Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. AJPRÍL 2000 11 Morgunblaðið/Sverrir Doktorsritgerð Baldurs Þórhallssonar verður gefin út hjá Ashgate útgáfufyrirtækinu í sumar. því þeim gengur vel að koma fram sínum málum innan þess.“ Mikilvægt að vinna vel með framkvæmdastjórninni Hvernig vinna smærri ríki innan Evrópusambandsins? „Smærri ríkin leggja áherslu á að vinna náið með framkvæmda- stjórninni. Þótt ráðherraráðið taki endanlega ákvörðun um málefni innan Evrópusambandsins þá hef- ur það sýnt sig að að minnsta kosti 80% af þeim tillögum sem koma frá framkvæmdastjórninni fara í gegnum ráðherraráðið óbreyttar. Þannig skiptir það höfuðmáli að ríki nái að koma tillögum sínum í upphaflega lagatextann. Ef ríkið kemur þeim ekki þar inn þá er miklu erfiðara að sannfæra 14 önn- ur ríki í ráðherraráðinu um gildi tillögunnar. Það sem auðveldar þessa vinnu fyrir smærri ríkin er að það eru oftast nær aðeins tveir til þrír starfsmenn smærri ríkjanna sem fást við hvern málaflokk og jafn- margir starfsmenn sem sinna hverjum málaflokki innan fram- kvæmdastjórnarinnar. Þannig myndast ákveðin tengsl milli þess- ara aðila. Framkvæmdastjórnin þekkir vel hvaða vandamál smáa ríkið er að glíma við því sömu aðil- ar hafa verið að vinna saman í gegnum allt ferlið eða frá því að tillögurnar eru teknar fyrir í fram- kvæmdastjórninni og þar til þær koma til atkvæðagreiðslu í ráð- herraráðinu. Þegar stóru ríkin eiga í hlut þarf framkvæmdastjórnin að hafa sam- skipti við svo marga mismunandi aðila. Því geta ekki myndast þessi nánu tengsl. Það sem auðveldar einnig sam- skipti smærri ríkjanna og fram- kvæmdastjórnarinnar er málamiðl- unarhlutverk hennar innan sam- bandsins. Vegna þessa hlutverks krefjast smærri ríkin þess að framkvæmdastjórnin miðli málum milli þeirra og stærri ríkjanna. Auðvitað krefjast öll ríkin þess að framkvæmdastjórnin vinni að hagsmunum þehTa og oft skiptir það framkvæmdastjórnina meira máli að hafa stórt ríki með sér fremur en smátt þar eð stór ríki hafa meira atkvæðavægi í ráð- herraráðinu. Það getur þó verið hægara um vik fyrir framkvæmdastjómina að fá lítil ríki til að styðja tillögur hennar þar sem það kostar minna að koma á móts við kröfur þeirra þar eð hver málaflokkur er smærri í sniðum í smáu ríki.“ Það kemur fram í máli Baldurs að í stjórnsýslu smáríkis er það iðulega sami aðilinn sem leiðir allt ferlið. Hann mótar tillögur ríkis- stjórnarinnar. Situr sem sérfræð- ingur á fundum framkvæmda- stjórnarinnar og semur fyrir hönd ríkisins í ráðherraráðinu. Þegar ákvörðun hefur verið tekin þá er þessi sami maður jafnvel ábyrgur fyrir því að hrinda lögum Evrópu- sambandsins í framkvæmd á heimavelli. Þetta gerist aldrei hjá stóru ríki því þar er miklu meiri verkaskipting innan stjórnsýslunn- ar. „Hjá stóru ríkjunum er hópur fólks sem mótar stefnuna, svo eru það sérfræðingarnir sem ráðleggja framkvæmdastjórninni og loks eru það starfsmenn sem semja fyrir hönd ríkisins í ráðherraráðinu. Það eru svo allt aðrir sem eru ábyrgir fyrir því að hrinda lögum Evrópu- sambandsins í framkvæmd. Þetta fyrirkomulag gerir smærri ríkjunum kleift að ráða við um- fangið sem fylgir aðild að Evrópu- sambandinu." Nefndakerfið mikilvægt smærri ríkjunum Baldur segir ennfremur að smærri ríkin leggi sérstaka áherslu á að nota nefndakerfið inn- an framkvæmdastjórnarinnar til að ná fram sínum málum. Þannig reyna þau að hafa áhrif á lagatext- ann áður en hann fer til ráðherra- ráðsins. „Nefndir á vegum framkvæmda- stjórnarinnar sem sjá um útfærslu á lögum sambandsins hafa fengið meira vægi á undanförnum árum og smærri ríkin hafa einnig lagt mikla áherslu á að koma sjónar- miðum sínum þar á framfæri. Mörg smærri ríki hafa áhyggjur af því að áhrif framkvæmdastjórnar- innar sé að minnka. A síðustu ár- um hefur vald verið að færast til Eyrópuþingsins og leiðtogaráðsins. I byggðamálum hefur fram- kvæmdastjórnin mun meira vald en í mörgum öðrum málaflokkum. í byggðamálunum geta ríkin oft á tíðum samið beint við fram- kvæmdastjórnina og þurfa ekki að fara í gegnum ráðherraráðið með sínar tillögur. Þetta finnst smærri ríkjunum ákjósanlegt þar sem þeim gengur betur að ná fram hagsmunamálum sínum í beinum viðræðum við framkvæmdastjórn- ina en í ráðherraráðinu. Sú mynd sem gefin er af fram- kvæmdastjórninni, að þetta sé mikið bákn sem hugsi ekki um annað en að stuðla að samruna Evrópulanda er að mínu mati ekki rétt. Smærri ríkin líta alls ekki þannig á framkvæmdastjórnina. Þau líta fremur á hana sem aðila þar sem hægt er að ná málum sín- um fram. Smærri þjóðir verða að forgangsraða Eins og áður segir hefur stærð og einkenni stjórnsýslunnar áhrif á hegðun smærri ríkja innan Evrópusambandsins. En þessir þættir skýra að stórum hluta til mismunandi hegðun smærri ríkja innan sambandsins. Vegna þess að stjórnsýsla smærri ríkja hefur minna umfang verða þær að forgangsraða málum. Þetta þýðir að smærri þjóðirnar geta ekki haft áhrif á fjöldann all- an af málum sem koma upp innan Evrópusambandsins. Þetta kemur þó ekki að sök vegna þess að þjóð- irnar hafa ekki beinna hagsmuna að gæta í fjölda málaflokka. Full- trúar smærri ríkjanna mæta því stundum á fundi án þess að ætla sér að hafa áhrif á gang samn- ingaviðræðna en stærri ríkin reyna ætíð að hafa áhrif. Smærri ríkin mæta þó á alla fundi í framkvæmdastjórninni og ráðherráðinu. Eina undantekningin er Luxemburg sem er með svo litla stjórnsýslu að hún ræður ekki við það. A þeim fundum sem Luxem- burg á ekki fulltrúa hefur fulltrúi Belgíu þeirra samningaumboð. Hafa skýr fyrirmæli að heiman Ég skoðaði hlutverk sendinefnda ríkjanna í Brussel. Fjöldi starfs- manna í sendinefndum smærri og stærri ríkja er mjög mismunandi. I sendinefndum smærri ríkja eins og Ira og Portúgala eru aðeins tutt- ugu og þrír til tuttugu og fimm starfsmenn. I sendinefnd Breta eru áttatíu til níutíu manns. Þegar ég athugaði starfshætti sendinefndanna komst ég að raun um að umboð fulltrúa smærri ríkj- anna til samninga er tvenns konar. Ef um mikilvæg hagsmunamál er að ræða þá hafa samningamennirn- ir skýrt afmarkað umboð. Ef verið er að ræða mál þar sem hagsmunir eru litlir eða engir þá eru engin skilaboð að heiman um hvernig eigi að semja heldur er ákvarðanatakan hjá samningamönnunum. Hjá stærri ríkjunum er þetta þannig að fulltrúar stóru ríkjanna fara ekki á fund án þess að vera með skrifleg fyrirmæli frá viðkom- andi ráðuneyti hvað þeir eiga að segja og gera. Smærri ríkin hafa aðeins slík fyrirmæli þegar lykilhagsmunir þeirra eru í húfi. Samskipti innan sendinefnda smærri rikja eru því miklu óformlegri og ákvörðunar- tökuferlið er mun sveigjanlegra. Ákvarðanir smærri ríkja eru auk þess oft teknar eftir óformlegum leiðum, í síma eða í gegnum Netið og á óformlegum fundum, Sendiráðsstarfsmenn móta oft stefnu smærri ríkja Annað sem einkennir stjómsýslu smærri ríkja er að sendiráðsstarfs- menn í Brussel móta oft stefnu rík- isstjórna með ráðuneytisstarfs- mönnum. Sendiráðsstarfsmennirn- ir geta líka haft samráð við þá sem þeir þurfa heima fyrir. Þeir geta leitað til ráðuneytsstjóra eða ráð- herra ef málin eru mikilvæg. í stærri ríkjunum eru allar ákvarðanir teknar eftir formlegum leiðum og sendiráðsstarfsmenn koma ekki nálægt stefnumótun heldur er hún í höndum ákveðinna aðila í viðkomandi landi. Sendi- ráðsstarfsmenn stærri ríkja geta aðeins haft samband eða samráð við ákveðna undirmenn í löndum sínum. Þeir hafa ekki aðgang að því fólki sem er að taka megin- ákvarðanirnar. “ Óformlegu leiðirnar flýta fyrir ákvörðunartöku Hvernig getur smátt ríki ráðið við það umfang sem fylgir því að fara með forsæti í ráðherraráðinu? „Finnar fóru með forsæti fyrir áramót og gerðu það mjög vel. Margir efuðust um að nýtt ríki inn- an sambandsins með litla stjómsýslu gæti ráðið við verkefn- ið en sú varð ekki raunin. Þegar Portúgalar voru í forsæti í ráðherraráðinu höfðu þeir tuttugu og fjóra starfsmenn og fjölguðu að- eins um þrjá í sendiráði sínu í Brussel. Bretar fjölguðu um þrjá- tíu til fjörutíu manns þegar þeir voru í forsæti. Ástæðan fyrir því að smáríkin komast af með svo lítinn mannafla er að flestar ákvarðanir eru teknar eftir óformlegum leiðum og full- trúarnir vinna langan vinnudag. Fulltrúar í framkvæmdastjórn- inni hafa sagt að það sé miklu betra að vinna með smáu ríkjunum því þau geti tekið ákvarðanir með mjög skömmum fyrirvara en það getur tekið stóru ríkin daga ef ekki vikur að skila tillögum sínum.“ Vinna náið með hagsmunasamtökum Baldur segir að það fylgi því nokkrir ókostir að vera með smáa stjórnsýslu innan Evrópusam- bandsins. „Fulltrúar smærri ríkj- anna í Brussel kvörtuðu yfir því að þá vantaði ýtarlegri upplýsingar að heiman. Þeir fengju heldur ekki nógu mikinn stuðning frá ráðu- neytum nema miklir hagsmunir væru í húfi. Smærri ríkin eru því meira að bregðast við þvi sem er að gerast dag frá degi en stóru rík- in eru með langtíma stefnumótun. Smærri ríkin eru jafnvel háð upplýsingum frá framkvæmda- stjórninni eða frá öðrum ríkjum. Þau hafa því ekki svigrúm, getu eða þekkingu til að setja sig inn i öll mál og afla sér upplýsinga. Stærri ríkin hafa hins vegar bol- magn til að rannsaka öll mál og koma með tillögur á grundvelli þeirra. Til þess að geta sett sig betur inn í málefnin vinna smærri ríkin oft náið með hagsmunasamtökun- um, í þessu tilfelli hagsmunasam- tökum bænda eða samtökum þeirra sem vilja aukna byggða- stefnu. En þetta á raunar einnig við um stærri ríkin. Tekur tíma að aðlagast Stjórnsýsla smærri ríkja er þó ekki alltaf eins,“ segir Baldur. „Stjórnsýsla Grikklands er til dæmis mjög vanmáttug vegna sögulegra aðstæðna, þess vegna hefur þeim ekki gengið eins vel að vinna innan sambandsins og öðr- um. Það tekur tíma fyrir öll ríki að aðlagast Evrópusambandinu eftir að þau hafa gengið í það. Það tók til dæmis írsku stjórnsýsluna þrettán til fjórtán ár að skila árangursríku starfi innan sam- bandsins." Evrópusambandið hefur verið gagm-ýnt fyrir hve ákvarðanataka þar er hæg, hvað er til í því? „Það er rétt. En ákvarðanatakan er hæg vegna þess að verið er að reyna að miðla málum þannig að allir geti verið sæmilega sáttir. Ríkin vita að einhverntímann mun koma að þvi að þau þurfi á stuðn- ingi hinna ríkjanna að halda. Þau eru því ekki að vaða hvert yfir annað til skiptis." Hvemig sérðu framtíð Evrópu- sambandsins fyrir þér? Telur þú að það eigi eftir að breytast með til- komu allra þessara smáu ríkja frá Suður- og Austur Evrópu? „Það sem skiptir mestu máli nú fyrir smærri ríkin er að hvaða nið- urstöðu ríkjaráðstefna Evrópu- sambandsins mun komast. Það er að segja, hverju verður breytt í stofnununum og ákvörðunarferl- inu. Öll smærri ríkin standa gegn því að missa vægi sitt. Staða þeirra er góð innan sambandsins og þau munu ekki gefa hana eftir. Eg get ekki séð fyrir mér að smærri ríkin eigi eftir að gefa eftir atkvæði sín í ráðherraráðinu. Því hlutfallslega hafa smærri ríkin miklu meira at- kvæðavægi en stærri þjóðirnar ef miðað er við íbúatölu. Á bak við tiu atkvæði Þýskalands eru rúmlega áttatíu milljónir íbúa en smærri ríkin hafa tvö til fimm atkvæði hvert og hafa íbúafjölda frá rúm- lega fjögur hundruð þúsundum til fimmtán milljóna. Eru breytingar að verða á Evrópusambandinu? Stærri rikin eru hins vegar að krefjast þess að bak við allar ákvarðanir ráðherraráðsins sé meirihluti íbúa Evrópusambands- ins. Fjölmennari þjóðirnar eru hræddar við að öll smáu ríkin sem eru að koma inn í sambandið muni eiga eftir ráða ferðinni. Við komum því líklega til með að sjá einhvers konar málamiðlun milli smærri og stærri ríkjanna í þá veru að að smærri riki halda eftir atkvæðum sínum en að meirihluti íbúa Evrópusambandsins verði að standa á bak við ákvarðanir ráð- herraráðsins. Stærri ríkin hafa einnig verið að krefjast þess að það verði fækkað í framkvæmda- stjórninni sem í eiga sæti einn full- trúi frá smáu ríkjunum og tveir fulltrúar frá þeim stærri. Þau telja að það verði að fækka í fram- kvæmdastjórninni til þess að hún verði starfhæf þegar tuttugu til þrjátíu ríki verða komin inn í sam- bandið. Það er mjög ólíklegt að smærri ríkin gefi eftir rétt sinn til að til- nefna framkvæmdastjóra. Það væri pólitískt mjög erfitt fyrir þau og myndi skaða þeirra tengsl við framkvæmdastjórnina. Líklegasta niðurstaðan er þvi sú að stærri rík- in gefi eftir annan framkvæmda- stjóra sinn en þau smærri fái að halda sínum fulltrúum." Ráðstefna um smærri ríki og Evrópusamrunann Það kom fram hjá Baldri að 9. maí verður haldin ráðstefna á veg- um stjórnmálafræðiskorar Háskóla fslands, Samtaka um vestræna samvinnu og Félags stjórnmála- fræðinga um smærri ríki og Evrópusamrunann. Tveir af virt- ustu fræðimönnum Breta í Evr- ópumálum, prófessorarnir Clive Archer og Clive Church munu koma til landsins og fjalla um stöðu Noregs og Sviss í Evrópu- samstarfinu. Einnig verður á ráðstefnunni rætt um stækkun NATO og þróun sameiginlegrar utanríkis-og örygg- isstefnu Evrópusambandsins og hvaða áhrif þessar breytingar hafa á stöðu smærri ríkja í Evrópu. Ráðstefnan verður haldin í tengsl- um við svokallaðan Schuman fyrir- lestur á þessum degi. Schuman fyrirlesturinn er haldin af Bertel Haarder sem er varaforseti Evrópuþingsins og þingmaður á danska þjóðþinginu. „Það er mikilvægt fyrir ísland að kynnast því hvernig smærri þjóðum gengur að aðlagast þeim miklu breytingum sem felast í samruna Evrópu, “ segir Baldur að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.