Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ r ERLENT Nýir tímar í taívönskum stjórnmálum BAKSVIÐ 'te 7_________ Með kosningu Chen Shui-bian í embætti forseta Taívans hinn 18. mars síðastliðinn hefur verið brotið blað í sögu taívanskra stjórnmála segir Ragnar Orri Ragnarsson. í fyrsta skiptið hefur landi, sem að meiri- hluta er byggt fólki af kínverskum upp- runa, tekist að velta ráðandi flokki úr sessi í lýðræðislegum kosningum. MARGVÍSLEGAR ástæð- ur eru íyrir sigri Chen Shui-bians og varafor- setaefnis hans, Annette Lus, í kosningunum. Helsta ástæðan er, að Kuomintang, flokkur þjóðern- issinna, klofnaði en James Soong, fyrrverandi landstjóri, klauf flokkinn með því að ákveða að fara í framboð gegn vilja fráfarandi forseta, Lee Teng-huis. Soong naut mikils stuðn- ings, ekki bara meðal almennings, heldur einnig innan Kuomintangs, og margir af háttsettum meðlimum flokksins lýstu yfir stúðningi við hann í kosningabaráttunni. Þetta kom verulega niður á forsetaefni Kuomintangs, Lien Chan, en at- kvæði, sem undir venjulegum kring- umstæðum hefðu farið til Liens, lentu þess í stað hjá Soong með þeim afleiðingum, að hvorki Lien né Soong náðu kosningu. í Taívan er kosninga- fyrirkomulagið með þeim hætti að ekki er kosið á milli tveggja efstu manna ef enginn fær yfir 50% at- kvæða í fyrri umferð. Ef kosið hefði verið á milli Soongs og Chens, má telja líklegt að Soong hefði unnið. Lee Teng- hui, fráfarandi forseti, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa ekki reynt að leita sátta innan Kuomintangs til að koma í veg fyrir að flokkurinn missti völdin. Aðrar ástæður voru einnig fyrir sigri Chens, skýringanna er bæði að leita innan og utan Taívans. I síðustu viku fyrir kosningarnar fékk Chen stuðning frá Lee Yuan-tseh, Nóbels- verðlaunahafa í efnafræði og fyrrum yfirmanni virtustu vísindaakademlu í Taívan. Þessi stuðningsyfirlýsing er talin hafa styrkt stöðu Chens veru- lega á endasprettinum en nafn Lee Yuan-tsehs hefur ítrekað verið nefnt í tengslum við forsætisráðherraem- bætti í stjóm Chens. Talið er að margir kjósendur hafi stutt Chen einmitt í þeirri trú, að Lee, sem er ímynd hins virta fræðimanns, yrði forsætisráðherra. Nú hefur Chen raunar tilnefnt Tang Fei, vamar- málaráðherra í fráfarandi stjóm Lee Teng-huis, sem forsætisráðherra og er hann nú að leita eftir samþykki síns flokks, Koumintangs, við því. Svo virðist sem Chen hafi fengið mikinn hluta atkvæða frá yngri kjós- endum. Þeir kjósendur era óhrædd- ari við breytingar og áherslur Chens í kosningabaráttunni, eins og að beijast gegn spillingu og glæpum virðast hafa höfðað vel til þessa hóps. Kosning Chens kann einnig að end- urspegla vilja yngri kjósenda til að reyna að finna nýjan flöt á samskiptum við megin- landið en á síðustu árum hafa samskiptin verið slæm og ekki bötnuðu þau á síðasta ári þegar fráfarandi forseti setti fram þá skoðun sína að h'ta yrði á við- ræður Taívans og Kína sem sam- skipti á milli tveggja aðskildra ríkja. Með þessum stuðningi yngri kjós- enda við Chen er alls ekki sagt að þeir vilji sameinast Kína. Þvert á móti gefur kosning Chens til kynna skilaboð um að þeir vilji breytingar á stefnu Taívans gagnvart Kína. Kjölfestan í stefnu kommúnista í Unga fólkið óhrætt við breytingar Reuters Chen Shui-bian, annar frá hægri, fagnar sigrinum í forsetakosningunum. Varaforsetaefni hans, Annette Lu, er yst til vinstri á myndinni. Peking gagnvart Taívan hefur verið hótunin um að taka eyjuna með her- valdi ef lýst væri yftr sjálfstæði og skoðanakannanir sem gerðar hafa verið á Taívan um afstöðu íbúanna endurspegla þessa hótun. Meirihluti fólks vill ekki sjálfstæði ef möguleiki er á að kommúnistar geri innrás. En það þýðir samt ekki að íbúar á Taív- an vilji ekki sjálfstæði, þeir vilja það einungis ekki ef ráðist verður á þá í kjölfarið. Chen og flokkur hans, Lýð- ræðislegi framfaraflokkurinn, hafa allt fram í nóvember á síðasta ári ver- ið fylgjandi sjálfstæði Taívans. Þetta hefur verið stefna flokksins frá byrj- un. Þegar hða tók á kosningabarátt- una var stefnan hógværari til að höfða til stærri hóps kjósenda. Chen og flokkur hans era í eðli sínu sjálf- stæðissinnar. Það að yngri kjósend- ur hafi stutt Chen gæti einmitt gefið til kynna að þeir styðji grannatriðin í þessari stefnu og vilji leita að nýju jafnvægi í samskiptunum við Kina. Áhrif kosninganna á stjórnmál á Taívan Með þessum forsetakosningum hefur hið pólitíska landslag á Taívan breyst til mikilla muna. Kuomintang með Lien sem forsetaefni beið afhroð í kosningunum. Flokkurinn sem áður hafði stjórnað eyjunni í fimmtíu ár er allt í einu í stjómarandstöðu og Lýð- ræðislegi framfaraflokkurinn stend- ur uppi með pálmann í höndunum eftir áralanga baráttu við veldi Kuomintangs. Chen er hæfur leiðtogi með mikla persónutöfra. Hann hefur oft þótt harður í hom að taka og hafa ákveðnar skoðanir. Þegar hann var borgarstjóri Taipei tókst honum á fjóram árum að gera veralegar breytingar á borginni til hins betra. Hlutverk hans nú er mun viðameira og annars eðhs. Sem borgarstjóri gat hann leyft sér að hafa ákveðinn og sterkan stjórnunarstíl. Núna verður hans hlutverk meira að miðla málum milli hagsmunahópa innan Taívans, vinna með þingi þar sem Kuomin- tang hefur meirihluta og stýra afar viðkvæmum tengslum við kommún- ista á meginlandinu sem vantreysta Chen. Chen hefur nú skipað tímabundna nefnd, sem á að leggja drög að stefnu ríkisstjómar hans og koma með til- nefningar í ráðherrastóla Chens. Meðlimir nefndarinnar era virtir þingmenn og meðlimir Framfara- flokksins ásamt virtum aðilum í við- skiptalífi, mennta- og menningar- málum. Chen þarf á víðtækum stuðningi að halda til að vera viss um að stöðugleiki og sátt ríki á næstu ár- um í Taívan en Chen var kosinn minnihlutakosningu með 39% at- kvæða. Hlutverk nefndarinnar er einmitt að tryggja slíka samstöðu og vinna stjóm Chens víðtækan stuðn- ing. James Soong varð einungis tveim prósentum á eftir Chen með 37% atkvæða. Nýr flokkur hefur verið stofnaður á Taívan og búist er við að Soong leggi þessum flokki til stuðning sinn. Miðað við hið mikla fylgi í kosning- um og einnig þann stuðn- ing sem hann fékk frá háttsettum meðlimum Kuomintangs fyrir kosn- ingar er líklegt að nýi flokkurinn verði sterkt afl í taívönsk- um stjómmálum. Þetta kann að breyta stjómmálunum þegar kemur til þingkosninga og kann að verða til þess að Lýðræðislegi framfaraflokk- urinn, flokkur Chens, komist í sterka stöðu á þinginu með því að kljúfa enn frekar stuðningmenn Kuomintangs eins og gerðist í forsetakosningun- um. Opnari stjórnmál Eftir kosningamar var fráfarandi forseti, Lee Teng-hui, neyddur til að segja af sér formennsku í flokki þjóð- emissinna. Stuðningsmenn Kuomin- tangs urðu afar reiðir út í Lee fyrir að í’eyna ekki að sætta flokkinn til að koma í veg fyrir að Chen færi með sigur af hólmi. Nýr formaður flokks- ins er Lien Chan, forsetaefni flokks- ins í nýafstöðnum kosningum. Kuomintangs bíður nú það erfiða verkefni að vera í stjórnarandstöðu í fyrsta skipti í sögu flokksins. Hinn nýi formaður, Lien, er ekki líklegur til að stýra flokknum inn í nýja öld í taívönskum stjórnmálum. Yngri menn innan flokksins eins og núver- andi borgarstjóri Taipei, Ma Ying- jeou, era líklegri til að leika þar lykil- hlutverk. Nýtt tímabil er framundan í taí- vönskum stjórnmálum, Chen mun koma til með að taka hart á spillingu í valdakerfinu en svo virðist sem kjós- endur hafi kosið Chen meðal annars með það í huga að gera stjórnmál á Taívan opnari og lýðræðislegri. Hið gamla líkan eins ráðandi flokks sem hefur öll tögl og hagldir á eyjunni er liðið undir lok. Á fyrsta ári nýrrar aldar hefur Taívan stigið stórt skref í átt til lýð- ræðis að vestrænni fyrir- mynd. Það er kaldhæðn- islegt að sá maður, Lee Teng-hui, sem átti stærstan hlut í þeirri þróun að gera lýðræðislegar kosningar að raun- veraleika í Taívan hafi verið neyddur til að segja af sér sem leiðtogi Koum- intangs en gælunafn hans hefur ein- mitt verið hr. Lýðræði. Höfundur er viðskiptafræðingur, býr núíHong Kong en áður á Taívan. íátttil vestræns lýðræðis I Aannáö Jnisund tilvitnanir ! verk Haíktórs tóxxness .seni aiiar bera sniTid hans íagurt yitni. VAKA-HELGAFELL Ssdumula 6 • Smii 550 3000 Svíar höfðu sam- | starf við NATO Kaupmannahöfn. Morgunblaðid. FRÉTTIR um að yfirmenn sænska hersins hafi látið Dönum og þá um leið NATO í té upp- lýsingar um djúpsprengjur og sænskir kafbátar hafi tekið þátt í æfingum með finnskum og bresk- um kafbátum hafa vakið mikla at- hygli og deilur í Svíþjóð. Göran Persson, forsætisráðherra Svía, sagði í kjölfar þessara frétta að það væri mjög alvarlegt ef sænskir yfirmenn í hernum hefði starfað með Nato án vitundar sænsku stjórnarinnar. Upplýsingar til NATO í vikunni sagði Kaj Holmberg, fyrrverandi yfirmaður í sænska flotanum, frá því í viðtali við sænska útvarpið að hann hefði af- hent sjókort og upplýsingar um sænsk sprengjubelti við strendur landsins til danskra starfsbræðra sinna. Þetta hefði hann gert að til- hlutan annarra í hernum. Hvorki yfirmenn hans né sænska stjórnin hefðu vitað af þessu en þar með hefði þessum upplýsingum verið komið óbeint á framfæri við NATO, sem hefði verið ætlunin. Owe Wiktorin, yfirmaður sænska heraflans, sagði í kjölfar þessa að Holmberg hefði á eftir tjáð sér að ummæli hans í útvarps- viðtali um þetta væru ekki í sam- ræmi við það, sem hann hefði ætl- að sér að koma á framfæri. Ekki er ljóst hvort Holmberg verður látinn sæta rannsókn fyrir ummælin. í sjónvarpsviðtali nýlega sagði Caspar Weinberger, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, að á sjöunda og áttunda ára- tugnum hefðu verið til leynisamn- ingar við Svía um kafbátaæfingar þeirra með kafbátum frá Nato- löndum. Björn von Sydow varnar- málaráðherra hefur þvertekið fyrir það. Sænsk rannsókn stendur nú yfir vegna ummæla Weinbergers. Owe Wiktorin og aðrir, sem hafa kann- að málið á vegum varnarmálaráðu- neytisins, hafna því að til séu skjöl, er styðji þessi orð Weinbergers um að kafbátaæfingar af þessu tagi hafi farið fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.