Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Falsað mál- verk eignað Jóhannesi Kjarval FIMM málverk, sem talin eru föls- uð, hafa komið í lcitirnar í kjölfar umíjöllunar Morgimblaðsins um málverkafalsanir á sunnudaginn, þar á meðal myndin Við bæjarlæk- inn, sem merkt er Jóhannesi Kjar- val. Sigurður K. Sigurðsson, sem keypti myndina fyrir fímm árum, leitaði álits Ólafs Inga Jónssonar forvarðar á myndinni í kjölfar þeirra umræðna sem verið hafa undanfarin misseri um málverka- falsanir. „Þetta kom mér ekkert sérstak- lega á óvart með tilliti til umræð- unnar. Það hvarflaði náttúrulega ckki að mér að myndin væri fölsuð þegar ég keypti hana. Það er allt- af skítt að láta ljúga að sér og svíkja sig en stundum verður bara að bíta í það súra epli. Ég þekki ekkert inn á málverk og treysti því að þarna væri alvörufyrirtæki að halda uppboð og þetta væri í lagi,“ segir Sigurður. Ólafur Ingi Jónsson forvörður segir að um tvenns konar falsanir sé yfírleitt að ræða hérlendis. Annars vegar eru verk máluð frá grunni á nýjan pappír eða máluð yfír eldri verk annarra höfunda sem hafa stundum verið slfpuð niður. Þá hafa fangamörk á verk- um annarra höfunda verið þurrk- uð út og nafn höfundar sem verkið er eignað málað inn á. Ólafur Ingi segir að það hafí tckið jafnskamman tíma að sjá að verkið Við bæjarlækinn er falsað og það tekur að bera fram orðið. Verkið var boðið upp hjá Gallern Borg í Reykjavík og síðar selt á Akureyri af sama fyrirtæki. Ólaf- ur Ingi segir að sérfræðingur fyr- irtækisins hefði átt að þekkja fyr- irmyndina sem ber allt annað nafn en falsaða verkið, eða Syngjandi vor. Mismunur heitanna gæti fal- ist í því að bakgrunnur falsaða verksins er annar en bakgrunnur fyrirmyndarinnar. Málað á innan við hálftima Upprunalega verkið er olíuverk og er eitt af öndvegisverkum Kjaivalsstaða. Fölsunin er máluð með bleki. Ólafur Ingi telur að verkið hafi verið málað á innan við hálftíma. Verkið var slegið hæstbjóðanda í Reykjavík á 85 þúsund krónur. Hann segir að þegar verkin eru borin saman sé útilokað að um sama málara sé að ræða. Mörg önnur verk sem nú eru til kærumeðferðar hafa verið unnin á sams konar pappi'r og myndin í bæjarhlaðinu er máluð á. Þar á meðal eru skissur af frægum mál- verkum eftir Kjarval sem heita Reginsund og A hulduströndum. Af sama uppboði eru til kæru- meðferðar a.m.k. 8 önnur verk, sögð eftir 6 aðra listamenn. Morgunblaðið/Golli Syngjandi vor, olíumálverk eftir Jóhannes Kjarval frá 1939, er talið vera fyrirmynd falsaða verksins. i- í 9 ffil j i ■ VHn |«JI! wiyi Við bæjarlækinn, mynd sem seld var á uppboði Gallerís Borgar sem Kjarvalsverk. Enginn vafi þykir lcika á því að um fölsun er að ræða. Dró norsk- an selfang- ara til Akureyrar VARÐSKIPIÐ Týr kom til hafnar á Akureyri aðfaranótt laugardags með norska selfangarann Polarboy í dragi. Bilun hafði orðið í vél Polar- boy norður í höfum og óskaði áhöfn hans eftir aðstoð Landhelgisgæsl- unnar. Gert verður við skipið á Ak- ureyri en ekki er ljóst hversu langan tíma viðgerðimar munu taka. Halldór Nellett, yfinnaður gæslu- framkvæmda hjá Landhelgisgæsl- unni, sagði í samtali við Morgunblað- ið að Polarboy hefði óskað aðstoðar eftir að bilun varð í skipinu inni í ísn- um, við ísröndina, um 60 sjómílur frá Kap Coster á Grænlandi, eða rétt innan miðlínu íslands og Grænlands. Var ákveðið að senda Tý á vettvang. Polarboy var í slagtogi með öðrum norskum selfangara, Polarfangst, og hafði síðarnefnda skipið dregið Pol- arboy út úr meginísnum er Týr tók við. --------------- Fundað um orku og stóriðju á Egilsstöðum IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ og Samband sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi standa fyrir opnum kynningarfundi um stöðu orku- og stóriðjumála á Austurlandi í íþrótta- húsinu á Egilsstöðum í kvöld. Smári Geirsson, formaður SSA, setur fundinn en síðan tala Valgerð- ur Sverrisdóttir iðnaðarráðherra, Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri íj iðnaðaiTáðuneytinu, Geir A. Gunn- laugsson, stjórnarformaður Reyðar- áls hf., og Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra. Fundurinn er opinn öllum og hefst kl. 20. Bflainnflutningar og notkun í ár Tekjur ríkissjóðs um 28 milljarðar ÞJÓÐHAGSSTOFNUN áætlar að tekjur ríkissjóðs af bílainnflutningi og notkun, þ.m.t. skattar af elds- neyti, þungaskattur og fleira, verði á árinu um 28 milljarðar króna. Þar af vegi bílakaup landsmanna 37% af heildartekjunum en notkunin 63%. Þetta kom fram í máli Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhags- stofnunar, á aðalfundi Bílgreina- sambandsins sem haldinn var í gær. Þórður sagði að gert væri ráð fyrir hægari hagvexti, en þó mjög viðun- andi, á árinu. Þjóðhagsstofnun spáir 10% samdrætti í bílasölu á þessu ári og 15-20% samdrætti á næstu árum. Á síðasta ári voru fluttir inn að jafnaði 1.500 fólksbílar á mánuði sem er um þrisvar sinnum meira en flutt var inn árið 1994. Þá kom fram í máli Þórðar að bílaeign íslendinga væri með því mesta í heimi, eða 543 bílar á hveija 1.000 íbúa, sem jafngildir því að 1,7 einstaklingar séu um hvem bíl. Fólksflutningar til höfuðborgarsvæðisins í fyrra Fjölgaði um eina fj ölskyldu á dag Fleiri fluttu frá höfuðborgar- svæðinu en til þess á síðasta Bensínlítr- inn hækk- aði um 2 krónur BENSÍNLÍTRINN hækkaði um tvær krónur hjá olíufélögunum í gær og kostar litri af 95 oktana bensíni 91,90 kr. og 98 oktana bens- íni 96,60 kr. á bensínsstöðvum ESSO, Olís og Skeljungs. Þessi hækkun er nokkru minni en jafnvel hafði verið gert ráð fyrir og sagði Geir Magnússon, forstjóri ESSO, að ef miðað hefði verið við heimsmarkaðsverð hefði í raun þurft að hækka bensínlítrann um 2,60 kr. Menn hefðu hins vegar ákveðið að fara ekki alla leið í hækk- unum í þeirri von að bensínverð færi senn lækkandi á heimsmarkaði. Slasað- ist í bíl- veltu í • • Oxnadal BÍLL fór út af og valt í Öxna- dal um klukkan 12.30 í gær. Bílstjórinn var einn í bílnum og er talinn alvarlega slasað- ur. Hann var með meðvitund þegar sjúkraflutningamenn og lögreglu bar að. Tveir sjúkrabílar ásamt tækjabíl Slökkviliðs Akur- eyrar voru sendir á vett- vang og tók töluverðan tíma að ná manninum út úr bíln- um. Bílstjórinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri. síðasta árs EIN fjölskylda fluttist á dag af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæð- ið á síðasta ári ef miðað er við að vísitölufjölskyldan sé 3,5 manns. Sú athyglisverða þróun varð hins vegar árið 1999 að síðustu þrjá mánuði ársins snerist þróunin við og fluttu fleiri frá höfuðborgarsvæðinu en til þess. Eru uppi tilgátur um að það megi rekja til dýrs húsnæðis. Guðmundur Guðmundsson, ráð- gjafl hjá Byggðastofnun, segir að á síðasta ári hafí 1.320 einstaklingum fleiri flutt til höfuðborgarsvæðisins en frá því. Mismunurinn hafi á síð- asta ári verið mun minni en árin á undan þegar hann hafi verið 1.800 manns og farið upp í um 1.850. Fólki ofviða að flytja til höfuðborgarsvæðisins? Guðmundur segir að Byggða- stofnun hafl ekki yfirlit yfir flutn- inga fjölskyldna sem slíkra en miðað við stærð vísitölufjölskyldunnar er það ein fjölskylda á dag. Hann segir að tölur yfir flutninga hafi verið álíka fyrir hvern ársfjórð- ung undanfarið, en síðustu þrjá mánuði ársins 1999 urðu mjög skörp skil og fluttu þá fleiri frá höfuðborg- arsvæðinu en til þess. í lok septem- ber 1999 var tala einstaklinga, sem höfðu flutt til höfuðborgarsvæðisins umfram þá, sem fluttu út á lands- byggðina, komin upp í 1.360, en í árslok vai- hún 1.320. í þessum töl- um eru aðeins flutningar milli lands- hluta, en ekki til landsins erlendis frá. Að sögn Guðmundar er ekki hægt að fullyrða um ástæður þessarar breytingar í lok síðasta árs, en kom- ið hafi fram tilgátur um að gríðar- legar hækkanir á kostnaði við hús- næði á höfuðborgarsvæðinu séu farnar að vega þyngra en áður og það sé hreinlega orðið fólki ofviða að setja sig þar niður. A sama tíma séu að verða tilflutn- ingar á stærra svæði í kringum höf- uðborgina. Þetta svæði nái lengra út á Reykjanesið, til Akraness og allt austur á Selfoss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.