Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 23 Aili leikfangasali ætlar að selja Vidda í leikfangasafn í Japan. leikföngunum og Bug’s Live eða Pöddulíf. Skeggi telur að þetta hafi einfaldlega orðið svo góður gripur að myndinni hlaut að verða vel tek- ið. Og það þakkar hann þeirri stefnu hjá Pixar að spara hvergi og þeim miklu kröfum sem þeir gera til sjálfra sín. Að gera alla hluti vel og leggja sérstaklega mikið upp úr sögunni. Þetta séu sögur sem eru svo vel gerðar og höfða svo vel til fólks, bæði barna og fullorðinna. Það ráði úrslitum, þó margt annað þurfi að koma til líka. Þessi tækni átti sér nokkurn að- draganda. Lampamyndin, um tvo borðlampa í gervi mömmu og barns, var ein af prufumyndunum frá 1986, þegar var verið að þróa og kanna og láta reyna á tæknina. Hún reyndist mjög vinsæl. Sambræðsla af ólíku fólki „Sagan var ekki merkileg en hún var samt mjög vel gerð, vel úthugs- uð og frágangur frábær. En það sem skiptir sköpum þarna er að geta tekið dauða hluti og búið til úr þeim persónur sem fólk samsamar sig við og fær samkennd með. Slíkri persónusköpun hefur leikstjórinn John Lasseter náð,“ segir Skeggi Þormar. Og bætir við: „Nú er ég farinn að tala eins og ég hafi vit á kvikmyndagerð. Ég er auðvitað stærðfræðingur, en þetta síast samt inn. Ég horfi öðrum augum á kvik- myndir eftir þessa reynslu. Er bæði gagnrýnni og nýt þess betur ef ég sé góða mynd og ég sé líka alltaf hvort tæknilegi frágangurinn er nógu góður. Þegar við Edwin Catmull vorum einu sinni að skoða saman tölvugerðar myndir og bera aðrar myndir saman við okkar, sem voru auðvitað miklu betri, þá hafði hann orð á því hve skrýtið það væri að sumir kæmu ekki auga á þennan gífurlega gæðamun á myndum. En það er svipað að kunna að horfa á myndir eins að hafa tóneyra. Eg tek líka eftir því þegar ég horfi með fólki og bendi á ýmislegt gott í ein- stökum myndum, þá skynja sumir það ekki. Þetta er eitthvað sem þarf að þjálfa eins og tóneyra með því að hlusta á tónlist. Svo lærir maður inn á ýmislegt eins og sögugerð og persónusköpun og annað með því að lifa og hrærast í þessum heimi, hitta fólk á göngunum og ræða við það um það sem það er að fást við. Það er mjög gaman.“ „Það sem mér fannst svo skemmtilegt við að vinna þarna, var hve þar var mikið samsafn af ólíku fólki. Stofnandinn Edwin Catmull er stærðfræðingur og tæknimaður en hann hafði þá stefnu að gera listafólkinu alltaf hátt undir höfði. Þótt hann væri svona klár maður og tæknilega sinnaður þá kunni hann alltaf að meta vinnu og sér- þekkingu listamannanna. Var mikil áhersla á að þeir fengju að vinna sína vinnu. Það vakti sérstaklega at- hygli mína hve vel öllu þessu ólíka fólki með mismunandi bakgrunn gekk að vinna saman. Það gerði þetta svo spennandi vinnustað. Þarna voru haldnir fyrirlestrar sem ég nýtti mér oft, t.d. um listasögu. Þarna voru fyrirlestrar um klassísk málverk, af því þau voru að sumu leyti fyrirmyndin að því hvernig við gerðum okkar myndir. Oft var lagst yfir einn ramma í myndinni og spekúlerað í honum eins og þetta væri klassískt mál- verk. Það stuðlaði að þessum miklu myndgæðum. Ekki bara lagt upp úr að allt væri tæknilega flott og rétt útreiknað, heldur líka að búið væri að útspekulera þetta listrænt. Það hafði sitt að segja. Þetta er líka spurning um andann á vinnustaðnum. Að tókst að hræra saman svo ólíku fólki skiptir sköp- um um að svo vel tekst til. Slíkt fyr- irtæki er í sjálfu sér veröld út af fyr- ir sig. Skemmti legast finnst mér að hitta fólk sem ekki er í mínu fagi heldur úr allt öðrum geira. Maður lærir svo mikið af því. Ég gæti auð- vitað ekki gerst liststjórnandi í kvikmynd, en samt skil ég hvað þar er að gerast, næ yfirgripi," Skeggi segir að þetta sé að vissú'leyti eins og hjá íslenskri erfðagreiningu, þar sem hann er nú. Þar starfar fólk með alls konar menntun, úr mis- munandi greinum og óskaplega gaman að tala við fólk úr öðru fagi og spyrja það um grundvallarhug- tök. „Mér finnst mikill drifkraftur í fyrirtækjum af þessum toga. Og ég sé margt svipað með þessum tveim- ur vinnustöðum. Að vísu var ég ekki hjá Pixar alveg í byrjun, en það var samt mjög ungt fyrirtæki á uppleið þegar ég kynntist því. Þar var svo mikill kraftur og vilji til að gera hlutina og gera þá vel. Reyna að ná langt. Það var gaman. Ekkert stofnana- legt við það. Ekki þar fyrir að ég geri ráð fyrir að fyrirtæki, sem hef- ur verið lengi við lýði, þurfi endilega Ef þú hefðirfjárfest í Framsækna alþjóða hlutabréfasjóðnum þegar hann var stofnaður þann 10. desember 1998, þá hefði fé þitt aukist um 140,6% Sjóðurinn nýtir reynslu helstu sérfræðinga heims í sjóðstýringu með því að fjárfesta í safni hlutabréfa- sjóða sem sýnt hafa góða ávöxtun. Stefna sjóðsins er að fjárfesta í félögum í vaxandi atvinnugreinum og félögum á nýjum hlutabréfamörkuðum. Einnig er fjárfest í félögum sem verið er að einkavæða og eru að koma ný imi á markaðinn. Ávöxtun sjóðsins ávöxtun á ársgrundvelli frá stofnun 10.12. ‘98 140,6% 105,8% 1 ár 107,0% 107,0% 6 mán 77,5% 215,1% m.v. 1. mars 2000 Vinsamlegast athugið að gengi getur lækkað ekki sfður en hækkað og ávöxtunartölur liðins tíma endurspegla ekki nauðsynlega framtíðarávöxtun. BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF - byggir á trausti Hafnarstræti 5 • sími 525 6060 • fax 525 6099 www.bi.is • verdbref@bi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.