Morgunblaðið - 30.03.2000, Side 68

Morgunblaðið - 30.03.2000, Side 68
88 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍDAG Skari Skrípó í einu af sínum óborganlegu atriðum. , 3* 40 ára afmæli Fé- lags heyrnarlausra FYRIR nokkru fagnaði Félag heymarlausra 40 ára afmæli sínu með hátíðardagskrá í Miðbergi og opnun sögusýningar í Gerðubergi. Meðal gesta voru forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Valgerður Sverrisdóttir, iðnðar- og viðskipta- ráðherra, Helgi Hjörvar, forseti borgarstjómar, alþingismenn o.fl. A hátíðardagskránni í Miðbergi Ulutti formaður Félags heyrnar- lausra, Berglind Stefánsdóttir, ávarp og einnig Knud Söndergaard, for- maður Evrópusambands heyrna- rlausra og Landssamtaka heyma- rlausra í Danmörku. Steinunn Þorvaldsdóttir flutti ávarp um undir- búning sögusýningarinnar og Már og Sólrún fluttu frumsamin Ijóð. Að hátíðardagskránni lokinni var gengið yfir í Gerðuberg þar sem full- trúi Landssíma íslands afhenti Fé- lagi heymarlausra tvo myndsíma að jzjöf. Kolbrún Völkudóttir tók símann ' fórmlega í notkun er hún hringdi í Áma Jóhannesson sem staddur var í húsnæði Landssímans við Ingólfs- torg. Því næst flutti forseti Islands ávarp þar sem hann þakkaði m.a. heyrnarlausum fyrir hversu vel þeim hafi tekist að kynna menningu sína fyrir heyrandi samfélagi og vonaðist til að svo mætti verða áiram í fram- tíðinni. Heymarlausir hafi opnað nýjan heim fyrir þá sem heyra með því að vekja athygli á sérstöðu sinni, móðurmáli og menningu. Að loknu ávarpi opnaði forseti Islands form- lega sögusýningu heymarlausra ásamt þeim Steinunni Þorvaldsdótt- ur og Önnu Valdimarsdóttur sem höfðu umsjón með sýningunni. Um kvöldið var síðan haldin árshá- tíð félagsins í Kiwanishúsinu við Engjateig. Mjög mikil aðsókn var að árshátíðinni og komust færri að en vildu. Vora Félagi heyrnarlausra færðar gjafir frá vinum og samstarfs- fólki, fluttar ræður og skemmtiatriði. Við komu Ólafs Ragnars Grúnssonar, forseta íslands, í Miðberg tóku á móti honum Berglind Stefánsdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, og Halldór Ólafsson, 6 ára, sem afhenti honum blómvönd. Sala á víni og öli verði ekki leyfð í matvöruverslunum EFTIRFARANDI samþykkt var gerð á aðalfundi Þingstúkunnar inn- an vébanda IOGT: .Aðalfundur Þingstúku Reykja- víkur, haldinn 25. mars 2000, hefur fjallað um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun reglna um sölu áfengis. Fundurinn telur að í þessari til- lögu og greinargerð, sem henni fylg- ir, felist vilji flutningsmanna til að opna greiðari leið til kaupa á vini og áfengu öli. Með slíkri framkvæmd yrði gengið, að dómi bindindissam- Jíaka IOGT, gegn þeim markmiðum að hindra eins og kostur er að börn og ungmenni fái keypt áfengi og neyti þess. Reynslan hefur t.d. sýnt að bann við sölu tóbaks til bama og ung- menna hefur verið brotið mjög víða og víst að hið sama myndi ekki síður gilda um vínsölu við slíkar aðstæður. Fundurinn mótmælir því þessum ábyrðgarlausu fyrirætlunum í áfeng- ismálum og varar alvarlega við þeirri hættu sem leiða mun af því að sala á víni og áfengu öli verði leyfð í mat- vöraverslunum. Aðalfundurinn minnir jafnframt á að heildameysla áfengis er vaxandi hér á landi og böl henni samfara eykst stöðugt. Því vill fundurinn beina því til alþingis að ráðstafanir verði gerðar til þess að stöðva þessa óheillaþróun. Fyrsta skref í þá vera telur ftmdur vera að vísa frá fyrr- greindri tillögu. Síðar væri rétt að hefjast handa um róttækar aðgerðir til að ná tökum á því verkefni að draga úr neyslu áfengis og minnka þar með það tjón sem mannlíf hér á landi verður fyrir og þeim gífurlega kostnaði sem samfélagið greiðir ár- lega vegna afleiðinga áfengisneysl- unnar.“ VELVAKANDI Svarað í súna 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Minnisvísur ÞJÓÐHÁTTADEILD Þjóðminjasafns íslands er að safna minnisvísum. Sum- ar minnisvísur notar fólk enn í dag, svo sem Ap., jún., sept., nóv. þrjátíu hver og A b, c, d, e, f, g, eftir kemur h, i, k. Aðrar alkunnar minnisvísur eru t.d. visan um hliðarár Dónár: I Dóná falla Isar, Inn og visubrotið: Settu það á þitt sálarprik/ að nefnarinn er fyrir neðan strik, sem að vísu er til í nokkrum afbrigðum. Til eru útgefin minnisvísna- kver eftir Einar Bogason frá Hringsdal, Landfræði- legar minnisvísur, Stærð- fræðileg formúluljóð og Stafsetningarljóð, svo og bókin Islandssöguvísur eft- ir Öm Snorrason. Minnisvísur em af marg- víslegu tagi, t.d. hafa þjóð- háttadeild borist vísur um röð bæja í sveitum, ömefni, fiskimið, götur í bæjum, hvað menn eiga að taka með sér í ferðalag, orðabeyging- ar og framburð í ýmsum tungumálum, postulana, amínósýrur, hluta í vélum og matamppskriftir svo að eitthvað sé nefnt. Þeir sem kunna að luma á vísum eða minnismnum af þessu tagi, gömlum eða nýjum, rímuðum eða órímuðum em beðnir um að hafa samband í netfanginu halla@natmus.is, eða senda bréf til þjóðháttadeildar Lyngási 7,210 Garðabæ. Nafngiftir LÁRA hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri þakklætis til Auð- ólfs Gunnarssonar vegna greinar sem hann skrifaði í Morgunblaðið 24. mars sl. og heitir Nafngiftir. Lára segir þetta alveg frábæra grein og hún skilur ekki af hverju verið sé að breyta öllum þessum nöfnum. Þeg- ar beðið er um leigubíl á Borgarspítala skilja það all- ir. „Vantaði vitringa vinnu? Af hveiju var þetta unnið og hvers vegna vilja þeir koma þessu í gegn?“ Mjög skýr grein og vel gerð. Það vita allir hvar þessir staðir em. Blettur á menningar- kjól Reykjavíkur ÉG sá í fréttum á Stöð 2 að verið var að tala um af- greiðslutíma veitingastaða í miðbænum og var þar með- al annars viðtal við stúlku í bókabúð. Það sem varð til þess að ég læt í mér heyra vom þau orð hennar, þar sem hún sagði að fólk með geðræn vandamál væri svartur blettur á menning- arborginni. Ég hef nú oft verslað í þessari búð, en aldrei orðið vör við neitt óvenjulegt, frekar en í Kola- portinu og viðar í miðbæn- um. Finnst mér yfirleitt fremur rólegt þar, þótt maður sjái þar stöku sinn- um fólk sem greinilega á erfitt. Núverandi rílds- stjóm hefur skorið mikið niður í sambandi við geð- fatlaða og lokað deildum. Margt af þessu fólki hefur ekki fengið þá umönnun sem það hefur þurft og aðstandendur hafa oft átt erfitt með að hafa það heima. Þetta fárveika fólk ráfar um og mælir götumar og það er vitað mál að ástand þess getur versnað við slíkt. Og hvað er menn- ing? Er það ekki að hugsa vel um sjúka og þá sem erf- itt eiga, á meðan það er látið sitja á hakanum, er það blettur á menningarkjól fröken Reykjavikur. Sigrún. Fordómar ÉG get ekld orða bundist lengur vegna greinar í Vel- vakanda 28. mars sl. Ég vil benda konunni á það að það er alls konar annað drasl en það sem fylgir Morgunblað- inu, sem kemur inn um bréfalúgurnar hjá manni. Síðan þessar eilífu árásir á samkynhneigða. Veit þetta fólk nokkuð nema einhver náinn sé samkynhneigður? Hefur þetta fólk ekki um annað að hugsa en kynlíf annars fólks? Fordóma gagnvart samkynhneigðum set ég undir sama hatt og fordóma gagnvart brún- eygðum, bláeygðum, grá- eygðum eða skáeygðum. Fordómar eru hroki og bak við hrokann húkir heimskan allsber. Ég er sjálf gagn- kynhneigð en á fullt af sam- kynhneigðum vinum, og það er enginn munur á þessu fólki og öðru. Guðrún. Barnagallar frá Rúm- fatalagernum ÞESSA dagana er verið að innkalla bamagalla frá Rúmfatalagemum. Ég vil meina það að foreldrar séu nógu skynsamir til þess að taka þetta af. Ég er sjálf fimm barna móðir og hef oft þurft að fjarlægja óæski- lega hluti frá mínum börn- um. Finnst mér þetta algjör óþarfi að innkalla alla þessa bamagalla. Sigríður. Tapað/fundið Stiissy-jakki týndist SÍÐASTLIÐIÐ laugar- dagskvöld 23. mars sl. týnd- ist ljósbrúnn stiissy-jakki á Kaffi Tomsen. Jakldnn er með hettu og fóðraður með flísefni. Fundarlaun. Upp- lýsingar í síma 867-9822 eða 864-7806. Dýrahald Páfagaukur í óskilum PÁFAGAUKUR er í óskil- um í Smárahverfi í Kópa- vogi. Hann er búinn að vera þar síðan fimmtudaginn 23. mars sl. Upplýsingar gefur Eyrún í síma 554-4422. Fress týndist SVARTUR og hvítur 4ra mánaða fress týndist frá Nökkvavogi sl. laugardag. Hann er með ljóslillabláa hálsól með dökkblárri merldplötu. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 568-1407. Víkverji skrifar... VI hefur oft verið haldið fram að sú fegurðarímynd sem haldið er að fólki ýti undir það að ungar stúlk- ur fari í megrun sem stundum leiði til sjúklegrar átröskunar. Um er að ræða sjúkdóm sem getur haft alvar- legar afleiðingar, jafnvel dauða. Ný- lega birtist í Morgunblaðinu frétt þar sem sagt er frá skýrslu um fegurðar- samkeppnina Ungfrú Ameríka. Nið- urstaða skýrsluhöfunda er að kepp- endur séu sífellt að verða mjórri og margir keppendur þjáist af næring- arskorti. Forsvarsmenn keppninnar hafa brugðist við gagnrýni á holdafar keppenda með því að hætta að birta upplýsingar um þyngd og hæð kepp- enda. Niðurstaða skýrslunnar er engu að síður sú að á síðustu ára- tugum hafi meðalhæð stúlknanna í keppninni aukist um 2% en meðal; þyngd þeirra lækkað um 12%. í fréttinni er haft eftir Robert M. Renneisen Jr., fulltrúa fegurðarsam- keppninnar, „að keppendur undan- farin ár hafi verið í þyngri kantinum vegna þess að keppnin vilji að greind og fegurð séu metin að jöfnu“. Víkverji átti dálítið erfitt með að átta sig á þessu svari. Ljóst er af svarinu að ef gerðar era meiri kröfur um greind leiðir það til þess að lík- amsþyngd stúlknanna eykst. Svo virðist sem það sé álit þeirra sem standa að keppninni að beint sam- band sé á milli greindar og lík- amsþyngdar. Kona sem sé greind sé líklegri til að vera þung en kona sem ekki stigi í vitið. Samkvæmt þessu ætti að vera auðveldara að mæla greind en blóðfitu svo dæmi sé tekið. Nægilegt er að stíga á baðvigtina heima hjá sér. Þetta era góð tíðindi fyrir allar þéttvaxnar konur. Hér á landi hefur aðeins borið á áhuga á að breyta um áherslur í feg- urðarsamkeppnum. Þannig hefur verið stofnað til nýrrar fegurðarsam- keppni þar sem sagt er að lögð sé meiri áhersla á greind og persónu- leika konunnar. Úrslit í þessari keppni vora tilkynnt um síðustu helgi. Eftir sem áður virðist þó sem greindar konur, sem ekki era gríðar- lega fallegar, eigi sér engan vettvang til að keppa innbyrðis því þær eru áfram útilokaðar frá keppninni. Við karlmennirnir brosum að þessu öllu saman því að sjálfsögðu horfum við fyrst og fremst á stúlkurnar og dæm- um þær út frá ytri fegurð líkt og við höfum alltaf gert þegar um fegurðar- samkeppnir er að ræða. xxx YÍKVERJI hefur átt í talsverðri sálarkreppu að undanförnu. Þannig er að eiginkona hans hefur tekið upp á því að borða spænskt jóg- úrt sem farið er að selja í verslunum hér á landi. Hún heldur því ákveðið fram að þetta sé bragðbetri vara en íslenskt jógúrt. Víkverji hefur alla tíð verið ákafur stuðningsmaður ís- lenskra landbúnaðarvara. Hann veit sem er að íslenskir kúabændur, sem margir hverjir búa við bágan efna- hag, verða að selja sem allra mest af mjólkurvöram ef þeir eiga að geta haldið áfram búskap. Eiginkona Víkverja hefur hins vegar aldrei haft neinar grundarvallarskoðanir varð- andi mataræði og borðar bara það sem henni finnst gott. Víkverji hefur ekki treyst sér til að gera úr þessu máli alvarlegan ágreining af ótta við að þetta ágreiningsmál leiði til árekstra um önnur og alvarlegri mál. Víkverji vill hins vegar minna alla stuðningsmenn íslensku kýrinnar á að þeir verða að standa saman og borða íslenskar mjólkurafurðir. Ef þeir gera það ekki hlýtur sú spurn- ing að vakna hvort ekki sé ástæða til að almenningur láti af andstöðu við tillögu um að norskar kýr verði flutt- ar til landsins. Varla getur verið að þeir sem era þessa dagana að háma í sig spænskt jógúrt séu jafnframt á móti innflutningi á norskum kúm. XXX LÝÐRÆÐIÐ og jafnréttisum- ræðan getur stundum tekið á sig undarlegustu myndir. Þannig hefur flokkur Græningja í Þýska- landi sett þá reglu að annar hver ræðumaður á flokksþingi þeirra verði að vera kona. Þetta er til þess að stuðla að jafnrétti í flokknum!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.