Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Þor Magnússon segist kveðja Þjóðminjasafnið sáttur við samstarfsfólk sitt Þór Magnússon, sem lét af embætti þjóðminjavarðar í gær, hefur gegnt því embætti frá árinu 1968. Morgunblaðið ræddi við Þór á þessum tímamótum. Mikið er um að vera þar einmitt þessi misserin vegna endurnýjunar safn- hússins og endurskipulagningar á öllu sýningarhaldi. Undanfamar vikur hafa vindar blásið nokkuð um safnið, með- al annars vegna þessa um Pór er fyrst spurður hvað hafi orðið til þess að hann ákvað að fara út í fomleifafræði? „Það er nú erfitt að segja en áhuginn á þeim fræðum kviknaði strax á unglingsárunum og ég kann engar sérstakar skýringar á því. Eg hafði einfaldlega áhuga á gömlum minjum og það er eflaust meðfætt því það var enginn sérstakur fomaldaráhugi á mínu bemskuheimili," segir Þór en hann er fæddur á Hvammstanga árið 1937 og ólst þar upp fram á unglingsár. Þór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1958, stundaði norrænunám við Háskóla íslands í einn vetur en hélt haustið 1959 til Svíþjóðar. „Ég leitaði mér upplýsinga um hvar best væri að stunda nám í fomleifa- fræði og þjóðháttafræði og margir Islendingar fóru á þeim ámm til Svíþjóðar eins og reyndar enn.“ Varstu viss um að fá starf við fagið þegar námi væri lokið? „Nei, ég var ekki viss um það en ég ræddi við Kristján Eldjám, þáverandi þjóðminjavörð, sem ég þekkti þá nokkuð, áður en ég hóf námið og hann hvatti mig mjög. Hann vissi af þessum áhuga mínum og sagði að þótt hann hefði enga stöðu þá fyrir mig gæti það breyst og ég skyldi ótrauður leggja út á þessa braut. Ég hef á sama hátt hvatt þá sem hafa spurt mig og hafa áhuga á fomleifafræði." Þór hélt því til Uppsala í Svíþjóð - með Gull- fossi eins og tíðkaðist á þeim árum. Ekki var heldur farið heim í jólafríinu en á sumrin vann hann fyrir sér í brúarvinnu. Prófessoramir þekktu til á íslandi Aðalgrein Þórs var fornleifafræði en sem aukafög tók hann þjóðháttafræði og þjóðfræði. „Það vildi nú svo vel til að prófessoramir þekktu vel til á fslandi. Márten Stenberger hafði verið við rannsóknir í Þjórsárdal árið 1939 sem vora fyrstu meiri háttar fomleifarannsóknimar hér á landi. í þjóðháttafræðum var Dag Strömbáck prófessor en hann hafði verið sendikennari hér og rannsakað mikið forníslensk fræði og ég naut þess hjá þessum mönnum að vera íslendingur," segir Þór. Hann var einn íslendinga í sínu fagi en hann sagði íslendingahópinn hafa haldið vel saman í Uppsölum. í janúar 1964 sneri Þór heim. Þá bar svo við að auglýst var ný staða í þjóðháttadeild Þjóð- minjasajfnsins sem hann sótti um og fékk. Hefur hann starfað við safnið síðan, tók við embætti þjóðminjavarðar árið 1968 þegar Kristján Eld- jám var kjörinn forseti. „Þegar ég kom heim var nýlega búið að stofna þjóðháttadeild sem hafði það verksvið að safna heimildum um ís- lenska þjóðhætti og þjóðlíf. A þessum áram fór efnisöflun fram að mestu eins og gerist ennþá með spumingaskrám sem sendar vora fróð- leiksfólki um land allt sem kunni frá ýmsu að segja. Efni var einnig safnað með viðtölum við fólk og þannig byggðist upp mjög merkilegt safn þjóðhátta sem nú er mikið notað og sótt í vegna rannsókna og sér þess víða merki í bók- um og ritum.“ Gagmagrunnu rinn Sarpur Þór segir að nú séu allar slíkar heimildir skráðar í gagnagrunninn Sarp sem hann segir verða mjög aðgengilegan fræðimönnum til úr- vinnslu. ,A vetuma vann ég mest við þjóðhátta- söfnunina en á sumrin var ég einkum við fom- leifarannsóknir. Ég var í fimm ____________ sumur í Hvítárholti í Hranamanna- hreppi en þar höfðu fundist rústir frá landnámsöld. Þarna fundust nokkur jarðhús og var þetta merki- legur uppgröftur á sínum tíma og margt sem kom þar í Ijós,“ segir Þór. Morgunblaðið/Sverrir Verðum að sjá tilganginn með varðveislunni vegar talsvert um hvar hægt er að bera niður.“ Læra menn það helst af reynslunni hvemig fara á að við fomleifagröft? Má ekki kreista efniviðinn „Menn læra ákveðin vinnubrögð eða upp- graftartækni en síðan kennir reynslan manni oft hvemig best er að fá sem mest út úr hverri rannsókn, hvemig það sem finnst getur bætt við þá þekkingu sem fyrir er á hinum ýmsu sviðum, svo sem byggingarsögu, menningu og lifnaðar- hætti fólks. Það verður að fara varlega í sakim- ar og gæta þess að spilla engu og það má ekki kreista efniviðinn of mikið því hann hefur sín takmörk. Hér verður dómgreindin því að ráða en stundum era menn að leita stíft eftir ákveðn- um vísbendingum og einhveiju sem getur fært þeim einhver ný sannindi. A þessum áram vora peningar litlir og ekki hægt að leyfa sér að vera mjög lengi við rann- sóknir en við unnum í Hvítárholti í fimm sumur, bjuggum í tjöldum og fengum viðurværi á bæn- um.“ Fáið þið mikið af ábendingum eða óskum um rannsóknir? „Já, við fáum margar ábendingar um fom- leifar hér og þar en það er ekki hægt að komast í að rannsaka nema örlítið. Seinni árin hefur aðal- lega verið unnt að sinna svokölluðum neyðar- rannsóknum sem koma til vegna framkvæmda eða skipulags. Nýr þáttur í starfinu er skráning fomleifa þar sem framkvæmdir standa fyrir dyram, þær era þáttur í umhverfismati og geta leitt til friðunar verðmæta sem menn vilja ekki að eyðileggist." Meðal rannsókna á vegum Þjóðminjasafnsins síðustu árin nefnir Þór rannsóknir á Bessastöð- um vegna bygginga, rannsóknir í Reykholti í Borgarfirði og Eiríksstöðum í Haukadal. ,Á Eiríksstöðum var grafið upp fyrir einni öld og þar fundust merkilegar heimildir um húsaskip- an. Menn vildu rannsaka Eiríksstaði betur £ til- efni 1000 ára afmælis landafundanna og vonandi verður hægt að færa sem best rök að því að þama hafi Eiríkur rauði búið.“ Bitum raðað saman Þór segir að við fornleifarannsóknir sé yfir- ________leitt leitað í ritaðar heimildir til að Sinni ýmsum bera saman við það sem finnst en fræðilegum verkefnum ,Á þessum áram var sérhæfingin ekki orðin mikil á safninu og menn gengu í þau verk sem þurfti. Starfsemin í safninu var öll mun einfald- ari en síðar hefur orðið en þó var unnið mjög mikið starf við varðveislu minja, öflun heimilda og við fræðistörf og starfið var í senn í föstum skorðum en verkefnin þó fjölbreytt." Uppgötvast fomleifar oftast fyrir slíkar til- viljanir? „í þessu tilviki hafði maður á bænum rekist á rústir sem honum þótti forvitnilegar. Þama átti að fara að rækta tún og hann sá þessar rústir nánast á yfirborðinu. Þannig finnast merkilegar fomminjar oft fyrir tilviljun en við vitum hins ss5 ekki standist alltaf það sem fomsög- urnar segja. „Einnig er leitað í öðr- um heimildum, hérlendis eða í öðr- um löndum, og þannig má smám saman raða saman bitum um það hver menning- artengslin eru. Ég held að ekki sé hægt að bera brigður á það að landnámsmenn hafi flestir komið frá Norðurlöndunum, einkum Noregi, samsvörun við fomleifar á öðrum Norðurlönd- um sýnir það, en einhver hluti þjóðarinnar hefur komið sunnan um haf. Erfðafræði og nýjungar í erfðarannsóknum og möguleikar þar eiga áreið- anlega eftir að varpa skýrara Ijósi á þetta. Þessi fræði vora ekki til fyrir nokkram áratugum og að undanfömu hafa verið tekin sýni úr fornum mannabeinum hér heima og annars staðar til samanburðar. Þá hefur verið uppi sú kenning að íslenskar konur séu að miklu leyti komnar frá Bretlandseyjum, sem ég kann ekki nánari skýr- ingar á, en norrænir menn komu ýmsir þar við á leið hingað og víða. Þeir hafa eflaust haft með sér þræla og ambáttir og hin mikla útþensla byggðar á víkingaöld leiddi síðan af sér landa- fundina, ísland, Grænland og Ameríku." „Þjóðminjasafnið er sú stofnun sem hefur hvað víðast starfssvið en það á að sinna menn- ingarsögu, afla heimilda og varðveita, vinna að rannsóknum og sýna almenningi það sem mark- vert er og starfssvæðið er allt landið þótt mörg byggðasöfn á landsbyggðinni hafi einnig tekið að sér ákveðin hlutverk á sínum svæðum. Smám saman era líka að koma sérstakir minjaverðir víða um land sem era starfsmenn Þjóðminja- safnsins og sinna minjavörslu, skráningu og eft- irliti." Um 40 hús í umsjá safnsins Um 40 hús era nú í umsjá Þjóðminjasafnsins og hafa verið tekin á þjóðminjaskrá. Era það einkum hús sem ekki gátu lengur þjónað til- gangi sínum og ljóst að yrðu rifin en æskilegt þótti að varðveita. Hefur þá einatt verið ráðist í endurbyggingu sem Þór segir bæði dýra og tímafreka og nefnir sem dæmi í þessu sambandi Víðimýrarkirkju, Glaumbæ og gamla bæinn á Keldum á Rangárvöllum. Þessi varðveisla húsa byrjaði 1934 þegar Víðimýrarkirkja er tekin á skrá. „Húsasafnið er mjög merkilegur þáttur í starfsemi safnsins og húsunum fer sífellt fjölg- andi. Því fer þó fjarri að Þjóðminjasafnið geti tekið að sér að varðveita öll aflóga hús en við reynum líka, og þó ekki síst húsafriðunamefnd, að styrkja aðra til þess eftir því sem fjármunir leyfa. Best er þegar hægt er að halda slíkum húsum í eðlilegri notkun og það má segja að hún sé liður í umhverfisvemd sem alls staðar er of- arlega á baugi.“ Áður var meira næði fyrir grúskið Hvemig hefur starfið í þjóðminjasafninu breyst í gegnum árin? „Fyrstu árin voram við mun færri í safninu og verkefnin þess eðlis að það var meira næði til að vera í margs konar grúski. Kristján Eldjárn var mikill fræðimaður og lagði mikla áherslu á að við stunduðum fræðistörf og ritstörf hafa alltaf verið snar þáttur í verkefnum á ____________ Þjóðminjasafninu. Það sem hefur breyst er að nú era verkefnin orðin margbreytilegri og embætti þjóð- minjavarðar er að ýmsu leyti sund- urtættara en var þar sem menn ráða ekki eins tíma sínum sjálfir. Það þarf að sinna margs konar umsjón og stjómsýslu, menn vilja eðlilega vinna meira á sínu sérsviði og allt þetta hefur í för með sér önnur viðhorf til við- fangsefnanna. Þetta er svipuð breyting og gerst hefur í öllu þjóðfélaginu og allt er farið að ganga hraðar fyrir sig og jafnframt verður sérhæfing- in meiri,“ segir Þór. Starfsemi Þjóðminjasafnsins er í dag skipt í þijú svið, safnasvið, útiminjasvið og fjármála- svið. ,Á safnasviði er unnið að söfnun gripa, skráningu, forvörslu og viðgerðum og undir hana heyrir einnig ljósmyndadeild og önnur söfn sem era hluti af Þjóðminjasafninu, svo sem lækningasögusafnið í Nesi, sjóminjasafnið í Fer héðan heill og óbrotinn og óbeygður Hafnarfirði og vísir að tækniminjasafni og þetta svið sér einnig um fastar sýningar í safnhúsinu. Útiminjasvið annast eftirlit og viðgerðir á gömlum húsum, fomleifarannsóknir og skrán- ingu og síðan er fjármálasviðið sem annast fjár- reiður. Síðan er mikið samstarf við húsafriðun- amefnd sem haft hefur aðsetur hjá safninu." Þór segir að dagleg stjóm einstakra sviða sé á ábyrgð sviðsstjóranna í samvinnu við þjóð- minjavörð. „Munasöfnun Þjóðminjasafnsins heldur stöð- ugt áfram og þar eram við ekki aðeins að varð- veita gamla muni heldur er mikilvægt að sýna og kynna það sem tilheyrir upphafi nútíma- tækni og framþróun meðal landsmanna. Byggðasöfnin hafa mörg farið inn á þessa braut, til dæmis er safn landbúnaðartækja á Hvann- eyri, ég minntist áður á Sjóminjasafiiið í Hafn- arfirði. Það er nefnilega nauðsynlegt að varð- veita þessi gömlu tæki og helst þannig að þau megi setja í gang og sjá hvemig þau unnu, hvort sem um er að ræða gömul landbúnaðartæki, bíl eða önnur tæki.“ Þór segir að vísir að sjóminjasafni hafi verið í kjallara safnhússins og telur að slíkum minjum hafi í raun ekki verið nægur sómi sýndur. „Það er ekki vansalaust að þjóð sem hefur lifað af fiskveiðum og þær staðið undir velmegun okkar skuli ekki eiga myndarlegt sjóminjasafn. Fyrsti áfangi er safnið í Hafnarfirði og Þjóðminjasafn- ið á nokkra báta og það verður verkefni framtíð- arinnar að stýra þessum málum í höfn,“ segir Þór en segir að meðan breytingar standi yfir á safninu verði önnur stór verkefni að bíða. Miklar breytingar standa nú yfir á safnahús- inu og um leið er verið að undirbúa nýja fram- setningu á sýningum þess þegar það verður opnað á ný. „Það var löngu orðið tímabært að fara í við- amiklar viðgerðir á húsinu og þar er nánast um endurbyggingu að ræða eins og komið hefur fram. Jafnframt því, og raunar án tillits til ástands hússins, var orðið tímabært að endur- skipuleggja og endumýja allar sýningar safns- ins. Þar kemur líka til kasta tölvutækninnar og annarrar nútíma tækni til að kynna fólki menn- ingarminjar. Safnhúsið verður í framtíðinni nánast eingöngu sýningahús en geymslur safns- ins verða áfram í Kópavogi þar sem fengist hafa afbragðsgóðar og vel búnar munageymslur. Síðan er stefnt að því að fá gamla Atvinnu- deOdarhúsið, sem nú er Jarðfræðihús Háskól- ans, fyrir vinnustofur og skrífstofur. Þá stendur fyrir dyram að endurskoða lög um þjóðminja- safnið og ég geri ráð fyrir að margt eigi þá eftir að breytast í framtiðinni.“ Þór minnir í þessu sambandi á að það sé liðin tíð að allt sé sýnt. Nú sé munum stillt upp á sérsýningar, þeir lánaðir á sérstakar sýningar og settir fram í ákveðnu samhengi. „En það er nauðsynlegt að varðveita langtum meir en það sem sýnt er, við þurfum að geta skoðað aðra hluti einnig og rannsakað og sýnt við ákveðin tækifæri. Við verðum líka að sjá tilganginn með varðveislunni og hann er sá að menn hafi gaman af hlutunum og því sem þeir geta sagt okkur.“ Þá segir Þór að mikilvægt sé að halda góðu sam- bandi við landsbyggðina, byggðasöfnin gegni mildlvægu hlutverki og þeim hafi verið falið að annast ákveðna þætti. Opinber byggðasöfn fái því bæði launa- og verkefnastyrki enda taki þau fullan þátt í minjavörslu þjóðarinnar. Hvað hyggstu taka þér fyrir hendur nú þegar þú hverfur úr embættinu? „Ég ætla að sinna ýmsum fræðflegum verk- efnum og ég á til dæmis eftir að Ijúka við rann- sóknir á sflfursmiðunum. Þá finnst mér brýnt að rannsaka og gera grein fyrir störfum Matthías- ar Þórðarsonar, sem var þjóðminjavörður á undan Kristjáni Eldjám, en hann hefur að mestu legið óbættur hjá garði. Hann vann ótrú- lega mikið verk sem safnamaður og fræðimað- ur, fór til dæmis ríðandi um landið sumar eftir sumar og skráði alla kirkjugripi og skrifaði um- sagnir um þá og skrifaði mikið um fomleifar og menningarsögu. Þá finnst mér þörf á að koma starfi byggðasafna landsins á fastari grann í framtíðinni og vil vinna að ákveðinni úttekt á þeim svo ég sé fyrir mér ýmis önnur verkefni sem mig langar tfl að takast á við og kæmu þjóðminjavörslunni og menningarsögunni til _________ góða. Þama er frjór akur sem vert er að erja og ég held að þessi verk- efni geti gefið góðan ávöxt.“ Ertu sáttur við að yfirgefa Þjóð- minjasafnið núna? Fer sáttur við samstarfsfólkið „Ég hefði kosið að geta farið við skemmti- legri aðstæður en ég fer héðan heill og óbrot- inn og óbeygður. Ég er í sátt við alla á safninu. Það hef ég fengið að finna frá samstarfsfólk- inu og ég get ekki annað en gefið því mínar bestu kveðjur og óskir á móti. Viðhorf era að miklu leyti önnur en áður var en ég sé fyrir mér að Þjóðminjasafnið gegni sífellt mikilvægara hlutverki í þjóðfélaginu í því að rannsaka og varðveita þjóðmenningu okkar og skila áfram því starfi sem hinir fyrri safnmenn lögðu grundvöll að.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.