Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Guðsteinn, Ása María og fris Hrönn Einarsdóttir í hringstiganum sem Guðsteinn smiðaði. Morgunblaðið/María Hrönn ISLENSKT EINKAFRAMTAK, LIST OG HÖNNUN í ÓSLÓ •msamammSs Á SUNIMUDEGI ► Ása María Björnsdóttir og Guðsteinn Þorláksson reka fyrirtækin IS kunst gallery & café og IS kunst Art & Clot- hing við Leirfallsgata í Grunerlokka-hverfinu við miðborg Óslóar. Ása María er alin upp á Vestfjörðum en rætur sínar rekur hún til Akraness þar sem hún bjó fyrstu æviárin. Hún nam hótelstjórnun í Sviss og markaðsfræði við Tækniskóla íslands. Guðsteinn ólst upp á Flateyri en fluttist á unglings- árum til Sauðárkróks. Hann er vélvirki að mennt. Þau hjón- in stofnuðu og ráku um árabil listmunaverslunina Smíðar og skart, fyrst við Suðurlandsbraut í Reykjavík og síðan við Skólavörðustíg. Dóttir þeirra, fris Ósk, er í Verslunarskóla íslands en á sumrin dvelur hún í Ósló. Islensk fata- og skartgripahönnun í IS kunst. eftir Maríu Hrönn Gunnarsdóttur DÖKKHÆRÐ, hávaxin, ung stúlka gengur inn úr dyrunum. Hún gengur hugsi á milli listaverkanna, sem prýða alla veggi og Jsekja drjúgan hluta gólfflatarins. Asa María gef- ur sig á tal við hana og þær ræða saman í hálfum hljóðum. Þegar stúlkan hefur kvatt kemur í ljós að þær spjölluðu ekki einungis um myndlist. Innan skamms verður haldin tískusýning í IS kunst og stúlkan, sem aldrei hefur tekið þátt í slíkum viðburði, hefur samþykkt að sýna föt eftir íslenska fatahönn- uði. „Islensk hönnun finnst mér einkennast af náttúru og frelsi. Hún er svo óheft og óhefðbundin. Þess vegna vil ég fá módel sem ekki eru þvinguð af ákveðinni framkomu," útskýrir Ása María. Guðsteinn er ekki óvanur upp- ákomum sem þessari. Ása María er hugmyndarík og þegar hún hefur melt hugmyndirnar með sjálfri sér og síað frá þær sem ekki ganga upp lætur hún til skarar skríða og kem- ur þeim gjarnan í framkvæmd. Þannig var það til að mynda með stofnun fyrirtækisins IS kunst í Ósló fyrir tveimur árum. Vegna skyldleikans Nú reka þau hjónin gallerí með tveimur sýningarsölum og list- munaverslun, kaffihús og fataversl- un í rótgrónu hverfi, sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga á síð- ustu árum. Listaverk eftir u.þ.b. 70 íslenska listamenn eru til sýnis og sölu í galleríinu auk verka eftir búlgarska listakonu og fjóra Norð- menn. í kjallaranum er lítill sýn- ingarsalur þar sem verk listamann- anna, alla jafna eins í einu, eru sýnd. Hver sýning stendur yfir í þrjár vikur og er bókað langt fram á árið 2001. Inn af listmunaverslun: inni er rammíslenskt kaffihús. I desember sem leið fengu Ása Mar- ía og Guðsteinn hæðina fyrir ofan til umráða og þar hafa þau opnað sýningarsal og verslun með föt eft- ir 10 íslenska fatahönnuði. - En hvernig kom það til að Ása María og Guðsteinn fluttu til Ós- lóar og stofnuðu þar fyrirtæki? „Ferðamenn sem komu í Smíðar og skart spurðu mig oft hvers vegna þeir gætu ekki fengið ís- lenska listmuni annars staðar en á íslandi,“ segir Ása María. „Ég spurði sjálfa mig að því sama, hvers végna ekki? Ég fór síðan af stað árið 1996 til að leita að heppi- legum stað undir sýningar- og sölu- gallerí fyrir íslenska list. Ég byrj- aði á því að fara til Stavanger í Noregi. Vinkona mín býr þar og hún sagði að þar væri nóg pláss fyrir svona starfsemi. Ég skoðaði líka Ósló, Gautaborg, Kaupmanna- höfn, París, Amsterdam og New York. Ég afskrifaði London og Kaupmannahöfn fljótlega. Ósló, París og New York stóðu upp úr. Við völdum síðan Ósló vegna þess að hingað var auðveldast að koma vegna skyldleikans við ísland, tungumálsins og menningarinnar." „Skipaferðir eru líka greiðar hingað,“ skýtur Guðsteinn að og út- skýrir að þau fái öll verk flutt frá íslandi með skipum Eimskipafé- lagsins. Annars missir maður af góðum lausnum Ása María flutti til Óslóar í októ- ber 1998 en Guðsteinn ekki fyrr en síðastliðið haust. Guðsteinn tók þó fullan þátt í undirbúningi opnunar- innar. „Ég kom fyrst út í septem- ber 1998. Þá fékk ég áfall. Ég sá að þetta yrði gríðarleg vinna. En við unnum þetta á mettíma á norskan mælikvarða," segir hann. Húsgagnaverslun hafði verið starfrækt í húsinu tíu árum fyrr og þess vegna þurfti ekki að fá sér- stakt verslunarleyfi, hefðarétturinn gilti. Húsnæðið mátti aftur á móti muna fífil sinn fegurri. Upp úr kjallaranum báru þau drasl sem fyllti tvo stóra gáma og það þurfti að breyta öllu og mála. Auk þess smíðaði Guðsteinn drjúgan hluta innréttinganna sjálfur, m.a. hringstiga og borðfætur. „Ég segi stundum að þetta hafi verið dýr- asta megrun sem ég hef farið í. Ég missti 9 kíló á 6 vikum,“ segir Guð- steinn kíminn. „Við fengum Hólmfríði Jónsdótt- ur arkitekt og Ástu Sigríði Ólafs- dóttur innanhúsarkitekt til að hanna með okkur húsnæðið. Þær voru mjög hrifnar af hugmyndinni og studdu okkur mikið,“ segir Ása María. Hún leggur áherslu á hversu mikilvægt það sé að fá fag- lega aðstoð hönnuða og arkitekta. „Annars missir maður af góðum lausnum eins og þessari," segir hún og sýnir hvernig stóru borðin í kaffistofunni verða að milliveggjum þegar þau eru reist upp á rönd og hvernig má hækka og lækka borð- fæturna á litlu borðunum eftir því til hvers á að nota þau. Vel gekk að gera upp húsnæðið, sem þá var á götuhæð og í kjallara. Norskar byggingareglur og skriff- inska áttu þó eftir að flækja málið og minnstu munaði að þau fengju ekki leyfi til að opna staðinn. „I vikunni áður en við ætluðum að opna komst ég að því að leyfið fyrir rekstrinum yrði ekki tekið fyrir hjá yfirvöldum fyrr en eftir 6 mánuði. Nýjar reglur voru komnar í gagnið og starfsfólkið hafði ekki við. Við ákváðum að opna samt. Við fengum bráðabirgðaleyfi með hörku og lög- fræðiaðstoð en síðan var undanþág- an felld úr gildi. Fulltrúi yfirvalda, sem var greinilega eitthvað á móti þessu, hélt lengi að ég væri arki- tekt. Þegar ég sagði honum að svo væri ekki og að ég skildi ekki um hvað hann væri að tala bráðnaði hann og lét sig,“ endar hún flóknar útskýringar af viðskiptum sínum við byggingaryfirvöld borgarinnar. Um miðjan mars á þessu ári opn- uðu þau hæðina fyrir ofan galleríið. Þar hafa þau opnað sýningarsal og verslun með íslenskan fatnað frá Sunnevu Design, Spaksmanns- spjörum, SVO, Rögnu Fróða, hönnu_70, the Collection Reykja- vík, Astu Guðmundsdóttur, ÉLM Design Team, Fanneyju Antons- dóttur og Olgu Gunnarsdóttur og skartgripi eftir Friðrik Flosason gullsmið. Guðsteinn smiðaði allar innréttingar sem og hringstiga á milli hæðanna en Ása María sér að mestu um samstarfið við hönnuð- ina. „Fötin frá Sunnevu vöktu strax mikla athygli," segir Ása María og bætir við að fólk hafi sérstaklega dáðst að því hversu mjúkt skinnið í fötunum er. „En fyrsta flíkin sem ég seldi var frá Spaksmannsspjör- um. Margir kannast við merkið. Síðan kom hingað stúlka sem hróp- aði upp yfir sig þegar hún sá fötin hennar Olgu. Olga kenndi einu sinni við hönnunarháskóla hér í Ósló og hún hafði verið kennari stúlkunnar. Á Islandi er engin ein verslun sem föt eftir alla þessa hönnuði fást í,“ segir hún enn fremur og bætir við að í versluninni megi fá gott yf- irlit yfir það sem er að gerast í ís- lenskri fatahönnun. Fasteignaverð margfaldast á fáum árum Grúnerlokka-hverfið, sem er í u.þ.b. 15 mínútna göngufæri frá að- aljárnbrautarstöðinni í miðborg Óslóar, verður æ vinsælla og segir Ása María að verð á fasteignum þar hafi margfaldast á undanförn- um fjórum árum. Fjöldi verslana er starfræktur í nágrenninu og er Ása María ritari í samtökum verslunar- eigenda í hverfinu. Samtökin hafa gripið til ýmissa ráða til að vekja athygli á hverfinu. 10. júni verða haldnir svokallaðir Grunerdager í hverfinu og ætlar Ása María, sem hefur markaðssetningu fyrirtækis- ins á sinni könnu, að nota tækifær- ið og kynna íslenska list og hönnun svo eftir verði tekið. ,Á sama tíma verður sýning sem við tökum þátt í í sveitarfélaginu Aurskog-Holand í maí í vor flutt hingað.“ Auk þess hefur verið stofnað til samstarfs við nemendur listaskóla í Ósló og von- ast Ása María til þess að þeir fáist til að búa til skúlptúra úr rusli þennan dag enda þykir henni ekki veita af að vekja athygli Óslóarbúa á því að borgin þeirra gæti verið snyrtilegri. Bein tengsl við neytendur Um páskana verður sýningin Life Trend Show haldin í Oslo Spectrum. Að þessu sinni verður hátíðin tileinkuð lífsstíl ársins 2000. Ása María og Guðsteinn hafa hug á að setja fyrirtæki sitt í þetta sam- hengi enda var eftir því leitað af hálfu aðstandenda sýningarinnar. „List er lífsstíll," segir Ása María og bætir við hversu ánægð hún er með að sóst hafi verið eftir kröftum þeirra. „Allt sem tengist lífsstíl verður á sýningunni. Með henni eru fyrirtæki að reyna að komast í bein tengsl við neytendur án milli- liða á borð við heildsala." Ása María segir marga aðra hafa leitað eftir samstarfi við IS kunst. Hún hefur t.d. átt í samningavið- ræðum við hjón frá Seattle sem oft leggja leið sína í galleríið en eigin- konan er einmitt norsk að ætt og uppruna. „Konan hefur áhuga á að stofna gallerí og kaffihús í Seattle, í svipuðum dúr og IS kunst, og við myndum sjá um að velja myndlist frá íslandi fyrir hana.“ Ása María og Guðsteinn munu einnig útvega verk eftir íslenska listamenn á sýninguna í Aurskog- Holand sveitarfélaginu, „og það er sérstaklega skemmtilegt vegna þess að sýningin stendur yfir á þjóðhátíðardegi Norðmanna,11 segir Asa María. „Sýningin verður haldin í gömlu prestsetri. Þema hennar verður ísland er landið.“ Þá hafa tveir leirlistaskólar, ann- ar rétt fyrir utan Ósló og hinn í Þrándheimi, óskað eftir því að fá að koma árlega í IS kunst með nem- endur til að fylgjast með leirlist. „Við reynum að vera vandlát
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.