 66
66 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
I5THATTHE Y 5HE5CUTE,
“PRAYIN6 POLL"/ HUH? HER
YOUIOOK / PRAVIH6 HAHP5
TO 5CH00L? [ARE HELP T06ETHER J
lUlTH VELCRO
IN THE FIFTH CHAPTER 0F
THE55AL0NIAN5, IT 5AYS
llPRAY WITHOUT CEA5IN6'
Er þetta biðjandi Er hún ekki sæt.
dúkkan sem þú Höndunum er
först með haldið saman
í skólann? með lími.
í fímmta kafia Þessalónikubréfsins
segir „Biðjið án afláts".
Ti
WONPERIF V 1 NEVER
YOU CAN PRAY/ KNOW WHAT
UUITHOUT JyOU’RETALKINÓ
VELCRO.. ABOUT..
Ætli það só hægt Ég skil ekki
að biðja bænir hvað þú ert
án lx'ms. að tala um.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Mengun og sóun
er okkur í hag
Frá Ragnari Jónssyni:
MENGUN, bæði loft- og hávaða-
mengun, hefur mikið verið til um-
ræðu þar sem ég bý, við Miklubraut,
en hugsa verður hlutina í víðara sam-
hengi en gert hefur verið til þessa.
Þessi gata, aðrar þungar umferðar-
götur í Reykjavík, borgin öll eða allt
Island skiptir alls engu máli á heims-
vísu. Við þurfum því að tileinka okk-
ur skynsamlegt hugarfar.
Við ættum að fagna því að bílaum-
ferð eykst frá ári til árs. Það sýnir
góðæri og velmegun sem er okkur í
hag. Margir hafa atvinnu tengda
þessu og ríkið fær skattatekjur. Við
ættum ekki heldur að líta á sorp sem
vandamál heldur tákn um efnahags-
lega farsæld. Sóun náttúruauðlinda
er líka okkur í hag.
Bandarísk áróðursmynd sem gerð
var upp úr 1950 og sýnd í sjónvar-
psþætti er mér ofarlega í huga. Til-
efni þessarar myndar var það að
eitruðum úrgangi hafði árum saman
verið dælt í stöðuvatn þar í landi.
Lífríki vatnsins hafði verið lagt í rúst
og margir sem bjuggu í nágrenninu
veiktust lífshættulega. Farið var að
beita iðnrekendur og stjónvöld
þrýstingi. Tónninn í þessari mynd
var nákvæmlega sá sami og notaður
var í áróðursmyndum nasista fáum
árum áður nema hér var töluð enska.
í mjmdinni var sýnt samhengi at-
vinnu og öruggrar lífsafkomu annars
vegar og iðnar hins vegar. Þar sagði
m.a.: „Ekki viljið þið vera atvinnu-
laus, að bömin ykkar gangi í drusl-
um svöng og skítug, þið hafið ekki
efni á að senda þau í skóla en þannig
verður það ef verksmiðjunni verður
lokað. Ef keyptur er dýr hreinsibún-
aður fer verksmiðjan á hausinn og
þið missið vinnuna. Einhverju verð-
ur að fóma fyrir velmegunina og
framfarimar sem em gmndvallaðar
á iðnaði." Bandarísk olíufélög, t.d.
Exxon em sögð hafa margoft keypt
góðar hugmyndir um sparneytin far-
artæki til að taka þær úr umferð fyr-
ir fullt og allt. Ekki er öll hagkvæmni
hagkvæm eða þannig. Ekki fyrir
gráðugan markaðinn.
Tileinkum okkur hugarfar rosk-
innar konu sem kenndi mér í bama-
skóla. Þegar fnykinn frá loðnu-
bræðslunni lagði yfir bæinn opnaði
hxín gluggana upp á gátt, dró andann
djúpt með nautnasvip og sagði:
,Ahhh... finnið þið peningalyktina,
þetta er það sem gefur þjóðinni sjálf-
stæði. Þetta er sko alls ekki mengun
heldur ilmurinn af gjaldeyrinum."
Við sem búum við stóm umferðar-
göturnar, opnum gluggana upp á
gátt og njótum góðærisilmsins og fá-
um hávaðann í kaupbæti. Hugsum
með öfund til íbúa stórborga erlendis
sem njóta þess alls í miklu ríkari
mæli.
Mæli ekki með að þiggja styrkinn
sem Reykjavíkurborg býður til að
koma upp hljóðeinangranargleri.
Slíkt skemmir nautnina af því að
vakna með höfuðverk jafnþreyttur
og þegar maður sofnaði. Hættum
allri mótmælabaráttu og spilum með
kerfinu. Fömm í sunnudagsgöngu-
txíra á sorp og brotajárns haugana.
Munum að allir græða að lokum.
En hvað um afkomendur okkar?
Æ, nei, nei, ekki hugsa þannig, þetta
reddast allt. Njótum bara góðæris-
ins í botn meðan það varir.
Að lokum. Við eigum ekki bara fal-
legustu konurnar og sterkustu
mennina heldur að líkindum heims-
met í neyslu miðað við mannfjölda.
Skömm væri að því að tapa því. ís-
lendingar em nú 560 þúsundir miðað
við neysluna. Næstum stórþjóð.
RAGNAR JÓNSSON,
Miklubraut 70, Reykjavík.
Hroki hjá borginni
Frá Kristni Snæland:
í SÍÐUSTU viku varð það óhapp í
Engjaseli að sorpflutningabíll lenti í
erfiðleikum vegna færðar og lenti í
því að aka yfir tré og runna sem
komið var fyrir sl. haust. íbúar
þama hafa lagt sig fram um að fegra
umhverfi sitt og hafa vegna þess
Happdraetti
Slysavarnafélagsins Landsbiargar
Dregið hefur verið í fjórða
útdrætti happdrættisins.
Aðeins dregið úr greiddum miðum.
Eftirtaldir aðilar hlutu vinning:
1. IBM PC heimilistölva fró Nýherja að verðmæti 160.000 kr.
Nafn: Björk Siguróladóttir, Stórhóli 17,640 Húsavík
Miði nr. 61027
2. Ferð til Dublinar fyrir tvo að verðmæti 75.000 kr.
Nofn: Gunnar Þór Sæþórsson, Birkiteig 9,230 Keflavík
Miðinr. 61641
3. Ferð til Dublinar fyrir tvo að verðmæti 75.000 kr.
Nafn: Bryndís Jónosdóttir, Asparfelli 6,111 Reykjovík
Miðinr. 54824 _____
fengið sérstaka viðurkenningu frá
borginni. Síðastliðið haust vora bíla-
stæði endurbætt og gerðar nokkrar
gróðureyjar. Yfir eina þessara ók
bíllinn.
Þegar hringt var í talsmann borg-
arinnar, þann sem hefur umsjón með
þessum bflum, brást hann illur við.
Hafði hann samband við bílstjórann
sem viðurkenndi að hafa lent í erfið-
leikum, en ekki kannaðist hann við
að hafa skemmt neitt. Þegar orð
hans vora dregin í efa brást talsmað-
urinn enn verr við. Spurði hann m.a.
með þjósti hvort bíllinn hefði ekki
verið að þjóna íbúunum þarna sem
ekki hirtu um að láta moka snjó af
bflastæðinu. Ekki hefði verið borinn
sandur á svæðið. Með öðrum orðum
þá mátti skilja á þessum hrokagikk
að sá sem væri að þjóna okkur mætti
aka niður tré og gróður ef þurfa
þætti. Vegna þessara viðbragða
mannsins þá reyndist nauðsynlegt
að kalla til lögreglu sem mun þá af-
greiða málið að sínum hætti. Borgar-
starfsmenn, ekki síst hrokagikkur-
inn, mættu hafa í huga að laun sín,
fyrir að svara í símann og við að aka
niður gróður borgaranna, fá þeir frá
hinum sömu.
KRISTINN SNÆLAND,
Engjaseli 65, Reykjavík.